Morgunblaðið - 12.07.1981, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.07.1981, Blaðsíða 6
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JÚLÍ 1981 VERÍÍLD Leynistöðvar leika Amster- dam-bíó grátt Gestkomandi í Amsterdam furða sík oft á því hve víða lojíar ljós á heimilum í horjf- inni lanjít fram eftir nóttu, jafnvel til klukkan 3 eAa 4 i miðri viku. Ástæðan fyrir þessu er einfold, þessi heimili eru meðal þeirra 250.000 heim- ila. sem hafa kapalsjónvarp «>k jjeta því tekið við útsendinjíum „sjóræninjíjastöðva", sem jíjarna sjónvarpa nýlejjum myndum, ekki nema tvejíxja eða þrijíjjja ára jtömlum. Á síðasta misseri hefur þess- um sjóræningjastöðvum farið sífjölgandi til mikillar ánæjyu fyrir sjónvarpsáhorfendur en aftur á móti til hrellingar kvikmyndahúsunum, kvik- myndadreifingarfyrirtækjun- um og ríkissjónvarpinu, sem líta á þessa þróun með skelf- ingu. Félag kvikmyndahúsaeigenda og hollenska ríkissjónvarpið höfðuðu nú nýlega mál á hendur fyrsta sökudólginum, sem við- riðinn er þessa ólöglegu starf- semi, og raunar þeim eina, sem enn hefur verið hægt að hafa upp á. Hér er um að ræða vikublaðið „Sjóræningjann“, sem gefur fólki upplýsingar um það efni, sem sjóræningjastöðv- arnar bjóða upp á. „Þessir „sjóræningjar" eru ekki neinir saklausir áhugamenn, sem hafa það að hugsjón að betrumbæta núver- andi dagskrá sjónvarpsins. Þeir eru sníkjudýr, sem hafa auglýs- ingagróðann að markmiði," sagði D. Pepperkorn, málsvari Félags kvikmyndahúsaeigend- anna, við réttarhöldin. Hann hélt því ennfremur fram, að „Sjóræninginn" væri í raun gefinn út af þeim 10 eða 12 sjóræningjastöðvum, sem nú væru í Amsterdam. Ein kvikmyndahúsasamstæð- an hefur komið sér upp truflun- arstöð til að hafa áhrif á útsendingar sjóræningjastöðv- anna og vonast til að geta þannig náð aftur til sín ein- hverju af þeim gestafjölda, sem hvarf frá húsinu með tilkomu sjóræningjanna. Mörg kvik- myndahúsanna hafa orðið að hætta miðnætursýningum, sem áður voru mjög vinsælar, vegna þess að þau geta ekki keppt við sjóræningjastöðvarnar, sem ekki greiða neinum neitt, hvorki höfundarlaun né skatta. Starfsemi sjóræningjastöðv- anna er nátengd kapalsjónvarp- inu, sem nú er komið á helming allra heimila í Amsterdam. Allt sem gera þarf er að senda út á sömu tíðni og hollenska, þýzka, belgíska og breska sjónvarpið þegar dagskráin er úti á nótt- unni. Sumar þessara stöðva eru jafnvel svo þróaðar, að þær bjóða upp á fréttatíma, viðtöl og auglýsingar auk myndasýn- inganna. Hvernig stendur á því, að sjóræninjyastöðvarnar komast upp með þetta? Embættismað- ur hjá póstþjónustunni lét svo um mælt, að sjónvarps-sjóræn- ingjarnir væru enn sem komið er smámál hjá útvarps-sjóræn- ingjunum og auk þess yrði að standa starfsfólk þeirra að verki þegar verið væri að senda út. Kannski er það líka hitt, hvað dagskrá ríkissjónvarpsins er leiðinleg, sem veldur velgengni sjóræni ngj astöðvanna. - BRENDAN BOYLE BRÆÐRAVÍG Blóðbað í Guatemala Kaldur rigningarúðinn hríslaðist um okkur þar sem við stóðum og virtum fyrir okkur trékrossinn á gröf 36 íbúa þorpsins San Matao Ixtat- an, manna, kvenna og harna, sem myrt höfðu verið snemma í júnímánuði. Þetta indíánaþorp liggur í fjallendinu í Norðvestur-Guate- mala, skammt frá landamærun- um við Mexikó. Skæruliðar láta mjög til sín taka á þessum slóðum og sem dæmi um það má nefna, að hertrukkur, sem fylgdi okkur, var sprengur í loft upp rétt fynr aftan Land-Rov- erinn okkar þegar við skröngl- uðumst eftir götuslóðanum í átt til þorpsins. Þorpsbúarnir, sem voru klæddir að sið fólksins á þess- um slóðum, með barðastóra, svarta hatta og dökkbrúnt sjal á herðum, voru heldur þegj- andalegir við okkur og greini- lega á verði, enda vorum við fyrsta ókunna fólkið, sem kem- ur til þeirra síðan morðin voru framin. Sjálfir telja þeir, að með morðunum hafi átt að refsa þeim fyrir, að herinn hefur orðið fyrir ýmsum skakkaföll- um að undanförnu af völdum 4.000 manna hers skæruliða, sem stöðugt bætist liðstyrkur ungra og róttækra indíána. Morðingjarnir komu nokkru eftir miðnætti, brutu upp dyrn- ar á fyrstu fjórum húsunum, sem þeir komu að í útjaðri þorpsins, brugðu ljósum á loft til að finna fólkið og létu síðan vélbyssuskothríðina dynja á því, samtals 41 manni. Aðrir íbúar þorpsins heyrðu þegar bíll morðingjarns ók á brott en slík var skelfingin, að það liðu sex klukkustundir þar til þeir þorðu að skoða vegsum- merkin. Á tveimur heimilanna fundust fimm manns á lífi, enginn á hinum tveimur. Kona, sem lifði árásina af, sagði að morðingjarnir hefðu verið félagar í byltingarhreyf- ingunni „Her hinna snauðu", einni af fjórum helstu skæru- liðahreyfingum í Guatemala, en flestir þorpsbúar eru hins vegar vissir um, að annaðhvort hafi herinn staðið að baki morðun- um eða ein af fjórum hægri- öfgahreyfingum, sem sagðar eru njóta stuðnings herstjórn- arinnar. Tveir hermenn komu til þorpsins eftir morðin og gerðu einhverja bráðabirgðakönnun, en svona atburðir eru algengir í Guatemala og ekkert hefur ver- ið látið uppi um hverjir morð- injyarnir kunni að vera. Um 4.000 Guatemala-búar hafa látið lífið í ofbeldisverkun- um í landinu síðustu 18 mánuð- ina og haft er eftir einum baráttumanni fyrir mannrétt- indum í Guatemala, að allt að 50.000 manns kunni að hafa verið drepnir síðan vinstrisinn- ar hófu aðgerðir sínar 1954, eftir að CIA hjálpaði hægri- sinnuðum herforingja að ná völdunum með byltingu. - SUSAN MORGAN Blóðhaðið í Guatemala komst sem snöggvast í heimsfréttirnar í fyrra þegar fjórir tugir manna féllu í áhlaupi lögreglu og hers á sendiráð Spánverja i höfuðborginni sem andófsmenn úr röðum smábænda höfðu tekið herskildi skömmu áður. Gerir kuldinn út- af við útlagann? í júni sl. voru þrjú ár liðin frá þvi að Vladimir Slepak var sendur í útlegð til Siberiu fyrir að hafa aðstoðað aðra Rússa við að færa sér i nyt þau ákvæði Helsinki-sáttmálans, er veita sérhverjum manni frelsi til þess að fara á brott úr landi sínu. Slepak á eftir að dveljast i Mongólíu í tvö ár í viðbót samkvæmt dómi þeim, er hann hlaut. Hann hefst við í þorpinu Tsokto Khangi, þar sem veðrátt- an er mjög óblíð og frost getur orðið 45 stig á vetrum. Herma fréttir að loftslagið hafi haft mjög skaðvænleg áhrif á heilsu- far Slepaks, og hann sé haldinn lungnabólgu, gigt og æðabólgu. Mágkona Slepaks, Henrietta Ornovsky að nafni skýrði nýlega frá aðstæðum Slepaks í London. Slepak er 55 ára að aldri. Hann er rafeindaverkfræðingur, búsettur í Moskvu. Þar tók hann virkan þátt í að aðstoða fólk við að flytjast úr landi í samræmi við ákvæði Helsinkisáttmálans, sem Leonid Brésnef undirritaði í ágúst árið 1971. í þeim kafla sáttmálans, sem merktur er 1. a. vii er grein 13/2 úr mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna, sem hljóð- ar á þessa leið: „Allir hafa rétt á að hverfa frá heimalandi sínu og koma þangað aftur.“ Eins og fyrr segir aðstoðaði Slepak marga við að nýta sér þetta ákvæði. Þar á meðal voru tveir synir hans. Þeir eru nú ríkisborgarar í Israel en dveljast í Kaliforníu, þar sem þeir full- nema sig í fræðigreinum sínum. Frú Ornovsky segir, að ýmsir útkjálkar í Sovétríkjunum séu óyndislegir og langt á eftir tímanum, að sovézk yfirvöld sendi menn þangað í refsiskyni. Einn af slíkum stöðum er Tsokto Khangi. Þar er ekki lengur töluð rússneska heldur hafa menn aftur horfið til þeirrar mong- ólsku mállýzku, sem áður fyrr var ríkjandi á þesum slóðum. íbúar eru flestir hirðingjar og búa við mjög frumstæð skilyrði og fátækt. Áður en Slepak var handtek- inn hafði hann strengt borða yfir íbúð sína í Gorki-stræti, þar sem á var letrað: „Leyfið okkur að flytast til sona okkar í ísrael." Hann var ákærður fyrir „illgirnislega skemmdarstarf- semi“ og dæmdur til fimm ára vistar í Mongólíu. Fregnir herma að hann hafi öðlast djúp- stæða samkennd með hirðingj- unum, sem hann dvelst nú með og að þeir elski hann og virði. - MARK ARNOLD FORSTER . MEÐGÖNGUTÍMINN Vanlærar kon- ur varaðar við áfengisneyslu Ef konur neyta áfengis í óhófi á meðgöngutíma eiga þær á hættu að börn þeirra fæðist andlega vanheil, verði óeðlilega lítil og líkur eru á að þau verði með hjartagalla. Þessar upplýsingar ítomu fram á árlegri ráðstefnu Brezku næringarmálastofn- unarinnar. Shirley Otto, starfsmaður eiturefnadeildar Maudsley- sjúkrahússins, skýrði frá því á ráðstefnunni, að 1.000 ófrísk- ar konur væru nú í rannsókn í Edinborg. Tilgangurinn væri að kanna hver áhrif áfengis- neyzla mæðra hefði á fóstur á meðgöngutíma og eftir fæð- ingu barnanna. Þetta er fyrsta hóprannsókn sinnar tegundar, sem þar fer fram. I Bandaríkjunum og á Charing Cross-sjúkrahúsinu í Lundúnum hafa farið fram kannanir á áfengisneyzlu van- færra kvenna og af þeim má draga þá ályktun að 6% kvenna neyti áfengis í þvílík- um mæli að ófæddum börnum þeirra geti stafað hætta af, þ.e., þær fá sár þrjá eða fjóra sjússa daglega. Shirley Otto sagði það mest einkennandi fyrir börn slíkra kvenna, að þau fæddust mjög lítil og veikburða og gengi illa að ná upp eðlilegri þyngd. Þau væru afar höfuðsmá og væru áfengi fyrstu vikurnar í móð- urkviði. Oft væru þau einnig stuttnefjuð, holgóma og með skarð í vör. Þá eru börnin oft nærsýn. Áfengisneyzla móður á meðgöngutíma getur enn- fremur haft truflandi áhrif á heilaþroska barnsins og vald- ið því að það fæðist andlega vanheilt. Þá eru börn slíkra mæðra oft baldin, óstyrk og yfirspennt. Ennfremur er hætta á að hjarta og kynfæri þróist ekki ! —.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.