Morgunblaðið - 12.07.1981, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 12.07.1981, Blaðsíða 32
64 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JÚLÍ 1981 í eldra húsnæði, nýbygginguna og sumarhúsið. Rais arinofnar eru með eða án hitahillu, hitaplötu og grillfyrirkomu- lagi. Sjö gerðir af ýmsum stærðum. Rais arinofnar eru arkitekthannaöir. Kynnið ykkur alla möguleika Rais arinofna. Hringið og fáiö senda bæklinga og verölista. SHARP SKRIFSTOFUVÉLAR ÞAÐ SEM KALLAST „EINSTAKIR EIGINLEIKAR“ ÁLÍTUM VIÐ SJÁLFSAGÐAN HLUT HJÁ SHARP SF-850 33 kópíur á mínútu. Hámarks hráðvirkni. Frábær framköllun Vinnuhesturinn frá Sharp. Berlð SHARP SF-741 saman vlð aðrar Ijósprentunarvélar og sjáið muninn. Kannið framköllunargæðin. SHARP SF-741 Ijósprentar ekki eingöngu á allan venjulegan pappír, heldur einnig á bréfsefni, glærur. teiknipappír, kartonpappír allt að 200 gr og m.fl. Þurrduftsframköllun skilar hámarksskírleika. Tveir prentrofar auka möguleikana á prentun á mismunandi þykkt pappírs, þannig að ávallt fæst besta mögulega framköllun sem völ er á hverju sinni. 800 LÍNAN FRÁ SHARP: Athugið hve SF-741 er hagkvæm í rekstri. Hönnun vélarinnar miöast öll við einföldun í notkun og sem lægstan rekstrarkostnað. örtölva stýrir allri vinnslu vélarinnar, sjálf- virkur stopprofi sparar orku meðan vélin er ekki í notkun. Prentun beggja megin á hvert blað lækkar pappírskostnað um leið og geymsla slíkra gagna útheimtir helmingi minna pláss. Fjölritun, notkun kalkipappírs og önnur tíma- frek vinna verður óþörf því SF-741 Ijósprent- unarvélin gerir allt slíkt margfalt fljótar og snyrtilegar, auk margs annars. SF-820 24 kópíur á mínútu með smækkun. Auðveldar alla skjalavinnslu, með ótrúlega möguleika við gerð gagna og sparnað í geymslu pappírs. Hagræðingurinn frá Sharp. SF-811 24 kópíur á mínútu. Allar fáanlegar með sjálfvirkum kópíuraöara og matara. V. HVERFISGÖTU 103 SÍMI 17244 N'DSSON (’ÍSI ASÖN R egleítaðí blarra blóma Ég leitaði blárra blóma lOMAS (iUf)MllNDSSON ÉG LEI BLÁRRA N GYLFI KGÍSLASON ITAÐI BLÓMA Tíu sönglög eftir Gylfa P. Gíslason við ljóð Tómasar Guðmundssonar á nýrri hljómplötu. Flytjendur laganna eru söngvararnir Anna Júlíana Sveinsdóttir, Elísabet Erlingsdóttir, Erlingur Vigfússon, Garðar Cortes, Guðmundur Jónsson, Kristinn Hallsson, Magnús Jónsson, Ólöf K. Harðardóttir og Sigurður Björnsson. Undirleikari er Ólafur Vignir Albertsson. Útsetningar eru eftir Jón Þórarinsson, Ólaf Vigni Albertsson ogSkúia Halldórsson. Hljómplatan er nú fáanleg í hljómplötuverslunum um land a"t. FÁLKINN‘ SUÐURLANDSBRAUT 8 SÍMI 84670 Tómas Guðmundsson er ástsælt skáld. Ljóðrænir töfrar kvæða hans bjóða heim hlýjustu lofsyrðum málsins. En Ijóðagerð hans er sjaldan einföld. Ásamt birtu málfarsins og óviðjafnanlegri mýkt Ijóðlínunnar búa þau yfir skuggum og andstæðum. Þessi tvíræðni gerir þau alltaf auðkennileg og á sinn hátt einstök í íslenzkum skáldskap. Fyndin mótsögn setur ekki einungis svip sinn á orðalag kvæðanna. heldur er hún einatt hugmynd þeirra og uppi- staða. Þessi skáldskapur gerir þá menning- arlegu kröfu til lesandans, að hann sé undir það búinn að skynja ólíkar hugsanir sem eina og taka þátt í Jreim djarfa leik að andstæðum til- finningum, sem skáldið leikur. Það var gæfa reykvískri og þar með ís- lenzkri menningu að skáld með siðmenntandi Ijóðstíl Tómasar varð fyrstur til að gefa höfuð- staðnum ákveðinn svip í bókmenntum. Borgin hefir viðurkennt þetta með því að láta reisa honum styttu í Austurstræti. OgTómas Guð- mundsson er í dag þjóðskáld íslendinga. Hann er líka ef til vill skcmmtilegasta skáld, scm þjóðin hefir átt. Hin sérkennilega gamansemi hans, málfarið í senn viðhafnarlegt og alveg óhátíðlegt, samleikur gleði og trega í Ijóðunum bera vitni þess konar virðingu fyrir lífinu, sem er endanlega hafin yfir mótsagnir, Kristján Karlsson . . . Gylfi byrjaði ungur að semja lög. Fyrst mun sú iðja hans hafa vakið athygli veturinn 1935-36, en þá gerði hann sönglögvið leikrit- ið „Rakarann í Sevilla“, sem nemendur menntaskólans í Reykjavík settu á svið . . . . . . Alltaf síðan hefur það veriö eftirlætis- iðja Gylfa í naumum tómstundum frá anna- sömum og ábyrgðarmiklum störfum að sveigja laglínur að fögrum Ijóðum, sjálfum sér og vinum sínum til yndis og ánægju, en án |>ess að gera kröfu til að vera tekinn í tónskálda tölu . . . . . . Flest eða öll lög hans hafa kviknað af Ijóðum, orðið til við kvæði, sem honum hafa verið hugleikin, og þau bera það með sér. Hann er næmur á hugblæ og blæbrigði í skáldskap, og einatt speglast andi Ijóðanna í lögum hans með eftirminnilegum hætti. Einfaldleikinn og ein- lægnin er styrkur þeirra . . . . . . Gylfi Þ. Gíslason hefur gert lög við Ijóð margra skálda.En tíðast hefurhann leitað til Tómasar Guðmundssonar. öll lögin á þess- ari plötu eru við kvæði eftir hann, sum samin fyrir meira en fjórum áratugum, önnur næstum ný, nokkur kunn næstum hverjum sönglelskum fslendingi, önnur lítt kunn . . Margir vinir Ijóða og laga munu fagna þessari plötu. Jón Þórarinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.