Morgunblaðið - 09.10.1981, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 09.10.1981, Blaðsíða 28
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1981 28 Bókaríregn: „Du, som kom“ 3ja bindi ljóðasafns Þorsteins Stefánssonar Fyrir nokkru kom út í Dan- mörku hjá Birgitte Hövrings Bibl- ioteksforlag 3ja bindi ljóðasafns Þorsteins Stefánssonar, Du, som kom. Þetta bindi er stærst eða tæpar 300 blaðsíður og mun vera lokabindi verksins. Eins og mörgum er kunnugt stofnaði Birgitte Hövring bóka- vörður, ásamt Þorsteini Stefáns- syni rithöfundi, bókaforlag í Danmörku árið 1975, er hafði að höfuðmarkmiði kynningu og út- gáfu ísl. bókmennta. Með sameig- inlegu átaki lyftu þau Grettistaki. Enn einu sinni sannaðist að ást karls og konu er sterkasta aflið í heimi hér. Aðeins þremur árum síðar, 1978, deyr Birgitte. Eftir dauða hennar rekur Þorsteinn einn fyrirtækið. En þrátt fyrir umsvif við útgáf- una leggur Þorsteinn ritstörfin ekki á hilluna. A hugann sækja minningarnar: Ilmur rauðra rósa — hamingjudagar í sólskini — bláar öldur við hvítan sand — mjúkur þytur grænna skóga — fjólublátt rökkur — hversdagslíf — gleði og sorg — sigrar og ósigr- ar — skuggi dauðans — vista- skipti — heilög lotning. Um allt þetta og ótal margt fleira yrkir skáldið í ljóðabálki sínum. „Dýpsta sæla og sorgin þunga“ tendra þann neista sem verður aflvaki sköpunar sérstæðs lista- verks. Með þessum ljóðabálki hef- ur skáldið reist, bæði sér og ást- vinu sinni, óbrotgjarnan minnis- varða. Ritdómar hafa þegar birst í Þorsteinn Stefánsson dönskum blöðum og farið er mjög lofsamlegum orðum um bókina. Til dæmis telur einn gagnrýnand- inn kvæðasafnið hrífandi og sterkt listaverk, og annar ritdóm- ari segir, að að lesa bókina sé eins og að tína steina á ströndinni, skoða þá í lófa sínum og uppgötva skyndilega hve fagrir þeir eru. „Du, som kom“ er tvímælalaust kórónan í listsköpun skáldsins. Ritverk Þorsteins auk ljóðanna eru hin fjölbreytilegustu, skáld- sögur, smásögur og leikrit. Bækur hans munu vera hátt á annan tug að tölu, auk fjölda þýddra bóka. Þá hafa verk Þorsteins verið þýdd á mörg tungumál og víða borið hróður skáldsins og ætt- lands hans. Þorsteinn nýtur álits og virðingar erlendis og honum hefur verið margvíslegur sómi sýndur, meðal annars hlotið dönsk bókmenntaverðlaun. En hvernig hafa landar Þor- steins brugðist við? Hefur ekki gætt nokkurs tómlætis hér heima í hans garð? Að vísu hefur Þor- steinn nokkur undanfarin ár hlot- ið viðurkenningu frá ísl. ríkinu í formi listamannalauna, en vel að merkja aðeins þau lægstu. Er nú ekki gullið tækifæri að gera hér bragarbót, er skáldið hef- ur lokið hinum mikla ljóðabálki sínum. Það væri verðug afmælis- gjöf á sjötíu ára afmæli skáldsins á næsta ári. Rétt er að geta þess að ljóða- flokkur Þorsteins Stefánssonar, Du, som kom, öll þrjú bindin, munu fást í stærstu bókaverslun- um hér. Ármann Kr. Einarsson Kirkjubygging á íslandi á 20. öld Vissulega er kirkjubygging á Islandi bókstaflega furðuverk. Fáeinar manneskjur gæddar áhuga, bjartsýni og takmarka- lausri trú á gróandi þjóðlíf á guðsríkisbraut réttlætis, friðar og gleði taka höndum saman til að byggja hús, sem á að rúma þúsund manns á mestu hátíða- stundum í margar aldir. Og þetta hús á um leið helzt að vera listaverk að fegurð, fram- sýni, formum og litum, sem sagt musteri Guði til dýrðar. En sérstaða framkvæmdanna frá upphafi til enda er slík að ótrúlegt má teljast. Allt er auðn og tóm og myrkur yfir djúpi framtíðarinnar. Samfélagið, ríki, sveitarfélag, enginn er skyldugur til neins. Engin króna til framkvæmda. Engir sjóðir, sem geta eða vilja lána. Hið verðandi hús er og verður ekki veðhæft á venju- legan hátt. Varla nokkurt hús, sem heitir eign til kaups eða sölu. Þess vegna engin lán til framkvæmda, engir skyldugir til að standa í ábyrgð fyrir vaxta- greiðslum. í rauninni ekkert til að borga með. Sóknargjöld, segir einhver. Jú, þau eru til, en ekki skósóla- virði frá hverjum einstaklingi. Eiga samt að standa undir öllum rekstri þess starfs og þeirrar stofnunar, sem koma skal í verð- andi húsi, launum starfsfólks, ljósi, hita og ræstingu, svo eitthvað sé nefnt. Vart mikill af- gangur af þeim til að reisa hús, höll eða musteri. Auk þess eru þau háð ákvörð- un yfirvalda, sem öllu ráða með þau. Banna hækkun þeirra, þrátt fyrir mestu þörf, hvað sem við liggur. Sömu yfirvöld og stjórnendur þjóðar og þjóðkirkju ráða líka einnig í rauninni öllu með bygg- inguna og aðstöðu hennar. Geta meira að segja svipt hana söfn- uðinum og áhugafólkinu og sóknarprestinn embætti sínu og starfsaðstöðu eftir eigin geð- þótta, án svo mikils sem láta hann eða söfnuðinn vita, hvað í vændum er. Öllu gæti verið breytt, öllu sundrað með einni fundarsam- þykkt á svipstundu. Allt þetta átti Langholtssöfn- uður áfram að reyna og ganga í gegnum. En sem betur fór kom það vart í nokkurs manns huga í gleði fyrstu funda undir eigin þaki. Þar héldu allir ótrauðir áfram á sömu braut. Safna fé, ef fórn- fúsa hugi og eyri ekkjunnar var einhversstaðar að finna, sem vildu geta sagt: „Guðs hús á grýttri braut glaður ég hleð,“ þótt ekki yrði það nema varða við veg í eyði- mörku. Auðvitað virtist auðnin á veg- um fjöldans oftast algjör. Samt voru til vissir blettir, nokkur svæði, sem báru ávöxt. Þannig var á þessum vegi með borgarsjóð, sem bætti oft einn úr brýnni þörf, þegar allt hefði stöðvazt ella. Og svo voru hlutaveltur, hátíðasamkomur, kirkjudagar, kaffikvöld, bazar og blað. Að ógleymdu hinu andlega musteri, hinni ósýniiegu kirkju, sem birt- vió gluggann eftirsr Árelíus IMielsson ist bezt í félagsstarfi, fram- kvæmdum og fórnarlund, góð- vild og gjafmildi. Það er aflið, orkan óþreytandi, sem byggir kirkjur á Islandi. Vonandi á þetta eftir að lag- ast. Aldrei hefur þjóðin, eða réttara sagt hin „litla hjörð“ Meistarans meðal þjóðarinnar byggt fleiri guðshús á grýttri braut en nú. Kannske kemur sú tíð, að kirkja verður ekki metin minna en skóli og frystihús. Kannske kemur sú tíð, að prestur þurfi ekki að starfa húsnæðislaus „á götunni", að minnsta kosti til að byrja með, áratugum saman. Og til viðbótar, ef honum tekst að fá leigt, að lána þá íbúð söfn- uði sínum sem skrifstofu, kirkju og gistiheimili, sem ekki á frið- arreit fyrir fjölskylduna á helg- um og allra sízt á jólum. Hver veit. Hvað eru mörg prestaköll allslaus í Reykjavík nú? Hvað hafa verið mörg þús- und manna prestaköll stofnuð á götunni síðustu áratugi? Kannske er þetta bezt svona. En samt má vissulega segja við þá, sem ráða og reikna kirkju Is- lands kjör og kaup: Það er ekki yður að þakka heldur er það Guðs gjöf. Til dæmis um skilning og sam- anburð gagnvart kirkjubyggingu og félagsheimili, danshúsi, sem vissulega er gott og blessað, má geta þess, að söfnuður gæti sótt árum saman um styrk úr félags- heimilasjóði án þess að fá áheyrn eða svar við bréfi. Þótt sýnilegt sé og sannað, að aurarnir verði notaðir til að byggja safnaðarheimili, þá þarf japl og jaml og ræður á fundi eftir fund í ótal ráðum og nefnd- um til að finna út rétt orðalag í reglugerð um þennan sjóð. Ennfremur til að „endur- skoða" reglugerð, lög og fyrir- mæli, sem oftast leiðir til nei- kvæðra svara fyrir safnaðar- heimilið, nema ráðherrann sé frábær. Það er sko allt annað með kirkju. Þar er kannske aldrei „drukkið né drabbað", þangað þarf aldrei lögreglu, þar er aldrei valinn maður á þing! En ekkert dugir samt. Engar synjanir og neitanir sjóða, nefnda og þinga geta stöðvað kirkjubyggingar í landinu. Þar er hönd að verki, sem byggir milljóna-musteri af eyri ekkjunnar. Táningar og togstreita ný bók eftir Þóri Kr. Guðbergsson NÝLEGA er út komin hjá Fjölvaútgáíunni íslensk þjóðfélagsleg skáldsaga, Tán- ingar og togstreita eftir I»óri S. Guðbergsson. Þetta er ungiingabók. sem fjallar um ungiingavandamál nútímans. Þetta er sagan af Eyvindi, ungum pilti, sem lendir úti á galeiðunni. Hann kemst upp á kant við umhverfi sitt og á í sífelldum brösum í skólanum, lærir ekki og fer að skrópa og finnst þar allt einskisvert. Þar með er hann orðinn að vanda- máli og lýst sláandi í bókinni viðbrögðum skólastjóra, yfir- kennara og sálfræðings og fleiri embættismanna, þar sem þeir standa uppi ráðalausir. Höfundurinn er sjálfur fé- lagsráðgjafi og hefur kynnst mörgum líkum vandamálum. í eftirmála gefur hann í skyn, að hér sé í og með fjallað um raunverulega atburði. Þar segir hann m.a.: „Sögu Eyvindar lýk- ur ekki með þessu ævibroti. Hann átti oft eftir að sitja í fangelsi og hljóta skilorðs- bundna dóma, en hann var ekki vonlaus, lífi hans var ekki lokið. Enn átti hann von, en hluti af þeirri von var fólginn í skilningi og viðhorfum hinna full- orðnu...“ Bókin Táningar og togstreita er 184 bls. Hún er myndskreytt af Rúnu Gísladóttur. Setning og prentun í Prentstofu G. Bene- diktssonar, bókband í Arnar- felli. Hringiö í síma 35408 CkjI M > Blaðburóarfólk óskast Austurbær, Miöbær Laugavegur 101—171 Hátún II Úthverfi Hverfisgata 4—62 Hverfisgata 63—120 Austurgerði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.