Morgunblaðið - 23.09.1981, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.09.1981, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 1981 17 Leið frásagnar í sjónvarpskvik- mynd um Snorra Ríki.sútvarpið — Sjónvarp Snorri Sturluson Ilandrit: Ur. Jónas Kristjánsson í samvinnu viö Þráin Bertelsson. Þulur: I)r. Kristján Eldjárn. Tónlist: Karl J. Sijrhvatsson. lieikmynd: Snorri Sveinn Friöriksson, Baldvin Björnsson. Búningar: Snorri Sveinn Friðriksson, Árný Guð- mundsdóttir. I<eikmunavarsla: Gunnlau^ur Jónasson, Ásta Olafsdótt- ir. Förðun: Kagna Fossberi?. Yfirsmiðir: Jón Sigurðsson, Guðmundur Þorkels- son, SÍKvaldi Þór EKtfertsson. Grafík: Anna Th. Rö^nvaldsdóttir. Aðstoð við framkvæmdastjórn: Auður Eir Guðmundsdóttir. Aðstoð við upptókustjórn: Ásdís Thoroddsen. Klippinfr: Ra«nheiður Valdimarsdóttir, Þráinn Bertelsson. Hljóðmeistari: Oddur Gústafsson. Kvikmyndataka: Baldur Hrafnkell Jónsson. Framkvæmdastjórn: Heljíi Gestsson. Kvikmyndastjórn: Þráinn Bertelsson. Myndin er framleidd af Ríkisútvarpi — Sjónvarpi, Norsk Rikskrin^kastninK ojc Oanmarks Radio. Ef Snorri Sturluson hefði eingöngu verið stjórnmála- maður er óvíst að hans hefði verið minnst jafn lengi og raun ber vitni. Það er rithöf- undurinn Snorri sem menn vilja muna. En aftur á móti er ekki ónýtt að kynnast rithöfundinum nánar með því að fræðast um stjórnmála- umsvif hans. Úr slíku efni vinnur Þráinn Bertelsson sjónvarpskvikmynd sína um Snorra. Ekki er auðvelt að verjast þeirri hugsun að Snorra hafi þótt ógeðfellt að fást við stjórnmálin, en honum hafi ekki verið undankomu auðið. Ætt hans og samfélagsstaða þröngvaði honum til að beita sér í valdabaráttunni. Eins og honum er lýst í sjónvarps- kvikmyndinni þráir hann fyrst og fremst að fást við ritstörfin, en hve hann ber sig heimsmannslega með veislum og samneyti við menn sem honum eru í raun ólíkir, er háttur þess sem treystir sig í sessi og er á varðbergi gagn- vart öðrum. Enda er margt talað í Reykholti, í laugum og við drykkju. Þótt undarlegt megi virðast er Snorri Sturluson naumast aðalpersóna sjónvarpskvik- myndarinnar sem ber nafn hans. Það er Sturla Sighvats- son, bróðursonur Snorra, sem verður hvað eftirminnilegast- ur. Hann er klækjarefur sem stefnir hátt, svífst einskis til að ná fram vilja sínum. En litríkur er hann. íslendinga- saga Sturlu Þórðarsonar, sem eftir Jóhann Hjálmarsson þeir Jónas Kristjánsson og Þráinn Bertelsson byggja að mestu handritið á, gerir líka Sturlu Sighvatssyni betri skil en flestum öðrum. I túlkun Egils Ólafssonar er Sturla playboy þessara tíma. Árið 1234 er hann við hirð Hákonar konungs í Nor- egi og gerist konungsmaður, albúinn að koma íslandi und- ir stjórn konungs og senda Snorra Sturluson á fund hans. Ekki er hlutur Sturlu minni í síðari hluta myndar- innar. Þótt deila megi um leik Egils Ólafssonar í hlutverki Sturlu Sighvatssonar, hann gangist einum um of upp í glaumgosagervinu, er hitt staðreynd að djöfulskap per- sónunnar og um leið aldar- andanum miðlar Egill ágæt- lega. Snorri Sturluson á í mikl- um vanda með börn sín. Hallberu og Jón murt gerir hann að peðum í valdatafli sínu og sama er að segja um Órækju. Hallbera og Jón hljóta ill örlög og ekki eru gerðir Órækju Snorra að skapi. Sigurður Hallmarsson túlkar vel efasemdir Snorra sem veit hve illa hann hefur leikið börn sín, en stjórnmál- in verða að hafa forgang. Leikur Sigurðar Hallmars- sonar í hlutverki Snorra er geðfelldur, ekki atkvæðamik- il, en einhvern veginn sættir maður sig við hann. Snorri Sigurðar hefur glatað þrótti fyrri ára, veit að til úrslita dregur í þeirri veröld þar sem bræður berjast og að bana verða. Stundum hefði maður kosið skýrari drætti í mynd Snorra, en Sigurður á ekki sökina, heldur stjórnandinn. Hann kýs að láta Snorra ganga um eins og gamla völvu og hagg- ast ekki hvað sem á dynur. Hjalti Rögnvaldsson leikur Gizur Þorvaldsson og er léik- ur hans með því besta sem sjónvarpskvikmyndin býður upp á. Ekki þarf að kvarta yfir túlkun þeirra Gísla Hall- dórssonar og Rúriks Haralds- sonar sem leika bræður Snorra, þá Sighvat og Þórð. Hallveigu Ormsdóttur túlkaði Kristbjörg Kjeld af reisn. Umkomuleysi og beiskju Hallberu Snorradóttur lýsti Helga Jónsdóttir. Kannski eru það fordómar, en ein- Sigurður Hallmarsson i hlutverki Snorra Sturlusonar. Hallveigu Ormsdóttur leikur Kristbjörg Kjeld. hvern veginn voru þeir Hall- mar Sigurðsson (Órækja Snorrason), Árni Blandon (Jón murtur Snorrason) og Þórarinn Eldjárn (Sturla Þórðarson) fjarri andblæ Sturlungaaldar. Túlkun þeirra var pasturslítil, skorti þrótt. Gaman var að Þorvarði Kálfaslátrun i Reykholti 1230. Helgasyni í hlutverki Styrmis fróða, en hann skyggði al- klæddur um of á fáklædda og föla höfðingjana í baðinu. Jón Yngvi Yngvason var í gervi Kolbeins unga og komst sæmilega frá hlutverkinu. Ekki þótti mér Arnar Jónsson sannfærandi Hákon konung- ur. Önnur hlutverk mætti nefna þótt ástæðulítið sé. Til dæmis var fróðlegt að sjá kunna menn spreyta sig á kvikmyndaleik, samanber Þorgeir Þorgeirsson sem gerði Þorvaldi Gizurarsyni viðunandi skil. Það er alltaf gott að heyra í Kristjáni Eldjárn, en var ekki of mikill landkynningarkeim- ur af því að setja hann í hlutverk þular? Tónlist Karls J. Sighvats- sonar þótti mér áheyrileg. Leikmynd þeirra Snorra Sveins Friðrikssonar og Bald- vins Björnssonar, svo og bún- ingar Snorra Sveins og Ár- nýjar Guðmundsdóttur, voru vel unnin verk og byggð á þekkingu og hugkvæmni. Um förðun Rögnu Fossberg gildir hið sama. Hljóðmeistarinn, Oddur Gústafsson, má vel við una. Hér tókst það sem oft hefur mistekist þegar íslenskar kvikmyndir hafa verið gerð- ar. Kvikmyndataka Baldurs Hrafnkels Jónssonar var fal- leg og oft einkennilega hug- stæð, ekki síst vetrarmynd- irnar. Þráinn Bertelsson hefur kosið leið frásagnar í sjón- varpskvikmynd sinni um Snorra, hægan straum mynda og orða. Það er ein leið af mörgum þegar gera skal kvikmynd um fornar sögur. Eftir fyrri hluta myndarinn- ar að dæma hefur Þráni tekist að gera lifandi sjón- varpskvikmynd, en endan- legur dómur verður að bíða uns síðari hlutinn hefur verið sýndur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.