Morgunblaðið - 07.10.1981, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.10.1981, Blaðsíða 1
32 SÍÐUR 223. tbl. 68. árg. MIÐVIKUDAGUR 7. OKTÓBER 1981 Prentsmiðja Morftunblaðsins. „Fylgjum áfram stefnu Sadats Símamyndir AP Á myndinni til vinstri horfir Sadat á hergögnin ásamt Mubarak varuforseta. Nokkrum andartökum eftir að myndin var tekin dundi skothríðin á forsetanum og sessunautum hans í forsetastúkunni. Á myndinni til hægri þyrpast öryggisverðir við dyrnar að skýli sem Sadat var borinn í eftir árásina. Síðan var hann fluttur í sjúkrahús með herþyrlunni, sem sést til vinstri. Fallinn öryggisvörður liggur fremst. Ileimurinn hættulegri án Sadats — í dag Sadat, á morgun Numeiri, svo allir hinir Kaíró. 6. uktóbor. AP. NEYÐARÁSTANDI heíur verið lýst yíir í Egyptalandi í eitt ár vegna morðsins á Anwar Sadat forseta. Oeirðir hafa ekki orðið í kjölfar þessa atburðar, en hervörður er við helztu byggingar í Kairó og öðrum borgum. Auk Sadats féllu níu menn í skotárásinni og a.m.k. 22 særðust. Sagt er að þrír tilræðismanna hafa verið skotnir samstundis og ljóst er að a.m.k. þrír voru teknir höndum. Morðið hefur vakið sorg og reiði á Vesturlöndum. en i Moskvu hefur verknaðurinn verið skýrður sem skiljanleg afleiðing af stefnu Sadats í málefnum Miðausturianda. Ilarðsnúnir andstæðingar forset- ans í Arabaríkjunum hafa lýst fögnuði sinum og velþóknun og í Beirút og Damaskus var sungið og dansað á götum úti er fréttist um morðið. Enn er ekki vitað að hverra undirlagi tilræðið var, en meðal þeirra hópa sem segjast hafa verið að verki eru útlagasamtök undir forystu Sadeddin Shazlis, íyrrum hershöfðingja Sadats, en sá hefur verið í útlegð, síðan hann sagði af sér sendiherraembætti, er Sadat fór til Jerúsalem fyrir fjórum árum. Mubarak, varaforseti Egyptalands, sem að öllum líkindum verður kjörinn forseti á næstu vikum, lýsti því yfir um leið og hann skýrði þjóðinni frá falli Sadats í sjónvarpi, að stefnu hins látna forseta yrði fylgt í hvívetna og væri engra breytinga að vænta á næstunni. hvorki í innanlands- né utanríkismálum. Árásin Árásin á Sadat átti sér stað í Sig- urborg, einu úthverfa Kairó, um há- degisbil. Var forsetinn að skoða hersýningu ásamt helztu ráðgjöfum sínum og fjölda erlendra gesta, en tilefnið var stríðið gegn ísrael 1973. Er sýningin hafði staðið yfir í hálfa aöra klukkusturid tóku herpotur aö leika listir sínar og spúa lituðum reyk yfir sýningarsvæðið. í þeim svifum kvað við mikil skothríð og segja sjónarvottar, að í fyrstu hafi viðstaddir greinilega haldið að hér væri um að ræða lið í hátiðarhöld- unum. Fregnir af atburðarásinni stangast á, en ýmsir sjónarvottar telja, að tilræðismenn hafi verið sex til átta talsins. Hafi tveir þeirra hafið skothríð að forsetastúkunni af þaki herjeppa, en út úr honum hafi síðan þust aðrir og hafi þeir hleypt af vélbyssum sínum um leið og þeir stukku að stúkunni, hrópandi víg- orð, en talið er, að þeir hafi einnig varpað handsprengjum. Egypzkir útlagar aö verki? í fyrstu þótti ýmislegt benda til þess að tilræðið væri upphafið að uppreisn innan hersins, en er líða tók á daginn, benti fátt til þess að svo væri. Sadat átti sér marga óvild- armenn, bæði innanlands og utan, ekki sízt eftir hreinsanirnar að und- anförnu. Af hálfu stjórnarinnar í Kairó hefur ekkert verið látið uppi um tilræðismennina, en böndin hafa borizt að ótlagasamtökum Shazlis, sem á sínum tíraa var yfirmaður egypzka hersins, en síðar sendi- herra. Samtökin lýstu því yfir rétt eftir árásina, að þau stæðu að baki tilræðinu. Shazlis var ákafur and- stæðingur þess að Egyptar settust að samningaborði með ísraelsmönn- um og sagði sig úr lögum við stjórn Sadats er forsetinn tók upp viðræð- ur við Begin árið 1977. Hann hefur síðan verið í útlegð í ýmsum Araba- ríkjum og hefur barizt mjög gegn Sadat og stefnu hans. Misjöfn viðbrögð Viðbrögðin við morðinu á Sadat hafa orðið með ýmsum hætti. Á Vesturlöndum hafa þjóðarleiðtogar látið í ljós sorg og söknuð og Reag- an, Bandaríkjaforseti, lét svo um mælt, að Bandaríkin ættu á bak að sjá tryggum vini, heimurinn mikl- um leiðtoga og mannkynið boðbera friðar. Mitterand Frakklandsforseti sagði: „Heimurinn hefur misst einn af sínum beztu sonum" og brezka stjórnin sendi frá sér orðsendingu um, að heimurinn væri hættulegri án Sadats. Begin, forsætisráðherra ísraels, kvaðst ekki einungis hafa n.is-' samherja í friðarviðleitni, heldur einnig náinn vin. Bruno Kreisky, kanslari Austurríkis, sagði, að Sadat hefði verið einn af stórmennum aldarinnar, og önnur ummæli vestrænna leiðtoga voru á sömu lund. Henry Kissinger sagði, að hér hefði grimmdin unnið sigur yfir hófseminni, um leið og hann kvaðst ekki telja ólíklegt, að hér hefðu Líbýumenn staðið að baki. Við allt annan tón kvað í Araba- ríkjunum. Palestínuarabar og vinstrimenn í Beirút héldu daginn hátíðlegan með fagnaðarlátum á götum úti og málsvarar PLO lýstu því yfir, að sá sem hefði „tekið í gikkinn ætti heiður skilið". Khalaf, yfirmaður öryggissveita PLO, sagði: „í dag Sadat, á morgun Numeiri og síðan allir hinir svikararnir". Átti Khalaf hér við Numeiri, forseta Sú- dans, sem hefur verið einn helzti bandamaður Sadats meðal Araba. í Trípólí, höfuðborg Líbýu, var mikið um dýrðir og var gefin út opinber orðsending um að morðið hefði að- eins verið liður í uppreisn hersins. Fulltrúi írak-stjórnar sagði, að fall Sadats væri rækileg lexía þeim sem svikju þjóð sína. Stjórnir hinna hóf- samari Árabaríkja vildu ekkert láta eftir sér hafa um atburðinn. í austantjaldsríkjum var aðeins frá því skýrt í fréttum, að Sadat forseti hefði fallið í skothríð á her- sýningu í Kaíró, og í Moskvu og Prag var því bætt við, að ástæðan fyrir morðinu væri hin ranga stefna forsetans í málefnum Miðausturl- anda. Muharak við völd Hosni Mubarak, sem hefur verið varaforseti Egyptalands frá 1975, er nú æðsti valdamaður í Egyptalandi. Hann hefur verið útnefndur fram- bjóðandi Þjóðlega lýðræðisflokks- ins, flokks Sadats, í forsetakosning- um sen: fram eiga að fara innan tveggja mánaða. Samkvæmt stjórn- arskrá tekur forseti þingsins við embætti forseta landsins ef hann fellur frá, en sú skipan er formsatr- iði, þannig að Mubarak verður í raun mesti áhrifamaður í landinu þar til hann verður kjörinn forseti. Jihan Sadat, ekkja forsetans, kom til forsetabústaðarins með þyrlu skömmu eftir morðið og sótti þang- að börn sín og annað venzlafólk. Hvarf fjölskyldan síðan á brott í þyrlunni og er ekki vitað hvar hún dvelst nú. Sjá einnig forystugrein og greinar á miöopnu. Mubarak næsti forseti Kairó. fi. oklobor. AP. IIOSNI Mubarak. hinn 53ja ára varaforseti Sadats. var í ga‘r útnefndur framhjóðandi l»j<»ðlega lýðræðisflokksins í forsetakosningum sem eiga að fara fram í Egyptalandi innan tveggja mánaða. Mubarak hefur verið varafor- seti sl. sex ár, en áður var hann yfirmaður flughersins. Mubarak var handgenginn Sadat, enda er hinn látni forseti sagður hafa ætlazt til þess að Mubarak yrði næsti forseti landsins. I ávarpi til þjóðarinnar í gær lýsti Mub- arak því yfir að fram yrði fylgt stefnu hins látna leiðtoga, bæði heima fyrir og gagnvart öðrum þjóðum. Forseti þingsins, Abu Taleb, verður stjórnarskránni sam- kvæmt forseti til bráðabirgða, eða þar til kosningar hafa farið fram. Nær víst er talið að Mub- arak verði kjörinn næsti forseti og að hann verði í raun æðsti valdamaður landsins þangað til.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.