Morgunblaðið - 12.07.1981, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 12.07.1981, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JÚLÍ 1981 59 Baula i Borgarfirði. (Ljósm. Páli Jónsson.) Gönguíerð á Baulu í Borgarfirði beir sem leið eiga um Borjjar- fjörð, þetcar vel sést til fjalla, komast ekki hjá því að festa sjónar á Baulu. þessu keilulan- aða líparítfjalli, er rís stakt upp frá umhverfi sínu, svo gjörólíkt nærlÍKKjandi fjöllum, sem frek- ast er unnt. hseði að lit ok löKun. Baula er á tungu þeirri, sem er milli Norðurárdals og Bjarna- dals, en um síðarnefnda dalinn liggur þjóðbrautin til Dalasýslu og Vestfjarða. Undanfarin ár hefur fjöldi sumargesta í Borgarfirði aukist að miklum mun. Þar hafa verið byggðir sumarbústaðir og í orlofsbúðunum að Munaðarnesi, Hreðavatni og Svignaskarði dvelja fleiri hundruð manns á hverju sumri. Allt þetta fólk, auk héraðsmanna, þarf að hafa einhver verkefni í frístundum sínum og er gönguferð á Baulu þá nokkuð verra en hvað annað? Ur fjarlægð virðist vera auð- velt að ganga á Baulu. Hlíðar fjallsins hafa jafnan halla og klettabelti eru engin, sem þarf að klífa, en samt er það svo, að flestum ókunnugum mun leiðin reynast alltorsótt. Ástæðan er einkum sú, að hlíðarnar eru víðast þaktar skriðum, sem eru svo lausar í sér, að menn renna afturábak í hverju skrefi, er þeir stíga. Slíkt ferðalag er lýjandi til lengdar. En samt er þó til greiðfær leið upp á fjallið. Ligg- ur hún upp suðvesturhlíð þess, þ.e. þá hlíð, sem blasir við, þegar ekið er inn Norðurárdalinn. Á þessari hlið er fjallið þakið stórgrýttri urð langleiðina upp á topp. Þar er fast undir fæti, en þó skal samt fara varlega, því steinarnir í urðinni eru stórir og geta oltið til, þegar á þá er stigið. Mun fæstum þykja það notalegt, að verða þar á milli. Þegar gönguferð á Baulu hefur verið ákveðin, er best að aka inn í Bjarnadalinn, inn undir brúna sem liggur yfir Bjarnadalsá. Þar yfirgefum við bílinn og leggjum á brattann. Leiðin að fjallsrót- unum er gróðri vafin og mjúk undir fæti. Við stefnum á suð- vesturhlíðina og þar hefst upp- ganga. Gangan ætti að sækjast greitt, því hér eru engar skriður, en þó verða menn að ætla sér hæfilega hvíld af og til. Það er nauðsynlegt í hverri fjallgöngu, ekki síst ef menn eru henni óvanir og svo stækkar og víkkar sjóndeildarhringurinn, því hærra sem klifið er. Þess verða menn einnig að njóta. Að lokum hefur tindinum verið náð. Hann er í 934 m hæð yfir sjávarmáli. Þaðan getur að líta hið dýrðleg- asta útsýni, norður yfir heiðar, yfir Holtavörðuheiði, Tvídægru og Arnarvatnsheiði, til jöklanna miklu í austri, suður til Esju og Botnssúlna, vestur á Snæfellsnes og inn yfir Hvammsfjörð. Gömul sögn er til er segir, að uppi á Baulutindi sé að finna tjörn. í tjörn þessari liggur óskasteinninn falinn. Hann á að fljóta upp einu sinni á árþ En hvenær? Nú er þar enga tjörn að finna svo við getum ekki freistað gæfunnar í þetta sinn. Á Baulutindi hefur verið hlað- in allmyndarleg varða. í henni hefur gestabók verið komið fyrir, og mega menn ekki gleyma að skrifa í hana en þeir verða að koma henni vandlega fyrir í geymsluhylkinu aftur. Plestir velja sömu leið niður af fjallinu og farin var upp, en þeir sem hafa gaman að smá- glannaskap skjótast niður hlíð- arnar að norðanverðu. Sú leið er hættulaus, en þá ætti ekki að skorta rennsli. I bakaleiðinni er sjálfsagt að skreppa að fossinum í Bjarnadalsánni, sem blasir við, þegar ekið er upp frá brúnni, sem fyrr er nefnd. Erfitt er að segja nákvæmlega hversu mikinn tíma þessi ganga tekur, því hraði manna í fjall- göngum er svo misjafn. En undir flestum venjulegum kringum- stæðum ætti gönguferðinni að vera lokið eftir 6 klst. frá því að bíllinn var yfirgefinn. Þá er farið rólega. Háskólabíó: „Næturleikir" Vadim viröist ekki jafn naskur á kvenlega fegurð sem á yngrl árum, þó verður ekki annnað séð en að karl sé enn sem fyrr hinn ágætasti smekk- maður. Nýjasta uppgötvun hans, Cindy Pickett, er hinsvegar gjörsneydd flestum nauðsynlegum hæfileikum og er það minniháttar kraftaverk að í sumum atriðanna skuli finnast erótík Sem og í flestum mynda Vadims, er yfirborðið slípað af höndum at- vinnumannsins, en atburðarásin veik og í heild verður „Næturleikir" að teljast ein slakasta mynd hins kven- holla fransmanns. „Ég elska lyktina af napalmi að morgni... bensínstybba lyktar af sigri.“ Robert Duval. Albert Hall og Martin Sheen i APOCALYPSE NOW. Að lokum: Dómsdagur nú Stríðið í algleymingi. Hér hefur tekist vel að mála ógnir stríðs í réttum litum. TÓNABÍÓ: APOCALYPSE NOW („Dómsdagur nú“) Leikstjóri: Francis Coppola. Handrit: Coppola og John Mili- us, byggt á sögunni „Ileart of Darkness“, e. Joseph Conrad. Kvikmyndataka: Vittorio Stor- aro. Klipping: Barry Malkin, Coppola. Tónlist: Carmine Coppola, Francis Coppola. Sviðsmyndir: Dean Tavoularis. Illjóðsctning: Jacob Jacobsen. Leikarar: Marlon Brando. Martin Sheen, Robert Duvall, Frederick Forrest. Larry Fish- borne. Sam Bottoms. Dennis Ilopper. Sýningartími: 148 mín. Vafalaust er APOCALYPSE NOW langumtalaðasta kvik- mynd síðari ára og kemur fnargt til. Fyrst og fremst sökum þess óratíma sem tók að gera mynd- ina, u.þ.b. 4 ár, og allra þeirra skakkafalla er dundu á kvik- myndagerðarmönnunum þann tíma sem á myndatökunni stóð. Það væri að bera í bakkafullan leikinn að fjölyrða um sögu APOCALYPSE NOW hér. Þá þrefaldaðist hinn upphaflega áætlaði kostnaður myndarinnar, leikarar komu, fóru og neituðu. Að endingu stóð svo Coppola upp með fleiri klukkustunda langa filmubúta og þá tók við árslangur kafli við klippingu, tónsmíðar, hljóðsetningu og þar fram eftir götunum. Að öllum líkindum hefur Coppola verið farinn að taka sig fullalvarlega, setja sig einum um of í spor Kurts ofursta við kvikmyndatök- una í rökum og heitum frum- skógi Filippseyja, því honum hefur reynst ofviða að koma þessu geysilega myndefni saman á fullnægjandi hátt, svo úr verði sterk listræn heild í hæfilegri lengd. APOCALYPSE NOW býr á hinn bóginn yfir fjölda stór- kostlegra atriða, þrungnum mik- illeik og brjálæði. Og smáatriðin eru oft stórkostleg. Það er í rauninni illmögulegt að gera einhverja úttekt á þessu einstæða kvikmyndabákni, eftir öll þau skrif sem um hana hafa birst á undanförnum fimm ár- um. Svo dæmi sé nefnt, þá hefur undirritaður fjallað ítarlega um APOCALYPSE NOW hér á síð- unni í tví- eða þrígang. Hver setning verður því ærið klisju- kennd. Það sem mestu máli skiptir er að nú stendur þessi magn- þrungni „dinosaur“ okkur til boða i Tónabíó og hver getur dæmt þessa umdeildu mynd fyrir sig. APOCALYPSE NOW er lífs- reynsla útaf fyrir sig. Svo geipi- lega er hún vel tekin og hljóðið og tónlistin mögnuð og yfir- þyrmandi, að maður gleymir sér í sterkustu atriðunum og hefur á tilfinningunni að skollin sé á styrjöld. Og víst er það að íslendingum hefur ekki verið boðið uppá jafn stórkostlegan hljómburð hérlendis og úr ný- endurbættu hljómflutningskerfi kvikmyndahússins. Hinar óhugnanlegu bardaga- senur, tónsmíðarnar, hljóðsetn- ingin og meistaraleg kvik- myndataka og lýsing Storaros eru hápunktar APOCALYPSE NOW, og það stórkostlegir að myndin á eftir að sitja í minn- ingunni um ókomin ár. Missið ekki af þessu einstæða stórvirki. r-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.