Morgunblaðið - 23.09.1981, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.09.1981, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLADIÐ, MIDVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 1981 Komnir aftur Vinsælu herra leöur inniskórnir aftur fáanlegir. Hagstætt verö. Póstsendum. GEíSiB Vance og Kissinger andmæla AWACS sölu WashitiKttiii. 22. scptcmher. Al'. TVEIR fyrrverandi utan- ríkisráðherrar Bandaríkj- anna, þeir Cyrus Vance og Henry Kissinger, hafa gagnrýnt fyrirhugaða sölu Bandaríkjastjórnar á mjog fullkomnum ratsjár- flugvélum, svokölluðum AWACS-vélum, til Saudi- Arabíu. Vance hefur skor- að á bandaríska þingið í bréfi að koma í veg fyrir söluna ojí Kissinger sagði: j Á 16 i mmmm „ég var á móti hugmynd- inni frá upphafi," á blaðamannaf undi í Texas. Kissinger sagði að það yrði þó enn verra ef þingið kæmi í veg fyrir söluna nú. „Mér finnst að stjórnin og þingið ættu að koma sér saman um eitthvað sem myndi auka öryggi allra viðkomandi frekar en að bítast um málið." I bréfi sem Vance skrif- aði Alan Cranston, öld- ungadeildarþingmanni demókrata, sem á sæti í utanríkismálanefnd deild- arinnar, 5. ágúst sl. segist hann óttast að sala vélanna muni „eyðileggja hernaðar- jafnvægið" í Miðaustur- löndum. Fulltrúar í utanríkis- málanefnd öldungadeildar- innar skoðuðu AWACS- vélarnar í dag í boði stjórn- arinnar. Ýmis samtök hófu sama dag sameiginlega baráttu gegn sölu vélanna. Karpov mættur tilleiks Milanú. ítalíu. 22. septrmher. AP. ANATOLY Karpov kom með 11 manna fylgdarliði til Mílanó í dajj. Ilann mun leika sinn fyrsta leik Kegn Victor Korchnoi í hcimsmeÍKtaracinvíginu í skák 1. októher. Sovéski heimsmeistarinn veif- aði til blaðamanna við komuna og sagðist vera tilbúinn að hitta harðan keppinaut sinn. Hann svaraði því engu þegar hann var spurður hvort hann hefði komið með dáleiðandann, sem truflaði Korchnoi í einvígi kappanna á Filipseyjum, með sér. Heimildir hermdu að dáleiðandinn kynni að koma með seinni hópi fylgdarliðs Karpovs frá Sovétríkjunum. Irina, kona Karpovs, var í fylgd með honum. Þeim var ekið til Merano á Norður-ítalíu eftir stutta móttöku í ræðismanna- skrifstofum Sovétmanna í Mílanó. Á móti banvæn- um sprautum London. 22. wptember. AP. ELLEFU þekktir evrópskir læknar hafa skorað á lækna í Oklahoma-ríki í Bandaríkjunum að neita að gefa fanga, sem hefur verið dæmdur til dauða, banvæna sprautu, samkvæmt fréttum Amnesty International á miðvikudag. Læknarnir segja að þátttaka lækna í aftökunni yrði brot á siðareglum læknastéttarinnar. Thomas „Sonny" Hays var dæmdur til að hljóta banvæna sprautu 1977. Aftakan átti að fara fram 9. september en þá var henni Oklahoma, Idaho, Texas og New Mexico hafa þá hegningu í hegn- ingarlögum sínum. seinkað um 30 daga. Hays er einn af 850 manns sem bíða dauðarefs- ingar í Bandaríkjunum. 180 þeirra eiga að hljóta banvæna sprautu. Þannig sprauta hefur aldrei verið gefin í Bandaríkjunum, en ríkin Andre Lwoff og Francois Jacob, frönsku Nóbelsverðlaunaþegarnir, og aðrir læknar í Frakklandi, írlandi, Svíþjóð, Sviss og Bret- landi sendu áskorunina í skeyti til lækna í Oklahoma á miðvikudag. Krákuskeljar valda eitrun á Spáni Madrtd. 21. wptemtwr. AP. Heilbrigðisráðuneytið spænska skoraði i dag á Spánverja að leggja sér ekki nýja kræklinga til munns, eða á meðan verið væri að finna ástæður mikillar matareitrunar, sem olli þvi, að þúsundir manna voru fluttar á spitala í gsr. Tekið var þó fram, að ekki væri um alvarlega eitrun að ræða. Spánverjar eiga enn um sárt að binda vegna annarrar og alvar- legri eitrunar, en það var þegar á markaðinn var sett eitruð matar- olía, sem til þessa hefur valdið dauða 125 manna. Fyrst varð vart við eitruðu olíuna fyrir fjórum mánuðum en ennþá hefur ekki tekist að finna móteitur við henni. Einkenni eitrunarinnar eru uppsölur og niðurgangur og er talið, að nýir kræklingar séu sökudólgurinn, en þeir eru mikið étnir á Spáni. Haldið er, að þessar eitruðu krákuskeljar hafi komið frá Galiciu á Norðvestur-Spáni, en hins vegar hefur borgin Murcia á Suðaustur-Spáni orðið verst úti. Stálvaskar og blöndunartæki ARABIA HREINLÆTISTÆKI BAÐVÖRURNAR FRÁ BAÐSTOFUNNI E>wsiomF1' ÁRMÍJI.A 23-SlMf 31810.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.