Morgunblaðið - 07.10.1981, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. OKTÓBER 1981
19
að taka eina dóttur sína í fóstur.
Þetta gerðu þau og ólst hún síðan
upp hjá þeim. Það var Jóna móðir
Asgeirs.
Þau Jóna og Þórarinn voru
rúmlega tvítug þegar þau hófu
búskap á Stokkseyri. Þau hjón
voru bæði mjög myndarleg og vel
verki farin, en brátt sóttu að þeim
þung áföll og harmar. Þau eignuð-
ust 6 efnileg börn, en tvö þeirra
dóu ung. Næst gerðist það, að
berklar komu upp á heimilinu og
sýktist húsfreyjan og elsta dóttir-
in af þeim. Urðu þær mæðgur að
fara á berklahælið Vífilsstaði og
þar dó Jóna eftir nokkur misseri,
en dóttirin Margrét dvaldist í
sjúkrahúsum á annan tug ára og
andaðist þegar hún var 24 ára.
Ásgeir var á fjórða aldursári
þegar faðir hans varð að leysa upp
heimili sitt 1928 og koma börnum
sínum þremur, sem þá voru eftir
heima, til dvalar hjá góðu fólki.
Meðal annars leitaði hann til fóst-
urforeldra konu sinnar, þeirra
Guðlaugar og Ketils á Brúnastöð-
um, og bað þau taka Ásgeir. Þau
hjón voru þá orðin allroskin að
aldri, bæði komin allhátt á sjöt-
ugsaldur og þótti ýmsum í allmik-
ið ráðist fyrir þau þetta fullorðin
að taka svo ungt barn. En þetta
bUssaðist vel og dvöl Ásgeirs varð
wum á heimilinu til mikiilar
ánægju því ekki get ég hugsað mér
skemmtilegra og betra barn, og
ungling eftir að hann komst til
aldurs og þroska. Það varð því
sannkallaður gleðigjafi, að fá Ás-
geir á heimilið, en þar var ekki
annað en fullorðið fólk fyrir. Var
ég yngstur rúmlega tvítugur, þá
Jóhanna systir mín tæplega þrí-
tug og svo hjónin eins og áður seg-
ir hátt á sjötugsaldri.
Mjög var óttast þegar Ásgeir
var á barnsaldri, að í honum kynni
að leynast óhreysti því hann var
fremur seinn til vaxtar og líkams-
þroska, en þetta reyndist ástæðu-
laus ótti, enda kom brátt í ljós, að
í hinum unga manni bjó mikill
manndómur og starfsvilji og öll
verk léku honum í hendi. Hann
var mjög lagvirkur og vandvirkur
og trúr í hverju starfi. Námsgáfur
voru góðar, lundin létt, og hógvær
gleði einkenndi dagfar Ásgeirs.
Hófsmaður var hann á öllum svið-
um og fór vel og hyggilega með
allt sem hann eignaðist. Hann var
vel vaxinn og fríður maður í and-
liti.
Um tvítugt fór Ásgeir frá
Brúnastöðum og flutti sig um set
að Selfossi, en þar var nóga vinnu
að fá af ýmsu tagi. Vann hann þar
við allskonar störf, ók meðal ann-
ars mjólkurbíl í nokkur ár, starf-
aði um alllangt skeið við rafsuðu á
verkstæði Kaupfélags Árnesinga
og þótti allsstaðar góður starfs-
maður. Brátt eignaðist hann unn-
ustu, góða stúlku Margréti
Karlsdóttur frá Hnausi í Villinga-
holtshreppi ættaða úr Vestur-
Húnavatnssýslu. Þau gengu í
hjónband og hófu búskap á Sel-
fossi þar sem heimili þeirra hefur
staðið síðan með miklum mynd-
arskap. Hafa þau verið samhent
og sambúð þeirra mjög traust og
innileg. Fljótlega reistu þau sér
íbúðarhús, sem þau síðar stækk-
uðu, og enn færðu þau út kvíarnar,
seldu húsið og keyptu annað enn
stærra enda þurfti fjölskyldan
talsvert húsrými þar sem þau hjón
eignuðust fjórar myndarlegar
dætur. Þær eru nú allar giftar og
farnar úr foreldrahúsum.
Mörg síðustu árin átti Ásgeir
vöruflutningabíl, stundaði akstur
á honum og farnaðist vel.
Stund.um komu þau hjónin Ás-
geir og Margrét hingað á fornar
æskuslóðir hans því djúpt stóðu
sterkar átthagarætur og ylur bjó í
brjósti til gamla bernskuheimilis-
ins. Þessar heimsóknir, sem að
vísu voru allt of sjaldan, voru mér
og fjölskyldu minni mjög kær-
komnar. Alltaf voru þá teknar á
dagskrá ýmsar ljúfar minningar
frá liðnum dögum þegar við vor-
um ungir. Síðast komu þau hjónin
hér nokkrum dögum fyrir andlát
Ásgeirs. Þá var bjartur og blíður
dagur, en um það bil sem heim-
sókninni var að verða lokið dró
skýjaþykkni yfir himinhvolfið og
byrgði fyrir sólarsýn. Eftirá
finnst mér eins og þetta hafi verið
táknrænn fyrirboði um þann at-
burð sem var í nánd, en ekki grun-
aði mig skammsýnan manninn þá
neitt slíkt eða að við Ásgeir vær-
um að kveðjast í síðasta sinn og ég
ætti ekki oftar að finna hlýtt
handtak míns kæra fóstbróður.
En minningarnar verma, minn-
ingarnar um góða og prúða dreng-
inn, sem lifði vammlausu lífi og
hlaut svo þá náð, að þurfa ekki að
þjást af löngu dauðastríði eða
verða öðrum til byrði.
Sár harmur er kveðinn að Mar-
gréti eiginkonu Ásgeirs, dætrum
hans og barnabörnum, tengda-
sonum, systkinum og aldraðri
stjúpu, en öllum þessum ástvinum
sínum var hann sannur og traust-
ur ættarhlynur, sem veitti skjól og
styrk. En mikil huggun má það
vera að minningin er hrein og
skuggalaus. Davíð konungur spyr
drottinn í 15. sálmi sínum: „Jahve,
hver fær að gista í tjaldi þínu,
hver fær að búa á fjallinu þínu
helga?" Og svaríð er: „Sá, er fram-
gengur í sakleysi og iðkar rétlæti
og talar sannleik af hjarta, sá, er
eigi talar róg með tungu sinni, eigi
gjörir öðrum mein og eigi leggur
náunga sínum svívirðing til.“
Eg trúi því, að Ásgeir Þórar-
insson hafi átt vísa gistingu í
tjaldi drottins og bústað á hinu
helga fjalli hans svo vel rækti
hann þær dyggðir sem í svarinu
hér að framan eru taldar að-
gangsskírteini að hinum himn-
esku bústöðum. Ég trúi því, að
enginn maður hverfi að fullu þó
dauðans dyr hafi fallið að stöfum.
Hinumegin við þær bíður nýr
heimur og þar verða endurfundir í
fyllingu tímans. Dauðinn er
óhjákvæmilegur partur af lífinu,
en auðvitað oftast óvelkominn þar
til ellin gerir hann eftirsóknar-
verðan.
Lífið er dásamlegt sé þess notið
af hófsemi og góðu hugarfari eins
og hinn dáni gerði. Ég og fjöl-
skylda mín, sem nutum þess að
þekkja Ásgeir og eiga hann að vini
þökkum samfylgdina og allar hin-
ar góðu minningar. Vonin lifir um
nýja samfundi.
Fjölskyldu Ásgeirs eru hér með
færðar samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning hans.
Ágúst Þorvaldsson