Morgunblaðið - 04.09.1981, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 04.09.1981, Blaðsíða 32
5 krónur 5 krónur eintakið P eintakið FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1981 ________________________ Ríkisstjórnin heimilar hækkun mjólkurvara: Mjólk hækk- ar um rúm 11%, smjör um 12,58% - Hækkanaheimild- in bundin fyrirvara Á FUNDI ríkisstjórnarinnar í Kær var samþykkt tillaga scx- mannancfndar um hakkun mjólkurvara haustið 1981. Hækk- un á verði mjólkur tii bænda vcrður 7%, ha-kkun á vinnslu. hcildsölukostnaði og millisvæða- UutninKsKjaldi cr 17,5 aurar á lítra ok hækkun smásöluálagn- ingar í krónutölu um S'Æ%. Nýmjólk mun hækka um 11,11%, undanrcnna um 8,6%, skyr um 11,48%, smjör um 12,58% og ostur um 8,2% svo dæmi séu tekin. Af ríkisstjórnarinnar hálfu fylgir fyrirvari um hækkun vinnslu- og heildsölukostnaðar, sem búið var að ákveða í sex- mannanefnd og mun ríkisstjórnin láta fara fram sérstaka athugun á þeirri hækkun. Lítri af nýmjólk kostar nú 5,40 kr., en mun fara í 6,00 kr. Undanrenna kostar 4,65 kr. en fer í 5,05 kr., skyrkílóið úr 9,15 kr. í 10,20 kr., smjör úr 63,60 kr. í 71,60 kr. og ostur úr 51,85 kr. í 56,10 kr. Hækkanaheimild ríkisstjórnar- innar á eingöngu við um mjólkurvörur. Ekki er ákveðið hvenær þessar hækkanir koma til framkvæmda. Framleiðsluráð tek- ur ákvörðun um hvenær það verður. Gorshkov svarar Mbl. SERGEJ Gorshkov, a-ðsti yfir- maður sovéska flotans og að- stoðarvarnarmálaráðherra Sov- étríkjanna. hefur í viðtali í „F'réttum frá Sovétríkjunum“ gert skrif Morgunhlaðsins um hernaðarumsvif sovéska flotans að umtalsefni og er flotafor- ingjanum ísland og umhverfi þess ofarlega í huga. I formála að viðtalinu er Gorshkov beðinn um að skýra „lesendum Morgunblaðsins" frá sjónarmiðum sínum, en því hald- ið fram, að blaðið hafi ekki séð ástæðu til þess að birta viðtalið. Umrætt viðtal hefur ekki borist ritstjórn Morgunblaðsins fyrr en í áðurnefndu tölublaði „Frétta frá Sovétríkjunum". Frá máli Gorshkovs er skýrt á miðsíðu blaðsins í dag, en auk þess er athygli vakin á frétt á bls. 5, sem fjallar um „frétt" frá Tass- fréttastofunni, sem lýst hefur verið uppspuni. Fjárlagafrum- varpið í prentun Fjárlagafrumvarpið fyrir árið 1982 er að taka á sig cndanlcga mynd þcssa dagana. I gærmorgun var samþykkt í ríkisstjórninni að senda frum- varpið til prentunar, þegar loka- frágangi væri lokið í fjármála- ráðuneytinu, en það mun verða næstu daga. Fjárlagafrumvarpið verður að venju fyrsta mál Alþingis, en það verður sett 10. október nk. að hefðbundnum sið. Skipulagið sem ekki má sýna ÁFORM ERU hjá meirihluta borgarstjórnar um að byggja á græna sva“ðinu milli Gnoðavogs og Miklubrautar og hefur verið unnið að skipulagi að byggð þar. Hafnað var tillogu sjálfstæðismanna um að kynna þetta skipulag. sem hér sést líkan af, fyrir ibúnum. Þar er gert ráð fyrir lra hæða húsum framan við Gnoðavogshúsin, sem sjást á myndinni. en Suðurlandshrautin er að mestu horfin. Næst á myndinni er Miklabrautin. Lengst til hægri er lóð Steinahlíðar. sem gefin var á sinum tíma með kvöðum og aðeins má nota fyrir dagheimili. en á lík- aninu er sýndur einhverskonar skrúðgarður á lóðinni. Sjá frétt á bls. 2. Davíð Qddsson um leigunámshugmyndir Sigurjóns Péturssonar: Þessar hugmyndir andvígar hagsmunum og hugsjónum langflestra Reykvíkinga _ÉG SÉ ekki annað en að leiðtogi vinstriflokkanna í borgarstjórn, Sigurjón I’étursson forseti borg- arstjórnar. hnykki þarna heldur betur á þeirri skoðun sinni, sem áður var fram komin, hvcrnig fara eigi með það húsna'ði sem eigendurnir nýta ekki skynsam- lega að mati yfirvaldanna." sagði Davíð Oddsson horgarfulltrúi Sjálfstaðisflokksins i samtali við Morgunhlaðið í gær. Davíð var spurður álits á þeirri skoðun Sigurjóns Péturssonar, borgar- fullrúa Alþýðuhandalagsins. að til greina ka'mi að taka „autt húsna'ði" leigunámi. „Hann segir það skýrt og skorin- ort að réttlætanlegt sé að yfirvöld Munum gera allt til að koma í veg fyrir þetta taki húsnæði leigunámi, ef fólkið í borginni láti undir höfuð leggjast að leigja húsnæðið út frá sér. Ég hélt satt best að segja að viðtalið í Þjóðviljanum hefði verið tekið til þess að hverfa frá þeim hugmynd- um sem Sigurjón hafði áður viðrað og vakið hafa verulegan óhug meðal borgarbúa. Þá gerist það, að forseti borgarstjórnar tekur í raun af öll tvímæli, þannig að enginn getur lengur verið í vafa um hug hans og stefnu. Forseti borgar- stjórnar segir, að sveitarfélagið hljóti „að skerast í leikinn og taka autt húsnæði leigunámi". Hann segir semsagt að ef ekki finnist leiðir „til þess að hvetja fólk til að leigja út frá sér“, þá hljóti sveitar- félagið að grípa inn í og ráðstafa þessu húsnæði,“ sagði Davíð. „Það er athyglisvert að Kristján Benediktsson, oddviti Framsókn- arflokksins, sér ástæðu til þess að lýsa sig andvígan þessum hug- myndum Sigurjóns, enda er honum sjálfsagt í fersku minni hvernig fór um hugmyndir flokksfélaga hans, sem birtust í gulu bókinni forðum. Þessi ummæli Kristjáns benda þó til þess að þessar hug- myndir hafi þegar verið ræddar innan meirihlutaflokkanna. En meginatriðið er það, að leiðtogi meirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur, talsmaöur stærsta flokksins í meirihlutanum, Al- þýðubandalagsins, hefur afhjúpað vilja sinn rækilega, og í mínum huga er enginn minnsti vafi á því, að sjái hann minnsta möguleika á að koma stefnu sinni fram, gerir hann það. Við sjálfstæðismenn munum gera allt til þess að koma í veg fyrir að svo geti orðið og ég er viss um að við eigum samleið með öllum þorra borgarbúa í þeim efnum, enda eru þessar hugmyndir andvígar hagsmunum og hugsjón- um langflestra Reykvíkinga,“ sagði Davíð Oddsson. sýnir áhuga að ISAL Norsk Hydro á eignaraðild FULLTRÚAR frá Norsk Hydro sem staddir hafa verið hérlendis síðustu daga hafa samkvæmt heimildum Mbl. sýnt mikinn áhuga á að Norsk Ilydro gerist eignaraðili að Íslcnzka áifélaginu i Straumsvik, ef til stækkunar þess kæmi. Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráðherra sagði í viðtali við Mbl. í gær. að það hefði komið fram að Norsk Hydro gæti hugsað sér að koma inn í slíka mynd. eins og hann orðaði það, en þessi stækkun væri ekki á dagskrá. þó ra'dd hefði verið. „Ef slík stækkun ka-mi til framkvæmda þá hlyti hún að felast í aukinni eignaraðild íslendinga og yfirtöku í áföngum. Hvort þriðji aðiii kæmi til sögunnar er auðvitað engin ástæða til að útiloka fyrirfram,“ sagði hann. Hjörleifur sagði að fulltrúar Norsk Hydro hefðu sýnt áhuga á samvinnu við Islendinga í sambandi við iðnað og að hann hefði átt viðræður við þá a.m.k. tvívegis. „Við höfum haft áhuga á að leita eftir tæknisamvinnu við þá varðandi magnesíumvinnslu og verður það til áframhaldandi athugunar. Um þátttöku í sambandi við álvinnslu hefur ekkert verið ákveðið, en ljóst er, að þeir hafa áhuga á slíku, ef til frekari uppbyggingar kæmi.“ Hjörleifur vildi hvorki svara ját- andi né neitandi, er hann var spurður hvort hann sem iðnaðarráð- herra myndi samþykkja að Norð- menn yrðu eignaraðilar að nýju stóriðjuveri, hvort sem um yrði að ræða magnesíum- eða áliðjuver. „Ég hef ekki útilokað samvinnu við útlendinga um ýmsa þætti sem snúa að rekstri og eignaraðild — ef við metum það að það sé okkur hag- kvæmt — en undir því skýra fororði að við séum með meirihlutaaðild." Um hugsanlega eignaraðild Norsk Hydro að stækkun ÍSAL, ef til kæmi, sagði Hjörleifur: „Það hefur ekki verið þannig til umræðu að hægt sé að segja að það hafi verið tekin einhver afstaða til þess og ekki hafa komið fram neinar form- legar óskir. Það hefur komið fram, að aðilar gætu hugsað sér að koma inn í slíka mynd og engin ástæða er til að útiloka að við styðjumst við aðra aðila, ef við teljum okkur það henta." Hjörleifur sagði í lokin að Norsk Hydro ræki nú álverksmiðju í Hus- nes í Noregi, Sör-Norge-Aluminium, í samvinnu við Alusuisse. Alusuisse væri 80% eignaraðili en Norsk Hydro 20%. Hann sagði að nú stæðu yfir samningar milli Norsk Hydro og Alusuisse um stækkun verk- smiðjunnar um 500 gigawattstundir á ári og fylgdi það skilyrði af hálfu Norðmanna, að Norsk Hydro fengi í móti meirihlutaeign í fyrirtækinu. „Ég útiloka ekki Norsk Hydro fremur en önnur fyrirtæki, ef til samvinnu kæmi. Það hefur tals- verða reynslu í sambandi við áliðn- að og viðræður við þá hafa verið vinsamlegar og áhugi þeirra er ljós, en við hljótum að fjalla um það sjálfstætt og eftir því sem okkur hentar."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.