Morgunblaðið - 12.07.1981, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.07.1981, Blaðsíða 2
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JÚLÍ 1981 Á þessum dögum fer ekki hjá því, að sprettu og slátt beri á góma á ferðalagi um landið. Margir kvarta um sprettuleysi, en þó eru bændur óðum farnir að Slá, — líka í von um háarslátt í ágústlok. Það hefur senniiega verið um þetta leyti árs sem Sigurður Breiðfjörð kvað: sem yzt hafði fjarlægast þrengst og haldið við sálarlíf sumri um sólhvörfin döprust og lengst. Miklu fyrr var símaskák milli Húsvík- inga og Reykvíkinga. Árni Sigurðsson kaupmaður og síðar póstur kvað, þegar óðum hallaði á Húsvíkinga: Sólin ekki sinna verka sakna lætur. Jörðin undan grímu grætur. Grasabani komdu á fætur. Þessa braghendu voru allir unglingar látnir læra, um þær mundir sem ég var í gagnfræðaskóla upp úr 1950. — Hvað sem síðar hefur orðið. Nú er mér sagt, að búið sé að strika út Einar Benediktsson og Sigurð Nordal í námsskrá grunnskóla, svo að litlar líkur eru á að rímnaskáld haldi velli! Upp er komin hugmynd um kvennalista til bæjarstjórnarkosninga á Akureyri. Það mun hafa verið 1911, sem Andrés Björnsson kvað út af kröfunni um jafn- rétti kynjanna til háskólanáms: Kvenfólkið vill komast að með karlmönnum í háskólann. En eitt er verst og það er það ef þjófurinn barnar dómarann. Á fundinum á Akureyri á miðvikudag- inn um kvennalistann var Rögnvaldur Rögnvaldsson fullur efasemda og orti: Margur bresta myndi strengur og móðureðlið breytast hér ef konan vill ei kjósa lengur karlmann til að stjórna sér. Uþpi voru ýmsar vangaveltur um það, hvort rétt yrði að hafa framboðslistann alveg . „kynhreinan" eða hvort kannski væri réttara að Ieyfa einhverjum karl- mönnum að fljóta með sem einskonar „puntudrengjum"! Gísli Jónsson svaraði Rögnvaldi Rögnvaldssyni um hæl: Ýmsar myndu á því falla af sér karlmanninn að hrista og reka burtu Rögnvald snjalla Rögnvaldsson af framboðslista. Hákon Aðalsteinsson á Húsavík kvað: Körg er oft við karlinn sinn konan þó að fáum sýni. Aldrei neina ást ég finn þótt eftir henni stöðugt rýni. Margir girnast konukinn klækirnir þótt af þeim skíni. Hún er eins og hákarlinn, — hún er bezt með brennivíni. Á dögunum var ég að blaða í Árbók Þingeyinga og rakst m.a. á þessa stöku í ágætri grein Bjartmars Guðmundssonar um skáldið. Vorin hafa verið mörg af þessu tagi hér uppi, — þótt við getum varast afleiðingarnar núorðið, svo að til horfellis þarf ekki lengur að koma: Fénaðurinn fer úr hor, fölna strá og blikna greinar, þakki drottni þetta vor, þeir sem skilja hvað hann meinar. Um Jón Gunnarsson sjómann á Húsa- vík 75 ára orti Egill: Gegnum hæstu boða brauzt hann, brimsins smáði heljargin, hvort sem var á vestan — austan, veðra aldrei hræddist hvin. Engan sá ég svona hraustan, svona gildan, sterkan hlyn. Engan hef ég átt svo traustan, einlægan og góðan vin. Þar er líka að finna þess afmælisvísu Baldurs á Ófeigsstöðum Baldvinssonar til Egils: Sanna lýsing listamanns ljóðadísir skrifa. Muntu, ísiand, minnast hans meðan vísur lifa. Nú hallar tafli þvi andans afli er illa beitt. Ei skal þó gráta en stæltur státa og standa gleitt og vekja hláturinn vítt og breitt. Að verða mát, — það er ekki neitt. Benóný Benediktsson hefur reynzt mörg- um stórmcistaranum erfiður ljár 1 þúfu. — Hann er líka ágadlega vel hagmæltur og fjolfróður um þjóðlog fra'ði og skáldsk- ap. Fyrir skömmu var rifjuð upp sögn Björns Þórarinssonar Víkings, Draugur kveður vísu. Kristjón Ólafsson snikkari, mikill fræðaþulur og vísnasafnari, hefur heyrt aðdragandann öðruvísi og stökurn- ar sömuleiðis. Samkvæmt hans sögn mættust skipin eins og menn á förnum vegi og fór vel á með formönnum. Annar kvað: Fallegu skipi fleytirðu. Fögrum steini út þeytirðu. Bjartan öngul beitirðu. Birtu mér hvað heitirðu. Hinn kvað: Heitir skipið Hreggviður, hlunnafákur öflugur, sem að stýrir Bjarnar-bur, búa Iét til Sigurður. Soffía Gísladóttir lærði þessa stöku af móður, sinni Ingibjörgu Þórðardóttur á Hofi í Svarfaðardal: Gleymdu ekki gömlum vin þó góðir reynist nýir. Þeir eru eins og skúraskin skammvinnir en hlýir. Fyrir skömmu var þessum fyrrihluta Margrétar Ólafsdóttur varpað hér fram: Saman hrannast skúraský skapi manna breyta. Skotta botnar: Sækja glannar glösin í og gleðisvanna leita. Móri setti fram þennan fyrrihluta: Döpur stjórnvöld, dauður sjár, doðinn vekur kvíða. Þóra Jóhannsdóttir, Sauðárkróki, botn- ar: „Aftur hverfur andans fár,“ innir vorið blíða. Helgarskákmót var fyrir skömmu í Grímsey. Benóný Benediktsson skák- meistari kenndi mér þá þessa vísu Steph- ans G. Stephanssonar, er hann orti um Fiske, sem lét sér mjög annt um Grímsey- inga og hreifst af áhuga þeirra á skáklist- inni: Móri er aftur ekki eins bjartsýnn: Himinninn er hélugrár. Harðindin eru víða. Og á miðju sumri má víst freista manna að glíma áfram við stökuna: Hann mat ekki milljónir einar, hann miðaði auðlegð hjá þjóð við landeign í hugsjónaheimi og hluttak í íþróttasjóð, en var um þann ættingjann annast, Enn fer krónan upp á við þótt óðum þýzka markið falli. Ekki verður kveðið meira að sinni. Ilalldór Blöndal hans á styrjöldina, kæmu honum í fangelsi en vini hans um áratugi, séra Rögnvaldi Péturs- syni presti við Unitarakirkjuna í Winnipeg, tókst að afstýra því. Stefán hafði miklar mætur á séra Rögnvaldi og frjálshyggju Unitara. Þegar bolshevikar hrifsuðu völdin í Rússlandi og gáfu fyrirheit um hið stéttlausa samfélag urðu Vestur-íslend- ingar alvarlega hneykslaðir og Stefáni sárreiðir fyrir að taka afstöðu með þeim í grundvallar- atriðum. Auðvitað var hann kallaður kommúnisti og jafnvel nefndur „Rauður". En það er nauðsynlegt að átta sig vel á hugarástandi þeirra tíma. Upp úr 1920 var óttinn við „þá rauðu" í hámarki í Norður-Ameríku og sérhver vinstrisinnaður maður var stimplaður kommúnisti. En Stefán G. var enginn kommún- isti, hann var fyrst og fremst mannvinur. Hann trúði á góðleik mannsins og getu hans til að skilja á milli góðs og ills. Hann taldi, að maðurinn bæri ábyrgð á því, að öll framþróun yrði til góðs og komandi kynslóðum til heilla. Hans stóri draumur var: _I>aA landiA som ekki mcð o'nálaK hátt í upphaVium neitt Ketur hætzt. þar einskis manns velíerð er volæöi hins né valdid er takmarkiA hæst. ok sÍKurinn aldrei er sársauki neins. en sanngirni er hoAordið æðst. Stefán G. var sannur „ideal- isti“, sem trúði því staðfastlega að maðurinn ætti innri góðleika, sem myndi sigra að lokum. Því fór fjarri að öll kvæði Stefáns G. snerust um svona alvarleg málefni, öðru nær. Hæfni hans til að aðlaga sig umhverfi og lifnaðarháttum í Norður-Ameríku kemur einnig greinilega fram í ljóðum hans. Þó að hann notaði nær eingöngu hin hefðbundnu, íslensku ljóð- form og bragarhætti og oft verði fornar og nýjar sögupersónur honum að yrkisefni, þá hvorki gat hann eða vildi gleyma því, að hann var vestur-íslenskur land- námsmaður. Mörg af fegurstu ljóðum hans eru helguð þessu nýja umhverfi, víðáttu sléttunn- ar og Klettafjöllunum. Líklega kemur tilfinning hans hvergi betur í ljós en í eftirfarandi erindum úr kvæðaflokknum „Á ferð og flugi": _í lýsinKU art morgni er vóknuAum vid. ei vantaði rúmíótin nó>c. því fjúknóttin hafói á flet okkar hreitt eins fets þykkt af dúnmjúkum snjó. En sárkalt var loftið. er sólin kom upp svo seinfær ok kól^una óð. I>að loKaði i kverkum. í limunum sveið ok læstist um hrjóstið sem kIoó. í hunKÓttri fjalfellu af hláhvitri mjóll var hyrKt niðri vóllur ok Króf. ok hrímþakin trén voru svipleK að sjá sem sálir úr helfrosnum skÓK.“ Stefán G. orti nær einvörð- ungu á íslensku því að hann var að yrkja fyrir íslenska lesendur báðum megin hafsins. Hann gerði enga tilraun til að víkka sjóndeildarhringinn út fyrir þau þjóðernislegu landamæri, hann var bara Vestur-íslendingur í eigin augum. í skáldskap sínum notaði hann oftast hin hefð- bundnu Ijóðform til að bregða upp myndum úr hinu nýstárlega umhverfi, brá þannig upp mynd- um úr tveimur heimum, af tveimur menningarsviðum. Stef- án G. var í rauninni hvorki íslendingur né Kanadamaður, sem er reyndar algengt fyrir- bæri meðal innflytjenda. Rætur þeirra standa djúpt í fornum heimkynnum en eru að sjálfsvali í nýju umhverfi. Þó að Stefán G. væri á stund- um lítt vinsæll meðal Vestur- Islendinga varð hann að skáld- hetju í heimalandi sínu. Árið 1917 var honum boðið til íslands og hylltur þar sem þjóðskáld. Nú gnæfir fagur minnisvarði, helg- aður honum, nálægt fæðingar- stað hans. Ljóð hans eru lesin og lærð í skólum og minningin um hann er ófölskvuð hjá hinni íslensku heimaþjóð. Hér vestra, í nýjum heimkynnum hans, gekk viðurkenningin hægar fyrir sig, en hún kom. Árið 1953 lét sambandsstjórnin í Ottawa reisa honum minnisvarða í skemmti- garði Markervillebæjar og árið 1975 gerði stjórn Albertafylkis heimili hans og umhverfi að vernduðum minjastað (Historic Site), og tók um leið að sér endurbyggingu þess og umsjá. Hús skáldsins er raunar enn einn vitnisburður um hæfni hans í að aðiaga sig hinu nýja, kanadíska umhverfi því að hann byggði sér mjög snoturt smáhús (cottage) í viktoríönskum stíl. Að byggja á þennan máta fannst Stefáni eðlilegt og hann hafði engri menningarhefð brugðist. Hann vissi alltaf hver hann var. Gamla bjálkabyggingin var samt orðin afar illa farin er Minjavarslan tók húsið í sína umsjá. Undistaðan var bara lausagrjót, sem hafði sigið með þeim afleiðingum að neðsta bjálkaröðin var illa fúin. Á þakinu var gat og fúi kominn í einn millivegg og einnig gólfbita. Fyrsta verk Minjavörslunnar var ítarleg ljósmyndun hússins að innan og utan og síðan að flytja alla innanstokksmuni í Stephan G. Stcphansson geymslu og skrásetja þá. Er því var lokið var dúkur fjarlægður af veggjum og pappírsklæðning undir honum svo að hinir til- höggnu bjálkar kæmu í ljós. Er þessu var lokið var linoleumdúk- ur fjarlægður af borðstofugólf- inu, og hvað haldið þið að hafi þá komið í ljós undir honum? Fleiri hundruð eintök af gömlum fréttablöðum, sum á ensku, önn- ur á íslensku. Þau elstu frá 1880 en þau yngstu frá 1910. Sum höfðu orðið fyrir miklum skemmdum af raka, önnur voru eins og ný. Sem sagt merkilegur fornminjafundur. Þegar gólfið var síðan fjarlægt kom í ljós að Stefán hafði gert ýmsar breyt- ingar á húsinu síðar meir, fjar- lægt skilrúm og stækkað her- bergi. Því næst hófst vinnan við húsið að utan og þá var fyrsta verkið að lyfta því af grunninum og fjarlægja allt grjót og jarðveg úr honum. Þá var gamla klæðn- ingin rifin af bjálkunum svo að allur fúi í þeim kæmi í ljós og hægt væri að fjarlægja allar skemmdir. Fagmenn, sérhæfðir í slíkum viðgerðum og bjálka- byggingum, lögðu sérstaka alúð í þetta verk, bæði við að fjarlægja allar skemmdir, velja réttan við í viðgerðina og fylgja nákvæm- Iega hinni upprunalegu smíði Stefáns. Er öllu þessu var lokið var grunnurinn vandlega hreins- aður, slegið upp mótum fyrir undirstöður og þau fyllt með steypu. Svo var húsið látið síga niður á þær en þó ekki fyrr en búið var að raða þar niður hinu upprunalega grjóti undirstöð- unnar og eins i kring um húsið. Síðastliðinn vetur var sett nýtt þak á húsið og nú er einnig búið að klæða það að utan og var sú klæðning vandlega valin. Minjavarslan hefur sett sér það takmark að ljúka endurbyggingu hússins að utan og innan, svo og viðgerðum á húsmunum, fyrir næsta sumar, 1982. Þá á að opna hús skáldsins, Stephans G. Stephanssonar, sem minjasafn, almenningi til sýnis. Stefán G. var maður á undan sinni samtíð og hann var líka stórskáld. Hann á því skilinn heiðurssess í sögu Albertafylkis og Kanada í heild.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.