Morgunblaðið - 23.09.1981, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 23.09.1981, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 1981 1584 400 ára afmæli Guðbrandsbiblíu Eins og segir i frétt á baksiðu Morgunblaðsins i dag, hefur verið ákveðið að gefa út ljósprentaða Guðbrandsbibliu þá er út kom á Hólum árið 1584. Er stefnt að þvi að hin nýja útgáfa verði sem vönduðust og best úr garði gerð, og verði henni lokið fyrir 400 ára afmæli útgáfunnar, 1984. Einnig er stefnt að þvi að gefa út fyrir sama tima Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar, sem fyrst kom út 1540, og skrifað verður ritverk um Guðbrand biskup og bókaútgáfu hans, sérstaklega Bibliuútgáfuna. Samkomulag hefur orðið um þessar útgáfur milli Kirkjuráðs, Stofnunar Árna Magnússonar, Bibliufélagsins og Lögbergs, útgáfufélags Sverris Kristinssonar. Blaðamaður Morgunblaðsins ræddi af þessu tilefni við séra Bernharð Guðmundsson, blaðafulltrúa þjóðkirkjunnar, biskup íslands, herra Sigurbjörn Einarsson og Sverri Kristinsson bókaútgefanda. 1984 Nýja testamonti Odds Cottskálks- sonar út gefið i llróarskoldu 1510. ok Guðhrands- hihlía fra Hólum 1581. Báðar hak urnar oru grymdar i oldtraustum geymslum á Lands- hókasafni. Vol sóst á myndinni hvo faKurlega unnið hofur vorio að fraiianui útKáfunn- ar á sínum tíma. liiskup tslands. hrrra SÍKurfijorn Einarsson tillaga var samþykkt. og síðan hafði Kirkjuráð samband við dr. Jónas Kristjánsson. forstöðumann Arnastofnunar. som tók því ákaf- loga vel. að stuðla að því að þetta ga-ti orðið. Þetta er nú komið á rekspöl. og verður hin fra'ðilega hlið málsins í höndum Stofnunar Árna Magnússonar. en Kirkjuráð og Biblíufélagið vorða aðilar að útgáfunni. Utgefandi verður Lög- herg. hókaforlag Svorris Kristins- sonar." Biskup sagði hina fyrirhuguðu útgáfu vera hugsaða sem virðingar- vott við hid mikla afrek í íslenskri menningar- og kirkjusögu, sem út- gáfa Guðbrandar biskups var á sínum tíma. „Það hefur sýnt sig að mjög margir vilja mjög gjarnan eiga þessa bók," sagði biskup, „og þó hiin sé ekki heppileg til lestrar uppi í rúmi fyrir svefninn, þá eru þeir margir sem vilja líta í hana og öllum er vorkunnarlaust að lesa hana með rmr > .** **¦ • ^ípm««t/ 3kfi*'á$riffi 'iXmtMSpeíftikf *,<fe><"' r*!!a(<*a»t«t»|!il t ...¦ wswF" Titilsina Nýja tostamontis Odds Gttft- skálkssonar. som út var koíío aft tilstunl- an (lissurar Kinarssonar ok floiri. í llróarskrldu 1510. Utgáf an virðingarvottur og innlegg í kristnina í dag - segir biskup íslands, herra Sigurbjörn Einarsson, um útgáfuna „FORSAGA málsins er sú. að borið hefur á góma á Kirkjuþingi. að minnast útkomu Guðbrandsbibliu þegar 400 ár verða liðin frá þeim viðburði." sagði herra Sigurbjörn Einarsson, biskup. er blaðamaður Morgunblaðsins ræddi við hann um fyrirhugaða útgáfu í ga-r. „Sóra Eirikur J. Eiriksson á Þingvbllum, kirkjuráðsmaður, vakti fyrstur máls á þessu á Kirkjuþingi." sagði herra Sigurbjðrn ennfremur. „og raunar fleiri útgáfumálum einnig. I'ra hoiiiim kom ályktunartillaga á þinginu 1980. þess efnis að Kirkju- ráð hlutaðist til um útgáfu á Guðbrandsbiblíu fyrir árið 1984. Sú ofurlítilli æfingu. Leturgerð og rit- reglur eru auðvitað framandi fyrir okkur, en þaö æfist furðu fljótt. En tungutakið er viða fjarska fagurt og mergjað. Guðbrandsbiblía á því vissulega erindi til okkar í dag, sem innlegg í kristni líðandi stundar, um leið og útgáfa hennar nú er þakklæt- isvottur til Guðbrands biskups. Bókin er grundvöllur annarra biblíuútgáfa hér á landi, þær byggja allar á Guðbrandsbiblíu, og okkar biblíulega málhefð byggist gagngert á Guðbrandsbiblíu. Fyrst auðvitað Oddi Gottskálkssyni, sem er lítt breyttur í Guðbrandsbiblíu og svo öðru því sem á þeim tíma var gert. Nú hefur einnig verið rætt um að gefa Nýja-testamenti Odds út sér, og þá með nútíma stafsetningu. Það væri ákaflega skemmtilegt, og ég efa ekki að margír myndu vilja lesa þá bók ef hún kæmi út með nútíma stafsetningu. Þessar útgáfur eru ekki nákvæmlega tímasettar, en ég vona að ekki líði mörg ár áður en það verður gert." Sigurbjörn Einarsson biskup, sagði að ljósprentaða útgáfa Guð- brandsbiblíu væri víða til í kirkjum landsins, er þegið hefðu hana að gjöf, en frumútgáfan væri varla til. - AH. Séra Bernharður Guðmundsson blaðafulltrúi þjóðkirkjunnar: Sverrir Kristinsson er mjög vel að sér um verk sem þessi „AKVEÐIÐ var að minnast út- gáfu Guðbrandsbiblíu mcð þess- um hætti, og samkomulag hefur orðið milli Kirkjuráðs. Stofnun- ar Árna Magnússonar og Biblíu- félagsins um að Ijósprenta hana, og hún mun væntanlega koma út hjá forlagi Sverris Kristinsson- ar. Logbergi," sagði scra Bern- harður Guðmundsson. blaðafull- trúi Þjóðkirkjunnar, er blaða- maður ræddi útgáfuna við hann í K»'r. „Sverrir Kristinsson gaf út Skarðsbók fyrr á þessu ári, og hefur því þessa miklu reynslu," sagði Bernharður ennfremur, „fyrir utan það að Sverrir hefur um árabil safnað og kynnt sér útgáfur sálmabóka og guðsorða- bóka, og er afskaplega vel að sér um gamlar útgáfur af þessu tagi. Utgáfa hans á Skarðsbók hefur verið mjög til fyrirmyndar." r- Að öðru leyti kvaðst séra Bern- harður vilja vísa til biskups um mál þetta, og til Sverris Krist- inssonar um ritun á sérstakri bók Guðbrandur Þorláksson Hólabiskup um Guðbrand Þorláksson og út- gáfur hans, sérstaklega biblíuút- gáfu hans. Sagði Bernharður að þar yrði um að ræða bókmennta- lega og sögulega rannsókn. Einn- ig vísaði Bernharður til biskups og Sverris varðandi fyrirhugaða útgáfu á Nýja testamenti Odds, er hann þýddi í fjósinu í Skál- holti. Séra Bernharður sagði Kirkjuráð hafa kjörið Sigurbjörn Einarsson biskup, fulltrúa sinn í útgáfustjórn Guðbrandsbibliu. Mesta afrek í ís- lenskri bókagerð - segir Sverrir Kristinsson um útgáfu Guðbrandsbibliu 1584 BIBLIA sú. er nú verður senn gefin út Ijósprentuð iiðru sinni, kom fyrst út á lloliim árið 1584. Forgongu um útgáfu hennar hafði Guðhrandur hiskup Þorláksson. sem var Hólahiskup árin 1571 til l(i27. Ilefur hihlía þessi longum verið kennd við útgefandann. og nefnd Guðbrandshihlía. I tgafan var oll hin vandaðasta. enda var linkin dýr. kostaði tvö til þrjú kýrverð. Talið er að upplagið hafi iiumið 500 ointiikum. Sverrir Kristinsson bókaútgef- andi sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær, að hann teldi útgáf- una 1584 vera mesta afrek í islonskri bókaútgáfu og bókagerð frá upphafi. Þá hefði hún einnig haft ómetanlegt menningargildi, og sagði Sverrir í því sambandi mega hafa í huga orö Steingríms J. Þorsteinssonar, er sagði að ís- lenska væri ekki til sem lifandi tungumál í dag, hefði Guðbrands- biblía ekki komið til. Hina nýju ljósprentun kvað Sverrir verða mjög vandaða í alla staði. Reynt yrði að líkja sem mest eftir frumútgáfunni, svo sem við val á pappír, og yrði hún að því leyti til líkari útgáfunni frá 1584 en Ijósprentunin frá 1956 til 1957 er. Að öðru leyti sagði hann nýju útgáfuna verða líka fyrri ljós- prentun, bókin yrði bundin í skinn, sem yrði þrykkt myndum, og bandið með látúnshornum og spennum. Til bókbandsins sagði hann verða sérstaklega vandað, en Bókfell hf. mun annast það verk, eins og raunar einnig útgáfuna 1956 til '57. Sagði Sverrir enn vera starfandi mann hjá fyrirtækinu er vann að bókbandinu 1956—'57 og myndi reynslan koma að góðu haldi nú. Útgáfan frá 1956 til '57 var í 500 tölusettum eintökum, og sagði Sverrir að upplagið yrði varla stærra nú. „Við munum kappkosta að gera þessa útgáfu eins vel úr garði og mögulegt er," sagði Sverrir, „og þar sem tækn- inni hefur talsvert fleygt fram frá því síðasta útgáfa var gerð, vonum við að þessi útgáfa takist ekki síður. Varðandi útgáfu á Nýja testa- menti Odds Gottskálkssonar, sem þú spyrð um, þá er það rétt að ætlunin er að gefa það út nú, fært til nútíma stafsetningar. Við telj- um að ritið eigi erindi til okkar nú; bæði er þetta sögulegt verk, og svo á það ágæta mál sem Oddur ritaði fullt erindi til þeirra sem nú eru uppi. Nýja testamentið þýddi Oddur í Skálholti á árunum 1536 til 1539, og það kom út árið 1540 í Hróarskeldu. Ritið hefur aðeins einu sinni komið út í heild aftur, en það er ljósprentuð útgáfa Munksgaards í Kaupmannahöfn 1933. Hluti þess kom þó út í Reykjavík 1940, útgefið af Jóhann- esi Sigurðssyni, smekkleg útgáfa með oftirmála séra Sigurðar Páls- sonar. Sú útgáfa var með nútíma letri. Báðar þessar bækur, Guðbrands- biblíu og Nýja testamenti Odds (íottskálkssonar, munum við gefa út fyrir árið 1984, og einnig verk sem ritað verður um Guðbrand biskup og bókaútgáfu hans, eink- um biblíu hans. Þá er einnig hugmyndin að taka nokkra valda kafla upp úr Guðbrandsbiblíu í þetta rit, á nútíma stafsetningu, og gerður verður samanburður á texta Guðbrandsbiblíu og Nýja testamenti Odds. Þá verður hugs- anlega að finna í ritinu upplýs- ingar um einstakar bækur útgáf- unnar 1584, svo sem hvar þær eru nú niðurkomnar og hver saga þeirra er. Guðbrandur Þorláksson var sem fyrr segir biskup á Hólum 1571 til 1627. Margt gott má um biskupstíð Guðbrands segja, en lengst mun hans verða minnst fyrir bókaút- gáfu sína, þar sem Guðbrands- biblíu ber hæst. Alls er tabð að hann hafi gefið út um 90 rit, en prentsmiðju þá er hann notaði, keypti hann af erfingjum Jóns Arasonar, er flutti hana hingað til lands. Útgáfa Guðbrands á biblí- unni 1584 er fyrsta útgáfan á biblíunni í heild hér á landi. Við útgáfu hennar studdist Guðbrand- ur þó við eldri þýðingar að talið er, svo sem við þýðingu Odds, en sumt þýddi hann sjálfur og fór einnig yfir eldri þýðingar. Þýðing Odds Gottskálkssonar kom hins vegar fyrst út árið 1540, sem fyrr er að vikið, í Hróarskeldu, og er talið að hún sé fyrsta bókin sem út kom á íslensku. Merkilegt er annars að þrjár fyrstu biblíuútgáfur á íslandi eru allar frá Hólum í Hjaltadal, og bera biblíurnar í daglegu tali nafn útgefenda sinna. Guðbrandsbiblía 1584, Þorláksbiblía, kennd við Þor- lák Skúlason, kom út 1637 og 1644, og Steinsbiblía, kennd við Stein biskup Jónsson, kom út 1728. - AII. I NÝl mSSHÓUNN m Sími 52996 INNRITUN ER HAFIN Innritun er ísíma 52996 kl. 1—6 eftir hádegi. Takmarkab i hven tíma BÖRN - UNGUNGAR - FULLORDNIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.