Morgunblaðið - 12.07.1981, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.07.1981, Blaðsíða 14
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JÚLÍ 1981 Rætt við Pinto Balsemao, forsætisráðherra Portúgals: Pinto Balsemao kom mér nokk- uð á óvart. Hann er formfastari en ég hélt, einkum þar sem hann er fyrrverandi blaðamaður. Hann er að vísu viðræðugóður og sérstak- lega ljúfur í viðmóti, en á skömm- um tíma er hann orðinn svo mikill pólitíkus, að hann skaut sér undan að svara ýmsu sem til hans var beint, ellegar svaraði því á þann veg að það tók langan tíma að vefja utan af orðum hans til að átta sig á hvað hann hefði verið að segja. Ég spurði Balsemao hvort hann gæti séð fyrir sér, hvernig ástand hefði komið upp í Portúgal, ef Sa Carneiro heitinn hefði lifað og sagt af sér eftir forsetakosn- ingarnar, þar sem frambjóðandi AD beið lægri' hlut. Hvort hann sjálfur hefði þá nánast af sjálfu sér orðið arftaki hans og hvort sá forsætisráðherra — hann eða ein- hver annar — hefði orðið meira en málsvari Sa Carneiros sem hafði stjórnað öllu bak við tjöldin. Balsemao baðst undan að svara þessu og mér skildist á honum, að í raun og veru væri jákvætt fyrir Portúgal að til þessa uppgjörs, sem óhjákvæmilega hefði orðið, þurfti ekki að koma — þótt allir syrgðu sviplegt fráfall forsætis- ráðherra síns. Aftur á móti sögðu mér ýmsir aðdáendur Balsemaos — og hann á þá marga — að slíkt hefði orðið gersamlega óþolandi og sá forsætisráðherra hefði áreiðaniega ekki átt sjö dagana sæla. Heima i Cascais, rétt fyrir utan Lissabon, með eiginkonunni Mercedes og börnunum f jórum, Monicu, Henrique, Joonu og Francisco. þar á ég við forystulið fiokksins, ég get auðvitað ekki talað fyrir munn óbreyttra flokksmanna. Frá upphafi hefur afstaða formanns Miðdemókrata, do Amarals, verið mjög skýr — hann ætlaði aldrei að taka sæti í þessari ríkisstjórn. Það lá fjarska ljóst fyrir. — Innan ríkisstjórnarinnar virðist vera nokkur ágreiningur. Nýlega hefur t.d. verið skipt um í nokkrum ráðherraembættum. Er þessi ágreiningur af alvarlegum toga? — Smávægilegar endurskipu- lagningar og breytingar eru eðli- legar innan hverrar stjórnar. Þessi stjórn er sterk og einhuga. Breytingarnar voru gerðar í þeim tilgangi einum að styrkja hana enn og bæta störf hennar. En ég vil leggja á það ríka áherzlu að það er ekki ágreiningur innan stjórnarinnar og hún vinnur af samstöðu og gagnkvæmu trausti. — Þegar þér tókuð við forsætis- ráðherraembættinu voru erlendir stjórnmálasérfræðingar á þeirri skoðun, að þér yrðuð að vinna traust. do Amaral til að stjórnin gæti áorkað einhverju. Finnst yður það hafa tekizt Svarið var stutt og laggott. Gat .uðvitað ekki öðruvísi verið: — Samskipti mín við prófessor Freitos do Amaral hafa alltaf verið — og halda áfram að vera — hin ákjósanlegustu og beztu. — Öllum er kunnugt um ágreininginn milli Sa Carneiros „Meginverkeínið að framfylgja loforðum sem nrðu tilaðAD var veitt brautargengiu Það reyndist enginn hægðarleikur fyrir mig þegar ég var í Portúgal í fyrra mánuði, að hafa hendur í hári Pinto Balsemaos, forsætisráðherra, til smáviðtals. Um þær mundir sem ég var í Lissabon var Balsemao aukin heldur að fara í heimsókn til Vestur-Þýzkalands, hann þurfti að vera viðstaddur hátíðahöld á Madeira og svo mætti lengi telja fyrir utan venjuleg skyldustörf. Samt tókst okkur að ná saman og má það ekki sízt þakka velvilja og aðstoð Fernando Tavares Rodrigues, eins nánasta aðstoðar- manns Balsemao, sem hafði meðalgöngu um viðtalið og gat einhvern veginn smeygt mér inn á skrifstofuna til forsætisráðherr- ans milli ferðalaga, funda, ræðuhalda út um allar trissur o.s.frv. Pinto Balsemao var almennt ekki öfundsverður, þegar hann tók við, Sa Carneiro hafði á tíu mánuðum „slegið í gegn“, unnið hug og hjörtu landa sinna, enda náði stjórnin ótrúlegum árangri í efnahagsmálum og skal þá ekki gleymt að geta um hlut hins íðilsnjalla fjármálaráðherra, Cav- aco E Silva. Það er kyrrt i portúgölskum stjórnmálum, miðað við það sem var. Samt hefur einhvern veginn æxlazt svo, að síðan sumarið 1975, árið eftir byltinguna, þegar áhrif kommúnista voru sem mest í landinu, að sumrin í Portúgal hafa verið heit í pólitískum skilningi. Balsemao sagðist aðspurður ekki sjá fram á heitt sumar nú, hann taldi að AD hefði fest sig nægilega mikið í sessi. En því er ekki að neita að innan flokks forsætisráð- herrans er ekki óblandin ánægja með hann, ýmsum finnst hann sýna of mikla lipurð, kurteisi og sveigjanleika, hvort sem er gagn- vart forsetanum ellegar einhverju sem þurfi að taka föstum tökum. Og að hann reyni að sneiða hjá því að taka óþægilegar ákvarðanir. Hann hristi náttúrlega höfuðið þegar ég spurði hann að þessu og sagði að sveigjanleiki og undan- látssemi væri tvennt ólíkt og hann væri ekki maður undanlátssamur. Sumir höfðu þá kenningu að stjórnarandstaða Sósíalistaflokks Mario Soares og kommúnista- flokks Alvaro Cunhals væri svo veik, að afleiðingin yrði sú að PSD þjappaði sér ekki nægilega saman að baki foringja sínum. Mörg ágreiningsefnanna væru heimatil- búinn vandi og myndu ekki hafa komið upp ef stjórnarandstaðan veitti ríkisstjórninni meira að- hald. En innan PSD eru ýmsir áhrifamenn andsnúnir Balsemao. Þar má nefna fyrrverandi fjár- málaráðherra, E Silva, og Helenu Rosita, aðsópsmikla unga konu sem komizt hefur til mikilla áhrifa í flokknum síðan hann var stofnaður. Fylgismenn Balsemao lögðu sig í framkróka að sannfæra mig um að það væri liðin tíð og biði heim hættu, að einn sterkur pólitíkus stýrði landinu, samvinna væri mál dagsins. En tökum til við spjall okkar Balsemaos. Ég innti hann eftir því, hvernig hann skýrði það, að Miðdemókrat- ar hefðu sýnt nokkurn gremjuvott þegar hann var útnefndur forsæt- isráðherra og hvort hann héldi að Freitos do Amaral, formaður CDS, hefði vænzt þess að gegna starfinu áfram. — Það kom naumast annað til álita en ég tæki við forystu ríkisstjórnarinnar vegna þess starfs sem ég gegndi hjá Sa Carneiro, segir hann. — CDS hefur aldrei ætlað sér að fá embætti forsætisráðherra — eða Pinto Balsemao

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.