Morgunblaðið - 07.10.1981, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.10.1981, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. OKTÓBER 1981 11 1 11« "**■ W : ras 1 «j W b: Ný bóka- verslun í Suðurveri SÍÐASTLIÐINN laugardaK var opnuð ný bókaverslun I Suður- veri.bar er verslað með allar nýj- ustu bækur. erlendar ok innlend- ar. auk ritsafna. EinnÍK eru á boðstólum allar helstu skólabækur ok ritfönK. blöð ok tímarit. Með tilkomu bókabúðarinnar má segja að verslunaraðstaða í Suður- veri verði fullkomnari en verið hef- ur, en verslunin er í alfaraleið þeirra sem búa í Kópavogi, Hafnar- firði, Breiðholti og víðar auk þess sem hún þjónar Hlíðahverfinu. Verslunarstjóri er Jóhanna Jó- hannsdóttir, sem lengi hefur unnið í bókaversluninni Isafold, en eig- endur era Bjarni Friðriksson og Bragi Sveinsson. Áttræðisafmæli: Ásta Guðjónsdóttir Hún frú Ásta Guðjónsdóttir, Austurbrún 6 hér í bæ, verður átt- ræð í dag, 7. október, trúi því hver sem vill. Hún er hundrað prósent Reykvíkingur, fædd og uppalin hér í bænum. Foreldrar hennar vóru Guðjón Brynjólfsson verka- maður og Guðlaug Eyjólfsdóttir kona hans. Ásta giftist Hallgrími Benediktssyni prentara og eignuð- ust þau þrjár dætur og einn son: Margréti og Höllu, sem báðar eru búsettar í Kaliforníu og Ingigerði og Gest, sem búa hér í Reykjavík. Ásta missti mann sinn árið 1940. Hún hefur ekki látið sér nægja að koma börnum sinum á legg, hún hefur alltaf haft ákveðnar skoðan- ir og má nefna að hún var einn af stofnendum Sjálfstæðiskvennafé- lagsins Hvatar og var í stjórn þess í mörg ár. Einnig var hún virkur félagi í Landsmálafélaginu Verði um árabil. Ásta er ljóðelsk og hress kona og hún er fljót að sjá broslegu hliðar tilverunnar, enda hrókur alls fagnaðar meðal kunn- ingja og vina sinna. Nú á þessum tímamótum í lífi hennar óska ég henni hjartanlega til hamingju og vil sérstaklega þakka henni fyrir margar skemmtilegar samveru- stundir. Ásta ætlar að taka á móti gest- um frá kl. 19 í kvöld í húsakynnum Hringsins að Ásvallagötu 1. Hörður Arnarson voss danska eidavélin ein með öllu Ljós í öllum rofum veitir öruggt yfirlit og eykur enn glæsibrag hinnar vönduðu vélar. Fjórar hraðhellur, ein með snertiskynjara og fínstillingu. Stór sjálfhreinsandi ofn með Ijósi, grillelementi, innbyggðum grillmótor og fullkomnum girllbúnaði. Útdregin hitaskúffa með eigin hitastilli. Stafaklukka, sem kveikir, slekkur og minnir á. Barnalæsing á ofnhurð og hitaskúffu. Emailering í sérflokki og fjórir litir: hvítt, gulbrúnt, grænt og brúnt. Voss eldhúsviftur í sömu litum: súper-sog, stiglaus sogstilling, varanleg fitusía og gott Ijós. Breidd 59,8 cm. Stillanleg Hagstætt verð og góðir hæð: 85-92 cm. greiðsluskilmálar. /FOmx HÁTÚNI 6A • SÍMI 24420 Aldeilis einstakt tækifæri húsgögn á rýmingarsölu Viö flytjum lagerinn, og seljum því í nokkra daga húsgögn beint af lager r a sprenghlægilegu verði t.d.: sófasett, borö, stóla, boröstofu- og eldhúsborö og stóla, sófaborö og ýmsa smáhluti. Vertu nú snöggur — því þetta er aðe í nokkra daga jar Símar: 86080 og 86244 verkstæði og lager, Sfðumúla 23, (Selmúlamegin).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.