Morgunblaðið - 09.10.1981, Blaðsíða 32
5 krónur
eintakið
Fasteignamiðlunin
Simar ^
31710 Selio
31711
Gre nsdsvt'gi 1 I
Heimasími sölumanns: 31091.
FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1981
Fjöldi rjúpna
er svipaður og
síðustu 10 ár
ÚTLIT er fyrir svipaðan fjölda
rjúpna í ár og verið hefur siðustu
tíu ár, samkvæmt upplýsinKum
sem Morxunhlaðið fékk hjá Arn-
jxiri Garðarssyni náttúrufræð-
in«i.
Sagði Arnþór, að snjókoman
sem hefði verið víða um land
orsakaði það, að rjúpan dreifðist
meira en ella, en á meðan jörð
væri auð héldi hún sig í hópum.
Rjúpnaveiði má byrja 15. þessa
mánaðar.
AB gefur út heildarsafn rita
Tómasar Guðmundssonar
ALMENNA txíkafélagið sendir
nú frá sér ritsafn Tómasar Guð-
mundssonar skálds í 10 bindum.
Er þar að finna Ijóð hans og rit
óhundins máls og hefur val efnis i
ritsafnið verið unnið í nánu sam-
bandi við Tómas sjálfan. Sleppt
er þýðingum Tómasar og nokkr-
um ljóðum. sem hann orti sem
harn eða kornungur maður. Rit-
safnið er í fyrstu prentun gefið út
í 3000 eintökum og verður selt
með afhorgunarskilmálum.
Fyrstu þrjú bindi ritsafnsins
eru Ijóð skáldsins og er þeim skip-
að í sömu röð og þau komu út,
nema Ijóðaflokkurinn Mjallhvít,
sem af hagkvæmnisástseðum er
færður aftur fyrir Fljótið helga og
kemur í upphafi þriðja bindis. Þá
birtast í ritinu tvö Ijóð, sem hafa
ekki áður birzt í ljóðasöfnum
Tómasar, Tunglskinsnótt, í fyrsta
bindi, frá árinu 1934, og Dagur
Tómas Guðmundsson
Noregs, í öðru bindi, frá árinu
1942. Er þessum ljóðum skipað,
þar sem þau eiga stað aldurs
vegna.
Fjórða bindið er „Léttara hjal“,
greinasafn Tómasar, sem birtist í
Helgafelli á árunum 1941—45 og
frægt varð vegna kímni og snjallr-
ar framsetningar á málefnum líð-
andi stundar. Við safnið er bætt 8
greinum, sem taldar eru eiga
heima í þessu greinasafni með
hliðsjón af efni, stíl og aldri.
Fimmta bindið, „Myndir og
minningar", er samnefnt bók
Tómasar um listmálarann Ásgrím
Jónsson, en í því er einnig ritgerð
höfundar um listmálarann Paul
Gauguin. Sjötta bindið, „Menn og
rninni", er ritgerðasafn um skáld
og listamenn, allt frá Jónasi Hall-
grímssyni til Gunnlaugs Blöndals.
Þar eru einnig ritgerðir um Nor-
dahl Grieg og Kaj Munk og eftir-
máli við ljóðaúrvalið „Á meðal
skáldfugla", 1978.
Fjögur síðustu bindin nefnast
„Æviþættir og aldarfar", ævisögur
og aldarfarslýsingar, sem birtust í
bókaflokknum „Islenzkum örlaga-
þáttum", í 10 bindum á árunum
1964 -73.
Kristján Karlsson, bókmennta-
fræðingur, hefur orðið við ósk höf-
undar og Almenna bókafélagsins
um að prentuð yrði fyrir þessu
safni ritgerð hans um skáldskap
Tómasar Guðmundssonar, sem
birzt hefur með öllum útgáfum
Ljóðasafns hans síðan 1961. Féllst
hann einnig á að semja fyrir þessa
heildarútgáfu viðauka við ritgerð-
ina um skáldskap Tómasar, eftir
að Ijóðabókin Fljótið helga kom út
1950. Eiríkur Hreinn Finnboga-
son, cand. mag., sá um útgáfuna.
Sjá nánar um heildarútgáfu
á verkum Tómasar á bls. 16.
Þetta íifsglaða unga fólk
lét ekki napran haust-
kuldann hafa áhrif á sig,
heldur brá á leik i Austur-
stræti í gær, þegar ljós-
myndari Morgunblaðsins,
Ólafur K. Magnússon, átti
leið þar um. Þvi miður spá
veðurfræðingar svipuðum
kulda áfram, en vonandi
taka aðrir borgarbúar þvi
jafn létt og þetta unga
fólk.
MIKILL órói er nú meðal sjó-
manna á loðnu og síldarhátum
vegna lágs verð fyrir hráefni til
útgerða og sjómanna. Síldarsjó-
menn halda fund á Eskifirði i
dag um verð það. sem ákveðið var
fyrir ferska síld i yfirnefnd Verð-
lagsráðs sjávarútvegsins í fyrra-
dag og í gær sendu Sjómanna-
samband íslands og Farmanna-
og fiskimannasamhand íslands
frá sér tilkynningu. þar sem
loðnusjómenn eru varaðir við að
halda áfram loðnuveiðum sökum
óvissu um verð á loðnu til
bræðslu og eins að nú liggur í
loftinu, að loðnuverð lækki um
30% eða meira.
Áhafnir síldveiðiskipa ætla að
koma saman til fundar á Eskifirði
í dag og ræða verð það sem ákveð-
ið var í fyrradag. Einnig munu út-
gerðarmenn einhverra skipa
mæta á fundinn og ennfremur for-
svarsmenn sjómanna.
Guðmundur I. Guðmundsson,
skipstjóri á Gissuri hvíta frá
Hornafirði, sagði í samtali við
Morgunblaðið í gærkvöldi að sjó-
mönnum og útgerðarmönnum
finndist síldarverðið algjörlega
óviðunandi. „Ef stjórnvöld reyna
ekki að leysa þetta mál á neinn
hátt, þá sé ég ekki betur en að
flotinn sigli heim eftir fundinn á
Eskifirði. Verð á síld hefur aðeins
hækkað um 19% á sama tíma og
kaup hjá fólki sem vinnur við síld-
arsöltun hefur hækkað stórlega og
allur kostnaður við útgerðina hef-
ur einnig hækkað mikið. Það er
ekki hægt að sætta sig við 19%
verðhækkun milli ára, þegar verð-
bólgan er 40% eða meiri."
Fulltrúar Landssambands ísl.
útvegsmanna og sjómanna á
loðnuflotanum áttu fund með rík-
isstjórninni í gær varðandi loðnu-
verð það sem átti að taka gildi 1.
október sl. Á þeim fundi var farið
fram á, að ríkisstjórnin ábyrgðist
60 millj. kr. lán í Verðjöfnunar-
sjóð þannig að hægt yrði að halda
loðnuverðinu nálægt því sem nú
væri og yrði þetta lán síðan endur-
greitt, þegar markaður fyrir af-
urðir batnaði, en svar ríkisstjórn-
arinnar var neikvætt.
„Það er þessvegna sem við vör-
um loðnusjómenn við að halda
áfram veiðum," sagði Óskar Vig-
fússon, formaður Sjómannasam-
bands íslands, þegar Mbl. ræddi
við hann og Kristján Ragnarsson,
formaður Landssambands ís-
lenskra útvegsmanna, sagði, að
stjórn LÍÚ myndi koma saman til
fundar í dag og ræða málið. „Eins
og málin standa nú, er það
ábyrgðarhluti að halda veiðunum
áfram, enda alls óvíst hvort nokk-
urn tíma tekst að ákveða nýtt
loðnuverð."
Sjá nánar á miðopnu.
15-16%
hjáSH
liðlega 72.000 tonnum. Það verður
því um að ræða tæplega 17% sam-
drátt milli ára.
Bjarnar sagði ennfremur, að
mikil birgðaaukning hefði átt sér
stað á þessu ári, t.d. væru birgðir
félagsins um þessar mundir í
kringum 18.000 tonn, eða um
13.000 tonnum meiri en undir
venjulegum kringumstæðum.
„Ofan á þetta hefur styrking doll-
arans komið fram sem bein lækk-
un á álverðinu, sem hrapaði mikið
á síðasta ársfjórðungi síðasta ár,
eða um tæplega 20%,“ sagði
Bjarnar Ingimarsson ennfremur.
í sambandi við útflutning SH,
sagði Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson,
að um væri að ræða hvorutveggja,
samdrátt í framleiðslu og útflutn-
ingi, en framleiðsla frystihúsanna
hefur dregizt saman um nærri
10% á árinu.
Þá hafa söluerfiðleikar í við-
Skiptum við Sovétmenn haft sitt
að segja, en um 6000 tonn af karfa,
verkuðum fyrir Rússlandsmarkað,
eru nú í geymslum SH-frystihús-
anna og ekki er vitað hvenær hægt
verður að losna við hann.
17% samdráttur í sölu
Sildarbátunum stefnt til Eskifjarðar:
Oánægja meðal sjómanna
sem hugleiða að hætta
Sjómenn á loðnuskipunum
varaðir við að halda áfram
á áli og'
ÚTFLUTNINGUR Sölumiðstöðv-
ar hraðfrystihúsanna hefur
minnkað um 15—16% frá því í
fyrra, miðað við 15. september
sl„ samkvæmt upplýsingum Eyj-
ólfs ísfelds Eyjólfssonar, for-
stjóra SH. Útflutningurinn nem-
ur á þessu ári 44.400 tonnum, en
var á sama tfma i fyrra 52.700
tonn.
Sömu sögu er að segja í þessu
sambandi um álútflutninginn. Að
sögn Bjarnars Ingimarssonar,
fjármálastjóra ÍSAL, munu sölur
á þessu ári væntanlega nema um
60.000 tonnum, en námu í fyrra