Morgunblaðið - 04.09.1981, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 04.09.1981, Blaðsíða 13
Eggjakast í bíl Thatchers Ronírew. Skotlandi. 3. sopt. AP. Kjarnorkuandstæðingar kost- udu eggjum að bíl Mar«aret Thatcher. forsætisráðherra Breta, er hún kom i verksmiðju sem framleiðir búnað fyrir kjarnorkuver. Höfðu um eitt þúsund manns safnazt saman úti fyrir James Howden Ltd.-verksmiðjunni í Renfrew, sem er um það bil 5 mílur fyrir vestan Glasgow. Nokkur egg lentu á bílgluggun- um en þeir voru kyrfilega lokaðir og ekki varð merkt, að Thatcher sýndi nein geðbrigði. Thatcher sagði í ávarpi að enginn hefði látið lífið við störf í kjarnorkuverum. Hið sama væri því miður ekki hægt að segja um vinnslu kola og olíu. Hækkun á fargjöldum yfir Norður- Atlantshafið l/ondon. 3. soptombor. AP. FLUGFARGJÖLD milli Bret- lands og Bandaríkjanna munu hækka um 5—14% að meðaltali á næstunni. Pan American. TWA og Laker Airways munu hækka á föstudag en önnur flugfélög fljótlega þar á eftir. Flugfargjöld á Norður- Atlantshafsleiðinni hækkuðu í kringum 7% í apríl. Minnkandi eftirspurn eftir sætum og hækkað olíuverð valda hækkununum. MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1981 Barátta gegn aðild að NATO hefst á Spáni Margaret Thatcher Madrid. 3. soptomhor. AP. LEIÐTOGI sósíalista á Spáni. Felipe Gonzalez, sagði i dag að Spánverjar ættu að krefjast Gíbr- altar af Bretum ef Spánn gengur i NATO. Ilann talaði við upphaf herferðar andstæðinga Atlants- hafshandalagsins gegn inngöngu Spánar í handalagið. Spánska þingið mun hefja umræður um inngöngu Spánar i NATO um miðjan mánuðinn. Gonzalez sagði að Bandaríkja- menn notuðu NATO sem afsökun Tengsl Austurrík- is við PLO óbreytt VínarborK 3. sopt. AP. WiLLIBALD Pahra, utanrikis- ráðherra Austurríkis. sagði í dag. að árásin á hænahús Gyð- inga i Vínarborg myndi ekki hafa nein áhrif á samskipti Aust- urríkisstjórnar við Frelsissam- tök Palestínumanna. PLO. Pahr sagði. að PLO hefði hvergi komið nálægt árásinni á hænahúsið og þvi væri ekki nokkur ástæða til, að breytingar yrðu á samvinnu við þau. Pahr sagði að Banda- rikjastjórn hefði formlega tekið undir þetta. Utanríkisráðherrann kvaðst vona, að ágreiningur við Israela vegna þessa væri úr sögunni, og benti á, að hann hefði skýrt sendiherra Israels í Austurríki frá því, að stjórn sín hefði gagnrýnt verknaðinn og látið ísraelsku stjórnina vita, að Austurríkis- stjórn harmaði hversu mikil reiði hefði orðið í garð stjórnar sinnar vegna þessa. Þá var sagt frá því, að Chedli Klibi, aðalritari Araba- bandalagsins, hefði sent skeyti til Kreiskys þar sem þessi „glæpsam- legi verknaður" var fordæmdur, og tekið fram, að slík hryðjuverk myndu aldrei verða málstað Pal- estínumanna til framdráttar, heldur eingöngu rýra orðstír þeirra. fyrir áframhaldandi setu banda- ríska flug- og sjóhersins á Spáni. Hann sagði að samningamenn Bandaríkjamanna hefðu farið fram á afnot af flugvöllum spánska hersins ef til frekari átaka kemur fyrir botni Miðjarð- arhafs en neituðu að lofa Spáni hernaðaraðstoð ef í harðbakka slær. Fimm ára herstöðvasamningur Bandaríkjanna og Spánar rennur út 21. september. Ónafngreindur embættismaður í Madrid sagði að hann yrði væntanlega framlengd- ur þangað til Spánn hefur gengið í NATO. Gonzales sagði að spánskir sósí- alistar hefðu ekkert á móti NATO sem slíku en þeir óttuðust að aðild Spánar myndi auka spennuna milli austurs og vesturs. Hann sagði að spánska ríkisstjórnin væri að svíkja spænsku þjóðina með því að neita að verða við tilmælum sósíalista og kommún- ista um að halda þjóðaratkvæða- greiðslu um inngöngu landsins í varnarbandalagið. ERLENT Sækja fyrsta kafbát Breta Plymouth. 3. september. AP. BRESKT herskip hélt út á Erm- arsund i dag til að reyna að ná fyrsta breska kafhátnum af hafsbotni en hann sökk árið 1913. Kafháturinn er kallaður „Kafbátur hennar hátignar nr. 1“ í herskýrslum. Báturinn var í togi á leið á haugana þegar hann sökk. Hann gleymdist en námukafari rakst á hann 22 km út af Plymouth í apríl. Sjóherinn ætlar að hreinsa kafbátinn og hafa hann til sýnis í Gosport á suðurströnd Englands. 13 Veður víða um heim Akureyri 14 alskýjað Amsterdam 20 heiðskírt Aþena 32 heiöskírt Barcelona 22 úrk. ó síö. klst. Berlín 20 heiðskírt BrUssel 20 heiöskírt Chicago 21 heiöskirl Denpasar 30 heiðskírt Dublin 18 heiöskírt Feneyjar 20. úrk. á síð. klst. Frankfurt 21 heiöskírt Færeyjar 11 súld Genf 22 skýjaö Helsinki 17 skýjaö Hong Kong 27 rigning Jerúsalem 31 heiöskírt Johannesarborg 13 heiöskírt Kairó 36 heiöskírt Kaupmannahöfn 19 heiöskirt Las Palmas 24 léttskýjað Lissabon 27 heiöskírt London 21 skýjað Los Angeles 29 heiöskírt Madríd 31 heiöskírt Malaga 25 heiöskírt Mallorka 26 skúrír Mexíkóborg 25 skýjaö Miami 31 skýjað Moskva 15 skýjað Nýja Delhí 37 heiðskírt New York 26 rigning Osló 21 heiðskírt París 21 skýjaö Perth 23 rigning Reykjavík 10 skýjaö Ríó de Janeiro 27 skýjaö Rómaborg 28 skýjaö San Francisco 19 skýjaö Stokkhólmur 15 heiöskírt Sydney 19 heiöskírt Tel Aviv 30 heiöskírt Tókýó 25 skýjaö Vancouver 21 skýjaö Vínarborg 20 skýjað HOTTiliœDilXlO Núna um helgina, laugardag og sunnudag kynnum viö 1982 árgeröirnar frá MITSUBiSHI í sýningarsal Heklu hf. aö Laugavegi I70 -172. Opnunartímar: Laugardag frá kl. 10.00 • 18.00 — Sunnudag frá kl. 13.00 -18.00. Vid vekjum sérstaka athygli á hinum nýja LANCER 1600 GSR. Komid og skoöiö hinn vinsæia COLT sem nú kemur á stærri felgum og hefur ýmsan nýjan útbúnað. Komið, skoðið og reynsluakið nýjum bíl frá MITSUBISHI. rHlHEKLAHF J Laugavegi 170-172 Sími 212 40

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.