Morgunblaðið - 07.10.1981, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.10.1981, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. OKTÓBER 1981 jl jcjjtitíiv jcjxioíju Gram Teppi berið saman verðoggæði Wpmm. Fjölbreytt úrval ull og gerviefni, breidd 4.00 m 100% Teflon varinn þráður, öll Gram-teppi eru ■■ hver þráður heldur frá sér af-rafmögnuð óhreinindum 1-- TEPPAVERSLUN FRIDRIKS BERTELSEN Ármúla 7 Símar 86266 og 86260 Ásgeir Þórarinsson Selfossi - Minning Ásgeir Þórarinsson, bifreiðar- stjóri, Stekkholti 7, Selfossi varð bráðkvaddur við vinnu sína mánu- daginn 28. september sl. nýlega 57 ára gamall, en hann var fæddur 4. september 1924 á Stokkseyri. Ás- geir hafði ekki gengið heill til skógar síðustu 7 til 8 árin, en ekki lét hann sjúkleika sinn hindra sig frá störfum, en starfsþrá og starfsgleði var ríkur þáttur í lífs- formi hans. Mikið harmsefni er andlát svo góðs og dugandi manns, og sem enn var á besta aldri. Enginn vandalaus maður var mér kærari en Ásgeir, enda vorum við einskonar fóstbræður þótt aldursmunur okkar væri mikill þar sem ég var 17 árum eldri, en Ásgeir kom hingað að Brúnastöð- um á fjórða ári ævi sinnar og var hér fram að tvítugu. Foreldrar hans voru hjónin Þórarinn Guðmundsson í Sandprýði á Stokkseyri og Jóna Torfadóttir. Þórarinn andaðist hinn 10. sept- ember sl. svo aðeins urðu 18 dagar milli þess sem þeir feðgar voru burtkallaðir. Þórarinn í Sandprýði var sonur Guðmundar bónda Sveinssonar í Traðarholti hinni fornu landnámsjörð Atla Há- steinssonar, en móðir hans var Sigríður Guðmundsdóttir. Ólst Þórarinn upp í Traðarholti og var hinn mesti atgerfismaður bæði á sjó og landi. Stundaði hann marg- þætt störf og fórst allt vel úr hendi, meðal annars var hann bæði hafnsögumaður og heppnis- formaður um langa tíð á Stokks- eyri. Þórarinn Guðmundsson var tví- giftur. Fyrri kona hans og móðir Ásgeirs var eins og áður segir Jóna Torfadóttir formanns í Söndu á Stokkseyri, en Torfi fórst við níunda mann í fiskiróðri þar 20. mars 1897. Var hann sonur Nikulásar bónda í Stokkseyrar- seli, Bjarnasonar þar, Guðmunds- sonar bónda á Litla-Hrauni, Magnússonar. Þegar afi Ásgeirs, Torfi í Söndu, drukknaði þá lét hann eftir sig konu og 5 börn í ómegð. Vegna kunningsskapar við hjónin Ketil Arnoddsson og Guðlaugu Sæfús- dóttur, sem þá bjuggu að Króki í Hraurtgerðishreppi og síðar á Brúnastöðum í sömu sveit, þá bað Ingibjörg ekkja Torfa þau hjónin + Þökkum innilega auösýnda samúó og vináttu viö fráfall eigin- manns míns, fööur okkar, tengdafööur og afa, JÓNS GUÐMUNDSSONAR frá Geröum. Sigríður Björnsdóttir, Þórunn Jónsdóttir, Lúövík Kaaber, Björn Jónsson, Guörún Valgeirsdóttir, Ingibjörg Jónsdóttir, Eyjólfur Bjarnason. og barnabörn. Rodkál Rodkal ogrumn ^KAUPFEIAGIÐ + Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför hjónanna, JÓHÖNNU BJARNADÓTTUR frá Stapadal og VALDEMARS P. EINARSSONAR, loftskeytamanns, Mjóuhlíó 12. Ásta Valdemarsdóttir, Magnús Gissuararson, Jóhanna V. Magnúsdóttir, Hallur S. Jónsson, Ásta Halldórsdóttir, Sigurveig Hallsdóttir. vantar þi3 3Óóan bíl ? notaóur- en í algjörum sérflokki Nú eígum viö einn í toppklassa 120L, árgerö 1978, ekinn aðeins 33.000 km. Litur: Gulbrúnn, var konu- IbílL_____________________ JÖFUR HF O -

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.