Morgunblaðið - 08.07.1981, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 08.07.1981, Blaðsíða 32
.v' Símiáritstjóm Ifilfin og skrifstofu: IV/ IUU PLAST ÞAKRENNUR Sterkar og endingargóðar Hagstætt verð cSb Nýborg? O Armúla 23 — Sími 86755 MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 1981 Gasolía á lægra verði frá BNQC: 20.000 lestir á Rotterdamverði í GÆR náðust samningar milli viðskiptaráðuneytisins og brezka ríkisoliufélaKsins BNOC um verð á 20.000 lestum á gasoliu, sem hinjíað munu koma í þessum mánuði. Allmikil verðlækkun frá fyrra verði náðist að þessu sinni oj? mun verðið að nokkru leyti miðast við verð á Rotterdam-markaðinum, sem hefur verið um 50 dollurum lægra á lestina en BNOC-verðið. Að sögn Þórhalls Ásgeirssonar, ráðuneytisstjóra í viðskiptaráðu- neytinu var hér aðeins samið um þennan eina farm innan 100.000 lesta kaupsamnings, sem í gildi er og var innan heildarsamningsins ákvæði um að semja mætti sér um verð hvers farms fyrir sig. Með þessum 20.000 lestum hafa því verið keyptar samtals 60.000 lestir frá BNOC og er því enn óljóst hvert verðið á þeim 40.000 lestum, sem eftir á að kaupa, verður. Sjöfn Sigurbjörnsdóttir: Öll góð mál þola að hljóta umfjöllun í borgarstjórn „NOKKRIR borgarráðsmcnn hafa þyrlað upp miklu moldviðri í fjölmiðlum vegna samþykktar tillögu minnar. Af því tilefni vil ég segja það eitt að öll góð mál eiga að þola að sjá dagsins Ijós og hljóta umfjöllun í borgar- stjórn,“ segir Sjöfn Sigurbjörnsdóttir borgarfulltrúi AÍþýðuflokksins m.a. í grein, sem hún ritar í Mbl. í dag. I greininni segir Sjöfn ennfremur að tillögu sína hafi hún flutt því að hún telji það ólýðræðislegt og reyndar ónauðsynlegt með öllu, að borgarstjórn afsali sér völdum á sumrin og feli fámennu borgarráði alræð- isvald í borginni, óháð sam- þykki borgarstjórnar eftirá. Bjarni P. Magnússon, sem sat borgarstjórnarfundinn í fjarveru Björgvins Guð- mundssonar og stóð að sam- þykkt tillögu Sjafnar, segir Kvótiiui 40 þús. tonn IIMSÓKNARFRESTUR fyrir veiði leyfi á sildarveióunum i haust rennur út 10. júli. Að sögn Jóns B. Jónassonar i Sjávarútvegsráðu- neytinu er kvótinn fyrir haustver- tíðina 40 þúsund tonn en var i fyrra 45 þúsund. Sagðist Jón búast við að álíka margir yrðu um veiðarnar nú og voru í fyrra en þá voru á vertíðinni 60 til 70 reknetabátar og 150 hring- nótaskip. Hafnarfjörður: m.a. í viðtali við Mbl. í dag að engin ástæða sé til að borgarstjórn fari í sumarfrí, enda sé þegar búið að borga borgarstjórnarmönnum laun fyrir þessa vinnu. Sjá nánar á miðopnu og í forystugrein Mbl. í dag. Lögregluliðið gekk í heilu lagi í Víking GENGIÐ hefur verið frá óvenju- legum félagaskiptum i hand- knattleiknum. 3. deildarlið Óðins í Reykjavík, alls 13 leikmenn, gekk í heilu lagi í handknattleiksdeild Víkings. Víkingar eru núverandi Is- landsmeistarar í handknattleik. Leikmennirnir 13 eru allir starfandi lögreglumenn í Reykja- vík. Þeir hafa sent lið í 3. deildarkeppnina nokkur undan- farin ár en hætta nú þátttöku í deildinni. Útimarkaðurinn á Lækjartorgi hefur um nokkurt skeið sett svip sinn á bæjarlífið og ungir sem gamlir nota tækifærið þar til að kaupa og selja. Ungi drengurinn á myndinni er þó sennilega með yngstu verzlunarmönnunum á staðnum og því verður það ekki ofsögum sagt að „snemma beygist krókurinn". uósmynd mm. Guðjón Kristján Thorlacius um launakjörin: Óánægja er í öllum starfshópum BSRB „ÞAÐ ER orðin mjög mikil óánægja i öllum starfshópum innan BSRB með launakjörin. Það hefur verið reiknað út, að kjaraskerðing frá í desember 1977 til febrúar 1981 er orðin frá 13—17% hjá opinberum starfs- mönnum. Auðvitað er það hið fyrsta sem við hljótum að leggja áherzlu á að vinna upp. Það er verið nú i sumar að vinna að viðtækum rannsóknum á þróun kjaramála i landinu á vegum bandalagsins. Formanna- ráðstefna er fyrirhuguð i sept- ember nk. og þar verður væntan- lega mörkuð sú stefna sem fylgt verður við undirbúning samtak- anna að næstu kjarasamning- um.“ sagði Kristján Thorlacius i viðtali við Mbl. um kjaramál opinberra starfsmanna. Kristján sagði opinbera starfs- menn mjög óánægða með hvernig launamálin hafa þróast. Hann sagði: „Þessir læknasamningar, sem fjármálaráðuneytið gefur upp að séu almennt 19% kemur ofan á 6% hækkun sem þeir fengu tii samræmis við laun BSRB frá 1. desember. Kjaradómur kvað upp þann úrskurð á gamlársdag. Það má einnig taka fram að töluverður hluti af þessum kjarabótum lækna er skattfrjáls þannig að í reynd eru þetta meiri kjarabætur en krónutalan segir til um.“ Aðspurður um hvort lækna- samningarnir hefðu orðið sem olía á eld óánægju opinberra starfs- manna vegna launamála sagði hann að svo væri ekki. Menn væru mjög óánægðir yfirleitt og BSRB stæði sjálfstætt i sinni kjarabar- áttu. „En ég segi og vil endurtaka, að það er mjög mikil óánægja innan allra starfshópa BSRB með launakjörin.“ Hundahald leyft með ákveðmun skilyrðum BÆJARSTJÓRN Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sfnum þann 30. júnf síðastliðinn. með 6 atkvæðum gegn 5, að leyfa hundahald i bænum með ákveðnum skilyrðum. Á fundi þessum var samþykkt ný lögreglusamþykkt fyrir Ilafnarfjarðarkaupstað jafnframt tillaga frá þeim Einari Þ. Mathiesen og Árna Gunnlaugssyni um heimild til hundahalds með ákveðnum skilyrðum. Fyrir var í lögreglusamþykkt heimild til leyfis fyrir hundi til lögreglu, hjálparsveita og blindra, en ekki til annarra. Samþykkt sú sem gerð var, er á þá leið að einstaklingum er heim- ilt hundahald með vissum skilyrð- um. Skilyrðin eru m.a. þau að skrá verður hundinn og verður hundur- inn alltaf að bera skrásetningar- númer. Þá ber hundaeigendum að greiða áriega leyfisgjald vegna hundsins. Hundaeigendum er skylt að hafa hundinn ábyrgðar- tryggðan og skal hundurinn aldrei ganga laus á almannafæri, öðru- vísi en í taumi og í fylgd með aðila sem vald hefur á hundinum. Þá er óleyfilegt að fara með hund inn á sjúkra- og skólahús, matvöruverslanir eða aðra staði þar sem matvara er um hönd höfð. Við brot á skilyrðum sem sett eru skal viðkomandi hundur fjarlægð- ur og ef um minniháttar brot er að ræða er eiganda gefinn kostur á að leysa hundinn út aftur. Ef brotið hins vegar er alvarlegt eða ítrek- að, afturkallast leyfið. Þeir sem greiddu atkvæði með hundahaldi voru: Árni Gunn- laugsson, Andrea Þórðardóttir, Einar Þ. Mathiesen, Jón Bergsson, Lárus Guðjónsson og Eiríkur Skarphéðinsson. Þeir sem á móti voru eru: Árni Grétar Finnsson, Stefán Jónsson, Guðmundur Guð- mundsson, Þorbjörg Samúelsdótt- ir og Gunnlaugur Jónsson. Búnaðarmálastjóri um sprettuna: Æ’ Astand hvergi gott SPRETTAN nu er ákaflega sein og slæm tíð hefur valdið þar mestu um og má segja að það gildi meira og minna um landið allt, sagði Jónas Jónsson búnaðarmálastjóri er Mbl. innti hann eftir horfum á grassprettu í sumar. — Ástandið er hvergi gott, þótt segja megi að það sé betra á Suður- og Vesturlandi en fyrir norðan og austan, sagði búnað- armálastjóri ennfremur. — Kuldi er mikill fyrir norðan, en hér syðra hefur einnig sprottið hægt vegna þess hve lítil úrkoma hefur verið. Sláttur er því mun seinna á ferðinni nú en í meðal- ári, en þegar allt er eðlilegt hefst hann oft seinast í júní. Á einstaka bæ' á nokkrum stöðum er sláttur hafinn, en ég býst við að hann hefjist ekki almennt fyrr en seint í júlí. Hafrannsóknaskip- in við bryggju í júlí ÁKVEÐIÐ hefur vcrið. að hafrannsóknaskipin verði bundin við bryggju allan júlimánuð i sparnaðarskyni, en haldi siðan út i ágúst. Skipin, sem um ræðir, eru Bjarni Sæmundsson, Árni Friðriksson, Hafþór og Dröfn. Dröfnin er að vísu enn úti, en er væntanleg. Jakob Jakobsson, fiskifræðingur, sagði í samtali við Mbl., að auðvit- að væri það slæmt, að skipin væru ekki á ferðinni, enda væru ótæm- andi verkefni fyrir hendi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.