Morgunblaðið - 12.07.1981, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.07.1981, Blaðsíða 28
60 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JÚLÍ1981 „HEFUKOU &EOIÐ LEMGI P" HÖGNI HREKKVÍSI „ '£ó WOO#KEM/v/ AO SuMOt-AU6/N UA/f M/STAK . . * Sérhannaðir hundaskítspokar Ilrcinlátur skrifar: Ég sá í frétt að nú væru komnir á markaðinn plastpokar, sérhann- aðir fyrir hundaskít. Það er gott verk og þarflegt að fá hunda- mönnum sérmerkta plastpoka, sem gætu komist í tísku hjá hundaeigendum svo þeir sprangi með þá. Ég hefi ekki í eitt einasta skipti séð neinn þeirra taka upp óþverrann eftir dýrið sitt hér á íslandi — kannski það hafi verið vegna skorts á sérhönnuðum hundaskítspokum. I vandræðun- Ólafur Þór Ragnarsson skrifar: Þar sem ég er forvitinn maður og fróðleiksfús að eðlisfari, þá langar mig að grennslast fyrir um hvort einhversstaðar á jarðríki finnist svör við spurningum mín- um. Nú hef ég það fyrir satt, að þú viljir gjarnan hafa það er sannara reynist, og því vona ég að þú birtir þessar vangaveltur og spurningar mínar. 1. Tíðar gerast nú ferðir vissra manna í austurveg. í framháldi af því langar mig að vita hvort maður þarf að teljast kommi, laumukommi, eða einfaldlega nytsamur sakleysingi til að kom- ast á sólskinsströnd Gúlag-stjór- anna austur þar. 2. Nú er ég hálfgerð kapítalista- blók og rek auk þess upp stóra hlátra, er ég les dagskammt Svarthöfða. Þess utan nýt ég þess að hlusta á strigamunna eins og Sverri Hermanns og Nasa snilli- kjaft. Ætli þetta minnki nú ekki möguleika mína á Svartahafsdvöl. 3. Þarf ég að hafa uppáskrift Hauks friðarpostula Haraldsson- um hefði nú mátt nota ómerkilegri plastpoka, og sópa upp í hann með bursta eða klósettpappír, ef vilj- inn og hreinlætið væri fyrir hendi. Hundar hafa nú um skeið verið mikið tískufyrirbæri — rétt eins og reiðhjólin í augnablikinu, gler- húsin í garðana í hitteðfyrra, hjólhýsin fyrir nokkrum árum o.s.frv. A undanförnum árum hafa allir verið að fá sér hund, þrátt fyrir hundabann. En því miður virðist margt af þessu fólki ekki endast til þess að leysa af hendi þá ar, ef ég hyggst dvelja í paradís Gúlag-stjóranna? 4. Nú ber svo einkennilega við, að ég ber nafn ekki ósvipað nafni yfirkjarnorkusérfræðings (sjálf- skipuðum) norðurhvels. Ætli það reiknist mér ekki til tekna. 5. Ef þetta gengi nú allt saman, væri þá ekki vissara fyrir mig að hafa rauða rós í barminum svona í takt við tímann. Maður gæti nú líka haft fleiri með í farangrinum til frekara öryggis. Spyr sá sem ekki veit. ábyrgð, sem það hefur tekið á sig. Til dæmis er hér í næsta húsi við mig kona, sem fékk sér hund og hélt að það mundi verða til þess að hún væri meira úti, úr því hún yrði að fara daglega í göngu með hundinn. Það hefur ekki reynst svo. Og hundurinn fær ekki þá útiveru og þjálfun, sem hann á kröfu á hjá eiganda sínum. Sama er með mörg börnin, sem fá leyfi til að fá hund á heimilið, þau mega ekkert vera að því að sinna honum daglega, hlaupa með hann í bandi og baða hann. Það er þó ekki verst, heldur það að hundunum er þá iðulega vegna vondrar samvisku eigandans, bara hleypt út í næstu garða, á barnaleikvelli og götur, þar sem þeir gera sin stykki. Og þótt verið sé með þá úti, þá er ekki séð um að þeir geri ekki á götuna og að óþverrinn sé tekinn upp eftir þá. Nú sé ég í blöðum að Hafnfirð- ingar ætli að leyfa hunda með ákveðnum skilyrðum, láti m.a. greiða' skatta af þeim og skrá þá. Én það stóð ekki í fréttinni hvaða ráðstafanir hefðu verið gerðar til að veita þjónustu vegna hund- anna. Hvað ætlar Hafnarfjarðar- bær að veita miklu fé til þrifa á götum í viðbót vegna hundaskíts- ins? Hvar á að setja upp „klósett" fyrir þá eða einhvern stað, þar sem þeir mega koma og hlaupa um? Hvaða sektir verða ef brugðið er út af reglum um hundana? Hvaða skyldutryggingar eru komnar í gang, því ekki þarf síður að tryggja bótaskyldu, ef hundur- inn veldur tjóni, en af bílum. I Reykjavík er heilbrigðiseftirlit mjög strangt á ýmsum sviðum. Menn sætta sig við það, þótt manni finnist stundum reglugerð- ir þeirra keyra úr hófi, vegna þess að það er til að fyrirbyggja sjúkdóma, halda við heilsufari borgaranna og borginni hreinni. En svo bregður við á sumum sviðum að þetta eftirlit dettur alveg niður. Þannig er um hund- ana og hundaskítinn. Þar er ekki beitt neinu eftirliti, þótt sam- þykktir séu fyrir því. Einnig er mjög mikið eftirlit með hreinlæti í sundlaugum, lokað umsvifalaust ef einhver hefur gert í laug og laugin vandlega tæmd og sótthreinsuð, áður en nokkur mað- ur fær að fara í hana. En úti í Nauthólsvík er heitur pyttur, eft- irlitslaus. Fólk fer bak við stein og Torfan og tilstandið Þegar sólin skín fækkar bréfum til Velvakanda. Menn gefa sér minni tíma til að finna að eða eru of kátir til að láta sér gremjast, þótt einhverju sé áfátt. Og ánægjubréfin eru alltaf heldur fátíð. Fjörkippur hefur þó færst í skáldskapinn í góða veðrinu og vísur berast. Hér er limra frá Hálfdáni Flyðrukyrki af gefnu tilefni: Á Torfunni skyldu þeir gieðjast með gát með glænýja taflið, kiósett og át, i tafli við páfann og titilmann háan að tilstandið verð'ekki heimaskitsmát Hálfdán flyðrukyrkir Tíðar gerast ferðir Leiðararnir marglesnu Útvarpshlustandi skrifar: Á föstudagsmorgun var ég að hlusta á útvarpið, eins og venju- lega að morgni dags, heyri þá gjarnan leiðarana meðan ég er að koma mér af stað í vinnu til að spara iestur. Þennan morgun fékk ég aftur skammtinn frá deginum áður úr Helgarblaðinu, og fannst það satt að segja ofrausn. Þuiur lét þess getið að leiðarann hefði ekki átt að lesa daginn áður, þegar blaðið kom út. Á sunnudögum kemur ekkert af þeim blöðum út, sem ég kaupi nema Morgunblaðið. En samt fær maður leiðarana úr þeim lesna í útvarpinu. Menn skrifa bara nógu marga leiðara í sama blað og fá lesna leiðara úr blaðinu frá í gær. Þetta þykja mér skrýtnar kúnstir. Hver ræður þessari vitleysu? Ekki fáum við leiðarasyrpu úr dagblöð- um á mánudögum — þegar engin blöð koma út. Nýlega hafði ég lesið í Morgun- blaðinu að starfsmenn útvarps hefðu unnið 120 yfirvinnustundir á mánuði við að „útbúa" leiðarana fyrir upplesturinn hjá morgunþul- um og þetta kostaði 15 milljónir gamaila króna hjá hinu fátæka útvarpi. Alveg datt af mér andlit- ið. Því í ósköpunum eru þulirnir ekki bara látnir lesa skrifin, eins og þau koma fyrir og með því orðalagi, sem leiðarahöfundar hafa. Éf þeir verða of langir, þá má bara hætta eftir ákveðinn tíma og leiðarahöfundar munu fljótt læra að setja aðalatriðin, sem þeir vilja fá lesin, á undan. Eru þulirnir ekki læsir á venjulegt mál, eða hvað? Og eru ekki skrif leiðarahöfunda nógu góð fyrir útvarpið? Og hvað gæti ekki þessi stofnun, sem er síkvartandi og skerandi niður efni sitt vegna fjárskorts, gert fyrir 15 milljónir, okkur útvarpshlustendum til ánægju og fróðleiks. Við þær aðstæður sem útvarpið býr við, og fjárskort sem gerir dagskrána svona bágborna, eigum við útvarpshlustendur erf- itt með að sætta okkur við svona bruðl — ég vil segja svona vit- leysu. Mér er ómögulegt að finna út nokkra heila hugsun í þessu. Þetta þætti ekki vitleg fjármála- stjórn hjá einkafyrirtækjum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.