Morgunblaðið - 09.10.1981, Blaðsíða 22
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1981
22
Sigurður Erlendsson sláturhússtjóri.
Erlendur i Dalsmynni er réttarstjóri, tekur á móti
fénu og skrifar niður fjölda þess.
Ásta Oddleifsdóttir snyrtir skrokkana eftir að þeir
hafa farið i gesnum þvottinn.
„Sé ég eftir sauðunum44
Sydra-LanKholti. 1. október.
„Sé ég eftir sauðunum
sem að koma af fjöliunum
og étnir eru i útlöndum.“
Það er orðið ærið langt síðan
Eiríkur dannebrogmaður á
Reykjum á Skeiðum kvað þessa
vísu, en mörgum bóndanum er
þó trúlega innanbrjósts líkt og
þeim heiðursmanni var á sínum
tíma, nú um sláturtíðina, en
vissulega er alltaf eftirsjón í
fögru búfé. En mennirnir lifa jú
á skepnunum og ekki dugir að
setja tilfinningarnar of mikið
fyrir sig. Þetta er lögmál lífsins.
Sláturtíðin stendur nú sem
hæst og tekur sauðfjárslátrunin
um 5—7 vikur. Mikill fjöldi fólks
vinnur hörðum höndum við
slátrunina og við að koma afurð-
unum í geymslur. Mikill meiri-
hluti þessa fólks er sveitafólk
sem hefur að haustinu nokkurn
tíma frá búsýslunni til að sinna
þessum störfum. Sláturhúsin eru
fjölmörg, mismunandi stór og
búin mismunandi tækjum og
allri aðstöðu, dýrar byggingar
sem flestar standa ónotaðar
annan tíma ársins.
Fréttamaður Mbl. leit inn í
eitt sláturhús á dögunum, var
þar reyndar að leggja inn lömb,
en það var í sláturhúsi Sláturfé-
lags Suðurlands í Laugarási í
— Litið inn í
sláturhúsið
í Laugarási
Biskupstungum. Það hús stendur
skammt frá brúnni yfir Hvítá
hjá Iðu og er eitt af sjö slátur-
húsum Sláturfélagsins og er um
20 ára gamalt. Sigurður Er-
lendsson á Vatnsleysu er slátur-
hússtjóri, en fyrrnefndur Eirík-
ur á Reykjum var einmitt langa-
langafi hans. Sagði hann, að um
23—24.000 fjár yrði slátrað í því
húsi í haust og væri það svipað
og undanfarin haust. Um 60
manns vinna í húsinu og er um
1000 fjár slátrað á dag. Dilkarn-
ir eru rýrari nú en í fyrra og
sagði hann muninn um eitt kíló
að meðaltali. Meðalvigtin var í
fyrra um 14,0 kg en þá var tíðar-
farið gott og mikið grasár.
Lambakjötið er aðallega flutt í
frystihús SS á Hvolsvelli en
einnig fer nokkuð ferskt á mark-
aðinn í Reykjavík.
— Sig. Sigm.
Texti og myndir: Siguröur Sigmundsson
... og svo var brosað ...
Flegið er með taliu i Laugarási eins og gert er i mörgum sláturhúsum á landinu.
r / \ , V fjjL 'jl
r ,
Kristján á Minna-Núpi, Hjörtur á Brúnavöllum og Guðmundur i Lindarbrekku sjá um að klippa horn
og ull af hausunum fyrir sviðinguna.