Morgunblaðið - 04.09.1981, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1981
Hallarekstur 29
fyrirtækja í sjáv-
arútvegi í athugun
„RÍKISSTJÓRNIN er nú með í
sérstakri athuKun hallarekstur
29 fyrirtækja í sjávarútvejíi sam-
kva'mt því sem Stefán Valjjeirs-
son sajfúi okkur á fundinum á
Raufarhöfn. Jökull hf. er síöur en
svo verr statt fyrirtæki en sum
þeirra." saKÚi Halldór Blöndal
alþinKÍsmaöur í samtali vió Mhl.
í Kær. er hlaöiö spurði hann um
fund þann. sem haldinn var á
Raufarhöfn í fyrradaK um vanda-
mál Hraófrystihússins Jökuls.
„Það sem allra verst við þennan
vanda er það, að hann á sér stað á
sama tíma og það mokveiðist og
verð á Bandaríkjamarkaði er
hærra en nokkurn tíma áður,“
sagði Halldór. „Vandinn á Raufar-
höfn er byggðavandi af því að
Raufarhöfn stendur og fellur með
því að Jökull geti starfað hindrun-
arlaust, en Raufarhöfn er ef til vill
mesta útflutningshöfn landsins
miðað við fólksfjölda.
A hinn bóginn er þessi vandi
ekki sérstakur fyrir Raufarhafn-
arsvæðið, heldur gætir hans víða
um land sem afleiðingar þess, að
ríkisstjórnin hefur gert tilraun til
þess að leysa efnahagsvandann á
kostnað útflutningsatvinnuveg-
Víkurblað-
ið hættir
VÍKURBLAÐIÐ á Ilúsavík hefur
nú ha tt göngu sinni eftir rúm-
lega tveggja ára starfsferil. Síð-
asta toluhlað Vikurhlaðsins kem-
ur því út í dag. föstudag.
Að sögn ritstjóra blaðsins, Jó-
hannesar Sigurjónssonar, reynd-
ist ekki fjárhagslegur grundvöllur
fyrir útgáfu blaðsins, þar sem ekki
var til staðar fjárhagslega sterkur
bakhjarl. Við útgáfuna varð því að
treysta á þröngan auglýsinga-
markað og tekjur af honum reynd-
ust því miður ekki nægar. Um
beint fjárhagslegt tap af blaðinu
er ekki að ræða en þó mun að
öllum líkindum skorta þriggja
mánaða launagreiðslur til starfs-
manna þess.
„Á hinn bóginn höfum við snúið
okkur að útgáfu auglýsingablaðs
sem kom út fimm sinnum í
ágústmánuði," sagði Jóhannes.
anna. Til þess að vandi Raufar-
hafnar Ieysist verður að breyta
um stefnu í atvinnu- og efna-
hagsmálum þannig að fyrirtæki
þurfi ekki á opinberri fyrir-
greiðslu að halda og geti endur-
nýjað tækjakost sinn eðlilega.
Ef sérstakur vandi er í atvinnu-
lífinu í litlu byggðarlagi eða á
afmörkuðu svæði geta Byggða-
sjóður eða samfélagið hlaupið
undir bagga, en nú er ástandið
almennt þannig að fyrirtæki eiga í
erfiðleikum og ungt fólk þorir ekki
að festa kaup á nýjum íbúðum
öðru vísi en í verkamannabú-
stöðum."
Fellt að
kynna
skipulag
BORGARSTJÓRN fclldi I
gærkveldi tillögu Davíðs
Oddssonar og Albcrts Guð-
mundssonar borgarfulltrúa
Sjálfstæðisflokksins, um að
horgarbúum yrði kynnt
skipulaKstillaga að hugsan-
leKri byKKð í „SoKamýri",
sunnan GnoðarvoKs. Meiri-
hluti borgarráðs samþykkti i
síðustu viku að láta fullvinna
deiliskipulaK af svæðinu ok
staðfesti borgarstjórn þá sam-
þykkt í Kærkveldi með at-
kvæðum fulltrúa meirihlutans
KCKn atkvæðum sjálfstæð-
ismanna.
Við atkvæðagreiðslu gerðu
sjálfstæðismenn sérstaka bók-
un, þar sem þeir lýstu harðri
andstöðu sinni við ákvörðun
vinstri meirihlutans, um að
taka fyrirhuguð útivistarsvæði
í borginni undir byggingar.
Þar segir, að stefna vinstri
flokkanna sé mörkuð af
skammsýni og fyrirhyggju-
leysi, þótt viðurkenna megi að
þeir hrekist til þessara ákvarð-
ana, vegna öngþveitis í skipu-
lagsmálum á þessu kjörtíma-
bili, sem hafi skapað alvar-
legan lóðaskort í borginni.
(Sjá baksíðumynd).
Mikið umferðaröngþveiti hefur að undanförnu myndast i Hamrahlíðinni á aðalumferðartimunum.
Orsökin er sú að Reykjanesbrautin er lokuð vegna framkvæmda i öskjuhlíð og bilar sem ætla þá
leiðina frá Reykjavik, verða að fara um Hamrahlið og þaðan út á Kringlumýrarbraut. Hamrahliðin er
hins vegar ekki byggð fyrir slikan umferðarþunga, þannig að iðulega myndast þarna löng röð bila og
sækist flestum ferðin seint.
Rannsóknir vegna
eldsneytisgeymanna
IIÉR á landi hafa verið fi
sjóhcrsins frá Norfolk í Ba
unum ásamt nokkrum ve
ingum til að ræða við íslensk
stjórnvöld um endanlegt Maðarval
fyrir eldsneytisgeymarít, sagði
llelgi Ágústsson deildarstjóri í
varnarmáladeild utanríkisráðu-
neytisins í k»t, þegar Morgunblað-
ið sneri sér til hans og spurðist
fyrir um aðgerir til undirbúnings
því. að reistir verði nýir eldsneytis-
geymar fyrir varnarliðið á Kefla-
víkurfluKvelli. Fyrir þinglok í vor
var samþykkt á Alþingi á þings-
ályktunartillaga, þar sem skorað
var á utanríkisráðherra að hraða
undirbúningi framkvæmdanna og
þeim sjálfum.
Helgi Ágústsson sagði, að auk
fulltrúa sjóhersins og verkfræð-
inganna væri nú við störf á Reykja-
nesi hópur sérfræðinga frá Banda-
ríkjunum, sem kannaði aðstæður
allar með tilliti til staðarvalsins og
mæti þá kosti, sem fyrir hendi væru.
Fylgist utanríkisráðuneytið með
störfum þeB§ara manna og að ósk
ráðuneytisins hefur Vita- og hafna-
málastofnunin tekið að sér verkefni
á síriu sviði, sem tengjast þessum
rannsóknum.
Eins og kunnugt er liggja þegar
fyrir ítarlegar skýrslur um endur-
nýjun eldsneytisgeymakerfisins og
er í þeim komist að þeirri niður-
stöðu, að heppilegasti staðurinn
fyrir hina nýju geyma sé í Helguvík
skammt frá Keflavík.
Albert um Tjarnarbryggjurnar:
Þessi hugmynd á ekkert
skylt við mínar tillögur
_ÉG BAÐ Guðrúnu Jónsdóttur
ftjrstöðumann Borgarskipulags á
sinum tíma um að setja minar
hugmyndir um lagfæringar á
Tjarnarbökkunum niður á blað, cn
mínar hugmyndir eru ekki í ncinu
samhengi við þessar tillögur,"
sagði Albcrt Guðmundsson borg-
Hörð deila um matsmenn verkamannabústaða:
„Bitlingahneyksli“
„Pólitískur skætingur“
í“ - segir
1 Alþýðublaðið
r“ - segir félags-
L málaráðuneyti
IIÖRÐ deila er komin upp milli Alþýðublaðsins og Svavars
Gestssonar. félagsmálaráðherra, um skipun og störf matsmanna,
sem reikna út endursöluverð ibúða i vcrkamannabústöðum.
Alþýðuhlaðið heldur þvi fram. að hér sé um að ræða „bitlinga-
hneyksli í húsnæðismálastjórn", þar sem aðstoðarmaður Svavars
Gestssonar. félagsmálaráðherra. Arnmundur Bachman hafi
„skenkt" sér nákomnum manni „vænan bitlinK". cn félaKsmála-
ráðuneytið seKÍr í fréttatilkynninKU. að það sjái ekki „ástæðu til að
elta ólar við þann ska'ting", sem fram komi í Alþýðublaðinu um
málið. Þá hefur Svavar Gestsson sjálfur saKt í blaðaviðtölum, að
hér sé um að ræða „enn cina atloKuna að mínu mannorði".
Bitlingahneyksli
segir Alþýðublað
Sl. þriðjudag birti Alþýðublaðið
frétt um mál þetta á forsíðu, þar
sem segir m.a.: „Félagsmálaráðu-
neytið hefur skipað tvo matsmenn,
sem hafa það verkefni að reikna út
endursöluverð allra íbúða í verka-
mannabústöðum. Þessir mats-
menn ráðherra fá í sinn hlut 14%
af endursöluverði hverrar íbúðar."
Blaðið segir síðan, að um 200
slíkar íbúðir komi í endursölu á
hverju ári á landinu öllu og
meðalverð íbúða sé um 35 milljón-
ir gkr. Síðan segir Alþýðublaðið:
„Það gerir u.þ.b. 17,5 milljónir
gamalla króna i hlut hvors mats-
manns ...“ Ennfremur segir Al-
þýðublaðið, að „það þyki ekki síður
athyglisvert í þjóðfélagi hinnar
pólitísku ættfræði", að annar
matsmaður sé nákominn aðstoð-
armanni Svavars Gestssonar.
Félagsmálaráðu-
noytið svarar
í fréttatilkynningu, sem félags-
málaráðuneytið sendi frá sér sam-
dægurs, segir, að matsmennirnir
séu skipaðir skv. reglugerð og
lögum frá árinu 1980 og síðan
segir ráðuneytið: „í Alþýðublaðinu
í dag er ráðizt að matsmönnum
með pólitískum skætingi og rógi,
meðal annars fullyrt, að þeir hafi
35 milljónir gkr. á ári fyrir þessi
verk eða um 350 þúsund krónur.
Staðreyndin er sú. að matsmenn-
irnir hafa fengið greitt til þessa á
um 11 mánuðum kr. 120.284 en það
samsvarar um 0,45% af matsverði
þeirra íbúða, sem þeir hafa metið
og seldar hafa verið.“
Matsmenn svara
Matsmennirnir sjálfir sendu frá
sér athugasemd sama dag og
seKÍa: „Þóknun til matsmanna
fyrir framkvæmd á þessum 112
matsgerðum hefur borizt fyrir 68
matsgerðum. Gera má ráð fyrir,
að einhverjar matsgerðir verði
ekki greiddar m.a. vegna þess, að
seljandi hætti við sölu eða gert
hefur verið upp við seljanda án
þess að láta hann greiða þennan
kostnað. Ekki er gengið eftir
greiðslum fyrir matsgerðir í slík-
um tilvikum. Heildargreiðslur til
matsmanna fyrir tímabilið 13.
október 1980 til 31. ágúst 1981
nema 120.284 kr.“
Staðfesting segir
Alþýðublað
Alþýðublaðið heldur áfram
skrifum sínum um málið í gær og
segir m.a. að aksturskostnaður
matsmanna sé áttfaldur ráðuneyt-
istaxti og segir síðan: „Það er
staðreynd, nú staðfest af ótal
aðilum, að matsmennirnir taka í
sinn hlut 14 % af endursöluverði
... Það er upplýst, að þessi þóknun
til matsmanna félagsmálaráð-
herra er 12 sinnum hærri en sú
greiðsla, sem kemur fyrir sam-
bærilega þjónustu hjá lífeyrissjóð-
um ...“
Alþýðublaðið lýkur skrifum sín-
um í gær um málið með þessum
orðum: „Upplýsingum blaðsins
hefur enn ekki verið hnekkt.
Blaðið býr enn jrfir miklum viðbót-
arupplýsingum um þetta mál.“
arfulltrúi I samtali við Morgun-
hlaðið.
„Ég var ekki að tala um að fylla
Tjörnina af timbri, þetta sem verið
er að setja út í Tjörnina er
uppfylling, það er verið að hylja
vatnið. Ég var með tillögur um að
laga bakkann og fegra í kringum
Tjörnina, setja til dæmis leiktæki
fyrir börn í Hljómskálagarðinn og
gera þetta að líflegu hverfi. Siðan
vildi ég hafa bryggjur á borð við
litlu bryggjuna sem er við frá-
rennsli Tjarnarinnar. Slikar
hryggjur, aðeins nokkur skref út í
vatnið, væru fyrir krakka til að
geta gefið öndunum," sagði Albert.
„Það sem Tíminn er að tala um er
bull og vitleysa, þessi hugmynd sem
nú er í gangi á ekkert skylt við
mínar tillögur. Það er ljóst að ég
hef alltaf verið andvígur þessum
hugmyndum, ég hef talað á móti
þessu og greitt atkvæði gegn því
allan tímann,“ sagði Albert Guð-
mundsson.
Kötlufellsmál-
ið dómtekið
KÖTLUFELLSMÁLIÐ svokallaða
var dómtekið að loknum málflutn-
inKÍ í Sakadómi í gær.
Samkvæmt upplýsingum Sverris
Einarssonar sakadómara hafði mál-
ið verið til meðferðar í gær og
fyrradag og fóru þá fram vitnaleiðsi-
ur og síðan málflutningur. Sagði
Sverrir að dómur í málinu yrði
kveðinn upp síðar í þessum mánuði.
Þess er krafist að konan sem ákærð
er, verði dæmd til refsingar og
greiðslu alls sakarkostnaðar og að
hún teljist hafa fyrirgert erfðarétti
eftir mann sinn.
Jónatan Sveinsson saksóknari
flutti málið fyrir hönd ákæruvalds-
ins, en Örn Clausen hrl. er verjandi
konunnar.