Morgunblaðið - 08.07.1981, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 08.07.1981, Blaðsíða 28
28 MORGUNBL,AÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ1981 n pBTTA ER TILVONJANDI T^NGDAFAOlR þlNN^ ELSKAN.” Með morgunkaffínu ViA hlásum á krrtin klukkan sjö! Eftir þaö viljum við ekki heyra nokkurt hljcið eða stunur, — skilurðu? HÖGNI HREKKVlSI Þatka Þ'éR Upp með kofana — niður með grasið RannveÍK TryKKvadóttir skrif- ar ok sendir meðfylgjandi mynd: Ég hélt að ég yrði ekki eldri, svo undrandi, hneyksluð og reið varð ég þegar ég sá spjöllin sem unnin hafa verið á grasflötinni neðan húsanna á Bernhöftstorfunni. Heyrt hef ég því fleygt að þurft hafi að endurnýja hverja einustu spýtu í Bernhöftsbakaríinu gamla á Torfunni margfrægu, svo fúið hafi húsið verið. Þetta heitir „að bjarga menningarverðmætum" og er aðstandendum verksins mikið niðri fyrir í þjóðlegheitunum. Á sama tíma og ausið er almannafé í þetta verk og þá iíklega jafnframt í það að endurbyggja ljóta, svarta, hálfbrunna gamla pakkhúsið við hlið bakarísins, hafa skurðgröfur verið í rólegheitum að moka upp og bílar að aka burt margfalt meira menningarverðmæti sem er grasflötin og stór hluti brekkunn- ar neðan þessara húsa. Nú vill svo til að einmitt þessi grasflöt, sem nú er horfin án nokkurs samráðs við landslýð, var - ein elskulegasta grasflötin í borg- inni, leyfi ég mér að fullyrða, því hvergi naut fólk þess betur að setjast á grasið og sóla sig (og skoða umferðina um leið) á góð- viðrisdögum en einmitt þar. Vin- sælastur var sá hluti flatarinnar meðfram Lækjargötunni sem nær var Bankastræti en Amtmanns- stíg því þar var bezt útsýnið yfir iðnandi mannlífið þarna. Það hervirki sem nú hefur verið unnið á þessum stað er með slíkum endemum að engu líkara er en að Bakkabræður og klæðsker- arnir úr „Nýju fötum keisarans" hafi slegið sér saman um fram- kvæmdirnar. Hugmyndina að því að þessari dásamlegu grasflöt skyldi fórnað en í staðinn kæmi „steypt taflborð, girt höggnu grjóti og gangstétt" hafa „klæð- skerarnir" fengið og henni hrinda þeir í framkvæmd með aðstoð Bakkabræðra. Heitir þetta „fé- lagsleg samneyzla" á máli vinstri manna. Þarna er ausið af al- mannafé til mikillar óþurftar fyrir allan landslýð, því auðvitað eru staðir eins og gamli miðbær- inn í Reykjavík sameign allrar þjóðarinnar. Vinstri menn eru miklir „aust- ursmenn", það er eðli þeirra. Þeir ausa hinsvegar ekki til að létta byrðir þjóðarskútunnar, heldur ætjð til að íþyngja henni. Þeir vilja sýnast miklir menn og kom- ast á blað sem slíkir en þeir nota alltaf almannafé til að reisa sér minnisvarða með en kosta aldrei neinu til frá sjálfum sér. Eyðslueðli þessa fóks (að því er almannafé varðar) kemur mjög vel fram í því t.d. að nú eru hafnar framkvæmdir á því óþarfa verki að byggja brú yfir Tjörnina norð- anverða („svo hægt verði að kom- ast allsstaðar niður að henni", las ég einhvers staðar og fyrir mörg- um mánuðum). Kannski mann- virkið verði vígt með því að láta berrassaða Japanann með vafða tippið ganga á höndunum yfir brúna á næstu Listahátíð, hver veit? Að lokum vil ég skora á fólk að krefjast þess að umræddri gras- flöt verði skilað hið bráðasta. Með mikilli virðingu fyrir óvit- lausum, Rannveig Tryggvadóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.