Morgunblaðið - 07.10.1981, Blaðsíða 17
16
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. OKTÓBER 1981
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. OKTÓBER 1981
17
fWnrijiiw Útgefandi tlrifaMfe hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033.
Áskriftargjald 85 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 5 kr. eintakið.
Morðið á
Anwar Sadat
Anwar Sadat var hugrakkur maður. Hann þorði að taka
áhættu og ávann sér virðingu um allan hinn siðmenntaða og
friðelskandi heim, þegar hann hélt til ísraels í nóvember 1977 og
flutti ávarp í Knesset, þingi Israelsmanna. Með þeirri ferð breytti
hann heimsmyndinni og stuðlaði að því að festa skapaðist í sínum
heimshluta, sem margir óttast, að verði uppspretta hinna geig-
vænlegustu átaka. Anwar Sadat sýndi, að hann var friðarins mað-
ur og þorði að leggja mikið af mörkum í þágu friðar. Sagan geymir
mörg dæmi þess, að einmitt slíkir menn falla gjarnan fyrir hendi
samviskulausra morðingja, hvort heldur þeir láta stjórnast af
eigin truflun eða eru útsendarar friðarspilla. Sagan geymir einnig
mörg dæmi um það, að friðarspillunum tekst best að halda í illa
fengin völd sín, því að þeir sjá svikara í hverju horni og telja alla
aðra jafn mikla óþokka og þeir eru sjálfir.
I fjórða sinn á þessu ári er hér á þessum stað fjallað um
miskunnarlaust tilræði launmorðingja. Skotið var á Ronald Reag-
an Bandaríkjaforseta og á Jóhannes Pál páfa án þess að þeim væri
grandað, en John Lennon, átrúnaðargoð heillar kynslóðar um
heim allan, féll fyrir byssukúlu. Hvert stefnir? spyrja menn
máttvana gegn slíkum atburðum. Hvaða tilgang sjá menn í því að
ryðja andstæðingum sínum þannig úr vegi? Þannig hefur maður-
inn spurt um aldir án þess að fá nokkurt einhlítt svar, því að við
hlið hins góða dafnar hið illa og mestu skiptir, að hið góða hafi
yfirhöndina yfir hinu illa.
Er það tilviljun, að menn stíga fagnaðardans í hverfum araba í
Beirut, þegar þeir frétta af morðinu á Sadat? Beirut, hin fagra
höfuðborg Líbanons, er orðin sundurskotið minnismerki um
skipbrot þeirrar arabísku öfgastefnu, sem Anwar Sadat bauð
byrginn, þegar hann hélt til Jerúsalem og talaði til ísraelsmanna
og heimsins alls í Knesset. Er það tilviljun, að á götum Dasmaskus
dansa menn stríðsdans og hrópa á meira blóð, þegar þeir heyra um
morðið á Sadat? Sýrland er leppríki Sovétmanna við landamæri
Israels og fyrir tilstilli stjórnarinnar þar hafa Kremlverjar talið
sig geta komið í veg fyrir varanlega friðargerð við Israel. Anwar
Sadat vakti ekki aðeins alheimsathygli 1977 heldur miklu oftar.
Til dæmis gerði hann það síðla árs 1972, rúmu ári eftir að hann
varð forseti, þegar hann rak 15 þúsund sovéska hernaðarráðgjafa
frá Egyptalandi. Og hann hefur verið staðfastur í andstöðu sinni
við Moammar Gaddafi, leiðtoga Líbýu. Er það tilviljun, að Sadat
var drepinn skömmu eftir að hann varaði við því, að hinn siðlausi
leiðtogi Líbýu hygðist gera forseta Súdans höfðinu styttri? Og nú
kallar hinn dansandi lýður á höfuð Jaafar Numeirys Súdansfor-
seta.
Anwar Sadat stjórnaði landi sínu með styrkri hendi og þoldi
ekki uppsteit gegn stjórn sinni, var hann í því efni sömu gerðar og
aðrir arabaleiðtogar. Nýlega lenti hann í útistöðum við vestræna
blaðamenn af þessu tilefni og lét þá óhikað heyra sína skoðun,
þegar þeir kölluðu hann einræðisherra. Hann gekk á móti
straumnum og staðfesti hugrekki sitt, þegar hann skaut skjólshúsi
yfir hinn landflótta Iranskeisara. Hann var vinur vina sinna, þótt
þeir sætu ekki lengur í hásæti keisarans.
Hvað tekur við? Eftir mikla menn verður tómarúmið mikið.
Enginn vafi er á því, að mörg ólík öfl munu reyna að fylla tóma-
rúmið eftir Anwar Sadat. Israelsmenn hafa tapað traustasta
bandamanni sínum í arabaríkjunum. Þeir munu nú sitja nótt og
dag gráir fyrir járnum og fylgjast náið með gjörðum óvina sinna.
Vonandi verður ekkert það gert í fljótræði, sem stofnar friðnum í
hættu. Hinir hógværari leiðtogar arabalandanna munu hugsa sitt.
Hver hefur þrek til þess að veita arabísku öfgamönnunum and-
spyrnu að dæmi Sadats? Nýir leiðtogar í Egyptalandi eiga eftir að
sýna og sanna, að þeir hafi þrek og þolgæði Sadats. Halla þeir sér
áfram að Bandaríkjunum eða falla þeir fyrir ásælni Sovétríkj-
anna? Hvaða áhrif hefur dauði Sadats á samskipti Bandaríkjanna
og Sádi-Araba, styrkir hann stöðu Bandaríkjastjórnar heima
fyrir, sem vill efla tengslin við stjórn Sádi-Araba, eða verður hann
vatn á myllu þeirra, sem krefjast minnstra samskipta við araba-
ríkin?
Með morðinu á Anwar Sadat verða þáttaskil í sögunni. Hann
var máttarstólpi undir friðarkerfi, sem hann sjálfur lagði grund-
völlinn að, eftir að hafa barist við ísraelsmenn. Hrynji þetta kerfi
til grunna með honum, er heimurinn orðinn enn hættulegri en
áður, og var þó nóg komið. Vonandi verður Kairó ekki Sarajevo
okkar daga.
SADAT
Hugrakkur
og skeleggur einfari
í Arabaheimi
ÞEGAR Gamel Ahdel Nasser lézt
skyndilega þann 28. september,
1970, skildi hann eftir sig tóma-
rúm. sem fáir héldu að yrði fyllt i
hráð. Anwar Sadat tók við völd-
um, nánast óþekktur varaforseti
Nassers og margir töldu að hann
yrði lítils megnugur, hefði verið
undirtylla og já-maður Nassers.
En það kom fljótlega i Ijós að
Sadat stefndi að miklum breyt-
ingum. Nasser hafði stjórnað Ar-
öbum í striðum, sem töpuðust. við
ísraela, Sadat færði Egyptum aft-
ur sjálfsvirðingu þeirra í Yom
Kippur-stríðinu 1973, sem hann
hafði undirhúið þá um sumarið,
meðal annars I náinni samvinnu
við Assad Sýrlandsforseta, sem
síðar varð einn af erkifjendum
hans.
í maí 1971 eða rúmu hálfu ári
eftir að Sadat tók við völdum
ákváðu vinstrisinnaðir samsær-
ismenn undir forystu Aly Sabry
varaforseta að ryðja honum úr
valdastóli, áður en hann yrði of
Anwar Sadat, Jimmy Carter og
Menachem Begin eftir gerð
Cnmn DflVÍH-náttmálnns
valdamikill og vinsæll meðal þjóð-
arinnar. Sabry og menn hans ætl-
uðu að neyða Sadat til að gefa upp
á bátinn bandalag, sem hann hafði
samþykkt að gera við Líbýu og
Sýrland. Fáeinum dögum síðar
ávarpaði Sadat fjöldafund og
sagðist aðeins ábyrgur gagnvart
almættinu, þjóðinni og sjálfum
sér og að svo mæltu rak hann
Sabry og sex ráðherra aðra. Hann
leysti síðan upp Sósíalistasam-
bandið, eina stjórnmálaflokk
landsins, og efndi til þjóðarat-
kvæðis um sambandsríkið og nýja
stjórnarskrá. Hvorttveggja var
samþykkt með miklum meiri-
hluta. Sambandsríkið var síðar
leyst upp. Til vonar og vara gerði
Sadat einnig vináttu- og sam-
starfssamning við Sovétríkin, en
sú dýrð stóð ekki lengi, Sadat hall-
aði sér í auknum mæli að Vestur-
löndum, hann breytti um efna-
hagsstefnu, leyfði erlendar fjár-
festingar í stórum stíl og klykkti
út með að reka fimmtán þúsund
sovézka „ráðgjafa" frá Egypta-
landi haustið 1972.
Anwar E1 Sadat, þriðji forseti
Egyptalands, var fæddur 25. des-
ember 1918 í litlu þorpi við Níl,
Abu Al-Kom. Faðir hans var
skrifstofumaður hjá hernum,
móðir hans var frá Súdan. Fjöl-
skyldan flutti síðar til Kairó, þar
sem Sadat fór í herskóla og út-
skrifaðist þaðan tvítugur að aldri.
Einn af skólafélögum hans var
Nasser og tókst með þeim náin
vinátta.
Árið 1942 var hann handtekinn
fyrir að aðstoða þýzkan njósnara
við að flýja land og sat tvö ár í
fangelsi, en slapp þá og tók þátt í
baráttu gegn Bretum í landinu.
Hann var fangelsaður á ný, en
sleppt 1948 og starfaði um hríð
sem blaðamaður, var vörubílstjóri
og fékkst við fleiri störf, en síðan
fékk hann á ný inngöngu í herinn.
Árið 1952 tók hann höndum sam-
an við Nasser og fleiri í að steypa
Farouk konungi af stóli og 1960
varð hann forseti egypzka þings-
ins. Níu árum síðar eða um ári
fyrir andlát sitt skipaði Nasser
hann varaforseta.
Sadat var vel menntaður maður,
Anwar Sadat og kona hans meö
Carter-hjónunum fyrir framan
Khepran-pýramídann.
Síðasta brosið — Myndin er tekin rétt fyrir tilræðið.
Símamynd AP.
lærði ensku, þýzku og persnesku,
og talaði öll málin mæta vel. Hann
var pípureykingamaður, tók stöku
sinnum glas af léttu víni, en oftar
kaus hann sér vatn að drekka,
einkum í opinberum veizlum.
Hann var mikið snyrtimenni í
klæðaburði og margir segja að síð-
ari kona hans, Jihan Sadat, sem er
hálf-brezk hafi átt mikinn þátt í
að móta smekk hans á vönduðum
fötum. Hann giftist Jihan Sadat
1949, hún var þá aðeins fimmtán
ára gömul. Þau eignuðust þrjár
dætur og einn son. Hann hafði
verið kvæntur áður og átti þrjár
dætur með fyrri konu sinni. Sadat
skrifaði ævisögu sína fyrir fáein-
um árum, sem á ensku bar titilinn
„In Search of Identity" og var hún
gefin út í mörgum löndum og þótti
merk og upplýsandi og einkum
fallegar lýsingar Sadats á bernsku
sinni.
Það er ekki vafi á að Sadats
verður lengst minnzt vegna frið-
arsamningsins sem hann gerði við
ísraela 1979, hálfu ári eftir að
hinn frægi Camp David-fundur
hafði verið haldinn fyrir tilstuðl-
an Carters. En margt hafði drifið
á daga hans áður. Hann hafði snú-
ið sér að því að bæta kjör þegna
sinna, en vegna mikilla útgjalda
til hermála fékk hann ekki ýkja
miklu áorkað. Hann átti í mjög
alvarlegum útistöðum við Gadd-
afi, þjóðarleiðtoga Líbýu, og kom
til átaka milli herja landanna í
júlí 1977 og skærur blossuðu upp
öðru hverju milli þeirra. í ágúst
1976 samþykkti egypzka þingið
einróma kjör Sadats annað sex
ára tímabil.
Enda þótt Sadat væri potturinn
og pannan í því haustið 1973, að
Arabar réðust á ísrael, gerði hann
sér grein fyrir því, að ef framfarir
ættu að verða í þessum „ódáinsreit
sem Miðausturlönd geta orðið“,
yrði að ná samkomulagi. Hann
ráðfærði sig við aðra Arabaleið-
toga, en viðþrögð þeirra voru öll á
sömu lund og þegar hann fór til
Jerúsalem og gerði síðan friðar-
samninga við Israela samþykktu
flest Arabaríkin bann á Egypta-
land og hefur síðan ríkt fullur
fjandskapur milli þeirra.
Vegna friðarsamninganna og
vegna þess að hann fór ekki troðn-
ar slóðir, var hann nánast sem
einfari í Arabaheimi. Hann lagði
mikið undir og það er mat margra
að hann hafi orðið að láta meira af
hendi en hann fékk í staðinn. Um
greind hans og hugrekki efast
enginn. Þótt fjendur hans fagni nú
er víst að alþýða manna í Egypta-
landi syrgir leiðtoga sinn. Og eins
og heimsmyndin breyttist við
komu hans til Jerúsalem gæti hún
farið að breytast á ný.
(Heimild AP.)
Ógnanirnar við Sadatstjórnina
Tilræðiö gegn Sadat forseta fylgir í
kjölfar róttækustu aögeröa hans
gegn ofsatrúarmönnum og vinstri-
sinnuðum pólitískum andstæðingum síð-
an hann kom til valda fyrir 11 árum. Ýms-
um þótti aö Sadat hefði brugöizt of
harkalega viö þeim vandamálum, sem
hann átti viö aö stríöa í embætti, og spillt
því oröi sem fór af honum sem lýöræðis-
legasta leiötoga Arabaheimsins.
Ráöstafanirnar, sem Sadat greip til,
voru m. a. þessar: Rúmlega 1500 voru
handteknir, yfirmaöur koptísku kirkjunn-
ar var sviptur viöurkenningu ríkisins, 13
öfgasamtök múhameöstrúarmanna og
kristinna manna voru leyst upp, 67 blaöa-
menn og prófessorar voru færöir í önnur
embætti og gefnar voru út tilskipanir,
sem hertu ákvæöi laga um stofnun og
starfsemi stjórnmálaflokka.
Sadat sagöi í þriggja tíma ræöu til
þjóöarinnar aö allt þetta væri gert til aö
verja þjóðarfriö og þjóðareiningu og
binda enda á harönandi deilur múham-
eöstrúarmanna og kristinna manna.
„Blöndum stjórnmálum og trúmálum ekki
saman,“ sagöi Sadat.
„Sadat vill ekki annaö Líbanon eöa Ir-
an hér í Egyptalandi," sagöi talsmaður
koptísku kirkjunnar, Samuel biskup, sem
Sadat skipaöi formann fimm manna
nefndar til að stjórna málefnum kirkjunn-
ar í staö Shenudah patríarka III. Nú er
þaö spurning hvort þetta muni taka viö í
Egyptalandi aö Sadat látnum.
Þaö fer eftir því hve hættulegt trúar-
ofstækiö og stjórnmálaandstaöan er rík-
isstjórninni og hvort ráðstafanirnar, sem
Sadat greip til, hafi borgaö sig. Flestir
vestrænir fulltrúar hafa taliö fram til
þessa aö egypzka stjórnin væri tiltölulega
föst í sessi og hún hefur ekki veriö talin í
hættu, enda þótt töluverörar óánægju
hafi gætt, einkum meöal múhameöskra
heittrúarmanna og vinstrisinnaöra stjórn-
arandstæðinga.
Til þess aö réttlæta róttækar ráöstaf-
anir sínar dró Sadat upp dökka mynd af
ástandinu í Egyptalandi og hélt því fram
aö trúarofstæki væri aö keyra um þver-
bak og landið væri á hættulegri braut.
Hann gagnrýndi Shenundah patríarka og
kristna öfgamenn fyrir ögranir, en harö-
asta gagnrýni hans beindist gegn
Bræðralagi múhameöstrúarmanna og
tugum hópa islamskra heittrúarmanna,
sem hafa sprottið upp á valdaárum hans.
Þessi samtök hafa orðiö æ háværari aö
undanförnu, ekki aöeins í gagnrýni á
vestræna lífshætti í Egyptalandi heldur
einnig stefnu Sadats. Sadat lét aö þvi
liggja aö honum heföi gramizt meir árásir
þessara hópa á stefnu hans og persónu
en trúarskoöanir þeirra.
Sadat nefndi nokkra andstæöinga sína
á nafn, en bar ekki fram sannanir fyrir
samstilltu samsæri hópa múhameöskra
heittrúarmanna eða annarra trúar- eöa
stjórnmálahópa gegn stjórninni. Þess
hafa sézt greinileg merki aö trúardeilur
múhameðstrúarmanna og kristinna
manna væru aö keyra úr hófi og strangra
ráöstafana væri þörf, en Sadat þaggaöi
niöur í svo aö segja öllum óánægjurödd-
um. Enn bendir ekkert til þess aö nokkur
þessara hópa hafi staðiö aö banatilræö-
inu heldur samtök meö bækistöövar er-
lendis, en óánægjan kann aö hafa veriö
kveikjan aö verknaöinum.
Sadat kallaöi alla gagnrýni „lygar" og
lýsti því yfir aö 1.536 pólitískum föngum
yröi stefnt fyrir rétt. Um leiö sagöi hann
aö löglegir stjórnarandstööuflokkar yröu
ekki leystir upp og réttarhöld gegn stjórn-
arandstæöingum yrðu opin og réttlát. En
með þessum aögeröum þrengdi Sadat til
muna þaö „lýöræöi", sem ríkt hefur í
Egyptalandi, og sýndi aö umburöarlyndi
hans gagnvart andófi og gagnrýni var
lokið.
Stjórn Sadats hefur haft mestar
áhyggjur af islömskum félögum, „Gamaat
Islamiya", sem hafa sprottiö upp í háskól-
um og fengið mikið tyigi meö eiriföldum
áskorunum um umbreytingu þjóöfélags
ins í islamskt lýöveldi. Þaö hefur valdiö
stjórninni áhyggjum aö ungir liösmenn fé-
laganna hafa farið út á göturnar á síöustu
mánuöum og dreift bæklingum meö
haröri gagnrýni á stjórnina.
Á bænafundi á Abdin-torgi í Kaíró í
ágúst dreifðu nær 200.000 félagar Gam-
aat Islamiya flugmiöum þar sem stjórnin
var kölluö „haröstjóraklíka", sem ofsækti
Islam og hyglaöi hagsmunym kristinna
manna og Gyöinga, og talaö var um
„blóöþyrsta Koptaklerka sem koma fyrir
vopnum í kirkjum sínum". Ráöizt hefur
veriö á Kopta-námsmenn og taliö er aö
Gamaat Islamiya hafi kynt undir óeiröir í
Efra-Egyptalandi fyrr á þessu ári. Lítiö er
vitaö um tengsl þessara hópa viö
Bræöralag múhameöstrúarmanna, en
þaö er taliö hafa flekkað hendur sínar
meö samstarfi viö stjórnina.
Námsmennirnir eru eins mikið á móti
kommúnistum og Vesturlöndum. Ekkert
hefur bent til þess aö islömsku félögin
gæju gengið i bandalag meö vinstrisinn-
uöum stjórnarandstæöingum. Samband
stjórnarinnar og Bræðralagsins hefur
verið tvirætt, þar sem Sadat atti þátt í því
aö þaö kom aftur fram á sjónarsviðiö upp
úr 1970 og þaö studdi hann í árásum á
vinstrisinnaöa Nasser-sinna.
Sadat varö aö ganga nokkuð til móts
við heittrúarmennina síöustu mánuöi
stjórnartíðar sinnar þrátt fyrir aögeröirn-
ar gegn andstæöingum sínum í síöasta
mánuði. Meö stjórnarskrárbreytingu voru
islömsk lög (Sharia) gerö aö megin-
uppsprettu allrar löggjafar. Fjögur af 26
fylkjum landsins bönnuöu sölu áfengra
drykkja og egypzka flugfélagiö fór að
dæmi fylkisstjórnanna. Islamskur þrýst-
ingur á stjórnina hefur stöðugt aukizt,
þótt óvíst hafi þótt hvort stjórninni stafaöi
hætta frá honum.
Fáeinir
persónulegir
minnismolar
eftir Jóhönnu
Kristjónsdóttur
Það var einkennileg og
ólýsanleg tilfinning, þegar ég
stóð í blaðamannaþrönginni
á Ben Gurion-flugvelli, laug-
ardagskvöldið 19. nóvember
1977. og flugvél Sadats for-
seta Egyptalands renndi upp
að flugstöðvarbyggingunni
og stöðvaðist rétt við rauða
dregilinn. í skini ijóskastar-
anna kom vélin, eins og gríð-
armikið ferlíki af öðrum
heimi og ég held, að þeir sem
þarna voru, hafi verið gripnir
hátíðleika og kannski fyrst
og fremst óraunveruleikatil-
finningu. Mannkynssagan
gerðist fyrir augum okkar
þegar dyrnar voru opnaðar
og Sadat sté út. Fimm dögum
áður hefði engan órað fyrir.
hann er hörundsdekkri en ég
hélt, hvað hann svitnar mikið á
enninu og hvað hann hefur þung
augu.
Hann brosti mikið þessa daga
og á blaðamannafundi þeirra
Begins, morguninn sem hann
fór, ekki síður. Mbl. hafði fengið
inngöngu, vegna þess það var
eitt íslenzkra blaða á staðnum.
Það, sem einkenndi þann fund,
var léttleiki og kátína, það hafði
verið talað mikið og dramatískt
dagana á undan, nú var eins og
allir slöppuðu af. Ég sat heldur
framarlega í salnum og gat því
virt þá leiðtogana vel fyrir mér.
Persónutöfrar Sadats, þrátt
fyrir þunnt hár og þung augu —
stöfuðu frá honum og Begin féll
býsna mikið í skuggann. Sadat
var afar orðheppinn á þessum
fundi.
I fyrra var ég stödd í Kairó í
nóvembermánuði og sá þá Sadat
bregða fyrir. Ég hafði verið á
aó slíkt gæri gerzt. Forsvars-
maður óvinaþjóðar kominn
sem boðberi langþráðs friðar
og bróðurþels.
Ég hafði verið í leyfi í ísrael
og allt í einu birtu ísraelsk blöð
yfirlýsingu um, að Sadat
Egyptalandsforseti segðist
reiðubúinn að koma til Jerúsal-
em og ávarpa Knesset. Ég hygg,
að fáir hafi tekið orð hans í al-
vöru, talið þau innantóm slag-
orð. Nema Begin forsætisráð-
herra ísraels. Hann greip orðin
á lofti og þetta var fastmælum
bundið. Sadat ætlaði að koma.
Margir grunuðu hann um
græsku og ég minnist skrifa þar
að lútandi í blöðum. Forsvars-
menn annarra Arabaþjóða
gengu hreint af göflunum, og
mun þó Sadat hafa tilkynnt
þeim flestum ásetning sinn
fyrirfram, þótt þeir hafi síðar
neitað því.
Þessir tveir dagar, sem Sadat
var í Jerúsalem, einkenndust af
miklu vafstri og gauragangi og
stöðugri keppni milli blaða-
manna, en vegna fjölda þeirra
varð að „skammta" hverjum
ákveðinn hluta af prógramminu.
Ég var við Knesset, þegar Sadat
kom þangað, en hann hafði
ákveðið að ræða ekki við blaða-
menn fyrr en á sérstökum fundi
daginn eftir, svo að það þýddi
ekkert að hafa uppi nein hróp til
hans. Ég var einu sinni spurð,
eftir hverju ég tæki fyrst í fari
karlmanna. Hefði einhver spurt
mig þarna, hefði ég sagt: hvað
rölti niður með Níl, þetta var
rétt fyrir hádegið og umferðin
var óslitin. Hálfri klukkustund
áður hafði mér tekizt fyrir sér-
staka þrautseigju að komast yf-
ir götuna og var nú að byrja að
skipuleggja hvernig ég ætti að
bera mig til að komast yfir á
hótelið aftur. Mér varð hugsað
til þess hvernig færi ef Sadat
kæmi nú og væri að flýta sér...
Og allt í einu fer eins og þytur
um heitt loftið ... lögregluþjón-
ar eru á hverju strái, engu er
líkara en þeir hafi sprottið upp
úr jörðinni. Þeir eru ábúðar-
miklir og eftirvæntingarfullir í
senn og stjórna þarna á horninu
dálitla stund og það lá við ég
neri augun í forundran ... mér
er hulin ráðgáta hvernig þeir
fóru að, en innan mínútna sást
ekki bíll svo langt sem augað
eygði. Síðan komu þrír eða fjórir
lögreglubílar með sírenuvæl og
ljós, á ofsahraða, nokkrar mót-
orhjólalöggur og loks birtist bíll
landsföðurins sjálfs, hann situr
og hallar sér makindalega aftur
í sætinu, veifaði forvitnum veg-
farendum. Svo er þetta liðið hjá.
Og jafnskyndilega og lögreglu-
mennirnir birtust, jafn skyndi-
lega hurfu þeir og gatan varð á
svipstundu full af bílum aftur.
Én mér verður löngum mest í
hug kvöldið sæla í ísrael, þegar
hann kom. í kvöldblíðunni gekk
hann niður þrepin og brosti út
að eyrum. Anwar Sadat kom
sem af himnum sendur og upp
frá þeirri stundu fór heims-
myndin að breytast.