Morgunblaðið - 04.09.1981, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 04.09.1981, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1981 25 Kirk Douglas og synirnir þrír + Kirk Douglas, sem orðinn er 65 ára gam- all, er stoltur af son- um sínum þremur, þeim Michael, Eric og Peter. Michael er þó sá af sonunum, sem lengst hefur komist, en hann er þekktur fyrir þátt sinn í kvik- myndinni The China Syndrome auk þess sem hann hefur leikið í mörgum öðrum kvikmyndum. Hrædd um að systirin láti glepjast + Sagt er aö Karólína af Món- akó, sé svolítið hrædd um að hin 16 ára gamla systir hennar Stefanía, sem þykir alveg bráö- falleg, lendi í svipaðri óham- ingju og hún, það er að segja að hún láti glepjast af fagurgala óprúttinna glaumgosa. Stefanía er sögö vera komin á kaf í hið Ijúfa líf þrátt fyrir ungan aldur. Twiggy í My Fair Lady + Það muna allir eftir „mjónunni“ Twiggy og tískunni sem fylgdi í kjölfar gífurlegra vinsælda hennar sem fyrir- sætu. Undanfarin ár hefur Twiggy leikið í kvikmyndum. Um þessar mundir er breska sjónvarpið að kvikmynda „My Fair Lady“ og fer Twiggy með hlutverk blómasölustúlkunnar og Ftobert Powell er í hlutverki prófessors Higgins. Það góða við að hafa Twiggy í þessu hlutverki, að sögn talsmanns breska sjónvarpsins, er að Twiggy þarf ekki að læra cockney-mállýskuna, því hún lærði þá mállýsku í uppvextinum. Dóttir milljónamær- ingsins von Opel náðuð + Marie-Christine von Opel, sem var gripin á heimili sínu í St. Tropez er hún var að selja fíkniefni, hefur nú verið náöuö af Francois Mitterrand forseta Frakklands. Þessi 29 ára dóttir milljónamæringsins von Opel er búin að sitja í fangelsi í fjögur ár, en hún hlaut upphafloga 7 ára fangelsisdóm. Einn besti vinur Marie Christine, eða „Putzi" eins og hún er kölluö, er frændi hennar, Gunther Sachs. Líklegt þykir að hann og eiginkona hans Mirja, eigi eftir aö reyna aö hjálpa „Putzi" þegar hún hefur nýtt líf fyrir utan fangelsisveggina. Junot búinn að ná sér í nýja + Nú er Philip Junot, hinn 41 árs gamli fyrrverandi eigin- maður Karólínu prinsessu af Monakó, búinn að ná sér í nýja vinkonu enn einu sinni. Að þessu sinni er það hin fallega Marisa Berenson sem er sögð drottning hins alþjóðlega glaumlífs. Marisa Berenson er þekkt fyrirsæta auk þess sem hún hefur farið með minnihátt- ar hlutverk í nokkrum kvik- myndum. Hér sjást hjúin vera að skemmta sér á nætur- klúbbnum Apocalypse, sem er á Champs Elysées í París. MeatLoaf kominn Alþjóðlegur útgáfudagur nýju Meat Loaf-plötunnar er í dag, föstudaginn 4. september. Það eru komin 4 ár síðan Meat Loaf gaf út plötuna Bat Out of Hell, en sú plata er söluhæsta erlenda platan hér á landi til þessa. Dead Ringer, nýja Meat Loaf-platan, er komin í verslanir okkar. Heildsöludreifíng lUÍAorhf Símar 85742 og 85055. huOmdeild m\KARNABÆR 66 — Glsstb* — Ausftirsifanr. r SWm frá skioitborðt 85055

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.