Morgunblaðið - 23.09.1981, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.09.1981, Blaðsíða 18
X 18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 1981 Aflafréttir af Skipaskaga Akranesi. 21. scptcmher. FYRSTA luAnan að þcssu sinni barst hingað á laugardaginn, til Síldar- og fiskimjolsverksmiðj- unnar. Skírnir AK 16 var með 132 lestir, og Örn KE 13 með 400 lestir. Haraldur Böðvarsson og Óskar Magnússon eru hér í dag að landa. Haraldur er með 170 lestir, og Óskar með um 180 lestir.'Aflinn er mestmegnis þorskur. Einn bátur er gerður út héðan á línuveiðar, og hefur afli hans verið um fimm lestir í veiðiferð að undanförnu. Togbátar hafa aflað 15 til 30 lestir í fimm daga veiðiferðum að undanförnu. — Júlíus. Góð loðnuveiði: Grindvíkingur með 950 lestir úr einu kasti LOÐNUVEIÐI var ágæt í gær- morgun, cn skipin fóru að tínast á miðin i fyrrakvöld cftir óveðrið sem var á miðunum um hclgina. Skdmmu eftir hádegi í gær höfðu fimm skip tilkynnt um afla. samtals 3290 lcstir. og má ncfna að Grindvikingur fckk 950 lcstir í cinu kasti. Skipin sem höfðu tilkynnt um afla eru þessi: Víkurberg 500 lestir, Grindvíkingur 950, Skarðs- vík 620, Jón Finnsson 570 og Hrafn 650 lestir. Þá var vitað um allmörg skip, sem komin voru með góðan afla, en höfðu ekki tilkynnt sig. Óánægja sjómanna með matið llófn i llornafiroi. 21. soptrmhor. FYRSTA síldin á þcssari vcrtið barst til Hornafjarðar síðastlið- inn föstudag. en það var aflinn af Stcinunni SF 10, um 300 tunnur. Síldin var mjög fallcg og stór. Stcinunn landaði aflanum á Djúpavogi cn síldin var siðan flutt á bílum til Hafnar. Síldin var söltuð í hinni full- komnu söltunarstöð Fiskimjöls- verksmiðju Hornafjarðar, og gekk sóltunin mjög vel. Allir bátarnir héðan frá Höfn eru nú að veiðum fyrir austan og allt norður að Langanesi og eftir að veiðin byrj- aði hefur afli verið sæmilegur, en eitthvað hefur veður þó hamlað veiðum þar norðurfrá. Hornfirðingar vonast til að síld- in fari að hugsa til hreyfings og komi á hinar hefðbundnu veiði- slóðir, hér við suðausturhornið, sem fyrst svo að bátarnir geti farið að landa hér heima, en eins og er þá er siglingin af miðunum og til Hornafjarðar of löng. En ef um mikla veiði verður að ræða út af Austfjörðum má búast við að stöðvarnar fyrir austan geti ekki tekið á móti öllum aflanum og þá má gera ráð fyrir að 1982 Ford Transit Nú getum viö í fyrsta skipti boöiö Ford Transit diesel sendibíla frá Þýskalandi Eftirfarandi geröir eru fyrirliggjandi: Transit 100 sendibíll buröarþol 1100 kg. Transit 130 sendibíll buröarþol 1400 kg. Transit 100 12 sæta fólksbíll Verö 130.000. Verd 162.000. Verð 180.000. Sveinn Egilsson hf. SKEIFUNNI17 SÍMI85100 einhverjir bátanna komi með afl- ann til Hornafjarðar, þrátt fyrir langa siglingu. Að sögn Arnar Þorbjörnssonar skipstjóra og útgerðarmanns á Hornafirði ríkir mikil óánægja meðal sjómanna vegna nýrrar reglugerðar um mat á síldinni, en sú reglugerð felur í sér það fáranlega mat að „síld með skadd- aðan haus, en að öðru leiti 1. flokks er dæmd í gúanó, og þykir sjómönnum það súrt ef hluti aflans er dæmdur óvinnsluhæfur og verðlaus, en að loknu mati fer þessi sama síld í vinnslu með annarri síld og endar að lokum í sömu tunnu og fyrsta flokks síld- in." Að lokum sagði Örn að þeir sem stunda þessar veiðar hljóti að fara fram á að þetta hróplega óréttlæti verði leiðrétt hið fyrsta. Einar. Athugasemd vegna blaðaskrifa MORGUNBLAÐINU hefur borizt cftirfarandi athugasemd vegna blaðaskrifa um morð Hans Wied- busch: Roykjavik. 22. scptemhfr 1981. Við erum nokkrir vinir og kunn- ingjar Þjóðverjans Hans Wied- busch, sem myrtur var aðfaranótt fimmtudags 17. september sl., sem mótmælum harðlega málsmeðferð og fréttatilkynningu Rannsóknar- lögreglu ríkisins og skrifum síð- degisblaða um þetta mál. Einnig viljum við koma á framfæri vitn- isburði fólks, sem þekkti vel til Hans Wiedbusch. Okkur var vel kunnugt um að Hans var „homosexuel", en það kom ekki í veg fyrir að hann átti sér stóran hóp vina, karla sem kvenna, fjölskyldna sem ein- hleypra, sem kunnu að meta manngildi hans. Hans var að okkar dómi sérstakt ljúfmenni, heiðarlegur, tilfinninganæmur og traustur vinúr. Þar sem hinn látni getur ekki varið sig sjálfur, krefjumst við þess í minningu hans að leiðrétt sé sú villandi mynd sem af honum hefur verið gefin í fjölmiðlum. Ix'ira Asdis ArnHnnsdóttir. (lunrún \ts. Janusdóttir. Monika Ahcndroth. I'all Pamp- irhler Pálsson. Ililko Jakoh MaKnúsNon. Aoalmundur MaKnússon. Karin llróhjarts- son. AAalhciour Pálsdóttir. Inirrid Halldórs- son. Markús Sigurosson. Góð sala Bessa í Þýzkalandi TOGARINN Bcssi frá Súðavík lauk við að selja í Bremerhav- en í ga-rmorgiin. cn hluti aflans var scldur á markaðn- um þar i fyrradag. Alls landaði Bessi 140,4 tonnum og fékk 1.037 millj. kr. fyrir aflann. Meðalverð á kíló var kr. 7,37, sem er mjög gott verð fyrir karfa. Þá seldi Gandi frá Vest- mannaeyjum 53,8 tonn í Cuxhaven. 334,1 þús. kr. feng- ust fyrir aflann og þrátt fyrir að 11,7 tonn af aflanum hafi verið ónýt var meðalverð á kíló kr. 6,21. Pólverjar tilbúnir að kaupa 25 þús. lestir af fiskimjöli - en vilja greiðslufrest í tvö ár ANDRI hf. hefur samið við aðila í Póllandi um solu á 25 þúsund lestum af loðnumjöli af fram- leiðslu nýbyrjaðrar vertíðar. bessi samningur er þó bundinn því skilyrði að Pólverjar fái greiðslufrest í tvö ár, en verðið sem þeir bjóða er 7,20 dollarar fyrir próteincininguna. Haraldur Haraldsson, fram- kvæmdastjóri Andra hf., sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að verðið sem Pólverjarnir byðu þætti mjög gott um þessar mund- Fram til þessa hefði lítið sem ekkert af loðnumjölsframleiðslu þessarar vertíðar verið selt, enda birgðir talsverðar í heiminum, eða um 500 þúsund tonn. Þá sagði Haraldur að hann teldi mjög mikilvægt að orðið yrði við greiðslufrestsbeiðni Pólverja, enda myndu þeir borga fulla meðalbankavexti. Auk þess hefðu Pólverjar verið stærstu kaupend- ur á fiskimjöli frá íslandi undan- farin 15 ár og keypt 30—45 þúsund lestir ár hvert. Skyndikönnun á þörf fyrir leighúsnæði BORGARRÁD samþykkti sam- hljóða á fundi sínum í gær, að fram skyldi fara skyndikönnun á þörf fyrir leiguhúsnæði í borginni. Könnuninni skuli ætlað að leiða í ljós fjölda þeirra fjölskyldna og einstaklinga sem í húsnæðis- vandræðum eru, fjölskyldustærð og núverandi dvalarstað, auk ann- arra aðstæðna. „Áf engisvarnir og æskan" FREEPORT-klúbburinn gengst fyrir almcnnum fundi i Kristals- sal Hótel Loftlciða á fimmtudags- kvold. 24. september nk„ um fundarcfnið „Áfengisvarnir og a-skan.** Frummælendur verða Árni Ein- arsson, formaður íslenskra ung- templara og Hrafn Pálsson, sem lokið hefur meistaragráðu í fé- lagsvísindum og -ráðgjöf frá Adelphi University í New York. Að loknum framsöguerindum verða frjálsar umræður. Allir áhugamenn um áfengismál eru velkomnir á fundinn, sem hefst kl. 20.30.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.