Morgunblaðið - 08.07.1981, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.07.1981, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 1981 Bridge Umsjón« ARNÓR RAGNARSSON Sumarspila- mennska Bridge- deildar Reykjavíkur 44 pör mættu til leiks á síðasta spilakvöld en það var fyrsta spilakvöldið á Hótel Heklu en þar verður spilað í sumar. Úrslit í A-riðli: Kristján Hauksson — Ingvar Ingvarsson 192 Zophonías Benediktsson — Jón Oddsson 188 Albert Þorsteinsson — Sigurður Emilsson 184 B-riðill: Bragi Hauksson — Sigríður Kristjánsdóttir 204 Sigfús Sigurhjartarson — Geirharður Geirharðsson 203 Jón Þorvarðarson — Ásgeir P. Ásbjörnsson 190 C-riðill: Lárus Hermannsson — Steingrímur Jónasson 260 Sigurjón Helgason — Guðmundur Samúelsson 242 Gestur Jónsson — Sverrir Kristinsson 240 Meðalskor í A- og B-riðli var 156 en 210 í C-riðli. 73 aðilar hafa hlotið stig í sumarkeppninni og er staða efstu manna þessi: Hannes Jónsson 9 Bragi Hauksson 9 Sigríður Kristjánsdóttir 9 Lárus Hermannsson 8 TEIGAR — EINSTAKLINGSÍBÚÐ Höfum til sölu litla 2ia herb. íbúö á hæö í tvíbýlishúsi. Ekkert baö er í íbúöinni, sameiginleg snyrting meö annarri íbúö. Laus strax. HVERFISGATA — HÆÐ OG RIS Mjög góð 3ja herb. íbúö á 2. hæö í snyrtilegu húsi viö Hverfisgötu auk 2 herb. í risi. íbúðin er öll mikiö endurnýjuö og gæti losnaö fljótlega. Verð 430 þús. SELTJARNARNES — RADHUS Höfum til sölu raöhús í byggingu á sunnanveröu Seltjarnarnesi. Nánari upplýsingar á skrifstofunni. LANGHOLTSVEGUR — EINBÝLISHÚS Mjög gott hús ca. 90 fm aö grunnfleti. Húsiö er kjallari og hæö auk óinnréttaös riss. Húsiö stendur á stórri fallegri lóð Góöur btiskúr. Verö 1 —1,1 milljón. ELLIÐAVATN — SUMARBÚSTAÐUR Höfum kaupanda aö sumarbústaö viö sunnanvert Elliöavatn. LEIGUÍBÚÐ ÓSKAST 3ja—4ra herrb. íbúö óskast til leigu fyrir fámenna, reglusama fjölskyldu. ^Éiánaval^ 29277 Haínarhúsinu- Grétar Haraldsson hrl. Bjarni Jónsson (20134) Borgarnes — íbúðir Til sölu eru íbúöir í fjölbýlishúsi t.b. undir tréverk og málningu. Tvær 2ja herb. íbúöir á kr. 259.300,- Ein 3ja herb. íbúö á kr. 309.600,- Ein 4ra herb. íbúö á kr. 358.600,- Tilbúnar til afhendingar í ágúst—sept. Góöir greiösluskilmálar. Uppl. hjá Ottó Jónssyni, sími 93-7347. Fossvogur — Eínbýli Höfum fengiö til sölu-meöferöar eitt af glæsilegustu einbýlishús- unum í Fossvogi. Allar upplýs- ingar á skrifstofunni. Ekki í síma. Háaleitisbraut 4ra—5 herb. íbúð á 3. hæö, ásamt geymslu í kjallara og bílskúr. Góð íbúö. Mosfellssveit Einbýlishús ásamt bílskúr, fjós og hlaða og 1 hektari lands. Fossvogur Einstaklingsíbúö ca. 30 fm viö Seljaland. Garðabær — Einbýli viö Miötún, er til sölu. Lítiö skemmtilegt einbýlishús á 600 fm eignarlóö. Verö kr. 600.000. Húsamiðlun Fasteignasala Templarasundi 3 Seltjarnarnes — Einbýli Höfum fengiö til sölu-meöferöar eitt glæsilegasta einbýlishús í nágrenni Reykjavíkur. Er til sölu í beinni sölu, eöa möguleikar aö taka góöa íbúð upp í — helst í Vesturbænum. Allar upplýs- ingar á skrifstofunni. Einbýli — Sérhæð 150—160 fm í Álfheimum. Fæst í skiptum fyrir gott einbýlishús í Vesturbænum eöa öörum góö- um stað í Reykjavík. Baldursgata 2ja herb. góö íbuö á jaröhæö. Bein sala. Verzlunarhúsnæði Höfum til sölu-meöferöar verzl- unarhusnæöi fyrir sælgætis- og tóbaksverzlun og ís (sjoppu). Húsnæöi þessi eru í Vestur- bænum, og viö Laugaveg og svo á besta staö í Kópavogi. Símar 11614 — 11616 Þorv. Lúövíksson, hrl. Heimasími sölumanns, 16844. Beethoventónleikar Píanóleikarinn Edith Picht- Axenfeld er hér á landi á vegum NMPU, sem eru samtök nor- rænna tónlistarkennara, en þessa dagana stendur yfir þing samtakanna hér á landi. Edith Picht-Axenfeld lék á tónleikum að Kjarvalsstöðum þrjár siðustu sónötur Beethov- ens, sem er ekki daglegt við- fangsefni píanóleikara og nokk- uð erfitt hlustunarefni. Fimm síðustu sónötur Beethovens eru fyrir margt sérstæðar. Þar er klassíska sónötuformið ekki undirstaða tónþróunarinnar og einnig, að inntak verkanna er miklu meir en fyrr magnað upp með mystik og dulúð, sem á tímum Beethovens var nær óþekkt í gerð tónverka. Á sama hátt og í kvartettunum síðustu, er tónmálið orðið annað og meira en leikur með tóna, það er engu líkara en að tóntúlkunin sé gædd merkingu orða, sem enn hafa þó óljósa merkingu. Þetta sérkennilega eintal Beethovens er ekki á færi margra píanóleik- ara að túlka, eða réttara sagt að skila í leik sinum til áheyrenda. Það er ekki nóg að spila réttar ^Edith Picht-Axen- feld er ein af þeim píanistum sem hefur um árabil lagt stund á flutning klassisku meistaranna og sann- ariega var flutningur hennar merktur langri samvist og sérstæðum skilningi á tónmáli Beethovens^í Tónllst eftir JÓN ÁSGEIRSSON nótur, það verður að gefa hverri hendingu merkingu og til þess þarf mikinn þroska, langa sam- búð og djúpstillta tilfinningu fyrir sérkennilegri og innhverfri list meistarans. Edith Picht-Axenfeld er ein af þeim píanistum, sem hefur um árabil lagt stund á flutning klassisku meistaranna og sann- arlega var flutningur hennar merktur langri samvist og sér- stæðum skilningi á tónmáli Beethovens. Það ríkti sérkenni- leg kyrrð yfir flutningnum, sem var mjög persónulegur, en ein- mitt það er svo stórkostlegt við list meistaranna, að stórt rými er þar fyrir hvern einstakling. Það er sem sagt meginmálið, hvað flytjandinn er að sýna. Er hann að auglýsa tækni sina, beitir hann tækni sinni og vitsmunum til að skapa inntak þess sem hann er að flytja, eða er skilningur hans orðinn honum svo samgróinn og eðlilegur, að tækni og vitsmunalegt skipulag útfærslunnar er hætt að skipta máli og innlifunin orðin óheft upplifun sem fær hlustandann til að líta um öxl og staldra við stundarkorn. Edith Picht- Axenfeld var ekki að spila Beet- hoven á tónleikunum að Kjar- valsstöðum, heldur var flutning- urinn upplifun, einlæg og sér- stæð túlkun hennar á eintali meistara Beethovens. Sýning Sveins Þorgeirssonar í nýlistasafninu við Vatnsstíg stendur nú yfir sýning á verkum eftir einn af þeim ungu mönnum, sem numið hafa hér í Handíða- og myndlistarskólanum, síðan haldið til Hollands og er nú þaðan heimkominn. Þessi ungi maður heitir Sveinn Þorgeirs- son, og ef satt skal segja man ég ekki eftir að hafa séð verk eftir hann áður, en þetta er fyrsta einkasýning Sveins. Ég skal játa, að ég var svolítið forvitinn að sjá þessa sýningu, en ég veit ekki, hvort ég var ánægður eða varð fyrir vonbrigðum. Við skulum láta því ósvarað. Þarna á Vatnsstígnum eru verk unnin í vatnsliti, og eru þau mjög þokkaleg að mínu viti, síðan koma verk unnin í ljós- myndum, og kennir þar margra grasa. Tvær myndir eru hengdar saman yfirleitt, og álít ég að þessar tvær myndir séu eitt verk; ef ég er að vaða reyk, verð ég að biðjast forláts og um leið að viðurkenna, að ég hafi ekki meðtekið boðskapinn sem vera ber. Þannig er það nú einu sinni, að mikið af þessari list, sem kölluð er nýlist, er vægast sagt tormelt fyrir mig. En það er þar með ekki sagt, að hér séu stórkostlegir hlutir á ferð. Það verður að ráðast á öðrum víg- stöðvum, og hver veit nema framtíðin eigi eftir að hlæja yfir fávisku minni og gera bragarbót. Þeir í Hollandi virðast hvergi ^^Sveinn Þorgeirsson er auðsjáanlega barn síns tíma og tekur virk- an þátt íþví starfi, sem er í kringum þá við Vatnsstíginn.M Myndllst eftir VALTÝ PÉTURSSON þreyttir á framleiðslu sem þess- ari og taka Islandsmenn vel við þeirra útflutningi. Það er póesía í þessari sýningu. Tvö verk eru unnin beint á vegg safnsins og sparast þá bæði léreft og annað, sem til þarf fyrir venjulegt málverk. Þetta er í annað sinn, sem ég hef séð verk unnin beint á veggi Nýlista- safnsins, ekki eru það endingar- góð listaverk og verða sjálfsagt seint það, sem nefnt er klassískt. En hvers vegna þurfa listaverk að vera klassísk, af hverju er verið að gefa út sýningarskrár? Og þannig mætti lengi spyrja. Svein Þorgeirsson er auð- sjáanlega barn síns tíma og tekur virkan þátt í því starfi, sem er í kringum þá við Vatns- stíginn. Þar er allt á fullu, og mér er sagt, að á næstu grösum séu ótrúlegir gjörningar vænt- anlegir á sama augnabliki og alheimsmessa frá vondu fólki muni verða í Ásmundarsal. Von- andi verður það mörgum til góða og skemmtunar. Hver veit nema •maður eigi eftir að liggja og biðja fyir sér um yfirbót og aflát fyrir páfunum. Verið bara róleg, allt getur skeð. Sést það ekki af þessum linum, að breyting er að verða á undirrituðum? Ekki dettur mér annað í hug en að Sveinn Þorgeirsson hafi vandað mikið til sinnar fyrstu sýningar, og ég vonast til, að honum gangi allt í haginn á komandi tímum. Það er omann- legt að kasta grjóti i þá er gerast svo djarfir að ríða á vaðið með annað en það, sem er venjulegt og viðurkennt. Ungir menn eiga að vera endurspeglun sins tíma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.