Morgunblaðið - 26.08.1981, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 1981
Atómstöðin
kvikmynduð
- - . • (Ljósm. Valdimar.)
Keppnishestar í læknisskoðun
Siðdegis i Kær fór fram læknisskoðun á hestum þeim er keppa á Evrópumótinu sem hefst i Larvik i
Noregi á föstudag. Að sögn Páls Agnars Pálssonar yfirdýralæknis reyndust þeir allir við góða heilsu
og fengu því brottfararleyfi. Hér sést Páll aldursgreina Valsa og Sigurbjörn Bárðarson heldur i.
Reiknað er með að hestarnir fari fyrir hádegi á morgun með flugvél frá Iscargo.
Námsgagnastofnun:
Húsnæðismál í óvissu og
f járskortur háir útgáfu
UM ÞESSAR mundir cr J>or-
steinn Jónsson, kvikmyndagerð-
armaður, að skrifa handrit að
Atómstöð Halldórs Laxness og
mun hann Ijúka verkinu eftir um
það bil fjóra mánuði. í viðtali við
Þorstein kom einnig fram. að
búið væri að ráða Sigurð Sverri
Pálsson til að kvikmynda verkið,
um aðrar mannaráðningar sagði
Injrsteinn að allt væri enn
óákveðið.
Næsta vor verður byrjað að
velja í hlutverk og munu fara
fram prófanir áður en endanleg
hlutverkaskipan verður ákveðin.
Áætlað er að taka myndarinnar
fari fram í júlí, ágúst og septem-
ber.
Þeir sem standa að Atómstöð-
Meira veitt af
minki í Breiða-
firði en áður
Stykkishólimir. 21. áKÚst.
MIKIÐ hefir veiðst af mink hér við
lireiðafjorðinn í sumar og ef til vill
sjaldan eins og nú.
Það er komið á annað hundraðið og
enn er vitað um mink í eyjum en
hann hefir því miður ekki náðst. Þar
sem minkur hefir verið í sumar hefir
lundinn svo að segja alveg horfið,
enda segir minkurinn fljótt til sín
þegar hann heimsækir eyjarnar.
Er mikill hugur í mönnum hér að
gera betur og byrja snemma næsta
vor á eyðingum.
Frcttaritari.
RAGNHEIÐUR Hafstein Thorar-
ensen lézt í Reykjavík síðastlið-
inn laugardag, 78 ára að aldri.
Ragnheiður fæddist á ísafirði 4.
janúar 1903. Hún var dóttir Hann-
esar Hafstein, þáverandi sýslu-
manns og síðar fyrsta íslenzka
ráðherrans, og konu hans Ragn-
heiðar Hafstein. Hún fluttist
til Reykjavíkur með foreldrum
sínum og stundaði síðan nám um
tíma við Menntaskólann í Reykja-
vík og lauk þaðan gagnfræðaprófi.
Ragnheiður giftist síðan Stefáni
Thorarensen 1923 og varð þeim 6
barna auðið og eru þau öll á lí/i.
Mann sinn missti hún árið 1975.
inni eru Þorsteinn Jónsson, sem
mun skrifa handrit og leikstýra
verkinu, Örnólfur Árnason, rit-
höfundur og Þórhallur Sigurðs-
son, leikari. Að sögn Þorsteins
verður kvikmyndin fjármögnuð
líkt og „Punkturinn", með láns-
fjármagni, auk þess sem sótt
verður um styrk úr kvikmynda-
sjóði.
Bifreið á ljósastaur:
• •
OkumaÖur
alvarlega
slasaður
BIFREIÐ lenti á ljósastaur
skammt frá hrúnni yfir Ölfusá
við Selfoss, um klukkan 04 í
fyrrinótt. Ökumaður, sem var
einn í hílnum. slasaðist alvar-
lega. Hann var fyrst fluttur á
sjúkrahúsið á Selfossi, en síðan á
slysadeild Borgarspítalans og
liggur hann nú á gjörgæsludeild.
Samkvæmt upplýsingum lög-
reglunnar virðist ökumaðurinn,
sem er 29 ára gamall, hafa misst
stjórn á bifreiðinni rétt austan
söluskálans Arnbergs, en maður-
inn var á leið til Selfoss. Hafnaði
bíllinn síðan á Ijósastaur hinum
megin götunnar. Bíllinn sem er af
Mazda-gerð og var á Ö-númeri, er
mikið skemmdur.
— Námsgagnastofnunin á í
miklum vandræðum vegna fjár-
magnsskorts, sem veldur því að
námsgögn koma ekki út á réttum
tima. sagði Ásgeir Guðmundsson
námsgagnastjóri i viötali við
Morgunblaðið.
„Við bregðumst við þessum
vanda á þann hátt, að við leggjum
áherslu á að koma út núna í
byrjun skólaársins svokölluðum
kjarnabókum, það er að segja
bókum, sem kennurum er alfarið
nauðsynlegar til að halda uppi
kennslu. Margvíslegt annað efni
verður látið bíða fram eftir haust-
inu eða útkomu þess verður
frestað til næsta árs.“
„Þessi töf á útkomu kennslu-
gagna mun óhjákvæmilega koma
niður á kennslunni og breyta
vinnubrögðum kennara, sem þýðir
meðal annars að kennari þarf að
vinna meira að því að útbúa sín
námsgögn og mun mikill tími fara
í það og er það ekki síður
kostnaðarsamt."
„Námsgagnastofnunin á líka við
annan vanda að glíma en það eru
húsnæðismái stofnunarinnar,"
sagði Ásgeir. „Það var áætlað að
stofnunin færi inn í Víðishúsið og
höfum við þegar flutt verslunina á
neðstu hæð hússins. Við erum
núna að vinna að því að koma upp
kennslumiðstöð, einnig á neðstu
hæðinni, en þær framkvæmdir
geta stöðvast, ef við fáum ekki að
nýta okkur heimild í fjárlögum til
lántöku, en hún bynst ákvæðum
um aðrar lagfæringar á húsinu.
„Það virðist vera vonlítið verk
að fá tekna ákvörðun um það að
koma þessum framkvæmdum af
stað og er ég búinn að berjast í því
það sem af er þessu ári að koma af
stað viðræðum um framtíðar-
172 TANNL/EKNAR eru starfandi
á landinu eða 1 á hverja 1300 íbúa. I
Reykjavík eru starfandi 115 tann-
læknar eða einn á hverja 750 íhúa.
áform í húsnæðismálum náms-
gagnastofnunarinnar.
Þessi tregða hefur þau áhrif á
starfsemi okkar, að við komumst
ekki með starfsemina á einn stað
og getum því ekki hafið uppbygg-
ingu námsgagnastofnunarinnar
samkvæmt lögum og reglugerðum
um þessa stofnun frá árunum
1979—'80.
Ég hef þó trú á því að þegar
farið verði af stað með þessa hluti,
þá muni þeir ganga vel fyrir sig,“
sagði Ásgeir Guðmundsson náms-
gagnastjóri.
Samanlagt eru í Reykjavík og á
Reykjanesi 131 tannlæknir eða 1 á
hverja 1000 íbúa. Utan þcss sva'ðis
er 41 tannlæknir eða 1 á hverja
2300 íbúa. Aðeins 3 þjoðir, Svíar.
Norðmenn og Danir hafa betra
hlutfall milli tannlakna og ibúa
eða 1:100. og það hlutfall er talið
nást hér 1990.
Stærstu svæðin án tannlæknis hér
á landi eru frá Stykkishólmi til
ísafjarðar, þar sem búa 5772 íbúar;
frá ísafirði til Blönduóss, þar sem
búa 2731 íbúi; frá Eskifirði til
Hornafjarðar með 1721 íbúa. Mest
aðkallandi er talið að auka tann-
læknaþjónustu á eftirfarandi svæð-
um: Búðardal, Patreksfirði, Þing-
eyri, Suðureyri, Hólmavík,
Hvammstanga, Sauðárkróki, Fá-
skrúðsfirði, Ólafsfirði, Raufarhöfn,
Seyðisfirði, Breiðdalsvík og Djúpa-
vogi.
Áætlað er að hið opinbera hafi
greitt 3,5 milljarða g-króna fyrir
tannlækningar 1980.
í Reykjavík eru sem fyrr segir 115
tannlæknar, 14 eru á Akureyri, 5 í
Hafnarfirði, 5 í Kópavogi, 3 í Kefla-
vík, 3 á Selfossi, 2 á Akranesi,
Isafirði, Húsavík, Vestmannaeyjum,
Hellu og Álafossi. Einn tannlæknir
er á eftirtöldum stöðum: Borgarnesi,
Ólafsvík, Bolungarvík, Blönduósi,
Sauðárkróki, Siglufirði, Dalvík,
Vopnafirði, Egilsstöðum, Neskaup-
stað, Eskifirði, Höfn, Hvolsvelli og
Garðabæ. Á öðrum stöðum hérlendis
starfa ekki tannlæknar.
(Heimild: Sveitarstjórnarmál/
Magnús R. Gíslason, tannlæknir.)
*
Aðalfundur Skógræktarfélags Islands:
Skógrækt búgrein á Islandi?
Arangur Fljótsdalsáætlunar mjög góður, lerkið orðið 4 metra hátt nú, 10 árum síðar
AÐALFUNDIJR Skógræktarfélags íslands var haldinn i Egils-
staðakauptúni 22.-24. ágúst síðastliðinn. Aðalumræðueíni fund-
arins auk venjulegra aðalfundarstarfa var svæðaáætlun og
skógrækt sem búgrein.
Sigurður Blöndal skógræktar-
stjóri flutti erindi, sem hann
nefndi „Bændaskógur" og gerði
grein fyrir forsendum ræktunar
þeirra og hugsanlegum aðferð-
um, til þess að koma þeim á.
Þegar talað er um bænda-
skóga er átt við það, hvort að
skógrækt geti orðið búgrein á
íslandi. Tilraun hvað þetta varð-
ar hófst hér fyrir 10 árum Þá
veitti ríkið fjármagni til nokk-
urra jarða í Fljótsda! í Norður-
Múlasýslu og kalla skógrækt-
armenn þessa tilraunastarfsemi
Fljótsdalsáætlun.
Á fundi Skógræktarfélagsins,
sagði Guttormur bóndi í Geita-
gerði í Fljótsdal frá Fljót.sdalsá-
ætluninni og reynslu af henni
frá sjónarhóli bóndans. Sagði
hann meðal annars að eftir 10 ár
þá væri hæð ierkisins orðin um 4
metrar og komið væri að því að
grisja lerkið og fengjust þá
staurar til nytja. Sagði Gutt-
ormur, að honum fyndist skóg-
rækt vera tilvalin sem búgrein.
Að umræðum loknum fóru
fundarmenn í skoðunarferð um
skóginn undir leiðsögn Jóns
Loftssonar skógarvarðar. í þá
för slógust í hópinn 34 eyfirskir
bændur, sem vildu kynna sér
skógrækt sem búgrein, en slíkt
átak er ofarlega á baugi í
Eyjafirði.
I viðtali við Jónas Jónsson
búnaðarmálastjóra og formann
Skógræktarfélags íslands, kom
fram að fleiri héruð hefðu áhuga
á að taka upp skógrækt, til
dæmis bændur í Borgarfirði,
Sunnlendingar og Suður-Þingey-
ingar. Sagði hann jafnframt að
uppbygging þessarar búgreinar
yrði að vera þannig háttað, að
verulegu fjármagni væri veitt til
plöntunar og til að friða landið.
Sagði hann, að í skóglausum
héruðum í Noregi þá væri veitt
70—85% fjárframlag af stofn-
kostnaði til þeirra bænda, sem
vildu hefja skógrækt sem bú-
grein og yrði svipað fyrirkomu-
lag að vera hér á. Því það væri
ekki fyrr en eftir um það bil 20
ár, sem venjulega væri hægt að
byrja að nytja nýskóga og hafa
af þeim tekjur.
Aðalfundur Skógræktarfélags
íslands sóttu á annað hundrað
manns, fulltrúar héraðsskóg-
ræktarfélaganna og gestir
þeirra, þeirra á meðal fulltrúi
frá norsku skógræktarfélögun-
um, Ivar Vindal og kona hans.
Formaður Skógræktarfélagsins,
Jónas Jónsson búnaðarmála-
stjóri, setti aðalfundinn og flutti
skýrslu um störf félagsins á
síðasta ári ásamt Snorra Sig-
urðssyni framkvæmdastjóra
Skógræktarfélagsins. Fundar-
stjóri var Þorsteinn Sveinsson,
kaupfélagsstjóri.
Fundarmönnum bar saman
um góðan árangur af Ári trésins
1980 og vaxandi áhuga bæði hjá
hinu opinbera, meðal almenn-
ings og sveitarstjórna víðs vegar
um land á trjá- og skógrækt og
landverndarsjónarmiðum yfir-
leitt.
Ragnheiður Hafstein
Thorarensen látin
172 tannlæknar starfandi:
131 í Reykjavík og Reykja-
nesi — 41 utan þess svæðis
Enginn tannlæknir milli Blönduóss og ísa-
fjarðar né milli Stykkishólms og Isafjarðar