Morgunblaðið - 07.10.1981, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. OKTÓBER 1981
Vandi Jökuls hf. á Raufarhöfn:
Atvinnuástand-
ið í sama farinu
Unnið til föstudags - Togarinn
mun ekki leggja upp á staðnum
„STAÐAN í málinu er nákvæmlega eins og hún hefur verið,“ sagði
Helgi ólafsson, varaformaður stjórnar Jökuls hf. á Raufarhöfn, i
samtali við Morgunblaðið i gær. Sagði Helgi að launagreiðslur hefðu
að visu hafist á mánudag, en þá hefði komið i ljós að allt of litlir
peningar hefðu verið til i afgreiðslu Landsbankans á Raufarhöfn, og
þvi hefðu ekki allir getað innleyst ávisanir sínar. Ekki kvaðst Helgi
vita hve mikið hefði verið greitt út
Helgi sagði að togarinn hefði nú
verið fluttur frá verksmiðjubryggj-
unni að hafnarbryggjunni og væri í
athugun að koma honum út, „en ég
veit ekki hvort það tekst,“ sagði
Helgi, „en það er búið að biðja um
að ísa hann á morgun." Aðspurður
um hvaðan peningar kæmu til að
koma togaranum út, sagði Helgi að
með peningunum frá Landsbank-
anum hefðu komið skilaboð þess
efnis að séð yrði fyrir því, „en ég
veit ekki hver ætlar að sjá fyrir
því,“ sagði Helgi.
„Það eru líkur á því að togarinn
fari fljótlega út og það þarf að
ieggja áherslu á það, því hann er í
stórhættu hér í höfninni vegna veð-
urs. Hér er engin bryggjuaðstaða
fyrir togarann og það á að reyna að
koma honum út ef hægt er, en mað-
til starfsfólksins.
ur veit ekkert um framhaldið. Það
verður bara reynt að láta hann sjá
um sig sjálfan, hann landar ekki
hér og atvinnuástandið verður í
nákvæmlega sama farinu, því það
eru ekki til peningar til að setja
frystihúsið í gang. Nú erum við að
vinna hér loðnu, sem klárast á
föstudag, og ef ekki veiðist meira,
þá er enginn maður í vinnu hér á
Raufarhöfn eftir það,“ sagði Helgi.
Þá gat Helgi þess að Svavar
Gestsson ráðherra hefði komið til
Raufarhafnar fyrir skömmu og
hefði hann sagt að ríkisstjórnin
hefði gefið fyrirmæli um fjögurra
milljóna króna fyrirgreiðslu, og
vildu Raufarhafnarbúar gjarnan
að ráðherran upplýsti hvar það mál
hefði stoppað.
Árið um kring þarf að vinna við lagfæringar á skipaflota landsmanna
og það er vissara að allt sé klárt i skipsskrúfunni, enda ekki um neina
smásmiði að ræða i þessu tilviki á myndinni sem Kristján Ijósmyndari
Mbl. tók i Slippnum i Reykjavik.
Pan Am lækkar:
Einhverskon-
ar herbragð
- segir Sigurð-
ur Helgason
PAN AMERICAN flugfélagið lækk-
aði i gær fargjöld á nokkrum flug-
leiðum á milli Bandarikjanna og
Bretlands og nemur lækkunin allt
að 59%. Hér er um að ræða San
Francisco-London leiðina, og lækk-
ar fargjald þar úr 961 dollurum i
396 dollara, á leiðinni New York-
London lækkar fargjaldið úr 526
dollurum i 261, á milli Washington
og London iækkar farið úr 579 doll-
urum i 298 og á leiðinni Houston-
London lækkar farið úr 660 dollur-
um i 473 dollara. Gilda þessi far-
gjöld aðra leiðina.
í samtali við Morgunblaðið í
gærkveldi sagði Sigurður Helgason,
forstjóri Flugleiða, að hann teldi að
hér væri um einhverskonar herbragð
að ræða hjá Pan American og að hér
væri væntanlega um tímabundna
lækkun fargjalda að ræða, enda væri
þetta svipað og þeir hefðu verið að
gera í Bandaríkjunum. Flugfélagið
hefði lækkað verð á ákveðnum flug-
leiðum í skamman tima. Sagði hann
að á meðan þessi fargjaldalækkun
ætti einungis við um Bretland, þá
gerði hann ekki ráð fyrir að lækkun-
in hefði mikil áhrif á flutninga til
meginlandsins. Þá gat Sigurður þess
að hann teldi ekki að áhrif þessarar
lækkunar yrðu varanleg, því Pan
American væri í miklum fjárhags-
erfiðleikum eins og mörg flugfélög,
og hefði tapið hjá félaginu á fyrstu
sex mánuðum þessa árs numið um
240 milljónum dollara.
Óli Björn
Kærnested
látinn
ÓLI BJÖRN Kærnested verzlunar-
maður lézt í Borgarspítalanum í
gærmorgun, 43 ára að aldri. Ilann
var fa'ddur þann 3. júli 1938. son-
ur hjónanna Gísla Kærnested og
Hildar B. Kærnested.
Óli Björn útskrifaðist frá Verzl-
unarskóla íslands. Hann var verzl-
unarstjóri í Söebechsverzlun við
Háaleitisbraut um 10 ára skeið.
Hann starfaði hjá verksmiðjunni
Vífilfelli og rak auk þess tvær
verzlanir Búsports í Breiðholts-
hverfum þegar hann lézt. Óli Björn
lék um árabil bæði handknattleik
og knattspyrnu í Víkingi og var
virkur félagi í Víkingi, sat meðal
annars nokkur ár í stjórn knatt-
spyrnudeildar Víkings. Þá sat hann
Suðurland:
í hverfisstjórn Sjálfstæðisflokksins
í Breiðholti.
Óli Björn lætur eftir sig eigin-
konu, Sigríði B. Kærnested, 2 börn
og fósturson.
„ÞAÐ ER vist að landið er enn á
töluverðri hreyfingu. en hreyfingin
virðist vera dálitið óregluleg
núna." sagði Eysteinn Tryggvason
jarðfræðingur í samtali við Morg-
unhlaðið i gær. en hann hcfur að
undanförnu verið að mæla halla-
breytingar á Kröflusvæðinu.
„Það virðist hafa dregið tiltölulega
lítið úr hraða landhreyfingarinnar,
þó hægt hafi á hreyfingum við sjálfa
Kröfluvirkjun og því er enn ógerlegt
Grindvíking-
ur hæstur
BRÆLA hefur verið á loðnumiðun-
um frá þvi á sunnudagskvöld og
hefur því enginn afli borist á land
frá þvi á mánudag.
Aflahæsta loðnuskipið er nú
Grindvíkingur GK með 7380 lestir,
en ekki Pétur Jónsson eins og sagt
var í Mbl. í gær. Grindvíkingur er
búinn með tæplega helming úthlut-
aðs kvóta en Pétur Jónsson sem er
kominn með 6735 lestir er búinn með
rúmlega helming kvótans.
að spá um framvindu mála á Mý-
vatnssvæðinu," sagði Eysteinn.
Hann sagði að í gær hefði verið
stórhríð í Mývatnssveit og því ekki
verið hægt að sinna neinum mæling-
um.
Verður sérstök rafmagns-
veita sett á laggirnar?
Töluverð hreyfing á
landi á Kröflusvæðinu
AÐ UNDANFÖRNU hafa farið
fram nokkrar viðræður um
svonefnda Rafveitu Suðurlands
og eru sveitarstjórnir á Suður-
landi nú að athuga hvort hag-
kvæmt geti verið að stofnsetja
sérstaka rafveitu fyrir Suður-
land.
Jón Þorgilsson á Hellu, for-
maður Sambands sveitarfélaga á
Suðurlandi, sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær, að þing-
menn kjördæmisins hefðu fyrr á
árinu látið semja drög að lögum
um Rafmagnsveitu Suðurlands.
Þessi drög hefðu síðan verið
kynnt sveitarstjórnamönnum á
árlegum fundi sambandsins í
Vestmannaeyjum sl. vor og þá
hefði verið ákveðið að taka málið
til endurskoðunar, og lengra
væri málið ekki komið.
„Sunnlendingar sitja ekki allir
við sama borð í rafmagnsmál-
um,“ sagði Jón. „Það eru sérstak-
ar rafveitur í Vestmannaeyjum,
á Selfossi, í Hveragerði, á Eyr-
arbakka og á Stokkseyri. Allar
sveitirnar og aðrir byggðakjarn-
Myrt í Bandaríkjunum
ÍSLENSKA konan scm myrt var í
bænum Sao Pahlo í Bandaríkjun-
um á fimmtudag hét Anna Friðr-
iksdóttir Daniels og var hún 33ja
ára gömul.
Samkvæmt upplýsingum sem
Morgunblaðið fékk hjá Þorsteini
Ingólfssyni í utanríkisráðuneyt-
inu, er fátt nýtt að frétta af mál-
inu og sagði Þorsteinn að enn
hefði enginn verið handtekinn
vegna þessa. Hinsvegar sagði
hann að vitnaleiðslur færu fram
fyrir rétti þann 16. þessa mánað-
Anna Friðriksdóttir
Daniels
ar eru hins vegar á svæði Raf-
magnsveitu ríkisins og þurfa
notendur RR að borga talsvert
meira fyrir ráfmagnið en t.d.
fólk á Selfossi eða í Vestmanna-
eyjum."
Iscargo:
Elektran seld til
Perú í næstu viku?
„ÞAÐ KOMA hingað um miðja
næstu viku menn frá Perú, sem
hafa fullan hug á því að kaupa El-
ektruna okkar. Það eru nautabænd-
ur. sem hyggjast nota hana i kjöt-
flutninga." sagði Kristinn Finn-
bogason, framkvæmdastjóri ts-
cargo, í samtali við Mbl.
„Ef samningar takast, þá höfum
við ákveðna Boeing 727-100 í takinu,
sem við munum kaupa. Það er vél
sem hægt er að sameina bæði í far-
þegaflutninga og vöruflutninga. Við
myndum vera með á bilinu 70—80
sæti í henni og flytja 7—8 tonn af
vörum," sagði Kristinn ennfremur.
Það kom fram hjá Kristni, að
verðið á Elektrunni væri á bilinu
2,2—2,5 miiljónir dollara, en greiða
þyrfti á bilinu 2,6—3,0 milljónir
dollara fyrir Boeing 727-100.
„Því er hins vegar ekki að neita, að
við höfum staðið í samningaviðræð-
um, bæði við Arnarflug og Flugleiðir
um að fljúga þetta flug fyrir okkur
ef þessir samningar takast ekki við
Perúmennina. Arnarflugstilboðið
var alsendis óaðgengilegt. Þeirra vél
er ekki samkeppnisfær, en hins veg-
ar munum við halda viðræðum við
Flugleiðir áfram. Þeirra vél, Boeing
727-100, myndi henta mjög vel í
þetta verkefni. Þau mál verða hins
vegar í biðstöðu, þar til ljóst verður
með Elektruna,” sagði Kristinn
ennfremur.
Aðspurður um hvort íscargo hygð-
ist sækja um fleiri áætlunarleyfi,
sagði Kristinn svo ekki vera. Þeir
myndu halda áfram sínu Hollands-
flugi, sem félagið héfur verið með í
10 ár. — „Við höfum engan áhuga á
því, að fara inn á leiðir Flugleiða.
Við teljum okkur hins vegar hafa
verið á undan þeim í Hollandi," sagði
Kristinn Finnbogason, fram-
kvæmdastjóri Iscargo að síðustu.
Hrapaði í Grímsey
ÞORLEIFUR ólason, sem lést af
slysförum i Grfmsey siðastllðinn
sunnudag, var 27 ára gamall, gift-
ur og tveggja barna faðir.
Hann reri ásamt Garðari bróður
sínum á Sigurbirni EA, 12 tonna
báti þeirra bræðra, en í sameiningu
voru þeir að reisa fiskverkunarhús í
Grímsey. Otför Þorleifs verður
væntanlega gerð frá Grímseyjar-
kirkju á föstudaginn.