Morgunblaðið - 23.09.1981, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 1981
13
í þessu húsi. Lækjargötu 4, voru fyrstu skrifstofur fyrirtækisins.
Fyrsta skrifstofan. Luövík Kaaber (t.v.) ok Ólafur Johnson.
• Eisendur rúmlcga
tvcir tujíir
Árið 1918 býðst Ludvig Kaaber
bankastjórastaða við Landsbanka
Islands og selur hann þá hlut sinn
í fyrirtækinu. Arent Claessen, sem
starfað hafði við fyrirtækið frá
1912, gerist þá meðeigandi. Árið
1935 er fyrirtækið gert að hlutafé-
lagi. Var þá komin önnur kynslóð
til starfa við fyrirtækið, Friðþjóf-
ur Ó. Johnson, Jean Claessen og
Magnús Andrésson, sem byrjað
hafði störf hjá fyrirtækinu 13 ára
árið 1917. Gerðust þeir allir með-
eigendur. Nú eru eigendur rúm-
lega tveir tugir, margir af þriðju
kynslóð stofnendanna, en Ölafur
núverandi forstjóri er yngstur
barna Ólafs Johnson stofnanda
fyrirtækisins.
Árið 1962 hætti félagið að verzla
með rafmagnsvörur og eigendur
stofnuðu sameignarfélag, sem nú
er hlutafélagið Heimilistæki. í
dag vinna hjá 0. Johnson &
Kaaber 55 manns og að auki 20
manns hjá systurfyrirtækjunum,
Kaffibrennslunni og kaffibætis-
verksmiðjunni. Sú síðastnefnd er
nú hætt framleiðslu á „exportinu",
en vinnur pappírspoka, salernis-
pappír og pappírsrúilur í reikni-
vélar. Enn ber hún þó sama heitið,
sem minnir á lönguliðin umsvif,
kaffibætisframleiðslu.
Á 75 ára ferli fyrirtæksins 0.
Johnson & Kaaber hafa auk stofn-
endanna tveggja eftirtaldir menn
gegnt forstjórastöðu við fyrirtæk-
ið: Arent Claessen, Friðþjófur Ó.
Johnson, Magnús Andrésson og
Jean Claessen, sem sá um verk-
smiðjur fyrirtækisins. Þeir eru
allir látnir. Núverandi forstjóri er
Ólafur Ó. Johnson.
- O -
I tilefni dagsins, mun 0. John-
son & Kaaber hf. hafa opið hús
milli klukkan 16 og 19 í dag í
félagsheimili Karlakórsins Fóst-
bræðra að Langholtsvegi 109—
111. Væntir stjórn fyrirtæksins
þess að sjá þar sem flesta af
velunnurum, viðskiptavinum og
öðrum vinum fyrirtæksins.
Afgreiðslan i Hafnarstræti, Fálkahúsinu.
í Hafnarstræti
Arent_ Claessen og ólafur Johnson. Á veggjum eru myndir m.a. af
skonnortunum. sem fyrirtækið átti.
Kaffiba'tisverksmiðjan í Fiehersundi.
Kaffihrennslan i Hafnarstræti. A myndinni er Ólafur
Hjartarson framleiðslustjóri.