Morgunblaðið - 04.09.1981, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 04.09.1981, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1981 3 Tveir í gæslu vegna fíkni- efnamáls TUTTUGU ok þrÍKKja ára Kamall maður var í gær úrskurðaður í 14 daga gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að fíkniefnamáli, en nú situr annar maður i gæslu vegna sama máls. Sá var handtekinn á Keflavík- urflugvelli þann 25. ágúst síðast- liðinn, með 200 grömm af fíkniefn- um í fórum sínum. Hann var þá úrskurðaður í 6 daga gæsluvarð- hald og rann það út á miðvikudag, en hann var síðan úrskurðaður á ný í 8 daga varðhald í gær. Samkvæmt upplýsingum fíkni- efnadeildar lögreglunnar er talið að mál þetta sé nokkuð umfangs- mikið. Breytingar á Borgartúni 1: Kostnaðaráætlim 13-faldast Embættismenn villtu um fyrir borgarfulltrúum, segir Davíð Oddsson VIÐ UMRÆÐUR í borgar- stjórn í gærkveldi gagnrýndu Davíð Oddsson og Albert Guð- mundsson borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, harð- lega þá samþykkt borgarráðs um tæplega 650 þúsund króna aukafjárveitingu borgarsjóðs, vegna lagfæringa á húsnæði að Borgartúni 1, vegna flutn- ings Borgarskipulags þang- að. Meirihluti borgarstjórnar staðfesti fjárveitinguna við atkvæðagreiðslu í gærkveldi, gegn atkvæðum sjálfstæð- ismanna. Davíð Oddsson sagði að á sínum tíma hefðu embættis- menn gagngert villt um fyrir borgarfulltrúum með því að fullyrða, er á þá var gengið, að 5 milljónir gkr. myndu nægja til breytinganna, en þegar kostnaðaráætlun hefði verið gerð nokkrum mánuðum seinna, hefði upphæðin 13- faldast. „Það var beinlínis log- ið að opinberum fulltrúum og þeir fengnir til að taka rangar ákvarðanir. Ég tel engan vafa á því, að ef réttar upplýsingar hefðu legið fyrir, hefði sú ákvörðun ekki verið tekin.að flyja Borgarskipulag í Borg-> artún,“ sagði Davíð. Kvað hann þessi vinnubrögð ámæl- isverð og taldi að viðkomandi embættismaður ætti í það minnsta að fá áminningu. Al- bert tók undir orð Davíðs og lýsti því yfir að breytingarnar og flutningur Borgarskipulags, bæru vott um bruðl og sóun og litla stjórnkænsku. Kvað hann það furðulegt að kostnaðar- áætlun 13-faldaðistá nokkrum mánuðum, á meðan sagt væri að á sama tíma hefði verð- bólguhraðinn minnkað. Sigur- jón Pétursson forseti borgar- stjórnar játaði að hann hefði ekki búist við því að endanleg kostnaðaráætlun myndi hækka jafn gífurlega frá því að upphafleg fjárveiting til breytinganna var samþykkt. Hvernig vœri að bregða undir sig betri fœtin- um og heimsœkja sólina á Miami? Flugleiðir íara 7 sérstakar sólskinsferðir til Florida á nœstu þremur mánuðum. Brottfarardagar eru: 18. og 27. september, 18. og 31. október, 14. og 31. nóvember og svo sórstök jólaskólskinsíerð 19. desember. Allar íerðimar eru 3ja vikna langar, en þú hefur möguleika á að stytta þœr eða lengja. Verðið er 8.298 krónur miðað við þriggja manna herbergi á Chateau. Gist verður á úrvals hótelum á ameríska vísu, - hótelum eins og Chateau, Konover, Konover Flamingo og Sheraton Bal Harbour. Maturinn er stórfínn, drykkjarvatnið er gott og tungumálið skilja ílestir. Auðvitað verður svo íslenskur fararstjóri á staðnum. Má bjóða þér meira? Á heimleiðinni er boðið upp á nokkurs konar ábót. Helgardvöl í alheimsborginni New York (þessari sem allir segjast elska!). Þú þarft engar áhyggjur að hafa, og allra síst aí því hvemig þú átt að eyða tímanum. Hann bók- staílega hleypur frá þér. Þú kemur heim í sólskinsskapi! FLUGLEIDIR Traust fólkhjá góóu félagi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.