Morgunblaðið - 04.09.1981, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 04.09.1981, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1981 • 1981 Um»«riol Pr«tt Svndicat* „ BREMSURklAR. GÁFU S»<3 ! " Ast er... .. md vera viss um ad <">ll hréfin sév frá honum. TM Reg U.S P®l. Off. — all rlghts reserved 0 1979 Los Angefes Tlmes Syndicate Ertu veiðimaður? Með morgnnkaffinu mála nakta konu, en svo sá ók í hendi mcr. að ck Kct ckki málað slíka mynd. HOGNI HREKKVÍSI Um ástand islenzku þjóðveganna: Veghefill hefur ekki sést allt sumarið Reykjavík, 1. sept. 1981 Velvakandi góður! Eitt er það mál, sem ég vil gjarnan koma á framfæri og það er ástand vega. Ég er nýkominn úr ferð austur í Vestur-Skaftafells- sýslu, nánar tiltekið að Kirkjubæj- arklaustri. Framan af gekk ferðin þokkalega eða þangað til komið var austur að Hólmsá. Að vísu voru slæmir kaflar undir Eyjafjöllum, en þegar komið var austur yfir Hólmsá keyrði um þverbak. Það finnst varla sléttur blettur á vegin- um frá Hólmsá og alla leið austur að Lómagnúp. Nú er þetta ekki fyrsta ferðin mín þarna austur í sumar, en vegurinn virðist ekki hafa verið heflaður á milli þess, sem ég hefi verið þar á ferð. Ég spurði nokkra aðila þarna fyrir austan, hvenær hefill hefði síðast sézt og fullyrtu þeir, að það hefði ekki gerzt allt sumarið. Einn gekk meira að segja svo langt að fullyrða, að hefill hefði ekki sézt nema einu sinni frá því í apríl og hefði það verið um verzlunar- mannahelgina. Ötrúlegt það, eða getur það verið satt? Nú er það svo, að eitthvert mesta öryggisatriðið í umferðinni er, að vegirnir séu í góðu lagi, eða skyldu þeir hjá Vegagerðinni ekki hafa gert sér það ljóst ennþá. Ég hefði þó haldið, að bifreiðaeigendur greiddu orðið það mikið í vega- skatta, að það ætti að vera hægt að hafa helztu þjóðvegi landsins sæmilega færa, en það verður varla sagt um áðurnefndan veg. Ég er búinn að aka mikið á þjóðvegunum í sumar, en hef þó hvergi orðið var við aðra eins hörmung og þarna fyrir austan. Það eru því tilmæli mín til Vega- gerðarinnar, að hún reyni að gera eitthvað í málinu. Ég á eftir að fara a.m.k. eina ferð austur í þessum mánuði og mér þætti afar vænt um það, ef hægt væri að aka með sæmilegu öryggi austur að Kirkju- bæjarklaustri, að öðrum kosti verð ég líklega að notast við flugvél. Með þökk fyrir birtinguna. ísólfur Þ. Pálmason. Yfirgangur Færeyinga á Norður-Atlantshafi í áraraðir hefur íslenska þjóðin mátt þola yfirgang erlendra þjóða og það svo að á tímabilum hefur landið tæpast verið byggi- legt. Loksins þegar íslendingum hefur tekist að brjótast undan oki og yfirgangi útlendinganna og menn voru farnir að anda léttara, þá gerist það að Færeyingar fara að taka sig til og gerast miklir yfirgangsseggir, það svo, að ýms- ir framámenn hér á landi hafi af því miklar áhyggjur. Tímabil það er Færeyingar hafi haldið uppi ferðamanna- flutningum milli íslands og ann- arra landa, hefur af manni í ábyrgðarstöðu verið jafnað við tímabil það er Svartidauði herj- aði hér á landi. Það var ef til vill ástæðan fyrir því að Norður- landaráð velti fyrir sér í sjö ár hvort ætti að koma á sambandi sjóleiðis milli Norðurlanda. Mennirnir hafa bara séð fram á hættuna fyrir land og þjóð og þess vegna látið málið fá þá meðferð sem það fékk í Norður- landaráði. Það er fleira sem menn hafa áhyggjur af, en flutningum Fær- eyinga á ýmsu skaðlegu fyrir landslýð. Þingmaðurinn Albert Guðmundsson var svo snjall að koma auga á hvílík hætta það var fyrir fiskistofnana, að leyfa handfæraveiðar þeirra hér við land, og flutti þess vegna tillögu, í utanríkismálanefnd Alþingis, þess efnis að nú ætti að rannsaka skak Færeyinga við strendur ís- lands. Jakob V. Hafstein er svo hrifinn af tillöguflutningi Al- berts í utanríkismálanefnd, að hann á vart orð til að lýsa hrifningu sinni, — íslandi allt — en engin millimál. Allt er þeKar þrennt er Þriðja og stærsta málið er yfirgangur Færeyinga á Norður- Atlantshafi, eins og Jakob V. Hafstein lögfr. kallar það. A hann þar við laxveiði Færeyinga. JVH er búinn að eyða miklu bleki í skrif sín um þessar veiðar og virðist, sem maðurinn fjarlægist meir og meir kjarna málsins, eftir því sem hann skrifar meir um það. í staðinn fyrir að fjalla um málið á raunhæfan hátt, hefur JVH leiðst út í það að ófrægja Færeyinga og rangsnúa því sem fram hefur komið frá Færeyingum um veiðar þessar. Islenskir menn, fiskifræðingar og aðrir, sem hafa aðra skoðun á málum þessum en JVH, hafa verið teknir á beinið. Jakob V. Hafstein og aðrir áhugamenn um fiskirækt og fiskvernd verða að gera sér ljóst, að þessi mál leysast ekki með einhliða ákvörð- unum, og væri betra fyrir þessa aðila að gæta þess að láta ekki kappið hlaupa með sig. Hafa ber í huga að Færeyingar sem eiga alla sína afkomu undir fiskveiðum, vilja halda þeim lífsskilyrðum, sem þeir eru búnir að ná, og með sífellt þrengri veiðisvæðum þarf að nýta veiðisvæðin á sem skyn- samlegastan hát. Ekki er ástæða til að óttast að Færeyingar sýni neina óbilgirni í samskiptum við sanngjarna menn en ófræg- ingarmenn og æsingarmenn eru ekki að skapi Færeyinga. Niels J. Erlingsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.