Morgunblaðið - 12.07.1981, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 12.07.1981, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JULI 1981 61 gerir allar sínar þarfir, sem næsta rigning skolar ofan í heitan læk- inn til baðenda. í sundlaugunum er þess krafist í nafni hreinlætis að allir fari úr sundfötum og baði sig áður en þeir fara ofan í laugina, og gengur stundum erfið- lega -hjá baðvörðum að gera út- lendingum þetta ljóst. En því er framfylgt af krafti. En í „heita pollinum" eru allir óhreinir, þvo Þessir hringdu . . sér þar meira að segja hver innan um annan, engar kröfur. Við segjum að við séum hreinleg og hoilustuhættir þróaðir. Líklega er nokkuð grunnt á góða gamía sóðaskapnum, því hann skýtur upp kollinum við ólíklegustu tæki- færi, og menn sætta sig við hann, bæði heilbrigðisyfirvöld og al- menningur. Svarti- markaður- inn ekki til Clash-aðdáandi skrifar: Ég sá í Morgunblaðinu auglýsingu frá Karnabæ, þar sem sagt er að allar plötur Clash séu nú fáan- legar. Ég er í Hafnarfirði og gerði mér strax ferð inn í bæ. Flestar plötur Clash hafa verið fáanlegar, en ein er sú, sem ekki hefur feng- ist ægilega lengi. Það er Black Market. Ég hefi verið mjög spenntur fyrir þeirri plötu og flýtti mér á stað- inn, þegar allar plötur hljómsveitarinnar áttu að vera komnar. Þegar ég kem í búðina, þá er mér sagt að Black Market sé ekki til, það sé of dýrt að fá hana. Þetta þótti mér afleitt, úr því auglýst var að allar væru til. Clash er alvinsæl- asta hljómsveitin, hefur komið á listahátíð hingað og á því ýmsa aðdáendur hér. Og flestar aðrar plötur hljómsveitarinnar hafa fengist. Því ekki þessi? Fuglaskilti eyðilögð í Velvakanda, undir dálkin- um „Þessir hringdu" var í gær birt mynd af Tjörninni og í myndartexta var kvartað und- an því að ekki væru uppi skilti með myndum af fuglategund- um, sem við Tjörnina búa. í gær hringdi Sigurður Sam- úelsson, sem eitt sinn sá um þessi skilti. Hann kvað þessi skilti hafa verið sett upp fyrir hálfum mánuði, en eina nótt- ina hefðu þau verið brotin niður, þrátt fyrir að þau hefðu verið sett upp á háa staura. Samningana í gildi . Pétur Pétursson þulur, sem staddur er í Kaupmannahöfn, hringdi og kvaðst hafa séð í Morgun- blaðinu viðtal við Svavar Gestsson félagsmálaráð- herra, þar sem hann lýsti því yfir, að samningarnir væru í gildi. Nokkru síðar hafi birzt viðtal við Kristján Thorlac- ius þar sem hann lýsti því yfir að á samningana vantaði nú 17%. Pétur kvaðst vilja spyrja, hvers vegna þörf væriá sér- stakri fromannaráðstefnu BSRB.ef þessi staðhæfing Svavars væri rétt. Þá kvaðst hann jafnframt vilja beina þeirri spurningu til þeirra samráðsmanna BSRB, Ha- ralds Steinþórssonar og Björns Arnórssonar, við hvern samráð sé haft. Vísa dagsins Þó allt í fyrstu léki í lyndi er lagst var undir vinstri sæng er sýnilega Sjafnar-yndi að sjá hann Davíð stíga í væng. $\G6A V/öGA fi IiLVERAN Ný hárgreiðslustofa Hárgreiðslustofan Eva hefur opnaö að Engjaseli 71. Sími 73193. Hrund Jóhannesdóttir, hárgreióslumeistari. LIBERO er nýjasta bleian frá MÖLNLYCKE í LIBERO-bleiunni er allt, — plast aö neöan, T-lögun, límfesting á hliöum, — buxur eru óþarfar. s';ás/ Reynið pakka af Libero-bleium á barnið. Fást í þremur mismunandi stærðum. LAWN-BOY GARÐSLÁTTUVÉLIN Það er leikur einn að Rafeindakveikja. sem slá með LAWN-BOY tryggir örugga gang- garðsláttu vélinni, setningu. enda hefur allt verið Grassafnari, svo ekki gert til að auðvelda þarf að^raka. þér verkið. 3,5 hö, sjálfsmurð tvi- gengisvél, tryggir lág- marks viðhald. Hljóðlát. Slær út fyrir kanta og alveg upp að veggjum. Auðveld hæðarstilling. Ryðfri. Fyrirferðalitil, létt og meðfærileg. VELDU GARÐSLÁTTUVÉL, SEM GERIR MEIR EN AÐ DUGA. VANA/ Aút$\ v/ANlA/.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.