Morgunblaðið - 09.10.1981, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1981
27
Aðalfundur Húseigendafélags Reykjavíkur:
Húseigendur hlunnfarnir í viðskipt-
um við ýmsa byggingar- og viðgerðaraðila
HÚSEIGENDAFÉLAG Reykjavíkur hélt aðalfund sinn þann 21. sept-
ember síðastliðinn. í skýrslu stjórnar kom medal annars fram, að á
siðasta starfsári leituðu til lögfræðings félagsins rúmlega 500 aðilar
með hin margvislegustu álitaefni. Af einstökum málaflokkum sem
leitað var til skrifstofunnar með bar hæst húsaleigumál. Segir í
fréttatilkynningu frá aðalfundi Húseigendafélags Reykjavikur, að
strax i kjölfar setningu laganna um húsaleigusamninga árið 1979
hafi orðið geysileg aukning á slikum málum.
marga mjög trygga og góða vini
meðal þessa fólks. Ég vil að lokum
votta því mína dýpstu samúð í
þeirri sorg sem knúið hefur dyra,
en veit um leið að minningin um
góðan dreng verður þeirra stærsta
huggun.
Olafur Þór Jóhannsson.
Á sunnudaginn 4. okt. barst mér
sú fregn, að frændi minn hefði
farist af slysförum. Hann hafði
hrapað fyrir björg, er hann var að
smala fé. Maður er alveg agndofa
og brestur orð, þegar náinn vinur
fellur frá í blóma lífsins.
I sumar, þegar ég kom í heim-
sókn til frænda og vina í Grímsey,
tók Lalli á móti mér og bauð okkur
ferðafólkið hjartanlega velkomið
og vildi allt fyrir okkur gera.
Hann sýndi okkur nýja húsið sitt,
sem hann var búinn að byggja í
túninu hjá pabba og mömmu.
Einnig sagði hann, hvað vel hefði
gengið á sjónum, og að þeir bræð-
ur væru að koma sér upp fiskverk-
unarhúsi. Þá tók einnig þátt í
samtalinu augasteinn Lalla, lítil
elskuleg heimasæta, en í vöggu
var prinsinn sofandi.
Lífið og tilveran svo björt fram-
undan, en svo kemur kallið, öllum
að óvörum.
Ég sendi eiginkonu, börnum,
Óla og Ellu, ættingjum og vinum
mínar innilegar samúðarkveðjur.
Skjöldur Þorgrimsson
Einnig var leitað til félagsins
varðandi ýmis ágreiningsefni
íbúðareigenda í fjölbýlishúsum.
Allmörg mál vegna fasteignavið-
skipta komu til félagsins, til
dæmis voru gallamál algeng. Þá
leituðu margir húseigendur til fé-
lagsins vegna margvíslegra við-
skipta við opinbera aðila, til
dæmis borgaryfirvöld, skattayf-
irvöld og fasteignamat ríkisins.
Loks komu allmörg mál til félags-
ins þar sem húseigendur töldu sig
hlunnfarna í viðskiptum við ýmsa
byggingar- og viðgerðaraðila.
Segir ennfremur í fréttatilkynn-
ingu frá aðalfundi Húseigendafé-
lags Reykjavíkur, að ljóst sé að
ýmsir óvandaðir aðilar hafi hasl-
að sér völl á sviði viðhalds og við-
gerða á húseignum. Hafi margir
húseigendur mátt sitja eftir með
sárt ennið eftir viðskipti við slíka
aðila og hvetur Húseigendafélagið
húseigendur, að sýna varúð og
fyrirhyggju áður en þeir semja
um viðgerðir og viðhald húseigna
sinna við ófaglærða menn, sem
þeir kunna engin deili á.
Á fundinum urðu miklar um-
ræður um húsaleigumál og lög nr.
44/1979 um húsaleigusamninga.
Voru fundarmenn á einu máli um
að lögin væru óeðlilega harkaleg í
garð leigusala og að lögin ættu
tvímælalaust stóran þátt í því
slæma ástandi, sem nú ríkir á
leigumarkaðinum. í framhaldi af
þessum umræðum var samþykkt
eftirfarandi ályktun:
„Aðalfundur Húseigendafélags
Reykjavíkur 1981 skorar á hátt-
virt Álþingi að samþykkja breyt-
ingar til lagfæringar á núgildandi
lögum um húsaleigusamninga,
þannig að húseigendur þurfi ekki
að óttast þrásetu leigjenda, eftir
að umsömdum samningstima lýk-
ur. Þessar lagfæringar myndu að
líkindum leiða til þess, að fleiri
húseigéndur en raun ber nú vitni
um, væru fúsir til að leigja út
íbúðarherbergi. Aðalfundurinn
mótmælir hvers konar viðleytni
stjórnvalda til töku húsnæðis með
valdboði, í því skyni að fullnægja
eftirspurn húsaleigumarkað-
arins.“
Á fundinum var einnig mikið
rætt um þær hugmyndir, sem að
undanförnu hafa komið fram um
leigunám. í framhaldi af þeim
umræðum var eftirfarandi álykt-
un samþykkt:
„Aðalfundur Húseigendafélags
Reykjavíkur 1981 telur að eigend-
ur íbúða til eigin nota, nú og í
næstu framtíð, þurfi að hafa sam-
stöðu, hvar í flokki sem þeir
standa, um andmæli gegn þvi, að
hið opinbera skerði eignar- og
umráðarétt þeirra yfir húsnæði,
dragi úr lánveitingum til hús-
bygginga til eigin afnota, íþyngi
húseigendum með ofsköttun, eða
skerði á annan hátt aðstöðu þessa
fólks, svo að ný húsnæðisvand-
ræði skapist og leigjendum fjölgi.
Slíkt væri óheillaþróun, í algjörri
mótsögn við það, sem er að gerast
hjá frændþjóðum okkar á Norður-
löndum og þá stefnu, sem ríkt
hefur á íslandi síðustu áratugi."
Fundarmenn voru á einu máli
um, að brýnasta mál félagsins
væri öflug söfnun nýrra félaga,
því aukinn félagafjöldi og sam-
takamáttur væri forsenda fyrir
öflugri og árangursríkri baráttu
félagsins fyrir hagsmunum hús-
eigenda.
Formaður Húseigendafélags
Reykjavíkur var endurkjörinn
Páll S. Pálsson hrl. Aðrir í stjórn
voru kjörnir: Alfreð Guðmunds-
son forstöðumaður, Sveinn Jóns-
son löggiltur endurskoðandi, dr.
Páll Sigurðsson dósent og dr. Pét-
ur Blöndal stærðfræðingur.
í varastjórn voru kjörnir: Birg-
ir Þorvaldsson, Guðmundur
Karlsson og Sigurður Helgi Guð-
jónsson.
Framkvæmdastjóri og lögfræð-
ingur félagsins er Sigurður Helgi
Guðjónsson hdl.
Utsölumarkaður - Utsölumarkaður
Opnum í dag útsölumarkaö aö Skúlagötu 30.
Vinnufatabúðin
Herb Albert
Journey
Bob Dylan
Hair
Beatles
Frank Zappa
Police
Any Trouble
John Lennon
Goombay Danceband
Pink Floyd
Loverboy
Linx
Billy Joel
Cure
Dire Straits
Doobie brothers
Clash
Fleetwood Mac
Kinks
George Harrison
ELO
Jeff Beck
Janis Ian
Jam
Kenny Loggins
Elvis Presley
Pat Benatar
Roliing Stones
Reo Speedwagon
Santana
Neil Diamond
Queen
Sky
Supertramp
Paul Simon
Tom Petty
Whitesnake
Wether Report
Bob Marley
Taxi
UB-lfl
Undertones
Stray Cats
Sqeeze
Star sound
Steve Forbert
Steely Dan
Talking Heads
Ice-house
Moodie Blues
og margar fleiri
Einnig mikið úrval af litlum
plötum og kassettum.
Laugavegi 89
P.S. Það er ekki til skalli í þessari útsölu.
T