Morgunblaðið - 12.07.1981, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 12.07.1981, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JÚLÍ 1981 55 fclk í fréttum + Bræðurnir Bjarni og ísólfur Pálmasynir við farkostina Chevrolet Impala og Buick (Ljósm. Mbi. Emíiia) „Bandaríkjamennirnir auð- veldastir í meðförum44 Raett við Bjarna og ísólf Pálmarssyni, sem bjóða fólki að ferðast um landið í „límósínum“ Hver var æstur? + Á dögunum voru haidnir tónleikar i Laugardalshöll og urðu þeir all viðburðaríkir. enda kannski ekki við öðru að búast, þegar 12 hljómsveitir leika listir sinar fyrir nokkur þúsund ungmenni. Sú hljómsveit, sem hvað mesta athygli vakti var þó sú, sem aldrei fékk að spila, þar eð hún var handtekin, svo að segja i heilu lagi, ásamt fylgifiskum, rétt áður en hún hugðist koma fram. Fer tvennum sögum af ástæðunni fyrir þeim aðgerðum og sagði Guðni Rúnar Agnars- son, forráðamaður tónleikanna, hana hafa verið þá, að sér hefði litist þannig á dagskrá hljóm- sveitarinnar Brunans, að hún myndi æsa fólkið í salnum til óláta. Liðsmenn Brunans segja þetta hins vegar mestu firru, hins vegar hafi taugar forráða- mannsins verið þandar til hins ýtrasta á þessu stigi málsins, sökum þess að tónleikarnir í heild hafi verið að fara úr böndunum og þeir hafi orðið fyrir barðinu á því. Meðfylgjandi mynd er tekin á Hótel Borg fyrir nokkru og má á henni sjá tvo þeirra Bruna- manna, Ómar t.h. og Ámunda, með einn úr hópi áhorfenda á milli sín, ekki nema í meðallagi æstan að því er best verður séð. Lán í óláni + Nýlega kom út bæklingur þar sem „The Palmarsson Brothers Limousine Service“ býður ferðamönnum að ferðast um landið. i lengri eða skemmri tíma. i góðum og gælsilegum farkostum. bað eru bræðurnir Bjarni og ísólfur Pálmarssynir sem reka þessa þjónustu, en þeir eru báðir bifreiðastjórar hjá bílastöðinni BSR. Aðspurðir sögðu þeir bræður að þetta væri reyndar þjónusta, sem lengi hefði staðið ferða- mönnum til boða en þetta væri í fyrsta skipti, sem sérstakur kynningarbæklingur hefði verið gefinn út um hana. „Auk okkar eru fjórir aðrir í þessu og þar af eru tveir þýskumælandi en allir tölum við ensku og norðurlanda- málin. En markmiðið er að hafa í þessu menn, sem eru vel mælandi á erlendar tungur og geta gefið ferðamönnunum upp- lýsingar um land og þjóð meðan á ferðalaginu stendur. Ferðirn- ar, sem boðið er upp á eru allt frá tveggja tíma ferðum, upp í átta daga hringferð um landið. Bílarnir eru allir fyrsta flokks bílar, m.a. Chevrolet og Buick og við fáum mikið af fyrirspurn- um,“ sögðu bræður. Er þessi þjónusta ekki ein- göngu sniðin fyrir ríka útlend- inga? „Það er nú svo, að leigubíl- ar eru einhver ódýrasta þjónusta á íslandi í dag,“ sagði Bjarni. „Og stundum getur komið jafn vel út fyrir fámennan hóp að taka leigubíl og rútu.“ Að lokum var Bjarni spurður hvernig viðskiptavinirnir væru og hvort einhver munur væri á þeim eftir þjóðerni. „Þeir eru af ýmsu þjóðerni" sagði hann. „Og einnig Islendingar því við erum með þessa þjónustu í gangi allan ársins hring og ýmsir viðskipta- menn notfæra sér hana fyrir gesti sína. En af útlendingunum eru Þjóðverjar og Bandaríkja- menn hvað fjölmennastir. Ætli Bandaríkjamennirnir séu ekki auðveldastir í meðförum. Þeir vilja oftast fara hratt yfir og eru meira fyrir að flýta sér, á meðan Þjóðverjarnir eru meira gefnir fyrir að grandskoða um- hverfið." Ritstjóri Lögbirtingablaðsins og Stjórnartiðinda lætur af störfum + Til eru þau ..stjórnarmál- gögn“, þar sem ritstjórinn þarf ekki að standa í pólitisku dæg- urþrasi, eða hafa áhyggjur af öðrum greinum en lagagrein- um. og það eru Lögbirtinga- hlaðið og Stjórnartiðindi. Kristján Eliasson. fulltrúi i dómsmálaráðuneytinu, lætur i haust af störfum sem ritstjóri þessara blaða. Hann hóf störf sem gjaldkeri Lögbirtingablaðsins og Stjórn- artíðinda árið 1969. Þá var Baldur Möller ritstjóri og tók Kristján við af honum árið eftir. Það er dómsmálaráðuneytið, sem gefur út Lögbirtingablaðið og Stjórnartíðindi, en þau síð- asttöldu koma einungis út um þingtímann og birta landslýð lög og reglugerðir, sem þingheimur hefur komið sér saman um. Útgáfa lögbirtingablaðsins er nokkuð óregluleg, að sögn Kristjáns, en um þessar mundir kemur það út tvisvar í viku. Þessi „stjórnar-" eða réttara sagt „ríkismálgögn" eru senni- lega með ódýrasta lesmáli, sem hægt er að gerast áskrifandi að hér á landi. Áskriftargjald Lög- birtingablaðsins er 48 krónur og Stjórnartíðinda 20 krónur. Að sögn Kristjáns Elíassonar er nóg að gera við að hafa umsjón með útgáfunni, en á „ritstjórninni" vinna tveir starfsmenn auk hans. Hefur honum líkað starfið vel þessi ár, sem hann hefur gegnt því, en hann fer nú á eftirlaun. + Kristján Elíasson, fráfarandi ritstjóri Lögbirtingablaðsins og Stjórnartiðinda, á skrifstofunni, Laugavegi 116, ásamt starfsstúlk- um, þeim Sigurlaugu J. Frimann, t.v. og Hildi Thors. (Ljósm. Mbl. Guöjón.) + „Enginn veit sína ævina fyrr en öll er,“ segir á einum stað og hann Björn Ingi Þorgeirsson á Hvammstanga ætti að geta tekið undir það spakmæli af heilum hug þessa dagana. Björn Ingi varð fyrir því óhappi í vor að bíll hans eyðilagðist í slysi, er varð í fjöru í Hvalfirði. Sem betur fer sakaði þó engan og nú um daginn vann Björn Ingi nýja bifreið af gerðinni Dodge Aries í happdrætti Krabbameinsfélags Islands. Varð hann jafnframt sá fyrsti úr árgangi þeirra, sem fæddir eru árið 1958 til þess að hljóta vinning hjá félaginu. En þetta er í fyrsta skipti sem sá árgangur fær senda miða í happdrættinu. Á myndinni taka þau hjón Björn Ingi Þorgeirsson og Jóhanna K. Jósefsdóttir við bíllyklunum úr hendi Þorvarðs Örnólfssonar, framkvæmda- stjóra Krabbameinsfélags ís- lands. Paradísar- heimt Guðmundar + Þýðingarsjoðurinn norræni hefur veitt styrk til þýðinga á nokkrum leikritum. Ætlunin var að styrkt yrði þýðing á hinu vinsæla íeikriti eftir Guðmund Steinsson, „Stundarfriður“, á Norðurlandamál. En nú hefur Dramaten I Stokkhólmi ákveðið að færa „Stundarfrið“ upp og sér þá að sjálfsögðu um þýðing- una. En Guðmundur á annað leikrit í fórum sínum, sem þyrfti að komast á önnur mál og verður þýðingarstyrkurinn því yfirfa'rður á það. Það heitir Paradisarheimt og við höfum ekki enn fengið að sjá það á fjölunum. Það verður sýnt í Þjóðleikhúsinu að vori.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.