Morgunblaðið - 08.07.1981, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 08.07.1981, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ1981 27 Ráðstefna um öryggis- mál lögreglumanna LANDSSAMBAND lögreglu- manna gekkst nýlega fyrir ráðstefnu um öryggismál lögreglumanna. aðbúnað á vinnustöðum, tækjakost o.fl. sem varðar vinnuaðstöðu lög- reglumanna um allt land. Káðstefnan var haldin í fund- arsal Félagsmiðstöðvar BSRS að Grettisgötu 89. dagana 20. og 21. febrúar sl. Ráðstefn- una sóttu 22 fulltrúar frá 12 lögreglufélögum víðsvegar að af landinu, auk stjórnar Landssambandsins. Erindi fluttu Eyjólfur Sæ- mundsson, forstjóri Vinnu- eftirlits ríkisins, og fjallaði hann um hin nýju lög um aðbúnað, hollustuhætti og ör- yggi á vinnustöðum. Bogi Jóh. Bjarnason, aðalvarðstjóri, flutti erindi um lögreglubif- reiðir og útbúnað þeirra. Síð- ari dag ráðstefnunnar flutti Hjalti Zóphóníasson, deildar- stjóri í dómsmálaráðuneytinu, erindi um lögreglustöðvar, ástand þeirra og útbúnað og um mannafla við lögreglu- störf. Þá fjölluðu Ólafur Jó- hannesson frá SFR og Jóhann- es Jónsson frá LR um ákvæði hinna nýju laga um hvíldar- tíma. Að loknum framsöguerind- um voru fjörugar umræður, margar fyrirspurnir gerðar og fulltrúar létu álit sitt í ljós og bentu á margt er betur mætti fara. I lok ráðstefnunnar voru samþykktar tvær ályktanir. Fjallaði önnur þeirra um að safnað skyldi gögnum um starfsaðstöðu lögreglumanna um allt land, að því er varðaði lögreglustöðvar, þjálfunar- og heilsuræktarstöðvar og fleiri öryggismál lögreglumanna og gerð tillagna um lágmarksör- yggisbúnað á lögreglustöðv- um, í lögreglubílum og víðar. í hinni ályktuninni segir m.a.: „Ráðstefnan átelur harð- lega þann mikla niðurskurð á fjármagni sem átt hefur sér stað til hinnar almennu lög- gæzlu í landinu. Er nú svo komið að löggæzlan býr við óhæft húsnæði víða um land sem ekki getur talizt viðun- andi og víða brýtur það í bága við lög um aðbúnað, öryggi og hollustuhætti á vinnustöðum". Þá er í ályktuninni lögð sér- EF ÞAÐ ER FRETT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU im AUííLÝSINGA- SIMINN F.R: 22480 stök áherzla á að fjarskipta- búnaður lögreglu verði sam- ræmdur og bættur um allt land. Einnig er lögð mikil áherzla á nauðsyn þess að auka og bæta hvers konar þjálfun lögreglumana og bæta aðbúnað þeirra á sviðum ör- yggismála og vinnuverndar. © hitamælar SfltuHfflaiiuigKur Vesturgötu 16, sími 13280. .. MISShÐ EKKIAF MOGULEGUM VIMMIMGI 7. flokkur Endurnýjiö tímanlega. Viö drögum 10. júlí. 18 @ 10.000 180.000 90 — 5.000 450.000 1.548 — 1.000 1.548.000 7 659 — 500 3.829 500 9.315 6 007 500 36 — 2.500 90.000 9.351 6.097.500 HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS V/ERTO MEÐTILVINIÍIMC55 JÚIÍ Hollywood var valinn sl. sunnudags- kvöld en hún er engin önnur en UNNUR PÉTURSDÓTTIR hún fær ýmsan glaöning aö launum, s.s. fataúttekt hjá Karnabæ, dvöl fyrir 2 í Valhöll, mat í Hollywood, blóm frá Stefánsblómum og snyrtivörur. Viö óskum Unni innilega til hamingju meö titilinn. Þá mætir Árni Elfar teikn- arí á svæðíö og dregur upp myndir af gestum. HVER GETUR BETUR í naiywGSD IKVÖLD 9 Síðasta miövikudagskvöld, var keppt um íslandsmet í hraöa í töfrateningsleiknum, þá varö sig- urvegari Hjálmtýr Hafsteinsson, sem leysti þrautina á aöeins 1 min. 57 sek. og 79 sekúndubrot- um. Ef einhver gesta okkar í kvöld, getur betur, fær hann vegleg verðlaun, en þaö kemur allt saman í Ijós í kvöld. Aö síöustu minnum viö á aö Hollywood, Valhöll og Fálk- inn gangast fyrir en hún fer fram dagana 18.—19. júlí n.k. Allar upplýsingar um keppnina gefur Magnús Kristjánsson, skemmtanastjóri Hollywood. H9LUVUQ0D heillar Alheimsleiðtogi Hjálpræðishersins, General Arnold Brown talar á samkomum í Neskirkju fimmtudag og föstudag kl. 20.30 Kommandör Solhaug og frú, brigader Óskar Jónsson og margir aörir gestir erlendis frá og utan af landi, taka þátt í samkomunum. Biskupinn yfir íslandi mun einnig flytja ávarp á fimmtudagskvöldiö. Allir eru hjartanlega velkomnír.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.