Morgunblaðið - 12.07.1981, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 12.07.1981, Blaðsíða 30
62 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JÚLÍ1981 Afmæliskveðja: Ásgrímur Hartmanns- s,on f ramkvæmdastjóri Ólafsfirði Sjötugur verður á morgun, 13. júlí, einn af beztu vinum mínum og nánustu samstarfsmönnum á þingmannsárum mínum, Ásgrím- ur Hartmannsson, framkvæmda- stjóri og fyrrum bæjarstjóri í Ólafsfirði. Ásgrímur er fæddur að Kolku- ósi í Skagafirði 13. júlí 1911, sonur Hartmanns Ásgrímssonar kaup- manns þar, bónda og hreppstjóra, og konu hans, Kristínar Símonar- dóttur. Ásgrímur lauk gagnfræða- prófi frá Menntaskólanum á Ak- ureyri 1933. Hann fluttist til Ólafsfjarðar 1935 og hóf þar verzlunarrekstur, en varð þó aldrei umsvifamikill kaupmaður, því að ekki leið á löngu, þar til hann fékk önnur viðfangsefni, sem tóku bæði hug hans og tíma. Hann var kjörinn í hreppsnefnd Ólafs- fjarðarhrepps 1942 og síðan í bæjarstjórn, þegar Ólafsfjörður hlaut kaupstaðarréttindi 1945. Bæjarstjóri var hann ráðinn 1946 og gegndi því starfi óslitið til ársloka 1974. Mun hann hafa gegnt bæjarstjórastarfi lengur en nokkur annar maður hérlendis. Ásgrímur Hartmannsson hefir átt viðburðaríkan starfsferil, þótt hann hafi lengst af gegnt sama aðalstarfi. Þessu starfi hefir hann helgað alla starfsorku sína og áhuga, en oddvitastarf í sveitarfé- lagi, sem er í mótun, er svo fjölþætt, að segja má, að í því feiist mörg störf. Kg held ég leyfi mér að fullyrða, að stærsta hugsjónamál Ásgríms Hartmannssonar hafi verið það að sjá rísa menningarlegt og efna- hagslega traust samfélag í Ólafs- firði, og hann hefir sannarlega ekki sparað sína krafta við að stuðla að því, að svo gæti orðið. En til þess þurfti margt að gera. Atvinnulíf þurfti að efla, svo að unga fólkið hefði starfsvettvang heima, en þyrfti ekki að leita til annarra staða. Jafnframt þurfti að tryggja félagslega aðstöðu, menntunarskilyrði og heilbrigðis- þjónustu og síðast en ekki sízt viðunandi samgöngur við aðrar byggðir. Strax og Ásgrímur tók við forustu bæjarmála, hófst hann handa um að móta alhliða fram- farastefnu í helztu hagsmunamál- um kaupstaðarins og naut þar stuðnings traustra samstarfs- manna. Á atvinnusviðinu var brýnast að efla útgerð og nýtingu sjávarafla, sem hlaut að verða undirstöðuat- vinnuvegur í sjárvarplássi sem Ólafsfirði. Ólafsfirðingar eru dugmikið fólk, með sterkan vilja til sjálfs- bjargar, og hið unga bæjarfélag var jafnframt svo heppið að eiga sérstaklega atorkusama og kjark- mikla athafnamenn, sem reiðu- búnir voru að ráðast í umfangs- miklar framkvæmdir á sviði sjáv- arútvegs. Ásgrímur hefir ætíð verið þeirrar skoðunar, að efla bæri dugmikla einstaklinga til framkvæmda í þágu heildarinnar, en opinberir aðilar ættu fyrst og fremst að leggja til starfsskilyrðin og leiða menn til samstarfs, þar sem þess væri þörf. Varðandi fyrra atriðið var viðunandi hafn- araðstaða frumskilyrði meiri háttar útgerðar, en því miður var Ólafsfjarðarhöfn algerlega ófull- nægjandi ,og satt að segja höfðu margir sérfræðinga hafnarmála- yfirvalda vantrú á því, að gerlegt væri að gera viðunandi höfn á Ólafsfirði. En í þessu máli, svo sem raunar ýmsum öðrum, neitaði hinn bjartsýni og þróttmikli bæj- arstjóri að fallast á svartsýnis- sjónarmið og markaði þá afdrátt- arlausu stefnu, að í Ólafsfirði skyldi verða örugg höfn fyrir skipaflota, er fullnægði þörfum blómlegrar útgerðar. Að þessu stóra máli vann hann af kappi alla sína bæjarstjóratíð. Hefir vissu- lega mikið áunnizt, þótt stór átök séu enn framundan. Varðandi það atriðið að leiða atorkumennina saman til nauð- synlegs samstarfs um atvinnuupp- byggingu má nefna Hraðfrystihús Ólafsfjarðar hf., sem Ásgrímur átti stóran hlut í að sameina útgerðarmenn um að koma upp með aðild bæjarfélagsins. Varð hann formaður stjórnar fyrirtæk- isins 1947 og gegnir nú fram- kvæmdastjórastarfi þar, eftir að hann lét af bæjarstjórastarfi. Hefir frystihúsið verið mikil lyfti- stöng fyrir útgerðina í Ólafsfirði og allt atvinnulíf í bænum. Erfiðar samgöngur voru ein veigamesta hindrunin í vegi þróunar byggðar í Ólafsfirði. Vegasamband var aðeins yfir sumarið við aðrar byggðir og raunar enginn vegur, þegar Ás- grímur valdist fyrst til forustu, en að öðru leyti varð að treysta á samgöngur á sjó, sem auðvitað gátu aldrei orðið fullnægjandi. Og vegarstæði var sannarlega ekki árennilegt. En einnig hér neitaði hinn vaski bæjarstjóri að beygja sig fyrir úrtölum, og niðurstaðan varð sú, að ráðizt var til atlögu við hinn þverhnípta Ólafsfjarðar- múla. Óg einnig þessari hindrun blómlegrar byggðar í Ólafsfirði var rutt úr vegi, þótt enn þurfi að bæta þennan veg. Lausn á félagslegum þörfum þurfti einnig að finna, og þar var úrræðið að koma upp myndarlegu félagsheimili. Að þessu viðfangs- efni sneri Ásgrímur sér einnig af sinni venjulegu atorku, enda gam- all ungmennafélagi, og hafði ásamt öðrum vöskum mönnum forustu um að koma upp félags- heimilinu Tjarnarborg og varð formaður stjórnar félagsheimilis- ins. Skólamálum og heilbrigðis- málum varð einnig að sinna, svo og að koma upp flugvelli og fjárrétt fyrir bændurna, svo að mörgu þurfti að hyggja. Það er engan veginn ætlun mín að gera hér tæmandi úttekt á bæjar- stjóraferli Ásgríms Hartmanns- sonar, heldur aðeins nefna nokkur meginmál, sem hann varð að fást við og sem hann öll leysti með sæmd. Ásgrímur hefir í öllum störfum sínum og skoðunum verið mikill byggðajafnvægismaður. Hann hefir því jafnan lagt sitt lið öllum málum, er horft hafa til eflingar hinum strjálu byggðum og dreif- ingar opinbers valds. Sem mest sjálfstæði sveitarfélaga hefir ver- ið honum hjartans mál. Það var því eðlilegt, að hann veldist til forustu, þegar fjórðungssamtök- um sveitarfélaga var ýtt úr vör. Hann var í nokkur ár formaður stjórnar Fjórðungssambands Norðurlands og formaður stjórnar samtaka kaupstaða á Vestur-, Norður- og Austurlandi, Þá var hann skipaður í nefnd til að gera tillögur um staðsetningu opin- berra stofnana. Ýmsum öðrum opinberum trúnaðarstörfum hefir hann gegnt, sem of langt yrði upp að telja, en sannar glöggt, hversu mikils trausts hann hefir notið. Ásgrímur hefir jafnan verið í fremstu röð forustumanna Sjálf- stæðisflokksins á Norðurlandi. Var því eðlilegt, að leiðir okkar lægju saman, er ég kom til starfa við blaðið íslending 1946, en fyrir alvöru hófust samskipti okkar við undirbúning alþingiskosninga 1949, og þó einkum eftir að ég varð þingmaður Eyfirðinga 1951. Tókst skjótt með okkur traust vinátta, sem síðan hefir aldrei borið skugga á. Ég fann strax, að Ásgrímur Hartmannsson var maður, sem ómetanlegt væri að eiga að vini og stuðningsmanni, en sem myndi ekki verða gagnrýnislaus jábróðir, heldur hreinskilinn gagnrýnandi, þegar honum þætti þess þörf og jafnframt kröfuharður fyrir það fóik, er hann hefði tekið að sér að vinna fyrir. Og þessi varð raunin á. Hann studdi þá menn, er hann treysti til forustu, og persónulega naut ég þess trausts í ríkum mæli, en hann gerði líka miklar kröfur til okkar þingmanna fyrir sitt byggðarlag, en aldrei fyrir sjálfan sig, þótt hann væri óspar á að tala máli annarra, sem voru í vanda staddir, og skiptu þá flokksskoð- anir engu máli. í allmörg ár var við tímabundið atvinnuleysi að stríða í Ólafsfirði sem í mörgum öðrum sjávarpláss- um. Það vofði því alvarleg hætta á samdrætti byggðar yfir Ólafsfirði í nokkur ár. En bæjarstjórinn í Ólafsfirði missti aldrei móðinn, heldur hvatti til jákvæðra aðgerða til að mæta vandanum, og ég hika ekki við að fullyrða, að kjarkur hans og baráttuþrek áttu mikinn þátt í, að fólkið leitaði aftur heim í fagra fjörðinn sinn, og það er á þessum tímamótum í lífi Ásgríms vinar míns mikið gleðiefni fyrir hann að líta yfir farinn veg og jafnframt líta yfir bæinn sinn og sjá, að sá stóri draumur hans, að í Ólafsfirði þróaðist blómleg byggð og fagurt mannlíf, er orðinn að veruleika. Ásgrímur Hartmannsson steig áreiðanlega sitt mesta gæfuspor, er hann gekk að eiga Helgu Sigurðardóttur 23. maí 1937. Þar eignaðist hann í senn fágætan lífsförunaut og traustan vin og liðsmann í umfangsmiklum störf- um, sem sannarlega hafa oft ekki síður reynt á eiginkonuna en bóndann, ekki sízt vegna hins gífurlega gestagangs, sem jafnan hefir verið á heimili þeirra. Lengi EF ÞAÐERFRETT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU AUGLYSINGA- SÍMINN ER: 22480 Húsaeinanarun umlan Vestfirðingar Við hugsum okkur til hreyfings. Næsti viðkomustaður er ísafjörður og nágrenni og haldið suður. Áætlaður komutími 20. júlí n.k. Aðferðin er einföld. Við borum lítið gat í veggi og gólf og blásum „ROCKWOOL" steinull inn í tóm holrúm með 70 kg. þrýstingi á rúmmetra. Þessi aðferð sparar ótrúlega mikinn tíma og fyrirhöfn. Þeir sem vilja einangra hús sín í þessari ferð okkar þurfa að hafa pantað fyrir 18. júlí n.k. „Rockwool" steinull er í svokölluðum A-gæðaflokki. Hún er vatns fráhrindandi og mjög eldþolin. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 91-22866. HGS/ÍEimNGRUN FLUGOG BÍLL no vild um STÓRKOSTLEGASTI FERÐAMATINN 1 / 2 / 3 / 4 VIKUR VIKULEGAR BROTTFARIR Tll BÍLL AÐ EIGIN VALI ÓTAKMARKAÐUR SÝNISHORN AF VERÐI: 3 VIKUR, 3 í BÍL FRÁ KR. 3.164. ’Jr URVAL við Austurvöll S 26900.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.