Morgunblaðið - 07.10.1981, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 07.10.1981, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. OKTÓBER 1981 13 Jóhanna ardóttir - Fædd 3. dcsember 1906. Dáin 23. ágúst 1981. 2. september sl. bar svo við eftir marga rigningardaga, að um há- degi lygndi og sólin skein skært yfir Reykjavíkurborg. Einkennileg tilviljun og þó, kl. 1.30 var kvödd frú Jóhanna Sigurðardóttir í Dómkirkjunni. Hanna var Reykjavíkurbarn, hún flutti aldrei úr borginni eins og margar af vinkonum hennar þurftu að gera vegna starfs maka þeirra. Þær voru 8 talsins, sem bundist órjúfandi tryggðarböndum í MR árið 1921. Hanna var einstök manneskja, hún var sú, sem ætíð var fyrst til að taka hvað mestan þátt í gleði og sorgum vinkvenna sinna, börnum þeirra og barna- börnum, og ekki hvað síst undir- ritaðri, sem unni henni mjög allt frá barnæsku. Alltaf var hlýja, mjúka höndin til að þerra burt tár, þegar tregi var og alltaf gam- an að segja henni gleðitíðindi, þá gladdist hún jafnan líka. Sigurð- Minning Hanna var óvenju glæsileg kona, mjög fríð sýnum og vakti athygli hvar sem hún fór. Gaman var að koma á Freyjugötuna þar sem hún bjó lengst af og aldrei þreyttist hún á að segja okkur sögurnar um „gamla daga“, um „sprellið" í MR, um göngutúrana kringum Tjörnina að loknum dansæfingunum í skólanum, um „rúntinn" og um svo ótal, ótal margt fleira. Sveinn Pétursson, augnlæknir, varð þeirrar gæfu aðnjótandi að kvænast Hönnu, enda höfðu þau verið heitbundin allt frá skólaár- unum. Eignuðust þau 2 dætur, Snjólaugu, tannlækni, og Guðríði, hjúkrunarfræðing. Velferð dætr- anna og fjölskyldna þeirra var hennar mesta hamingja, og oft sagði hún við undirritaða að börn- in væru okkar dýrmætustu perlur. Enda þótt íeiðir Hönnu og Sveins hafi skilið, hélst ósvikið ástríki með þeim alla tíð, svo að segja má máske, að hún hafi geng- ið sólarmegin götunnar, enda Þessi mynd átti að íylgja minningar- orðum um Jóhönnu Sigurðardóttur, sem birtist i blaðinu i gsr. Þar fylgdi mynd af nöfnu hennar sem einnig er látin. — Er beðist afsökunar á mistök- unum. ok minninKargreinin hirt hér á ný. skein sólin og tjörnin var svo und- urmild og blíð eins og sú, sem átti leið þar um síðasta spölinn. Nú er hún áreiðanlega búin að hitta vini og ættingja sem hafa tekið henni opnum örmum, jafnvel að þau syngi nú öll saman „Vort æskulíf er leikur sem líður, tra-la-la“, sem hún svo oft söng sjálf í góðra vina hópi. Dætrum hennar og öðru vensla- fólki sendum við mæðgurnar okkar dýpstu samúðarkveðjur og biðjum henni blessunar Guðs, með þökk fyrir allt og allt. Sigríður Jónsdóttir íslenskir listamenn sýna í Danmörku FÖSTUDAGINN 2. október sl. var opnuð sýning á verkum íslenskra listamanna á Bangsbomuseet í Frederikshavn. Sýningin verður opin til 8. nóvember nk. og er safn- ið opið frá 10 til 17 daglega. Að þessu sinni taka 23 íslenskir lista- menn þátt í sýningunni og eru 212 verk unniní gull, silfur, keramik, gler o.fl. Meðal þeirra sem eiga verk á sýningunni eru Jens Guð- jónsson, Kolbrún Björgólfsdóttir, Steinunn Marteinsdóttir, Edda Óskarsdóttir, Sigrún Guðjónsdótt- ir, Eva Vilhelmsdóttir auk fjölda annarra þekktra listamanna. 22480 Jllorjjunblntiib Þótt 1981 árgerðin af LANCER hafi verió fullkomin hafa verið gerðar talsverðar breytingar á árgerð 1982, sem eru m.a. þessar: 5 gíra kassi (minni bensíneyðsla) — Diskabremsur á öllum hjólum — Kraftmeiri vél — Nýtt og endurbætt mælaborð — íburðarmeiri innrétting og m.fl. Það er umhyggja höfö fyrir farþegunum í LANCER, dúnmjúkt fjöðrunarkerfi og farþegarýmiö er sérstaklega styrkt í samræmi við alþjóðlegan öryggis- staðal. Sem sagt „MITSUBISHI“ öryggi. HEKIAHF Laugavegi 170 -172 Sírni 21240 Y Veistu hvaóa litsionvarpstæki býöst meö ÍOOÖ krróia staögueiösluafslætti ?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.