Morgunblaðið - 23.09.1981, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 23.09.1981, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 1981 31 „Þetta verður tvímælalaust i mjög erfiður leikur" - segir Magnús Bergs ÞETTA verður tvímælalaust erf- iður leikur. en með baráttu «>k dugnaði eigum við að geta náð viðunandi úrslitum. Þeirra sam- æfing cr mikil og lið þeirra sterkt. sagði Magnús Bergs. Magnús vildi engu spá um úrslit leiksins en sagðist ekki hafa trú á því að íslenska liðið fengi skell. Aðspurður um hvort hann væri á förum frá Dortmund og hvernig honum líkaði dvolin ytra. sagði Magnús. — Ég er mjög ánægður með dvöl mína hjá Dortmund. Og ég Magnús Bergs skipti ekki um félag á næstunni. Ég ætla að bíða og sjá til í 5 til 6 vikur og vonandi kemst ég í 16 manna hópinn á þeim tíma. Það er erfitt að vinna sér sæti í liðinu sem varnarmaður. En fái ég ekki tækifæri þá mun ég íhuga það að skipta um félag. Dortmund hefur ekki hag í því að halda mér ef ég spila ekki. Og hvað mig varðar þá dauðlangar mig að fá að komast í kapplið og leika knattspyrnu, en vera ekki alltaf í varamannahópn- um. Samningur minn við Dort- mund rennur út 30. júní 1983. - -ÞR. Ólíklegir markakóngar ÞEGAR fimm umferðum er lokið í ensku deildarkeppninni i knattspyrnu. hafa þrír leikmenn skorað 5 mörk og eru þvi mark- hæstu leikmenn deildarinnar. Leikmennirnir þrir verða að telj- ast óliklegir markakóngar, sér- staklega Bob Latchford hjá Swansea, scm hafði hreinlega gufað upp úr ensku knattspyrn- unni áður en welska lciðið fékk hann til liðs við sig. Karlinn er hálffertugur. Þá er Dave Cross, miðherji West Ham, ekkert lamhakjot og Tony Evans hjá Birmingham, þriðji leikmaður- inn, hefur ekki einu sinni verið fastamaður i liði Birmingham fyrr en i haust. En listi mark- hæstu leikmannanna litur svona út: Dave Cross, West Ham 5 Tony Evans, Brum 5 Bob Latchford, Swansea 5 Trevor Francis, Man. City 4 Lee Chapman, Stoke 4 Arthur Grahman, Leeds 4 Kevin Keegan, South. 4 Alan Brazil, Ipswich 4 Þrír efstu leikmennirnir hafa allir þrennur til að státa af, Cross skoraði reyndar fjögur gegn Tott- enham, Evans þrjú gegn Man- chester City og Latchford þrjú gegn Leeds. Tvö marka Trevor Francis skoraði hann sem leik- maður hjá Nott. Forest. Mark- hæstir í 2. deild eru eftirtaldir: Roger Palmer, Oldham 6 Trevor Aylott, Barnsley 5 Ronnie Glavin, Barnsley 4 Ronnie Moore, Rotherham 4 Derek Parker, Barnsley 4 Athygli vekur, að þrír þessara kappa eru leikmenn Barnsley, nýliða í deildinni. En inni í þessum tölum eru einnig skoruð mörk í deildarbikarkeppninni. Þannig skoraði Glavin öll mörk sín fjögur í þeirri keppni og Parker tvö af fjórum mörkum sínum. Bob Latchíord Heilbrigð sál í , j hraustum líkama? 1 Knatlspyrna) HVER segir að iþróttir séu jafn- an hollar lifi og limum. Liklega gefur sig enginn fram er mynd þessi er barin augum og ekki laust við að menn finni til með aðilanum vinstra megin á mynd- inni. Annars er tilgangurinn með þcssari myndbirtingu ekki annar .4, ..,%raJ^M?': en sá, að benda mönnum á hvernig þeir eigi ekki aft haga sér á leikvelli... „Ég er í framför sem knattspyrnumadur" - segir Arnór Guðjohnsen „EG LEK allan síðasta leik mcð Lokeren þegar við mættum Standard, og fann þá ckkert fyrir þcim meiðsl- um scm hafa hrjáð mig síðustu vikur. og því held eg, að ég sc kominn yfir þau." sagði Arnór Guðjohnsen i gærdag. Þcgar Arnór -var spurður álits á leiknum í kvold. sagði hann: — Lið Tékka er gífurlega sterkt. Leikmenn hafa mikla tækni og eru fljótir. En ég veit, að við getum vel staðið í þeim. Og því líst mér vel á leikinn. Vonandi fáum við góðan stuðning frá áhorfend- um, ekki veitir af. Ertu bjartsýnn á keppnis- tímabilið í Belgíu, og áttu von á því, að þú verðir fastur maður í liði Lokeren? — Já, ég á von á því, að ég yerði fastur maður í liðinu. Ég er í góðri æfingu um þessar mundir. Þá er ég í greinilegri framför sem knattspyrnumaður. Það er líka dýrmæt reynsla sem maður fær með hverju ári sem líður. Það er leikin góð knattspyrna í Belgíu núna. Ég á von á því, að lið Lokeren verði svipað að styrkleika og í fyrra og verði í einu af fjórum efstu sætunum í deildinni ásamt Standard, Anderlecht og Brugge. Samn- ingur minn rennur úr hjá Lokeren í júní á næsta ári og á þessu stigi er alltof fljótt að fara að ræða um hvað tekur við, sagði Arnór. ÞR Swansea sigraði Tottenham 2-1 Nokkrir leikir íóru fram í ensku knattspyrnunni í gærkveldi og urðu úrslit sem hér segir: 1. deild: Arsenal — Birmingham 1- -0 Coventry - - Liverpool 1- 2 Everton - Notts County 3- -1 Ipswich — WBA 1- -0 Middlesb. - Man. Utd. 0- -2 Swansea - - Tottenham 2- -1 West Ham — Southampton 4- -2 Wolves — Brighton 0- -1 2. deild: Barnsley - - Sheff. Wed. 1- -t C. Palace — Orient 1- -0 Grimsby - - Norwich 1- -2 Luton — Cardiff 2- -8 Oldham - QPR 2- -fl Rotherham — Leicester 1- -t Wrexham - Watford 0- -1 3.dcild: Bristol City - Plymouth 3-2 Burnley — Doncaster 0—1 Chesterf. - Carlisle 1-0 Prcston — Huddersf. 1 — 1 Wimbledon - Fulham 1-3 1. dcild: Colchester — Aldershot 1 — 1 Darlington — Bradford 1 — 5 Halifax — Tranmere 0—2 IIull — Peterborough 1—1 Rochdale - Blackpool 0-0 Scunthorpe — Hartlepool 2—1 York — Bournemouth 0—1 ( ^"^ Enska ¦ 5 knatt- \£L spyrnan Knattspyrnupunktar Eigi alls fyrir löngu ákváðu forráðamenn spænska knatt- spyrnustórveldisins Barcelona, að taka dómarann Emilo#Guruc- eta í sátt, en vegna atviks er dómarinn færði Real Madrid vítaspyrnu gegn Barcelona í mikilvægum bikarleik fyrir mis- tök, hefur Guruceto verið útilok- aður frá Nou Camp, leikvangi Barcelona. Atvíkið átti sér stað árið 1968 og má því segja þá Barcelonamenn í langræknara lagi... _ O - Austurríkismenn telja sig búa yfir heimsmeti, þ.e.a.s. sá leik- maður sem talið er að hafi oftast verið rekinn af leikvelli í 1. deildar- og landsliðsknattspyrnu er Austurríkismaður. Kappinn heitir Gustaf Starek og er 34 ára gamall um þessar mundir. Hann leikur með Wiener Sportklub og hefur tíu sinnum verið rekinn út af... - O - Spænska knattspyrnufélagið Barcelona keypti árið 1979 arg- entínska leikmanninn Rubio frá Sevilla. Kostaði drengurinn stór- fé. Fljótlega kom hins vegar í ljós, að félagið hafði ekkert við Rubio að gera, hann var latur og afhuga knattspyrnu. Þjálfari Barcelona setti Rubio fyrst út úr liðinu, en ekki batnaði hugarfar- ið við það. Nokkru síðar bauð 1. deildar liðið Hercules Alicante myndarlega í piltinn og voru forráðamenn Barcelona yfir sig ánægðir að losna við hann. En Rubio hafði engann áhuga á því að ganga til liðs við HA, raunar hafði Rubio engan áhuga á því að yfirgefa Barcelona. Haft var eftir honum: „Ég hef í höndun- um samning við Barcelona sem færir mér 35.000 pund á ári, hví skyldí ég vilja fara annað?" Rubio er síðan ekki einu sinni skráður sem leikmaður hjá Barcelona, en engu að síður eru árstekjur hans æði myndarlegar. Og svo liggur hann heima í sófa og telur peninga... - O - Knattspyrnumenn verða fyrir ýmsum óþægindum er þeir ganga til liðs við félög á erlendri grund. Þurfa menn gjarnan að venjast nýrri menningu, læra nýtt tungumál og þannig mætti lengi telja. Sumir eru fljótir að aðlaga sig breyttum aðstæðum, aðrir lengur og sumir bugast og snúa heim á ný eins og gengur og gerist. En vandamál þessi geta verið margs konar eins og dæm- in sanna. Eitt þeirra rak Austur- ríkismaðurinn Herbert Pro- haska sig á, er hann yfirgaf félag sitt í Austurríki og gekk til liðs við Inter Mílanó á Italíu. Vanda- mál Prohaska er, að hann getur ómögulega étið ítalskan mat, og segir: „Ég hef ekki verið saddur síðan ég yfi»gaf Vínarborg." Að öðru leyti kann kappinn afar vel við sig meðal ítala... • - O - Knattspyrnufélög um víða veröld gera ýmislegt til þess að skapa hlýlegt og vinalegt and- rúmsloft í herbúðum sínum. Leikmenn Bayern Munchen fara saman með eiginkonunum í veiðitúra, Valsmenn fara til Þingvalla og snæða í Valhöll, og argentínska félagið Argentínos Juniors stendur fyrir útigrilli á hverjum laugardegi. Einn laug- ardaginn fór þó allt í vaskinn. Stjórnarmaður AJ var á leið að grasflöt félagsins með 66 pund af hráu argentínsku nautakjoti er leigubifreið sú er hann var farþegi í, hikstaði og drap á sér. Hlýddi fákurinn engum fortöl- um og vippaði kjötburðarmaður- inn sér út úr bílnum, stikaði að næsta götuhorni og nældi sér í annan leigubíl. En í millitíðinni hafði fyrri leigubíllinn fundið aftur heilsu sína og var á bak og burt með allt kjötið í skottinu... - O - Domari nokkur beið bana eigi alls fyrir löngu í norðurhéruðum Argentínu. Leikur tveggja liða í Tucuman-héraði átti að heita vináttuleikur, en er leikmenn annars liðsins reiddust svo heift- arlega vegna dómgæslunnar, slcngdu þeir dómaranum til jarðar og spörkuðu siðan í skrokk hans uns hann var allur. Voru allir 11 Jeikmenn liðsins handteknir þegar í stað og sak- aðir um manndráp...

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.