Morgunblaðið - 09.10.1981, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1981
Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaga í Reykjavik:
Samþykkti tak-
markað prófkjör
ALMENNUR fundur fulltrúa-
ráAs SjálfstæðisfélaKanna i
Reykjavik samþykkti i gærkvöldi
að prófkjör skuli fara fram i lok
nóvember næstkomandi til að
velja framboðslista Sjálfstæðis-
flokksins við borgarstjórnar-
kosningarnar i vor. Samþykkt
var að atkvæðisrétt í prófkjörinu
eigi meðlimir sjálfstæðisfélaxa i
Reykjavik, sem búsettir eru í
kjörda'minu og hafa náð 16 ára
aldri prófkjörsdatíana. í öðru
latfi þeir stuðninifsmenn Sjálf-
Steingrímur
Hermannsson:
• *
Astæðu-
laust að
óttast
Arnarflug
STEINGRlMUR Ilermannsson
satfði á fundi með starfsmönnum
Flutfleiða í jtær. að hann hefði frá
upphafi verið ósammála samein-
inttu flujffélatfanna otj teldi hana
en^um hafa verið til jfóðs. Sam-
keppni væri heppilejfust fyrir neyt-
andann oj{ ástæðulaust væri fyrir
Flujfleiðir að óttast litið flujffélajf
eins ojf Arnarflujf.
Aðalmál þessa fundar var hugs-
anleg leyfisveiting til handa Arnar-
flugi á flugleiðum til Þýzkalands og
Sviss. Um það mál sagði Steingrím-
ur, að því yrði vísað til flugráðs, en
hann tæki síðan endanlega ákvörð-
un. Hann benti ennfremur á að ein-
okun Flugleiða gæti orðið til þess að
ferðaskrifstofur hér á landi leituðu
til erlendra flugfélaga í leit að hag-
stæðari kjörum.
Fulltrúar Flugleiða á fundinum
voru mjög á öðru máli, töldu samein-
ingu flugfélaganna hafa verið til
mikilla hagsbóta og átöldu það, að
samgöngumálaráðherra virtist ætla
að færa Arnarflugi á silfurbakka
áætlunarleiðir, sem Flugleiðir hefðu
haft einkarétt á og auglýst með ærn-
um tilkostnaði.
.stæðisflokksins, sem eiga munu
kosningarétt i Reykjavik við
kosningarnar og undirritað hafa
inntökubeiðni i sjálfstæðisfélag i
Reykjavik.
Aður hafði verið borin fram til-
laga stjórnar fulltrúaráðsins um
að allir stuðningsmenn Sjálfstæð-
isflokksins, sem eiga munu kosn-
ingarétt í Reykjavík við kosn-
ingarnar í vor, hefðu atkvæðisrétt
í prófkjörinu. Viðbótartillaga sú,
er gerði ráð fyrir, að aðeins þeir
stuðningsmenn Sjálfstæðisflokks-
ins í Reykjavík, sem óskað hefðu
eftir inngöngu í sjálfstæðisfélag,
hefðu kosningarétt, var borin
fram af Jónasi Elíassyni prófess-
or. Var viðbótartillaga Jónasar
samþykkt eftir miklar umræður
með 237 atkvæðum gegn 80.
Áður hafði verið felld frávísun-
artillaga Eyjólfs Konráðs Jóns-
sonar, alþingismanns, á tillögu
Jónasar. Einnig var felld tillaga
Péturs Guðjónssonar um að öllum
breytingartillögum við tillögu
stjórnar fulltrúaráðsins yrði vísað
til stjórnar þess. Þá var enn-
fremur felld breytingatillaga
Baldurs Guðlaugssonar hdl., sem
gerði ráð fyrir að kjósendur í
prófkjörinu skyldu merkja við
frambjóðendur í númeraröð.
Þátttakendum í prófkjöri ber því
að merkja með X við þá frambjóð-
endur, er þeir kjósa. Mikið fjöl-
menni var á fundinum í gær-
kvöldi, fjörugar umræður, og stóð
fundurinn fram á nótt.
Þennan myndarlega vatnadreka var að finna á athafnasvæði Hafskips i vikunni og mun hann vera á
leið austur I Rangárvallasýslu, þar sem hans bíða væntanlega mörg verkefni. (Ljósm. ói.k.m.)
Flugleiðir með til-
boð í Tíu og Júmbó
„VIÐ ERUM með tilboð og gögn
um fáanlegar Tíur frá fimm flug-
félögum og sömuleiðis erum við
búnir að fá tilboð í Boeing 747,“
sagði Sigurður Helgason for-
stjóri Flugleiða i samtali við Mbl.
i gær, en Sigurður kvað starfs-
menn Flugleiða vinna að upplýs-
ingaöflun og ýmsu i sambandi við
fyrirhuguð breiðþotukaup.
„Við erum að kanna breiðþotu-
málin almennt, en athugunin
beinist fremur að Tíu þótt endan-
leg niðurstaða sé ekki komin enn-
þá varðandi flugvélagerð," sagði
Sigurður, „þetta eru notaðar vélar
sem okkur hafa verið boðnar,
747-vélarnar um 10 ára gamlar og
Tíurnar 4—7 ára gamlar, en tals-
vert framboð er nú af þessum
flugvélum á markaði.
I sambandi við þetta er verið að
kanna stöðuna á Átlantshafinu og
einhver breyting til batnaðar er
merkjanleg þar þótt það sé ekki
mikið. Okkar hugmyndir varðandi
rekstur breiðþotu miðast við að
taka slíka vél í notkun næsta vor,
en eitt af því sem við þurfum að
miða við í slíkri athugun er háð
jákvæðri þróun og jákvæðri af-
stöðu bæði hjá stjórnvöldum um
niðurfellingu gjalda og að eitthvað
borðliggjandi komi í Ijós varðandi
betri rekstrarstöðu á Atlantshaf-
Samráðsfundur í gær:
Ekkert nýtt kom fram
um áform ríkisvaldsins
Á SAMRÁÐSFUNDI fulltrúa
ríkisstjórnar og aðila launþcga
og vinnuveitenda. sem haldinn
var í gær, kom ekkert nýtt fram
um áform ríkisvaldsins hvað
varðar efnahagsmál og kom-
Nafn telpunn-
ar sem lést
TELPAN, sem lést í bifreið-
arslysi í Keflavík á þriðjudag,
hét Anna Guðbjörg Guð-
mundsdóttir. Hún var sjö ára
gömul, fædd 21. júní 1974.
Anna Guðbjörg var dóttir
hjónanna Guðmundar Stef-
ánssonar og Ingibjargar Guð-
leifsdóttur.
andi kjarasamninga. Fundinn
sátu um 35 manns, auk þriggja
ráðherra og fimm ræðumanna.
Fundurinn hófst um klukkan
10 í gærmorgun og lauk á fimmta
tímanum. Fyrstur flutti Ólafur
Davíðsson erindi um þróun efna-
hagsmála á þessu ári og horfur á
því næsta. Þá flutti Þórður Frið-
jónsson ræðu um framkvæmd
efnahagsstefnu ríkisstjórnarinn-
ar og þá Bjarni Bragi Jónsson
um peningamálastefnu og þróun
peningamála.
Að loknum hádegisverði flutti
Hallgrímur Snorrason erindi um
þróun kaupmáttar á síðustu
misserum og í lok fundarins voru
pallborðsumræður með þátttöku
Tómasar Árnasonar, Ragnars
Arnalds og Gunnars Thoroddsen.
Fóru þær þannig fram, að fyrst
fluttu þeir Tómas og Ragnar
stutt erindi og síðan sátu ráð-
herrarnir fyrir svörum. Aðeins
komu fram tvær eða þrjár stutt-
ar fyrirspurnir frá Stéttarsam-
bandi bænda.
Veski flugfreyju stolið
UM KL. 16 á miðvikudag var
veski flugfreyju hjá Flugleiðum
stolið á skrifstofum Flugleiða á
Reykjavíkurflugvelli, innan-
landsflugi.
í veskinu voru 20 þúsund belg-
ískir frankar, 400 bandarískir
dollarar, nokkur hundruð danskar
krónur, 30 v-þýzk mörk, nokkur
pund og gjaldeyrisávísanir á nafni
konunnar auk skilríkja hennar.
Þjófnaðurinn var kærður til
Rannsóknarlögreglu rikisins og er
málið nú í rannsókn.
Samflot aðildarfélaga ASÍ
er ekki hið sama og áður
Strand Mávs:
Sjópróf-
um lauk
í gær
SJÓPRÓFUM vegna strands
flutningaskipsins Mávs i
botni Vopnafjarðar lauk i
gærkvöldi.
Að sögn Garðars Gíslasonar,
borgardómara, kom ekkert
fram í skýrslugjöfum, sem ekki
hefur nú þegar komið fram í
fréttum.
Sjóprófin hófust. i fyrradag
og var þá frestað til gærdags-
ins, þar sem nokkrir yfir-
manna skipsins komust þá ekki
til skýrslugjafa. Sjóprófunum
lauk síðari hluta dags í gær.
Þing VMSI haldið 16.—18. október
ALLT útlit er nú fyrir að kjara-
samningarnir, sem i hönd fara,
verði mun lausari i böndunum cn
áður. þar sem hin ýmsu lands-
sambönd innan Alþýðusambands
íslands hafa ályktað. að ekki
skuli verða um samflot að ræða
milli starísgreina með sama
hætti og verið hefur undanfarna
kjarasamninga. Kru það einkum
iðnaðarmannafélögin, sem litla
tiltrú virðast hafa á samfloti og
telja að sérsamningar gefi þeim
meira í aðra hönd en samflots-
stefnan.
í síðustu kjarasamningum rauf
Rafiðnaðarsamband Islands sam-
flotið, og það hyggst halda
óbreyttri stefnu hvað þetta varð-
ar. Fleiri iðnaðarmannasamtök
hafa tekið upp þessa stefnu og
telja forystumenn í verkalýðs-
hreyfingunni því ekki verða um
neitt ákveðið samflot að ræða,
nema á sviði verðbótaákvæða,
enda þau þess eðlis að ekki er unnt
að hafa þar margskonar reglur um
útreikning. Það munu því aðeins
vera Verkamannasamband ís-
lands og Landssamband verzlun-
armanna, sem ályktað hafa um
ákveðið samflot, en þar sem undir-
tektir annarra eru svo sem raun
ber vitni, er talið að það verði
mjög takmarkað.
Eins og fram hefur komið, var
fjölgað um 30 manns í samninga-
nefnd ASÍ og sitja í nefndinni nú
72 samningamenn. Mest mun
fjölgunin innan nefndarinnar vera
meðal kvenna. Enn hafa kaup-
kröfur ekki komið fram frá aðild-
arfélögum og samböndum ASÍ,
nema frá Alþýðusambandi Vest-
fjarða. Talið er að félögin bíði öll
eftir 10. þingi Verkamannasam-
bands íslands, sem haldið verður
eftir rúma viku, dagana 16. til 18.
október. Aðalmál þingsins verða
kjaramálin og innri mál sam-
bandsins. v
Nýr ísleif-
ur til Eyja
Útgerðarfyrirtækið tsleifur sf.
i Vestmannaeyjum, hefur fest
kaup á nýjum ísleifi frá Færeyj-
um. Er um að ra>ða liðlega 400
tonna fiskiskip, Durid, sem lestar
um 700 tonn og er 5 ára gamalt.
Útvegsbændur ísleifs halda
utan til Færeyja um helgina til
þess að ná í skipið og mun það
hefja veiðar frá Vestmannaeyjum
þegar eftir heimkomuna.