Morgunblaðið - 23.09.1981, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.09.1981, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 1981 fttttrgtstiÞIafeto Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 85 kr. á mánuoi innanlands. í lausasölu 5 kr. eintakiö. Var Skúli f ógeti framsóknarmaðiir? Fræðsla um einokunarverslun Dana og ill áhrif hennar á afkomu þjóðarinnar og hag allan ætti að vera mikil í skólum landsins til að veita mönnum strax á unga aldri skilning á mikilvægi frjálsræðisins í sókninni eftir lýðfrelsi og viðunandi lífskjörum. Einfaldasta lýsingin á böli einokunarinnar felst í sögunni um Hólmfast Guðmundsson, hjáleigumann á Brunna- stöðum. Hólmfastur gerði sig sekan um að selja í Keflavík 3 löngur, 10 ýsur og 2 sundmagabönd árið 1698 í stað þess að láta Hafnarfjarðarverslun sitja fyrir kaupunum. Var Hólmfastur hýddur við staur fyrir tiltækið, af því að hann gat ekki greitt sektir fyrir brotið með ððru en gömlu bátskrifli, sem kaupmaður vildi eigi líta við. Þessi saga minnir okkur á ofurvald kaupmannanna á einokunar- tímanum, en þeir drottnuðu hver á sínum stað í krafti fjármagnsins og enginn gat komið neinu í verð án afskipta þeirra. I krafti einokunarinnar gátu þeir látið hýða menn fyrir það eitt að selja afurðir sínar á öðrum stað en einokunin mælti fyrir um. Skúli Magnússon landfógeti hafði um það frumkvæði að bægja frá landsmönnum versta bölinu vegna háttalags einokunarkaupmann- anna og beitti sér fyrir því, að þeir voru skyldaðir til að sigla á færri hafnir en áður. Málamiðlun hans fólst í því, að skipaðir skyldu 5 yfirkaupmenn í landinu, er búsettir væru hér á landi og gegndu verslun í aðalhöfnum árið um kring. Horfið var frá þeim háttum, að kaupmenn hröðuðu svo verslun sinni á höfnunum, að engu var líkara en hernaðarleiðangri, sem flaustrað var af í mesta skyndi. Þessar hugmyndir Skúla fógeta komu fram 1757 og voru fram settar til að losa þjóðina undan ofurvaldi Hörmangarafélagsins. Síðan er mikið vatn til sjávar runnið og hringinn í kringum landið eru nú öflugir bæir, þar sem atvinnulíf og verslun standa traustum fótum og þróast hlið við hlið. Eftir því sem verslunarfrelsið varð meira, jókst sjálfsbjargarviðleitni þjóðarinnar. Fáum hefði dottið í hug, að nú kæmu fram raddir í anda Skúla fógeta fyrir rúmum 200 árum, þess efnis, að landinu yrði að nýju skipt milli nokkurra yfirkaupmanna. Þó hefur það gerst. Ólafur Þ. Þórðarson, þingmaður Framsóknarflokksins í Vest- fjarðakjördæmi, lét þá skoðun í ljós á fjórðungsþingi Vestfirðinga síðustu dagana í ágúst, að verði heildsalar ekki við þeirri kvöð að greiða flutningskostnað frá innflutningshöfn til smásala, þá væri rétt að skipta landinu niður í heildsölusvæði, og banna smásöluaðil- um að versla við heildsala utan síns svæðis. Hugmynd þingmanns Framsóknar er þannig bæði í ætt við málamiðlun Skúla fógeta gagnvart Hörmangarafélaginu og refsivald einokunarkaupmann- anna, sem gátu látið hýða menn, er fóru út fyrir verslunarsvæðið. Reynslan segir mönnum, að framsóknarmenn móti ekki skoðanir sínar í verslunarmálum án þess að taka tillit til SÍS — vonandi lítur Ólafur Þ. Þórðarson SÍS ekki sömu augum og Skúli Magnússon landfógeti Hörmangarafélagið. O. Johnson & Kaaber Isömu andránni og fjallað er um neikvæð áhrif einokunarversl- unarinnar á þjóðarhag íslendinga, fer vel á því, að fagnað sé 75 ára afmæli heildverslunarinnar O. Johnson & Kaaber. Hún var stofnuð árið 1906 af tveimur ungum mönnum, Ólafi Johnson og Ludvig Kaaber, og haslaði sér á skömmum tíma völl, bæði í innflutningi og útflutningi. Auk verslunarinnar stuðluðu þeir félagar að iðnrekstri til dæmis með kaffibrennslunni, sem fyrirtæki þeirra stofnaði 1924. Framleiðsla hennar er enn hluti af daglegu lífi sérhvers íslendings. Eins og fram kemur í ágripi af sögu 0. Johnson & Kaaber, sem birtist hér í blaðinu í dag, er fyrirtækið einskonar barn nútíma hátta í viðskiptum, því að með tilkomu símans sáu stofnendur þess viðskiptamöguleika opnast víðar en í Danmörku. Má í því sambandi minna á umfangsmikil viðskipti við Bandaríkin á sínum tíma og raunar alhliða tengsl fyrirtækisins víða um heim á starfsferli sínum. Nú, þegar talinn er sjálfsagður hlutur á íslandi að hafa greiðan aðgang að öllum þeim gæðum, sem hugurinn girnist, má ekki gleymast, að þá fyrst gátu landsmenn notið þessara gæða, þegar brautin til viðskiptafrelsis hafði verið rudd. Enn getum við stigið frekari skref á þeirri braut og eigum óhikað að gera en hafna þeim sjónarmiðum, sem telja öllu best borgið með opinberum afskiptum og skipunarvaldi, til dæmis um að landinu skuli skipt á ný milli yfirkaupmanna. Á 75 ára ferli sínum hefur fyrirtækið O. Johnson & Kaaber staðið af sér innflutningshöft og skömmtunarkerfi, saga þess sýnir, að frelsið tryggir besta þjónustu og hvetur menn til stórhuga átaka. Tungufossslysið: Sjópróf hefjast á þriðjudaginn SJÓPRÖF vegna Tungufoss- slyssins hef jast á þriðjudaginn í næstu viku. samkvæmt upplýs- innum sem Morgunblaðið fékk hjá Eimskipafélaginu i tsær. Munu sjóprófin fara fram í Reykjavík. Astæðan fyrir því að sjópróf fara ekki fram í þessari viku munu vera þau, að vand- kvæði munu vera á því að kalla sjórétt saman strax í þessari viku. Þorbjörn Gunnarsson, háscti á Tungufossi, heilsar hér konu sinni. Sigríði Jónu Ólafsdóttur, við komuna á Kcflavíkurflug- völl í gærdag. Þar hjá stendur sonur hans. Friðrik. og bíður mcð óþrcyju að pabbi taki hann í fangið líka. (I.jósm. RAX) Hjálmar R. Bárðarson um björgunarbúnað flutningaskipa: Alls ófullnægjandi við erf iðar aðstæður „ÞAÐ ER ckki alþjóðakrafa um að ljós séu á björgunarbeltum, cn á síðasta fundi Alþjóða siglinga- málastofnunarinnar. 5. ágúst sið- astliðinn. kom fram tillaga um að svo yrði og cr liklegt að það verði gert að alþjóðakröfu að Ijós verði á bjorgunarbeltum. Á hinn bóg- inn cr það hvcrri þjóð í sjálfsvald sctt að sctja slíkar kröfur og þvi hugsanlegt að svo sc í Brctlandi, þó ólíklegt sé að svo sé á öllum skipum þar." sagði Hjálmar R. Bárðarson, siglingamálastjóri, er Morgunblaðið innti hann eftir hvcrs vegna ekki væri krafizt Ijósa á hjörgunarbcltum. Hjálmar sagði ennfremur, að þetta væri ekki krafa hér á landi heldur og hefði aldrei verið, en það væri að sjálfsögðu augljóst hag- ræði að slíkum búnaði, ekki sízt í veðri sem því, er Tungufoss fórst. Þá væri það ljóst, að núgildandi björgunarbúnaður flutningaskip- anna væri allsendis ófullnægjandi í fárviðrum, föstu bátarnir kæmu þá að engum notum og erfitt væri að eiga við gúmmíbjörgunarbát- ana vegna veðurhæðar og sjó- gangs. Þessi tæki þjónuðu hins vegar fyllilega tilgangi sínum við aðrar aðstæður, eins og þegar skip strönduðu eða sykkju í skaplegu veðri. Þá sagði Hjálmar, að frá því 1973 hefðu íslendingar tekið þátt í norrænu samstarfi um þróun nýrra björgunartækja fyrir flutn- ingaskip. Þau miðuðust hins vegar flest við verulega stærri skip, erfitt væri að koma þessum nýja búnaði fyrir í smærri skipum eins og flestum í eigu íslendinga. Þar væri um að ræða stóra björgunar- báta, algjörlega lokaða, sem komið væri fyrir á skut skipanna og fyrir miðju, þannig að það væri mögu- leiki á sjósetningu með því að láta bátinn renna niður eftir rennu eða fljóta upp ef skip sekkur. Þá væri líka um að ræða, að aftasti hluti skutsins væri hannaður sem lok- aður björgunarfleki, sem rúmaði alla áhöfnina og hægt væri að losa frá skipinu. Gallinn viö bæði þessi björgunarkerfi væri sá, að erfitt væri að koma þeim fyrir nema á mjög stórum skipum og þyrfti jafnvel að gera ráð fyrir þeim við smíði skipanna, í það minnsta skutflekanum. Kjaraskerðingin 10-14% frá því í desember 1977 Formannaráðstefna BSRB hófst í gærdag KJARASKERÐING félagsmanna í BSRB. Bandalagi starfsmanna ríkis og hæja. miðað við descmbcr 1977. cr á bilinu 10-14%. cftir launaflokkum. að sögn Haraldar Stcinþórssonar, íramkva'mda- stjóra BSRB. Eins og fram hcfur komið í Mbl.. er kjaraskcrðing fclaga í ASÍ á þessu sama tíma- hili um 9%. Haraldur Steinþórsson sagði ennfremur, að kjaramálin væru eitt af aðalmálunum á formanna- ráðstefnu BSRB, sem hófst í gær og stendur í þrjá daga. Þá var lögð fram skýrsla stjórnar og reikn- ingar. — „Það má reyndar segja, að formannaráðstefnan sé nokk- urs konar smækkað bandalags- þing, og er haldin annað hvert ár þegar þing eru ekki haldin," sagði Haraldur Steinþórsson ennfrem- ur. Um sjötíu fulltrúar sitja fund- inn og verður þeim skipt niður í umræðuhópa í dag, þar sem fjall- að verður um kjaramálin. Niður- stöðurnar vcrða síðan ræddar og samstilltar í nefnd, sem fjalla mun sérstaklega um kjaramál. Haraldur Steinþórsson sagði að síðustu, að launamálanefnd BSRB hefði enn ekki komiö saman, en myndi væntanlega gera það nú fvrir mánaðamót. Seðlabankinn: Bætir gengistap vegna af urðalána SEÐLABANKI íslands hcfur ákveðið. að fcngnum tilmælum ríkisstjórnarinnar. að hæta geng- istap á afurðalánum, scm þcir framlciðcndur hafa orðið fyrir, sem tekið hafa afurðalán í dollur- um. en sclt framlciðslu sína í E\riipiimyntnm og nær þctta fyrst um sinn til framlciðslu á tímabilinu janúar til ágúst 1981. scgir í frcttatilkynningu. scm Morgunblaðinu hcfur horizt .frá Seðlahankanum. Þar segir ennfremur, að gengis- þróun undanfarinna mánaða hafi skapað veruleg vandamál fyrir þá framleiðslu, sem seld er gegn greiðslu í F>rópumyntum, meðal annars vegna þess að afurðalán hafi verið í dollurum. Því hafi myndazt misræmi, framleiðend- um í óhag, sem ekki hefði orðið, ef þeir hefðu notfært sér þá mögu- leika að taka afurðalán í sömu myntum og selt er fyrir, eins og reglur Seðlabankans gera ráð fyrir. Segja mætti, að þetta vandamál kæmi til viðbótar þeim almenna vanda, sem öll útflutningsfram- leiðsla hafi staðið frammi fyrir vegna hækkandi framleiðslu- kostnaðar innanlands. Þess sé að vænta, að tilkynningar um fram- kvæmd á þessum bótum berist, en nú sé unnið að ýmsum tæknilegum atriðum, sem nauðsynlegt væri að leysa úr, áður en til framkvæmda gæti komið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.