Morgunblaðið - 04.09.1981, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 04.09.1981, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1981 Öll herraföt og stakir jakkar 15% afsláttur. Sértilboð Buxur margar geröir. M.a. Kakhibuxur nú á aðeins 150 kr. Bolir á 25. kr. rSértilboö | 'Hnébuxurnar og pokabuxurnar vinsælu á aöeins kr. 100 Tass-fréttin er enn í rannsókn SOVÉSKA sendiráðið hefur ekki lokið rannsókn sinni á þeirri fullyrðinKU Ilauks Más Haralds- sonar formanns ..íslensku friðar- nefndarinnar“ o« hlaðafulltrúa Alþýðusamhands íslands. að fyrir tilstuðlan Alexanders Ak- arkovs yfirmanns Novosti á Is- landi hafi verið farið með ranjjt mál á forsíðu Prövdu og í Isvestíu 12. ok 13. ásúst síðastliðinn. Victor Torfimov blaðafulltrúi sovéska sendiráðsins í Reykjavík sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að frekari frétta af þessu máli væri líklega ekki að vænta fyrr en í kringum 20. september, um þær mundir sneri Alexander Agarkov úr sumarfríi sínu til Moskvu. A meðan Svavar Gestsson for- maður Alþýðubandalagsins dvald- ist í Moskvu birtist um það frétt á forsíðu Prövdu, að út hefði komið á íslensku skýrsla Leonid Brezhn- evs leiðtoga sovéskra kommúnista til 26. þings Kommúnistaflokks Sovétríkjanna. Daginn eftir birt- ist síðan sama frétt í málgagni Sovétstjórnarinnar Isvestíu. Var fréttin dagsett í Reykjavík 11. ágúst og höfð eftir fréttaritara Tass. Var í fréttinni vitnað til Hauks Más Haraldssonar, sem lýsti yfir fögnuði af því tilefni að umrædd skýrsla væri komin út á íslensku og fór lofsamlegum orð- um um Sovétríkin og kommún- istaflokk landsins. Þegar frá þessu var sagt í Morgunblaðinu gaf Haukur Már Haraldsson út yfir- lýsingu þess efnis, að umrædd frétt Tass væri uppspuni, enginn Tass-maður hefði rætt við sig. Við eftirgrennslan hjá sovéska sendi- ráðinu í Reykjavík kom í ljós, að hér á landi er enginn fréttaritari fyrir Tass, hins vegar sendir Alexander Agarkov stofnuninni skeyti ef mikið liggur við. Þar sem Agarkov hefur verið í sumarfríi hefur sovéska sendiráðið ekki fengið botn í málið, eins og áður er sagt. Þess má geta, að Haukur Már Haraldsson er starfsmaður við blaðið Fréttir frá Sovétríkjunum, sem María Þorsteinsdóttir gefur út hér á landi í samvinnu við Novosti á Islandi. Segir í Fréttum frá- Sovétríkjunum, að María Þorsteinsdóttir sé ritstjóri og ábyrgðarmaður blaðsins í sam- vinnu við Alexander Agarkov. Haukur Már Haraldsson sér um útlit blaðsins Fréttir frá Sovét- ríkjunum. Wí m/ffíM VMV /NM- tfimwLQM vimí mu Sá stærsti úr Laxá í Kjós Reknet lögð á Eskifirði Eskiíirði. 3. septembcr. FYRSTU reknetabátarnir lögðu net sín hér á firðinum.í dag og voru það Skógey og Andey. 14 tonna bátur héðan, Guðmundur Þór, kom með 20 tunnur í dag úr sex lagnetum og átti önnur sex net ódregin. Sjómenn segja að síldin fitni með hverjum deginum og þess verði ekki langt að bíða að hún verði söltunarhæf. — Ævar ST.KRKI laxinn hjá honum ðlafi II. Jónssyni. sem et til vinstri á myndinni. er stærsti fiskurinn sem komið hefur á land í Laxá í Kjós á þessu sumri. Það var síðast liðinn sunnudag, að Olafur var ásamt Páli Olafssyni, að veiðum í Stekkjarneshyl. Æv- intýrið hófst á því, að Páll setti í stærri fiskinn sem hann heldur á á myndinni, reyndist það 15 punda hrygna og var Páll rúman hálftíma að ná fiskinum á land. Flugan: Black Gnat, númer 6. Páll rölti síðan með feng sinn upp í bifreið þeirra félaga, en hafði vart gengið frá afla sínum, er Ólafur hafði sett í þann stóra á sömu flugu. Eftir 50 mínútna spennandi orustu gaf lax- inn sig loks og reyndist hann 21 pund, hængur. Sértilboð Barnaanorakkar nú á 120. kr. Geysimikiö úrval 50—70% afsláttur. 40-60% afsláttur aáTÍZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS KARNABÆR ÞÚ FÆRÐ MIKIÐ FYRIR PENINGANA HJÁ OKKUR. Allra síöustu dagar í dag og á morgun. Opiö til hádegis laugardag. Nú fer hver aö veröa allra síðastur aö gera góö kaup, á útsölunni, og þaö sem meira er Verðið hefur lækkað GARB0##B0NAPARTE#B0NANZA KARNABÆR ## LAUGAVEGI 66## GLÆSIBÆ# AUSTURSTRÆTI 22 mm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.