Morgunblaðið - 04.09.1981, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.09.1981, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1981 Enska fyrir börn Beina aöferöin. Börnum er kennd enska á ENSKU. íslenzka er ekki töluð í tímum. LEIKIR — MYNDIR — BÆKUR. Skemmtilegt nám. MÍMIR, Brautarholt 4, 5 Sími 10004 og 11109 (kl. 1—5 e.h.) Blaðburðarfólk óskasf VESTURBÆR Tjarnargata 3—40 Tjarnargata 39 og uppúr AUSTURBÆR Snorrabraut, Freyjugata 28—49 Miöbær Háahlíö Hringiö í síma^ 35408 5 fœttur vélritunarstóll á hjólum Sérstaklega stööugur og lipur vélritunarstóll með stillanlegu baki. Auðvelt er að festa arma á stólinn. Setuhæð erfrá 42-57cm. SKRIFSTOFUVtLAR h.f. Hvortisgotu 33 Sim, 20560 M (.I.VSIM.ASIMINN KR: 22480 jrt#rj5iinbtnÖit> ÁRBÆJAR- MARKADURINN __ Rofabæ 39 sími 71200_ Verslunin sem býður vöruúrvalið. NAUTA- ^ . HAKK ^S^auta tfnllas NÓATÚN Nóatúni 17 s.17260 -17261 Umdeilda svæðið. lleila linan: bKilnínjrur Norðmanna. Brotna línan: Skilninjrur Dana. Óttast loðnustríð milli Dana og íslendinga „DEILUR Norðmanna og Dana um skiptingú hafsins í kringum Jan Mayen munu bráðlega þróast yfir í fiskistríð milli Danmerkur og íslands." segir í íorsíðufrétt danska blaðsins Berlingske Tidende á þriðjudag. „t»að er fjöldi starfsmanna fiskiðnaði' -ins sannfærður um.“ BÍaðið segir ennfremur: „Eftir rúma viku mun stór hluti loðn- unnar verða kominn yfir á danska svæðið þar sem íslenskir nótabát- ar mega ekki veiða. Um 100 íslenskir togarar eru gerðir út á loðnuveiðar en stór hluti þeirra verður nú að sitja heima og þola mikið tap af. Island hefur á síðustu árum veitt milii 50 og 70% af heildar- afla sínum á þessu svæði. Danir fengu yfirráð yfir því í fyrra og íslendingar missa því mikilvæga tekjulind í ár ef þeir virða 200 sjómílna fiskveiðilögsögu Dana. Island hefur neitað að ræða við Efnahagsbandalagið um loðnu- kvóta og hefur meinað dönskum togurum aðgang að íslenskum höfnum. Veiðar íslendinga á danska svæðinu verða þar af leiðandi ólöglegar. Heimildir Berlingske herma að íslenskum skipherrum þyki sjálfsagt að halda til veiða á danska svæðinu þrátt fyrir það. Það getur því hæglega komið til átaka líkt og í þorskastríðinu fyrir nokkrum árum, þótt Dan- mörk hafi sent varðskip og flug- vélar til að fylgjast með dönsku lögsögunni. Danska utanríkis- ráðuneytið sagði á mánudag að það byggist við að íslendingar virtu 200 sjómílna svæðið út af Grænlandi." Jens Evensen, sendiherra, mun sjá um viðræður danskra og norskra embættismanna um loðnudeilurnar við Jan Mayen fyrir Noregs hönd samkvæmt fréttum fréttaritara Mbl. í Osló. Hann segir að ákvörðun Dana að leggja svo mikla áherslu á 200 mílna fiskveiðilögsögu út frá Austur-Grænlandi eigi eftir að hafa mikil áhrif á afstöðu Norð- manna í málinu. „Einlægni vestrænna leiðtoga treystandi“ - segir í bréfi Jörgensens til Brezhnevs brndon. 2. soptembcr. AI\ ANKER Jorgensen, forsætisráð- herra Dana. hefur skrifað Lconid Brezhnev bréf og bent honum á, að viðræður austurs og vesturs séu þýðingarlausar nema Kremlverjar hætti að draga ein- la*gni leiðtoga á Vcsturlöndum í efa. „bað er ósanngjarnt að draga einlægni vestrænna leið- toga í efa aöeins vegna þess að þeir hafa bent á vopnauppbygg- ingu Sovétríkjanna sem hclstu ástæðu aukinnar spennu i al- þjoðamalum.” sagði i bréfi Jörg- ensens. Caspar Weinberger, varnar- málaráðherra Bandaríkjanna, sagði á þriðjudag, að hann hefði „ekki hugmynd um“ hvort Sovét- menn hygðust ráðast inn í Pól- land. Hann sagði, að heræfingar Sovétmanna á landamærum Pól- lands bentu ekki til þess, að innrás væri á næstu grösum. Weinberger varði ákvörðun Bandaríkjanna að beita neitun- arvaldi sínu í Öryggisráði Samein- uðu þjóðanna gegn tillögu um að fordæma S-Afríku fyrir innrásina í Angólu í viðtali við breska útvarpið, BBC. Hann sagði, að álit bandalagsþjóða Bandaríkjanna á umdeildum málum eins og nift- eindasprengjunni skiptu Banda- ríkjamenn miklu máli. Weinberg- er sagði, að Bandaríkjamenn hefðu fullan hug á að hefja samningaviðræður við Sovétmenn um takmörkun kjarnorkuvopna í heiminum. New Yörk Times hafði eftir háttsettum embættismönnum í dag, að stjórn Reagans forseta hefði tilkynnt Sovétmönnum, að þeir yrðu að fallast á eftirlit með vopnabúnaði, ef nýjar umræður um vopnatakmarkanir eiga að geta hafist. Stjórnin bíður enn svars. Sovétmenn hafa ávallt sagt, að eftirlit með vopnabúnaði þeirra myndi jafnast á við afskipti af innanríkismálum og vera afsökun fyrir njósnastarfi. Flugslys í Kólombíu Itoicota. Kólomhiu. 3. srpt. AP. FLUGVÉL í leiguflugi fórst í gær í Kólombíu og létust 20 af 22 sem voru með vélinni. Þeir sem komust af eru alvarlega slasaðir. Vélin fórst í Paipa austur af Bogota. Skömmu eftir flugtak varð bilun í vélinni og reyndi flugstjórinn að lenda vélinni aftur, en tókst ekki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.