Morgunblaðið - 04.09.1981, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.09.1981, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1981 eftir Gísla Jónsson prófessor Veiína athugasemdar frá Póst- og símamálastofnun. sem birtist hér í Mbl. þ. 29. f.m., hefur Gísli Jónsson óskaó eftir birtingu eft- irfarandi greinar. I skrifum mínum í Dagblaðinu þann 24. ágúst sl. varð mér á þau mistök, að taka ranga tölu upp úr skýrslu Pósts og síma. Þessi mis- tök breyta þó engu meginniður- stöðunni, sem nú verður nánar lýst. Það er rétt athugasemd, að til að ná sama árangri í jöfnun símagjalda og áætlað er að náist með skrefatalningu bæjarsímtala, þarf að hækka skrefgjaldið um 35%, sem mundi valda 6,5% 23%. Þannig er talan 23 til orðin. Þar sem nú skreffjöldinn er lengd símtals deilt með skreflengdinni, þarf að lengja skrefin um 29,6% til þess að þeim fækki um 22,9%. Af því, sem að framan greinir, er ljóst, að tvær grundvallar- skekkjur eru í útreikningi þeirra símamanna á nauðsynlegri heild- arlengingu langlínuskrefa, ef skrefgjaldið yrði hækkað um 35%. Þar sem póst- og símamálastjóri og yfirverkfræðingurinn vilja ör- ugglega hafa það, sem réttara reynist, er hér vakin athygli á þessum skekkjum. Tvær leiðir til jöfn- unar símakostnaðar Talsmenn skrefatalningar í þéttbýli hafa haldið því fram, að Gísli Jónsson prófessor ári en í dreifbýli 2.400 skref. Umframskref á ársfjórðungi verða því eins og sýnt er í töflu 2. í töflu 3 er sýndur heildarsíma- kostnaður meðalnotanda á árs- fjórðungi skv. núgildandi gjald- skrá miðað við núverandi fyrir- komulag, leið 1, þ.e. hækkun skrefgjalds og leið 2, þ.e. skref- talningu innanbæjarsímtala. Breyting síma- kostnaðar Vestmannaeyinga Með leið 1 er hugsað, að öll langlínusímtöl lækki hlutfallslega jafn mikið, enda hafa ekki verið færð nein rök fyrir því, að hækka þurfi taxtana mismikið. Núver- andi tillögur póst- og símamála- stjóra eru hins vegar þær, að Skrefatalning óþörf hækkun símakostnaðar meðainot- anda á Reykjavíkursvæðinu og 9,4% lækkun símakostnaðar með- alnotanda utan Reykjavíkur. Er þetta nákvæmlega sama breyting og fengist með skrefatalningu bæjarsímtala, ef sú ágiskun Pósts og síma stæðist, að skrefatalning gefi 35% aukningu á umfram- skrefum vegna bæjarsímtala. Fyrirhuguð breyting á milli langlínugjaldflokka innbyrðis veldur hins vegar því, að síma- kostnaður meðalnotanda í Vest- mannaeyjum hækkar um 4,0%, sem vart getur talist jöfnun síma- kostnaðar. Rangur útreikning- ur símamanna í greín sinni segja póst- og símamálastjóri og yfirverkfræð- ingurinn, að með hækkun skref- gjaldsins um 35% þurfi „heildar- lenging langlínuskrefanna" að verða 35 + 23 = 58%. Þetta er rangt. Ef fyrst á að lengja skrefin um 35% til að vega upp á móti 35% skrefgjaldshækkun og síðan um 23% til lækkunar á verði langlínusímtaia, verður heildar- lengingin 66,1% (núverandi skref- lengd margfaldast með 1,35x1,23 = 1,661). Þar til viðbótar skal vakin athygli á því, að talan 23% á að vera 29,6% og heildarlengingin því 75,0%. Skal þetta nú nánar skýrt. Allar áætlanir Pósts og síma um jöfnun símakostnaðar með skrefatalningu bæjarsímtala eru byggðar á skiptingu umfram- skrefa 1979 milli höfuðborgar- svæðisins og dreifbýlisins annars vegar og milli bæjarsímtala og langlínusímtala hins vegar, sem sýnd er í töflu 1. A höfuðborgarsvæðinu er áætl- að, að 60% umframskrefa sé vegna innanbæjarsímtala og 40% vegna langlínusímtala. í dreifbýli eru þessar tölur áætlaðar 22% og 78%. Áætlunin er sögð byggð á mælingum. Nú er áætlað, að skrefatalning innanbæjarsímtala auki um- framskref vegna bæjarsímtala um 35%. Ef halda á heildarfjölda umframskrefa og þar með heild- artekjum Pósts og síma óbreytt- um, má fækka skrefum vegna langlínusímtala um 22,9% eða ca. Póstur og sími viðurkennir að jafna má síma- kostnað með hækkun skrefagjalds — Kaup- in á dýrum skrefatalningarbúnaði voru því óþörf hún sé nauðsynleg til að jafna símakostnað milli dreifbýlis og þéttbýlis. Andstæðingar skrefa- talningar hafa hins vegar ávallt bent á, að ná megi sama jöfnuði með breytingu á gjaldskránni. Því hefur ávallt verið andmælt og er þar skemmst að minnast svars samgönguráðherra í Morgunblað- inu þann 21. júní sl. við fyrirspurn Jóns Ögmundar Þormóðssonar, lögfræðings, um það, hve mikið þyrfti að hækka umframskrefin til að ná sama jöfnuði. Með skrifum sínum þann 24. og 25. ágúst sl. viðurkenna þeir póst- og símamálastjóri og yfirverk- fræðingur Pósts og síma loksins, að ná má sama jöfnuði með hækkun skrefgjalds. Þar með er fengin óbein viðurkenning Pósts og síma á, að spara hefði mátt kaupin á skrefatalningarbúnaðin- um og nota það fé, sem í hann hefur verið varið, til enn meiri lækkunar á verði langlínusímtala. Þær tvær leiðir, sem nú liggja fyrir til jöfnunar símakostnaði eru þá eftirfarandi: Leið 1. 35% hækkun skrefgjalds og 35% lenging langlínuskrefa til að vega upp á móti skrefgjalds- hækkuninni. Auk þess 33,3% leng- ing langlínuskrefa til lækkunar á verði langlínusímtala. Heildar- lenging langlínuskrefa verður þá 80,0%. Leið 2. Skrefatalning bæjar- símtala. Áætluð fjölgun skrefa vegna bæjarsímtala er 35%. Með- allenging langlínuskrefa er fyrir- huguð 33,3%. Vakin er athygli á því, að í báðum tilvikum er gert ráð fyrir 33,3% lengingu langlínuskrefa, sem jafngildir 25% fækkun lang- línuskrefa en ekki 22,9% , _sem reiknað var út hér að framan. Er það gert til samræmis við núver- andi tillögur Pósts og síma, sem gera ráð fyrir heldur meiri fækk- un langlínuskrefa en sem nemur fjölgun bæjarskrefa. Ástæðan mun vera sú, að lengd langlínu- skrefa þarf að standa á heilum sekúndum, auk þess sem áætlunin um 35% aukningu bæjarskrefa er hrein ágiskun. Breyting símakostn- aðar meðalsímnot- anda Samkvæmt síðustu ársskýrslu Pósts og síma, sem er fyrir árið 1979, er meðalnotkun símnotenda á höfuðborgarsvæðinu 3.756 skref á ári og í dreifbýlinu 9.112 skref á ári. Á höfuðborgarsvæðinu eru innifalin í fastagjaldi 1.200 skref á lækka aðeins gjaldflokka 2 og 4 og mismikið en lækka ekkert gjald- flokka 1 og 3. Gjaidflokkur 3 gildir m.a. fyrir símtöl milli Vestmanna- eyja og Reykjavíkur, þar sem meginhluti langlínuumferðar Vestmannaeyinga liggur. Meðalsímnotandi í Vestmanna- eyjum notaði 7.934 skref árið 1979 eða að jafnaði 1.384 umframskref á ársfjórðungi. Áætlað er, að 5% langlínuskrefa Vestmannaeyinga falli í gjaldflokk 2, 90% í gjald- flokk 3 og 5% í gjaldflokk 4. Áætlun þessi er byggð á upplýs- ingum frá símstöðvarstjóranum í Vestmannaeyjum. Heildarsíma- kostnaður meðalnotanda í Vest- mannaeyjum verður þá eins og sýnt er í töflu 4. Af þeim niðurstöðum, sem fram koma í töflu 4 er ljóst, að ekki verður um jöfnun símakostnaðar að ræða með þeim aðgerðum, þ.e. leið 2, sem fyrirhugaðar eru. Þessi niðurstaða rennir stoðum undir þann grun margra, að jöfnun símakostnaðar sé yfirskyn, sem notað er til að koma á skrefataln- ingu í þéttbýli, sem síðan má nota til tekjuaukningar án þess að mikið beri á. Niðurlag Því hefur stundum verið haldið fram, að með skrefatalningu bæj- Það er rétt athuga- semd. að til að ná sama árangri í jöfnun síma- gjalda og áætlað er að náist með skrefataln- ingu bæjarsímtala, þarf að hækka skrefagjaldið um 35%, sem mundi valda 6,5% hækkun símakostnaðar meðal- notanda á Reykjavík- ursvæðinu og 9,4% lækkun símakostnaðar meðalnotanda utan Reykjavíkur. Er þetta nákvæmlega sama breyting og fengist með skrefatalningu bæjar- símtala, ef sú ágiskun Pósts og síma stæðist, að skrefatalning gefi 35% aukningu á um- framskrefum vegna bæjarsímtala. Fyrir- huguð breyting á milli langlínugjaldflokka innbyrðis veldur hins vegar því, að símakostn- aður meðalnotanda í Vestmannaeyjum hækk- ar um 4,0%, sem vart getur talist jöfnun símakostnaðar. arsímtala megi ná tekjum til niðurgreiðslu á langlínusímtölum, án þess að það hafi áhrif á framfærsluvísitöluna. í viðtölum undirritaðs við þingmenn hefur komið fram, að sumir þeirra telja þetta vera rétt. Staðreyndin er hins vegar sú, að það breytir engu gagnvart áhrifum á vísitöluna, hvort jöfnun símakostnaðar verði gerð með skrefatalningu bæjar- símtala eða hækkun skrefgjalds. Þetta hefur undirritaður kynnt sér hjá Hagstofu íslands. Kunni einhverjir þingmenn að vera enn- þá í þeirri trú, að hækkun síma- kostnaðar á höfuðborgarsvæðinu komi ekki til með að hækka framfærsluvísitöluna, þá væri full ástæða til að kynna sér málið hjá Hagstofu íslands. Með vísun til framanritaðs er ítrekað það sjónarmið, að full ástæða er til að leyfa símnotend- um að velja um það, hvora leiðina þeir vilja heldur fara til jöfnunar símakostnaðar. TAFLA 1 Bæjarsimtöl Langlínusímtöl Alls Hófuðborgarsv. 19,7 13,2 32,9 Dreifbýli 8.5 30.0 38.5 Samtals 28.2 43,2 71.4 Miiljónir umframskrefa á ársfjórðungi m.v. notkun 1979. TAFLA3 Höfuðborgarsvæðið Dreifbýli Kr./ársfj. Breyting, % Kr./ársfj. Breyting, % Núverandi 541,70 0 1.067,80 0 Leið 1 577,00 +6.5 967,30 -9.4 Leið 2 577,10 +6.5 967,50 -9,4 Heildarsímakostnaður meðalnotanda m.v. notkun 1979. TAFLA2 Ilöfuðborgarsvæði Dreifhýli 639 skref/ársfjórðung 1678 skref/ársfjórðung Umframskref meðalnotanda 1979. TAFLA4 Kr./ársfj. Brcyting. Núverandi 918,90 0 Leið 1 836,10 -9.0 Leið 2 955,90 +4,0 Ileildarsímakostnaður meðalnotanda í Vestmannaeyjum, m.v. notkun 1979. Einkumiagjöfm hans Jörgensens haupmannahofn. AI\ Valery Giscard d'Estaing mat fágaða framkomu framar öllu oðru: Harold Wilson er slóttug- ur. pípureykjandi refur; Helrn- ut Sehmidt er ekki eins harður í horn að taka og ætla madti en Margaret Thatcher er hreint ekki svo lítill ároðursmaður. Þessar einkunnir gefur Anker Jörgensen, forsætisráðherra Dana, nokkrum fyrrverandi og núverandi þjóðarleiðtogum í Evrópu, sem hann hefur kynnst á ótalmorgum leiðtogafundum Efnahagsbandalagsríkjanna. Jörgensen hefur gert dálitla út- tekt á kynnum sínum við ýmsa evrópska ráðamenn og fyrir skemmstu birtust þau skrif í „Ny Politik", pólitísku tímariti, sem danski jafnaðarmanna- flokkurinn gefur út. I samantekt Jörgensens kem- ur t.d. fram um hvað þjóðarleið- togarnir ræða þegar formlegum fundum lýkur og þeir geta slapp- að af yfir kaffibolla. Málefnin eru þessi, eftir því.sem Jörgen- sen segir: Bandaríkin, Sovétríkin og Kína. Eins og fyrr segir gefur Jörg- ensen leiðtogunum einkunnir, sem allar eru fremur vinsamleg- ar í sjálfu sér, en líklega er hann hvað skorinorðastur þegar hann segir álit sitt á Margaret Thatcher. „Allir breskir ráðamenn, sem ég hef kynnst á Ieiðtogafundun- um,“ segir Jörgensen, „eiga það sameiginlegt, að þeim finnst þeir hafa verið hlunnfarnir. Marg- Anker Margaret Jörgensen Thatcher aret Thatcher tekur þó öllum fyrirrennurum sínum fram í því efni. Hún er mikill áróðursmað- ur og er ekkert með neinar málalengingar heldur segir hreint út: „Þetta eru mínir peningar, þetta er minn fiskur." Hún tekur kannski djúpt í árinni en hún flytur sitt mál mjög kænlega." Jörgensen segir, að ýmsum leiðtogum Efnahagsbandalags- ríkjanna gangi erfiðlega að skilja þann hugsunarhátt, sem einkennandi sé fyrir Norður- landabúa, og að mikið bil sé á milli norrænna jafnaðarmanna og íhaldsmanna annars staðar í Evrópu. „Miklu meira en á milli jafnaðarmanna og hægrimanna á Norðurlöndum," segir Anker Jörgensen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.