Morgunblaðið - 04.09.1981, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 04.09.1981, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1981 29 Klofningurinn í Sjálf- stæðisflokknum? Kæri Velvakandi! 3066—5635 skrifar: Skoðanakönnun Dagblaðsins í sumar sýndi að Gunnar Thor- oddsen nýtur meira fylgis hins almenna kjósanda Sjálfstæðis- flokksins en Geir Hallgrímsson. I blóra við þessa skoðun virðast öflin í Heimdalli og SUS, vafa- laust sömu menn í báðum hreyf- ingum, samt ota Geir sem vænt- anlegum formanni flokksins. Þetta líkist einræði Brésnefs í Rússlandi, sem ekki hefur fylgi almennings en hefur fylgi í ýmsum ráðum og nefndum flokksins ef svo má kalla. Ég vil benda á að Gunnar Thoroddsen hefur margt tekist mjög vel nú í stjórn landsmála, m.a. í því að samþykkja ekki allar kröfur ríkisfyrirtækja um gjaldskrár- hækkanir. Og einnig spyrnir hann við fótum í sífelldu væli frystihúsa um rekstrarstyrki úr ríkissjóði. Þetta sýnir að Gunn- ar er hinn sterki maður í fjármálum þjóðarinnar í dag. Geir hefði vafalaust samþykkt allar þessar hækkanir og væl frystihúsa um rekstrarstyrki líka. Launþegar eru alltaf undir í rimmunni um fjármagn þegar A 1 ' | • »4 Þessir hringdu Hefði átt að halda áfram að reisa góðar biðstöðvar Eldri kona hringdi og vildi taka undir þá umræði sem verið hefur í dálkum Velvakanda um strætisvagnabiðskýli að undan- förnu. „Ég er aíveg sammála þeim sem um þetta mál hafa fjallað,“ sagði hún. „Ég hef ekki bíl lengur því ellilífeyrinn dugar ekki til að reka slíkt farartæki og verð ég því að ferðast allra minna ferða með strætó. Ég get ekki annað sagt en illa sé búið að þeim sem ferðast með strætis- vögnum og er það sérstaklega slæmt í kuldum á veturna. Mér þótti samt mikil bót að því þegar strætisvagnabiðstöðin við Hlemmtorg komst upp því þar skipti ég um vagn og þar er gott að bíða þegar kalt er. Svo er aðstaðan á Lækjartorgi sjálfsagt góð líka þó ég komi eiginlega aldréi þár.' Mér finnst að það hefði átt að halda áfram að reisa svona stöðvar fyrir okkur sem ferðumst með strætisvögnunum. Það má auðvitað segja að við borgum ekki mikið fyrir okkur og þess vegna verði strætisvagnafarþeg- ar bara að bíða úti á víðavangi eða í þessum kuldalegu járnskýl- um. Þó þetta sé réttmætt svo langt sem það nær finnst mér að núverandi borgarstjórn hefði átt að halda áfram að byggja vönduð skýli því peningarnir sem í það fara nýtast svo mörgum. Ég hef líka oft veri að hugsa að það gæti verið hagkvæmara í heild af fleiri ferðuðust með strætó því þá eyddist minna bensín. Þannig gæti það borgað sig að gera meira fyrir okkur sem ferðumst með strætisvögnum." Geir ræður — einu úrræði Geirs eru lækkun launa til að bjarga þjóðarskútunni. Gunnar hefur til að bera stjórnkænsku en Geir ekki. Og mitt val er því Gunnar Thoroddsen en ekki Geir. G.I.G. „Fann það rétta í Herrahúsinu“ Þannig er mál með vexti að ég var farinn að verða tilfinnanlega var við fataskort og einkum þegar ég ætlaði að bregða fyrir mig betri fætinum og fara út að skemrrita mér, náði þessi ónotakennd hámarki. Þegar hvert föstudags- og laugardags- kvöldið á fætur öðru lagðist á eitt um að gera áætlaðar gleðistundir helgarinnar að engu, sá ég að ég mátti ekki lengur láta undir höfuð leggjast áform um fatakaup — þau var ég búinn að leggja fyrir „nefnd“ fyrir löngu en hvað tefst ekki í nefndum. Eg brá mér sem sagt í bæinn til að kaupa föt. Fötin fann ég eftir eðlilega leit, ef taka má svo til orða. Úrval í verzlununum virtist mikið svo að segja undantekningarlaust. Gæði klæðanna að sjá viðunandi — þannig að smekkur einn réð — að vísu fór eins og oft áður að ég fann þaö rétta í Herrahúsinu, Aðalstræti. Tilgangur þessa sögustúfs hér á undan er að vera gamansamur og sannur inngangur meginefnis grein- ar þessarar. Astæðan til þess að ég skrifa er að mig langar til að þakka starfsmönnum Herrahússins mjög góð viðskipti. Sú þjónusta sem þið veitið er svo sannarlega þess virði að á hana sé minnst á prenti. Góðir borgarar. Ef ykkur finnst stuðningur í því að vita af stað sem hefur verið lofaður í viðskiptum, þá á þetta greinarkorn erindi til neyt- enda. Það er ekki síst minn/þinn hagur að verzlanir, sem eru á réttri leið og á ég þar ekki bara við Herrahúsið, haldi velli — því í slíkum verzlunum geri ég/þú mín/ þín framtíðarkaup fyrst og fremst. Jakoh P. Jóhannsson SIG6A V/öGA g Lifandi vera Hver er hin lifandi vera? Hvaö er lifandi vera? Hvers vegna er veran lifandi? Fyrirlestur veröur um hina lifandi veru í Norræna húsinu í kvöld kl. 20.30. Fyrirlesari er Finnbjörn Finnbjörnsson. Heimsmynd Martinusar. Okkar Skráð verö verð Ávaxtasalat 100 gr. 6,00 Síldarsalat 100 gr. 5,30 Rækjusalat 100 gr. 6,50 ítalskt salat 100 gr. 6,50 ítalskt salat 100 gr. 3,40 Lauksalat 100 gr. 3,40 Skinkusalat 100 gr. 6,80 Hrásalat kr. per kg. 3,20 Ódýra kindahakkið 29,90 41,40 Svínahakk 49,00 73,50 Nautahakk 55,50 81,35 Lambahakk 39,00 57,50 Saltkjötshakk 39,00 57,50 Úrvals saltkjöt 39,50 Nýreykt hangikjötslæri - 59,40 Úrbeinuö hangikjötslæri 88,00 109,15 Úrvals hangikjötsframpartar 36,40 77,70 Úrbeinaöir hangikjötsframpartar 69,00 77,70 Frosin ýsuflök (sérvalin) kr. kg. 25,00 Nautagrillsteikur 39,50 51,50 Nauta Roast Beef 97,50 122,40 Nautaschnitzel 107,50 155,55 Nautagullasch 88,50 119,65 Nautainnanlæri 113,00 155,55 Nautahamborgari 4,70 7,00 T-Bonesteik 64,00 84,10 Nýr frosinn lax 80,00 (ath.: góöur smálax, sneiddur) 65,80 Ódýra lambalifrin (Ath.: þetta er á hálfviröi.) 18,50 37,15 Svínaschnitzel, þaö bezta 89,00 121,00 Svínakótelettur 107,50 134,75 Sfmi 86511. Góður matur — Gott verð EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐENU éuvtyv sevi v/Q/ fyóvovi omA vmi SKKí

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.