Morgunblaðið - 04.09.1981, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.09.1981, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1981 Bjarni Aðalgeirsson setar FjórAungsþing Norðlendinga. f Fjórðungsþing Norðlendinga sett á Húsavík TUTTUGASTA ok þriðja fjórð- unKsþinK Norólondinna var sott á Húsavík i dag. Bjarni Aðal- Kcirsson. formaður Fjórðun«s- samhandsins. setti þinKÍð ok framkvæmdastjóri sambandsins fiutti skýrslu ok la«ði fram ársreikninua síðasta árs ok fjár- hagsáætlun fyrir það næsta. Katrín Eymundsdóttir var kjör- in þinKforseti. Þá voru fluttar tillöKur fjórð- ungsráðs og fjórðungsstjórnar sem fjölluðu meðal annars um iðnþróunar- og orkumál, sam- göngur og félags- og menning- armál. Þá ávörpuðu gestir þingið. Á föstudag verður þingstörfum haldið áfram og þá rætt um orku- og iðnþróunarmái. Formaður Sambands íslenskra sveitarfé- laga, Magnús E. Guðjónsson, ávarpar þingið og síðan verður þingstörfum áfram haldið. Bjarni Aðalgeirsson, formaður fjórðungssambandsins og Katrín Eymundsdóttir, þingforscti. Sölustaðir: • Bílanaust Síðumúla 7—9 R • Citroén viðgerðir Súðarvogi 54 R • Vélsmiðjan Þór Isafirði • Höldur s.f. Fjölnisgötu 1 Akureyri • Vélaverkstæðið Foss Húsavík örugg gangsetning minni innsogsnotkun betri gangur vélar aukinn kraftur mun minni bensín- eyðsla (þú vinnur upp verðið á skömm- um tíma) ending á kertum, platínum, startara og rafgeymi eykst til muna Islenskur bæklingur a solustöðum Símí 91 77344 Bensínsparnaðurinn einn er jafnvel næg ástæða til að kaupa SPARKRITE SX2000 í bílinn SPARAÐU OG NOTAÐU SPARKRITE n skiptirofi (þjófavöm) 2ja ára ábyrgð hentar í aila bíla (4—8 strokka) mjög auðveld ísetn- ing Viðfangsefni Leikfélags Reykjavíkur 1981-82: Leikritið JÓI eftir Kjartan frumsýnt 12. sept. LEIKFÉLAG Reykjavíkur byrjar nýtt lcikár laugardaginn 12. sept- ember nk. með frumsýningu nýs leikverks. „Jóa“ eftir Kjartan Itagnarsson. í lcikritinu er fjallað um mál sem er i brennidepli á ári fatlaðra. andlega fatlaðan pilt og fjölskyldu hans — en þó ekki síður um hjónahandið og samhúð ungs fólks á timum jafnréttis- og kven- frelsis. Kjartan er sjálfur leikstjóri. aðstoðarleikstjóri cr Ásdís Skúla- dóttir og lcikmynd gerir Steinþór Sigurðsson. Með hclztu hlutverk fara Ilanna María Karlsdóttir, Sig- urður Karlsson og Jóhann Sigurð- arson. Á blaðamannafundi sem Leikfélag Reykjavíkur efndi til kom fram að fjögur önnur leikverk sem ekki hafa verið sýnd hérlendis áður verða tekin til sýninga á ieikárinu sem í hönd fer. Eru það Ymja álmviðir eftir E. O’Neill er frumsýnt verður í lok október, Salka Valka eftir Hall- dór Laxnes er frumsýnt verður fyrri hluta janúar á 85 ára afmæli Leikfélagsins. Hassið hennar mömmu eftir Dario Fo verður frum- sýnt í fyrri hluta marz og loks nýtt írskt leikrit, en ekki er fullráðið hvaða leikverk verður valið, en það verður frumsýnt í lok apríl eða byrjun maí. Þá mun Leikfélagið halda áfram sýningum 4 verka frá fyrra leikári. Leikritið Rommy eftir D. Coburn, scm sýningar hófust á 1979 og farið var með út um land í sumar, er þar á meðal. Það hefur nú verið leikið rúml. 100 sinnum en í aðalhlutverk- um eru Gísli Halldórsson og Sigríð- ur Hagalín. Ofvitinn eftir Þorberg Þórðarson í leikgerð Kjartans Ragnarssonar hef- ur nú verið sýndur um 160 sinnum og er þar með í flokki þeirra leikrita sem oftast hafa verið sýnd hjá Leikfélaginu. Minniháttar breyt- ingar verða gerðar á hlutverkaskip- an í vetur, — tekur Aðalsteinn Bergdal við hlutverki Haralds G. Haraldssonar og Sigrún Edda Björnsdóttir tekur við hlutverki „Elskunnar“ af Lilju Þórisdóttur á tímabili í haust. Þá verður haldið áfram að sýna „Barn í garðinum" eftir Sam Shep- ard sem frumsýnt var í vor. Revían Skornir skammtar eftir þá Jón Hjartarson og Þórarin Eldjárn verð- ur flutt í Austurbæjarbíói og verða miðnætursýningar á henni þar í vetur. Hafa höfundar gert nokkrar breytingar á verkinu í takt við tímann og samtíðina. Þá tekur Gísli Rúnar Jónsson við hlutverki Kjart- ans Ragnarssonar í revíunni. Sem áður segir mun Leikfélag Reykjavíkur flytja fimm ný verk á þessu leikári. Ymja álmviðir (Desire under the Elms) eftir Eugene O’Neill hefur af gagnrýnendum verið nefnt „áhrifamikið tilfinninga- og ástríðu- verk um frumhvatir mannsins". Son- ur og faðir elska sömu konuna með afdrifaríkum afleiðingum. Þýðandi er Árni Guðnason, Steinþór Sigurðs- son gerir leikmynd og búninga en leikstjóri er Hallmar Sigurðsson. Með helztu hlutverk fara Gísli Hall- dórsson, Ragnheiður Steindórsdóttir og Karl Ágúst Úlfsson. Salka Valka eftir Halldór Lax- ness, sem allir þekkja, verður í fyrsta sinn færð upp á leiksviði fyrri hluta janúar 1982 á 85 ára afmæli Leikfélagsins, í leikbúningi Stefáns Baldurssonar og Þorsteins Gunn- arssonar. Leikmynd og búninga ger- ir Þórunn S. Þorgrímsdóttir. Leik- stjóri verður Stefán Baldursson. Með stærstu hlutverk fara Guðrún Gísla- dóttir, Margrét Helga Jóhannsdótt- ir, Þorsteinn Gunnarsson, Jóhann Sigurðsson og Jón Sigurbjörnsson. Hassið hennar mömmu eftir Darío Fo, eitt nýjasta verk höfundar sem Leikfélagið kynnti á sínum tíma hér á landi með leikritinu „Þjófar, lík og falar konur", verður frumsýnt fyrri' hluta marz. Þar er fjallað á gaman- saman hátt um fíkniefnaneytendur. Þýðandi er Stefán Baldursson og leikstjóri Jón Sigurbjörnsson. Þá hyggst Leikfélagið halda áfram * með Flökkusýningar í Grunnskólum sem byrjað var á í fyrra. Að þessu sinni varð fyrir valinu spánskt leikrit, „Litli krítarhringurinn", eft- ir Alfonso Sastre. Þýðingu annaðist Þórarinn Eldjárn en leikstjóri er Þórunn Sigurðardóttir. Þegar er farið að selja aðgangs- kort hjá Leikfélagi Reykjavíkur og gilda þau á nýjar frumsýningar leikársins í Iðnó. Þá verður haldið áfram að sýna „Barn í garðinum" eftir Sam Shep- ard sem frumsýnt var í vor. Revían Skornir skammtar eftir þá Jón Hjartarson og Þórarin Eldjárn verð- ur flutt í Austurbæjarbíói og verða miðnætursýningar á henni þar i vetur. Hafa höfundar gert nokkrar breytingar á verkinu í takt við tímann og samtíðina. Þá tekur Gísli Rúnar Jónsson við hlutverki Kjart- ans Ragnarssonar í revíunni. Sem áður segir mun Leikfélag Reykjavíkur flytja fimm ný verk á þessu leikári. Ymja álmviðir (Desire under the Elms) eftir Eugene O’Neill hefur af gagnrýnendum verið nefnt „áhrifamikið tilfinninga- og ástríðu- verk um frumhvatir mannsins“. Son- ur og faðir elska sömu konuna með afdrifarikum afleiðingum. Þýðandi er Árni Guðnason, Steinþór Sigurðs- son gerir leikmynd og búninga en leikstjóri er Hallmar Sigurðsson. Með helztu hlutverk fara Gísli Hall- dórsson, Ragnheiður Steindórsdóttir og Karl Ágúst Úlfsson. Salka Valka eftir Halldór Lax- ness, sem allir þekkja, verður í fyrsta sinn færð upp á leiksviði fyrri hluta janúar 1982 á 85 ára afmæli Leikfélagsins, í leikbúningi Stefáns Baldurssonar og Þorsteins Gunn- arssonar. Leikmynd og búninga ger- ir Þórunn S. Þorgrímsdóttir. Leik- stjóri verður Stefán Baldursson. Með stærstu hlutverk fara Guðrún Gísla- dóttir, Margrét Helga Jóhannsdótt- ir, Þorsteinn Gunnarsson, Jóhann Sigurðsson og Jón Sigurbjörnsson. Hassið hennar mömmu eftir Darío Fo, eitt nýjasta verk höfundar sem Leikfélagið kynnti á sínum tíma hér á landi með leikritinu „Þjófar, lík og falar konur", verður frumsýnt fyrri hluta marz. Þar er fjallað á gaman- saman hátt um fíkniefnaneytendur. Þýðandi er Stefán Baldursson og leikstjóri Jón Sigurbjörnsson. Þá hyggst Leikfélagið halda áfram með FÍökkusýningar í Grunnskólum sem byrjað var á í fyrra. Að þessu sinni varð fyrir valinu spánskt leikrit, „Litli krítarhringurinn", eft- ir Alfonso Sastre. Þýðingu annaðist Þórarinn Eldjárn en leikstjóri er Þórunn Sigurðardóttir. Þegar er farið að selja aðgangs- kort hjá Leikfélagi Reykjavíkur og gilda þau á nýjar frumsýningar leikársins í Iðnó. Atriði úr „Jóa“ eftir Kjartan Ragnarsson sem Leikfélag Reykjavíkur frumsýnir 12. september nk. Jóhann Sigurðarson í hlutverki Jóa og Jón Hjartarson i hlutverki Súpermanns, brúðu sem Jói á.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.