Morgunblaðið - 12.07.1981, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 12.07.1981, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JÚLÍ1981 49 veikt, en hún biður ekki afsökunar á þvi meira en hún má til. Hún verður að sýna iðran til að geta fengið aflausn. Viður- kennir allar sínar syndir, en er ekkert að gera lítið úr sér. Þegar því er lokið og hún búin að fá aflausn, þá er það búið. Maður skynjar þarna mjög sterka konu. Misgert hefi ég í skriftamálunum er Ólöf Loptsdóttir bæði fjölyrt og berorð um hjúskap sinn og ástalíf. Hún segir: „Misgert hefi ég andlegur faðir í raskan heilags hjúskap- ar, því að ég elskaði sjaldan minn eigin bónda eftir guðlegu lögmáli, verandi oftlega í líkamlegri nærveru við hann, bæði á helgum tíðum og föstutíðum, samþykkjandi honum í ólofaðri sambúð á margan hátt, sem mér þótti eftirlátleg- ast og þó ég hefði í fyrstu eigi fulla ástundan eða vilja til að bregða þeirri samkvæmu sem mér er einslega sett í lögmálinu, þá dróst það af okkur blíðlæti að síðustu í sameiginlega viðureign og holdlega samþægt. Ég hafði oftlegar girnd og fýst að fremja þenna hlut með óleyfðum holdsins breyskleika en til heyrilegri hugsan með guðhræðslu að geta guði afsprengi sem hann sjálfur hefur boðið í réttlegum hjúskap." Stöldrum aðeins við. Hvað er svo syndsamlegt í þessari játningu? spyr sjálfsagt nútímafólk. — Það kemur ákaflega vel fram þarna að kynlíf átti á tímum Ólafar eingöngu að vera til getnaðar, en ekki nautn í sjálfu sér og átti ekki rétt á sér sem mannleg nautn, segir Magnús Stefánsson. Kirkjufeðurnir héldu fast við hreinleika meydómsins og því aðeins skyldi hann látinn í hjóna- bandi, að væri það í þeim tilgangi að geta barn. Það er alveg ljóst í huga þeirrar sem skriftar. Hún hefur syndgað með því að njóta kynlífs og njóta þess hvenær sem er — burt séð frá boðum og bönnum. Kynlíf var í augum kirkjunnar óhreint og eitthvað, sem varð að þola, en gat ekki átt samleið með kristilegu líferni. Því setti kirkjan strangar reglur um hvernig megi stunda það í hjónabandinu. Bæði eru strangar reglur um tímabil, þegar engin kynmök má hafa og í annan stað setur kirkjan reglur um hvaða aðferðir séu leyfðar. Konan í skriftastólnum þekkir þær allar og veit að hún hefur brotið þær. Hún hefur raskað heilögum hjúskap og ekki elskað manninn sinn samkvæmt guðlegu lögmáli, segir hún. Kirkjan byggði sínar ströngu reglur á því að kynlíf væri eitthvað óhreint og yrði því að halda því alveg aðgreindu frá hreinleika og helgum athöfnum, og ekki mátti hafa samfarir í kring um hátíðir, ekki á föstunni, ekki á hvítasunnu eða páskum, ekki á sunnudögum, og jafnvel ekki á miðvikudögum og föstudögum. En Ólöf segist hafa brotið þetta allt. Ekki mátti heldur eiga samlíf á undan eða eftir altarisgöngu, því maður varð að vera hreinn á líkama og sál, þegar hann tók á móti blóði og líkama Krists. Og þótt það komi ekki fram í skriftum Ólafar, þá var víða bannað að hafa samfarir á brúðkaupsnóttina. Hjóna- bandið var sakramenti og sá sem hafði tekið það, átti að halda sér hreinum vissan tíma á eftir. Brúðkaup var helgur atburður og sums staðar urðu hjónin að halda sig frá kynlífi í 3 nætur á eftir. En höldum áfram með skriftamálin. Þar segir: „Oftsinnis samtengdumst ég mínum bónda frá þeim tíma, sem ég undirstóð mig hafandi vera að barni og þangað til er ég varð léttari, og ei síður þaðan frá og til þess tíma sem ég gekk í kirkju. Því þessir tímar eru mér hannaðir af guði og allt eins gaf ég mér engan gaum að því hvað mér hæfði sakir þess heimuleika er ég hafði til syndarinnar og míns bónda. Ég féll og oftlega í þann fordæmilegan glæp í guðs augliti að ég syndguðumst með mínum bónda þann tíma, sem ég hafði blóðfallssótt eigi óttandist að ef í þeirri faglegri sambúð gætum við barn, yrði það annað hvort líkþrátt eða djöfulótt eða öðrum kynja meinum slegið." Samlif til getnaðar Þarna kemur vel fram það viðhorf kirkjunnar á miðöldum að samlíf sé eingöngu til getnaðar. Eftir að kona var orðin ófrísk, var allt kynlíf harðbannað. Það var aðeins til þess gert að hún mætti frjóvgast, og ekki var hægt að frjóvgast tvisvar sinnum. Einnig voru reglur um að hún mætti ekki vera með manni sínum vissan tíma eftir barnsburð, stundum tiltekið 3 mánuði. En að kona mátti ekki vera með manni sínum ef hún hafði blæðingar, var af öðrum rótum runnið. Það er eldra, úr Gamla testa- mentinu, en kaþólsk kirkja tók það upp og gerði að kenningum sínum. Því tekur Ólöf mikla áhættu á að fæða vanskapað barn, holdsveikt barn, flogaveikt eða á annan hátt skaddað og haldið djöflinum. Ekki aðeins kveðst konan í skriftastóln- um hafa verið með manni sínum á óleyfilegum tíma, heldur einnig haft uppi bannaðar aðferðir. Hún heldur áfram skriftamálunum: „Og svo margfaldlega saurgaði ég mig í fyrirsögðum lesti að ég lét mér að baki með gleymingu guðs boðorða þá kristi- lega játan er minni sáluhjálp tilheyrði, gleðjandist stund af stund í ástundan þessarar syndar. Því þótt ég viti að ein engin önnur sé réttleg sambúð karls og konu að karlmaðurinn á konunnar kviði liggi, með hverja aðferð ég var oftlega í nálægð við minn bónda, þá afneitti ég allt eins mörgu sinni þessari aðferð. Svo að stundum lágum við á hliðina bæði, stundum svo að ég horfði undan en hann eftir fremjandi í hverri þessari samkomu holdlega blíðu með blóðsins afkasti og öllum þeim hræringum liða og lima okkara beggja, sem ég mátti hana fremst fýsta, samtengjandi þar með blautlega kossa og atvik orðanna og átekning handanna og hneiging líkamans í öllum greinum. Svo bar það og til stundum, þó háskalegt væri, ef ég hafði nokkura styggð eða reiting míns bónda óforsynju og hann vildi mig þýðast hugsaði ég að hann skyldi missa þeirrar gleði, sem ég mátti honum veita og útgefa. Hafði þær hræringar með sjálfri mér áður en hann bar sig til nokkura gjörða að mitt náttúrlegt eðli losaðist burt af tilheyri- legum stað og í ógildan akur á minn líkama, myrðandi það efni og undirstöðu, sem afskaplegt er, sem almáttugur guð hefur til ætlast að af sambandi blóðsins má gjörast." Þarna hefur konan í skriftastólnum játað að hafa forsómað það boðorð að konan skuli liggja á bakinu og láta þetta yfir sig ganga, án þess að hafa af nautn, eins og stranglega var fyrirskipað. Hún heldur áfram og kemur þá í ljós daður hennar og afbrýðisemi sem ekki var kannski að ósekju, þá vitað er að Björn ríki bóndi hennar var mikill kvennamaður og átti a.m.k. 3 börn utan hjónabands. — Ólöf segir það hafa eitrað and- rúmsloftið á milli þeirra hjóna að hann hélt fram hjá henni og kemur þar sem víðar fram einstaklingsbragð að frá- sögninni. Konan í skriftastólnum leikur ekki þarna hina allt fyrirgefandi konu, og segir að ekki hafi gróið um heilt, þótt hún viti að svo eigi að vera, eins og Magnús Stefánsson lektor benti á. Og bætti við: — Alveg eins og þegar um er að ræða konur nú á dögum og nokkur ár aftur í tímann. Ólöf er ekki manni sínum undirgefin eins og krafizt er, fremur en konur nú. Heyrum hvernig miðaldakon- an Ólöf lýsir þessu: „Oftsinnis hefi ég styggt og sturlað minn bónda með mörgum ásakandarorð- um beiskrar úlfúðar og gefið honum margan tíma rangan gun um sína ráðvendi að hann mundi eigi dyggilega sína æru og trú við mig halda. Þó að ég hefði þar enga kynning af utan góða og hér fyrir hefi ég honum oft verið óviljanleg til þeirra þinga sem hann mátti réttilega af mér krefja og ég var skyldbundin honum að veita án öllu torveldi, verandi honum óhlýðin í orðum og gjörðum, svo að ég veitta honum sjaldan verðuga vegsemd, hafandi mörg- um sinnum við hann styggð og stirðlæti, þjóst og ofbeldi í hjartanu þó að ég talaði eigi sneiðilegum orðum við hann alla tíma. Einkanlega hefi ég misgert eigi síður minn kæri faðir að ég hefi oftlega í blíðlæti verið með aðra karlmenn. Það er að skilja í kossum og faðmlögum, gleðilegum orðum og léttlátum augna tilrenningum. í uppspenningi og ná- kvæmri líkamanna samkvomu og í átekn- ingum handanna og margháttuðum við- vikum þeim, er full blíða mætti af gerast. Og þó að með guðs drottins forsjá og þeirri minni ástundan að eigi skyldi ég af þess háttar manni saurgast. Og þó að ég hefði við sjálfa hórdómsins framning eða samkomu getn&ðarlimanna frí verið, þá hefi ég allt eins af sögðum blíðskap ruglast með sjálfri mér, svo að það hefur losnað sem ég átti að halda burt af geymslu míns kviðar og í óskaplegan stað annars vegar á minn líkama. Og hvílík synd mér er þetta, legg ég hana upp undir miskunnardóm drottins míns og yðar föðurlegt umdæmi í guðs nafni.“ Um afbrýðisemi sína segir hún og ásakar Björn ekki, enda er þetta hennar Innsigli Björns hiröstjóra Þorleifssonar, eiginmanns Ólafar Loptsdóttur. Á skild- inum mun vera bjarndýr, og annaó situr uppi á hjálminum, sem er á miöju innsiglinu. Um hjálminn fléttast lilju- tákniö. syndajátning: „Þessa synd hefi ég kæri faðir, ómannlegast fram haft á þann mann, sem mér stendur verst. Því að minn eigin bóndi verður oftsinnis fyrir þau áruna af mér og gengur sú grein til þess að einn tíma, sem við töluðum okkar í milli, kom það í hans orðræðu að hann hefði nálægur verið minni frændkonu með holdlegri sambúð. Og þótt hann birti mér þetta með inum samt heimu- leik og án nokkurri minni aðspurn, þá hefur þessi hlutur svo mikinn grundvöll í mínu brjósti til styggðar við hann að með orðum og einkanlega með þungum þykkjudrætti sjálfrar minnar hugar, rennandi laungum af minni hendi sú dyggileg og auðveld ást og skyldug elska, sem ég átti honum að veita með réttindum, þegar ég leiddi til umhugsan- ar fyrr sagðan hlut. Hér með hefi ég hann oftsinnis grunað um sama efni til annara kvenna mér skyldra, þótt ég hafi þar yfir enga kynning framar en einfalt hugarboð sjálfrar minnar. Og þó allt eins hafi það þungan máta míns lundernis til ýfingar við hann, svo að nálega hélt ég það fyrir satt í mínu hjarta, nú með sagðri grein mér kunnugri fyrir hans framburð og eigi síður fyrir mína grunsemd hefi ég iðulega með hann búið, bæði með óbrigðanlegu hjúskaparbandi og líkamlegri nærveru, þó tíðlega með lítilli alvöru eða skyldulegri undirorpn- ing og hver og hvílík mín sekt meiri (eða) minni er stendur saman í þessu efni, legg ég hana með sínum greinum undir miskunnarvald drottins míns í kristi og yðar föðurlegt heilræði.“ Stólpakonur og aðsópsmiklar Ekki er hér rúm til að rekja frekar skriftamál Ólafar ríku Loptsdóttur, enda fram komin þau mál, sem Magnús Stfefánsson einkum gerði að umtalsefni í fyrirlestri sínum á sagnfræðiráðstefn- unni í Skálholti 27.-29. júní um konur á miðöldum. Hann kvaðst einkum hafa tekið þetta saman á vegum kvennahreyf- ingarinnar og kvennasögurannsókna, sem mikill áhugi er á á Norðurlöndum. Til dæmis í Noregi, þar sem Vísindasjóð- ur Noregs hefur veitt miklu til rann- sókna á kvennabókmenntum og kvenna- sögu og öllu því, sem viðkemur réttind- um og högum kvenna. Rennur meira í þá átt nú af fjárveitingum en til annarra þátta, þar sem þetta er vanrækt svið. — Saga kvenna verður auðvitað að koma fram eins og saga okkar karlmannanna, sagði Magnús, og það er eðlilegt að nú sé gert átak til þess. Fyrst var skrifuð pólitíska sagan, síðan saga karlmann- anna og nú er komið að kvennasögunni. Maður verður að líta á konurnar í sögunni. Ekki þó að sérdýrka þær, heldur með því að líta bæði á karla og konur og samband þeirra í sögunni. Og Magnús bendir á, að konur gátu á tímum konunnar í skriftastólnum allt ^ins vel á sinn hátt náð völdum, áhrifum og auðæfum í samfélaginu. Á tiltölulega skömmum tíma í sögunni sé merkilegt að sjá hve margar voldugar konur koma fram á tiltölulega afmörkuðu svæði — kringum Skarð og á Vestfjörðum. Hann nefnir Vestfjarða-Kristínu, tengda- móður Ólafar, Sólveigu Björnsdóttur, dóttur hennar, og Sólveigu Þorleifsdótt- ur, mágkonu hennar. Allt stólpakonur og aðsópsmiklar. Einnig fleiri: Ólöfu Ara- dóttur, Ólöfu Guðmundsdóttur, Sólveigu Guðmundsdóttur o.s.frv. Væri nánari skoðun á sögu þessara kvenna mjög áhugaverð fyrir þá sem vilja kanna möguleika, hömlur og stöðu kvenna í samfélagi með hefðbundnu hlutverki kynjanna. Að lokum var Ieitað eftir því hvort Magnús Stefánsson lektor hefði hug á frekari könnun á málum kvenna á miðöldum. Hann sagði könnun á skrifta- málum Ólafar Loptsdóttur í raun algert hliðarspor hjá sér, þótt viðfangsefni hans væru að vísu tengd efninu. Magnús var í Þýzkalandi í 2 ár við nám áður en hann hélt til Oslóar árið 1954, þar sem hann hefur verið síðan. Lauk embætt- isprófi í sögu þar og var m.a. sendiherra í Osló og Bergen og hefur verið lektor í sögu í Noregi síðan 1968. Hann hefur skrifað hluta úr sögu íslands, þ.e. kirkjusöguna frá 1100 til 1360, og er því allt sem viðkemur kirkjunni hans sér- svið, og fellur vel að túlkun á skriftamál- um Ólafar ríku. En aðalviðfangsefni hans hefur þó verið Staðamál Árna biskups Þorlákssonar, sem hann hyggst ljúka við ritgerð um, þegar hann fær levfi frá störfum. - E.Pá. 1479. SKRIPTAMÁL ÓLOFAR LOPTSDÓTTUR. 241 og til þcss tiraa scm eg geck j kirkiu. þuiat þcsser timar eru mier bannader af gudi. og allteins gaf eg micr eingan gaum at þuí huat micr hæfdi sakcr þess hcimulcika cr cg hafdi til syndarinnar og mins bonda. £g fiell og optliga j þann fordæmiligan glæp j guds augliti at cg syndgudumzt med minum bonda þann tima sem eg hafdi blodfallzsott eigi ott- andizt at ef j þeirri aflagligri sambud gætum vid barn. yrdi þad annathuort likþraatt cda diðfulodt eda ðdrum kynia meinum slegit. og suo margfalldliga saurgada eg mig j fyr- sógdum lesti at eg lict mier at baki med gleymingu guds bodorda þa kristiliga jatan er minni saluhialp til heyrdi. glediandizt stund af stundu j astundan þessarar syndar. rjuiat þott eg viti at ein enn eingin ðnnór se rettlig sam- bwd barls og konu at karlmadrinn a konunnar kuidi liggi. med hueria atferd eg var optliga j nalægd vid minn bonda þa afneitti eg allt eins múrgu sinni þessare atferd. suo at Þótt siðferðilegt gildi breytist, breytast konur lítt um aflar aldir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.