Morgunblaðið - 23.09.1981, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 23.09.1981, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 1981 u Önnur pylsan datt o. gólf«5, )?io \zer3io c& kasta upp krónu hi/orá o3 M huora.." Þjónnnnnn. — Ég bað einmitt um ao okkcrt ber væri á kokteilnum! Ilann var aoeins hálftíma ao tæma [loskuna. en það tók hann 3 daga að búa til lamp- ann. HÖGNI HREKKVÍSI Afxs/ lorrPi/'o' £& /y/i/v0/ czó-e><s/?.. Kvikmyndin um Snorra: Skora á sjónvarpið að endursýna fyrri hlutann Bréíritara þykir „vont, ef einhverjir hafa misst af Snorra vegna fordóma Dana". en þarna eru þeir Gísli Halldórsson og Sigurður Hallmarsson í hlutverkum þeirra bræðra, Sighvats á Grund og Snorra í Reykholti. 0843-0144 skrifar: „Ég var ekki all kostar laus við kvíða.þá er sjónvarpið hugðist sýna nýjasta afsprengi sitt, Snorra Sturluson, á sunnudaginn. Sannleikurinn er sá að mér hefur þótt það tiltæki, að kvikmynda bókmenntir, afar hvimleitt og takast miður vel. Að mínu áliti eru bókmenntir eitt og kvikmynd- ir annað, hvort um sig sjálfstæð listgrein sem ekki er hægt að blanda saman eftir hentugleikum. Þykir mér Paradísarheimt, þ.e. kvikmyndun sögunnar, vitna um það. Nóbelsskáldið á að lifa í bókarformi þar sem smæstu atriði listaverka hans koma fram. Ef til vill má flokka þetta sjónarhorn undir íhaldssemi en svona er það nú samt. Vont ef einhverjir haf a misst af Snorra Af þessum ástæðum var ég kvíðinn á sunnudaginn þar sem gera átti enn eina tilraunina í þessa átt og sjálfur Snorri Sturlu- son fórnarlambið. Er skemmst frá að segja að ég varð mjög undrandi og glaður, því ég gat ekki annað en haft hina bestu skemmtun af myndinni þrátt fyrir alla íhalds- semina og vil ég sannarlega þakka Öllum þeim sem að stóðu. Ekki gat ég heldur fundið annað en þeir, sem við mig ræddu eftir sýning- una, væru á sama máli. Þykir mér vont ef einhverjir hafa misst af Snorra vegna fordóma Dana, en hingað bárust þær fréttir, að Baunagreyjunum leiddist myndin. Því skora ég á sjónvarpið að sýna fyrri hlutann aftur, þá seinni hlutinn hefur verið sýndur, svo að sem flestir megi njóta." Þessir hringdu . . Um skrefa- talninguna Kinmana símnotandi hringdi og hafði eftirfarandi að segja: Ég hef fylgst með skrifum sérfróðra manna um skrefatalningarmálið svokallaða, og á ég þar einkum við skrif Gísla Jónssonar prófessors og tölfræðileg rök Jóns Ogmundar Þormóðssonar lögfræðings, sem sanna að símagjöld má jafna á farsælli hátt en með þessum óvinsæla skrefateljara. Mér skilst einnig að þessi niðurstaða hafi verið viðurkennd af þeim sem höfðu forgöngu um að koma þess- um breytingum af stað, þ.e. að breyta yfir í skrefatalningu. Ég er ein af mörgum sem skrifað hafa undir áskorun til alþingis um að leiðrétta hlut okkar símnotenda. Ég vildi leyfa mér að skora á þá menn sem við með atkvæðum okkar höfum fært inn á Alþingi yfirstandandi kjörtímabil, að þeir taki þetta mál til meðferðar og leiði það til lykta á þann hátt sem að mati sérfróðra manna er til farsældar fyrir alla aðila, minnug- ir þess, að þeir eru í umboði okkar í þingsölum, en við getum aðeins stutt þá með atkvæði okkar á fjögurra ára fresti. Þökk fyrir liðlegheitin Ingunn Einarsdóttir hringdi og sagði: — Fyrir tveimur árum keyptum við hjónarúm í hús- gagnaverslun Ingvars og Gylfa. Nýlega urðum við fyrir því óhappi að gafl brotnaði í rúminu og höfðum við engin ráð önnur en að fara með það upp á Grensásveg í von um að fá gert við gripinn. Og það var ekki aðeins að vel væri tekið á móti okkur, heldur var gert við rúmið fljótt og vel og það sent heim til okkar, okkur að kostnað- arlausu. Ég þakka fyrir liðlegheit- Jarðskjálftarnir 189fi °g brjú börn .É;insn^ris,insd"",','^di "<»» mín. 6l.»ta Sillr m e" Þ.»rtilheimili8.Húnófrvnh' Var S'ltí^kinatial^ZtX

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.