Morgunblaðið - 07.10.1981, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 07.10.1981, Blaðsíða 32
Síminná OQflQQ afgreiðslunni er OOUOO Jílor0itní>lní>ií) A 5 krónur eintakið MIÐVIKUDAGUR 7. OKTÓBER 1981 Lifshlaup Kjarvals: „Rvíkurborg út úr myndinni46 - segir Guðmundur i Klausturhólum „ÉG TEL, að Reykjavíkurborg sé út úr myndinni sem kaupandi að Lífs- hiaupi Kjarvals, þvi fulltrúar borgarinnar í viðræðunum virðast ekki hafa haft umboð til þess að gera neitt í alvöru í málinu og þeir jíerðu ekkl einu sinni tilboð í listaverkið,” sagði Guðmundur Axelsson í Klausturhólum í samtaii við Mbi. í gær. en þá var byrjað að pakka Lífshlaupinu niður i kassa á Kjarvaisstöðum. Guðmundur kvað kaupanda vera að verkinu, en vildi ekki tjá sig um það hvort þar væri um innlendan eða erlendan aðila að ra ða. Kvað hann það koma i ljós á næstu dögum. Aðspurður sagði Guðmundur, að þaö væri ekki einkaaðili á Islandi sem hefði gert tilboð í myndina og ekki kvað hann Seðlabanka, Hús verzlunarinnar eða aðra aðila sem nefndir hefðu verið í fréttum hafa rætt málin. Þá svaraði Guðmundur því til, að viðræðunefnd borgarinnar hefði lagt fram tillögu í málinu, þar sem gert hefði verið ráð fyrir að greiða hon- um 400 þús. kr. auk kostnaðar við viðgerð myndarinnar. „Þar af,“ sagði Guðmundur, „myndu 266 þús. kr. fara í skatta og eftir stæðu 144 þús. kr., sem er ámóta verð og Kjarvals- staðir greiddu í sumar fyrir litla rauðkrítarmynd eftir Kjarval. Við- ræður fulltrúa borgarinnar við mig voru eins óljósar og frekast gat, til þess eins að því er virðist að kanna hvað væri hægt að komast langt með mig.“ Sjá bls. 3. Hvorum megin hurðarinnar verður Lífshlaup Kjarvals staðsett í framtíðinni, innan lands eða utan? t gær var hyrjað að pakka listaverkinu niður á Kjarvalsstöðum, en Guðmundur Axelsson, sem segir að Reykja- víkurborg hafi ekki áhuga á að kaupa verkið, segir að kaupandi sé til staðar og muni það sjfýrast á næstu dögum. Ljósn^nd Mbl. Ól.K.M. Ljósm. Mhl. Emilla. Risagúrka í Garðabæ Á SÍÐASTA vori reistu hjón- in Kristín Þorsteinsdóttir og Þórður Jónsson Htið gróð- urhús á loð sinni. Furulundi 2. Garðabæ, en áberandi áhugi hefur verið þar í bæ í sumar á viðbyggingum úr gleri og gróðurhúsum. Þau Kristín og Þórður ræktuðu meðal rósa og blóma agúrkur og tómata. Uppsker- an var framar vonum að sögn þeirra og er risagúrkan sem sonur þeirra, Nonni, heldur á í fangi sér á myndinni hér að ofan, áreiðanlega ekki algeng sjón í litlum gróðurhúsum sem þessu. Agúrkan er um tvö kíló að þyngd og hin myndar- legasta, eins og sjá má. „Taprekstur á frystihús- unum ekki langt frá 10%“ „ÞAÐ ER ljóst að frysti- húsin eru nú rekin með tapi, sem er ekki langt frá 10% og verst virðist af- koman vera hjá frystihús- um sem ekki tilheyra hinu hefðbundna vertíðarsvæði, það er á Vestf jörðum, Norðurlandi og Austfjörð- um, en þessi hús þurfa meðal annars að borga miklar upphæðir í kassa- upphót,“ sagði Sigurður Stefánsson, endurskoð- andi, en hann hefur að undanförnu unnið að út- tekt á stöðu fiskvinnslunn- ar og útgerðarinnar í landinu. Morgunblaðið spurði Sigurð hvort hann styddist við sömu forsendur og Þjóðhagsstofnun, en eins og kunnugt er sýna töl- ur Þjóðhagsstofnunar mun minna tap á frystihúsunum en tölur Sigurðar. „Það sem okkur ber einungis á milli eru deilur um vexti og ennfremur hefur Þjóðhagsstofnun fram- reiknað tölur frá árunum 1978 og 1979, sem er tilgangslaust í verðbólgu þeirri sem geisar á íslandi," sagði Sigurður. Sigurður sagði, að niður- stöður hans um saltfisk- og skreiðarverkun væru svipaðar þeim og Þjóðhagsstofnun hefði fengið út, nema hvað hann tæki inn í dæmið þá lækkun sem orðið hefði á skreið að undanförnu. Þá sagði hann, að ljóst væri að togaraflotinn væri rekinn með tapi og ætti vaxtakostnaður þar stóran hlut að máli. Norðanmenn um Blönduvirkjun: „Bíðum enn ákvörð- unar ríkisstjórnar“ „Spurningin er um samningsflöt norð- ur frá“ - segir iðnaðarráðherra „ÞAÐ STENDUR ekki á okkar afstöðu. Ef þeir eru reiðubúnir að ákveða Blönduvirkjun sem næstu virkjun, þá crum við reiðubúnir að skrifa undir samningsdröKÍn, sem liggja tilhúin. Við bíðum enn ákvörðunar ríkisstjórnar. Það er meirihluti fyrir þessu hér og það vita stjórnvöld,“ sagði Jón ís- berg, sýslumaður, einn fulltrúi norðanmanna í viðtali við Mbl. um stöðu mála vegna Blöndu- virkjunar. „Spurningin er um að ná saman — að sjá hvort það cr samningsflötur norður frá,“ svaraði Iljörleifur Guttormsson, er hann var spurður um hver biði eftir hverjum i þessu máli. Jón ísberg sagði, að meirihluti væri fyrir hendi bæði vestan og austan Blöndu um að skrifa undir samninginn, eins og ríkisstjórnin hefði óskað eftir að hann yrði. Sá fyrirvari væri eingöngu gerður, að Blanda yrði fyrsta virkjunin. „Við förum ekki að skrifa undir samn- ing, ef það á síðan að fresta virkj- uninni um 5—6 ár, jafnvel leng- ur,“ sagði hann. Þessi afstaða norðanmanna hef- Deilt um eftirmann í borgarráði Björgvin til BUR um áramót „EG MUN skýra málið síðar í vik- unni,“ sagði Björgvin Guð- mundsson borgarfulltrúi og ný- ráðinn framkvæmdastjóri Ba*jar- útgerðar Reykjavíkur, þegar Morgunblaðið spurði hann hvort rétt va*ri að hann tæki ekki við framkvæmdastjórastöðu BÚR fyrr en um áramót, en Björgvin átti að taka við af Marteini Jón- assyni framkvæmdastjóra um mánaðamótin. Þcgar Morgun- blaðið spurði Björgvin frekar hvers vegna hann tæki ckki við framkvæmdastjórastöðunni nú, vildi hann ekkert segja. Morgunblaðið hefur hinsvegar fregnað að ein höfuðástæðan fyrir því, að Björgvin tók ekki við fram- kvæmdastjórastöðunni um sl. mánaðamót, sé að ekki hafi enn náðst samkomulag um hver eigi að taka við af Björgvin í borgarráði Björgvin Sjöfn Reykjavíkur, samstarfsaðilum Al- þýðuflokksins og sérstaklega Al- þýðubandalaginu sé í nöp við ef Sjöfn Sigurbjarnardóttir eigi að taka við af Björgvin. Marteinn Jónasson átti að láta af störfum framkvæmdastjóra Bæjarútgerðarinnar um sl. mán- aðamót, en ekki er Mbl. kunnugt um hvort hann muni gegna störf- um Björgvins fram til áramóta. Á sínum tíma var hins vegar skýrt frá því að Marteinn myndi gegna störfum sem ráðgjafi fyrirtækis- ins a.m.k. fyrst í stað eftir að Björgvin tæki við. ur komið fram áður í fréttum og var Hjörleifur því spurður í gær hver raunverulega staðan væri og hvort norðanmenn færu þá ekki rétt með. Hann svaraði: „Þeir hafa haft í ýmsu að snúast, bændur fyrir norðan, annað en funda um þetta þessa dagana." — Þeir segja samningana til- búna til undirritunar? „Þeir hafa fengið ákveðið tilboð frá ráðuneytinu til þess að svara og það hefur ekki gengið saman eins og komið er. Þeir hafa ekki fallist á það og ýmis atriði í því sambandi." Hjörleifur var að lokum spurður hvort samkomulag væri um röðun virkjananna í ríkisstjórn. Hann svaraði því til að ekki hefði reynt á hvort samkomulag væri um þetta tiltekna mál. Sjö ára stúlka lést í bílslysi SJÖ ára stúlka varð fyrir flutn- ingabíl í Keflavík um klukkan 19.30 í gærkveldi og lést hún síðar á Borg- arspítalanum. Slysið varð við Birkiteig, og sam- kvæmt upplýsingum lögreglunnar eru atvik óljós, en ökumaður bif- reiðarinnar varð ekki var við þegar slysið átti sér stað. Stúlkan var flutt í sjúkrahúsið í Keflavík og síðan á Borgarspítalann þar sem hún lést.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.