Morgunblaðið - 09.10.1981, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.10.1981, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1981 10 _I>AÐ ERU vissar forsendur, sem nauðsynlegt er að skapa. eiífi þróun iðnaðarins að verða möKuleg- Menn (jeta taiað um hyKKÍnnu virkjana og fyrirtæki tengd þeim. en rekstrargrund- völlur verður að vera fyrir hendi, eigi eitthvað að vera ha*gt. Áframhaldandi uppbygg- ing iðnaðarins cr óframkvæm- anleg miðað við núverandi að- sta-ður,“ sagði Gunnar Ragn- ars. framkvæmdastjóri Slipp- stöðvarinnar á Akureyri, er Morgunblaðið ræddi við hann að loknu fjórðungsþingi Norð- lendinga. Jafna verður aðstöðu- mun iðnaðar og sjávarútvegs „Nú er 0-stefnan svokallaða stöðumun verður að jafna, en þó án þess að um auknar álögur á sjávarútveginn verði að ræða, því má hann ekki við. Það er ljóst að sjávarútvegurinn tekur ekki við mannaflaaukningu næstu ára og því verður að gera eitthvað þessu líkt til þess að iðnaðurinn verði fær um það, ef ekki á að verða atvinnuleysi. Það er því ábyrgðarhluti að aðhafast ekkert nú. Leggja verður áherzlu á orkufrekan iðnað Eg er einn af þeim, sem lengi hafa haft áhyggjur af iðnaði á Akureyri og í nágrenni, sem á erfitt uppdráttar vegna ójöfnuð- ar og áðurnefndra aðstæðna og báta og stærstu skipasmiðjurnar eru fyllilega færar um að byggja þá. Fáist stöðug verkefni og raðsmíði, verða þær einnig fylli- lega samkeppnisfærar hvað verð snertir. íslenzkar skipasmiðjur verða að fá tækifæri til að sýna hvers megnugar þær eru og það væri eðlilegasta þróunin að efla fáar, stórar stöðvar. Við í Slippstöðinni teljum okkur geta smiðað nokkurn fjölda vertíð- arbáta á fáum árum og með raðsmíði þeirra gætu þeir orðið verulega ódýrari en ella. Það er algjörlega ósambærilegt að vera að miða byggingarkostnað skipa hér á landi við kostnað erlendis, þar sem fjöldi sams konar skipa er smíðaður í seríu. Við höfum Áf ramhaldandi uppbygging iðnaðar ill- framkvæmanleg við núverandi aðstæður alltof ríkjandi í hugsunarhætti stjórnvalda, en hún er á öllum sviðum erfið fyrir atvinnurekst- urinn og beinlínis hættuleg þróun iðnaðarins og á mikinn þátt í að hefta hana. Þá veldur það mikilli mismunun milli iðn- aðar og sjávarútvegs, að iðnað- urinn verður að greiða fyrir all- ar sínar auðlindir, en sjávarút- vegurinn ekki, en síðan er allt miðað við gengi sjávarútvegsins, sérstaklega erlendur gjaldeyrir. Gengi hans er því breytt til hag- ræðis fyrir sjávarútveginn, en til óhagræðis fyrir iðnað og land- búnað, sem eiga erfitt uppdrátt- ar í þessu sambýli. Þennan að- hefur því hvorki þróazt né byggzt upp eins og skyldi. A Akureyri byggist atvinnulífið nú á mjög fáum stólpum. 70% vinn- andi fólks starfa hjá 7 fyrirtækj- um og þar með eru talin Akur- eyrarbær og Fjórðungssjúkra- húsið. Þá má nefna Útgerðarfé- lag Akureyringa, Sambands- verksmiðjurnar og Slippstöðina. Ekkert þessara fyrirtækja virð- ist hafa mögulegan vaxtarbrodd eins og staðan er í dag, eins og ástandið í ullar- og skinnaiðnað- inum bendir meðal annars til. Okkur er því mikil nauðsyn að gæta okkar og það má leitast við að byggja upp áframhaldandi — segir Gunnar Ragnars, fram- kvæmdastjóri Slippstöðvarinnar á Akureyri iðnað, en það er engin framtíðar- lausn eins og ástandið er í dag. Það verður að leggja áherzlu á orkufrekan iðnað til þess að nýta þessar tvær auðlindir, sem við eigum, orkuna og sjóinn. Slík uppbygging tekur líklega 7 til 8 ár og ef Akureyringar ætla sér að fara varhluta af þessari mögulegu, og að mínu mati sjálfsögðu uppbyggingu, gæti orðið um umtalsverða stöðnun að ræða. Raðsmíði fiskiskipa for- senda innlendra skipasmíða Þetta hefur gengið erfiðlega hjá okkur í Slippstöðinni vegna viðhorfa stjórnvalda hvað varð- ar nýsmíði skipa. Viðhald vertíð- arbáta hefur verið vanrækt og nú virðist þurfa um 20 nýja slíka nú smíðað 8 skip í röð og ekkert þeirra eins og það hlýtur Hverj- um manni að vera augljóst hvert óhagræði er af því, en þó tel ég okkur hafa náð undraverðum ár- angri. Með raðsmíði og eðlilegri skipulagningu væri mögulegt að auka vaxtarmöguleika skipa- smíðastöðvanna og þannig brúa að nokkru leyti bilið þar til stór- iðjan verður að veruleika. Það ætti öllum að vera ljóst, að nú þegar verður að hefjast handa um aðgerðir og leiðréttingu rekstrargrundvallar iðnaðarins, ef ekki á að fara illa,“ sagði Gunnar. Kirkjudagur Óháða safn- aðarins á sunnudag Hveragerði: Skortur á þjónustu IlveragorðÍ. 29. septemher. VIÐ Hvergerðingar búum við heldur erfiða verslunarhætti og held ég að víða megi leita til að finna þeim hliðstæðu. Tvær matvörubúðir eru hér í þorp- inu. en háðar eru útibú. önnur frá Kaupfélagi Árnesinga á Selfossi. hin frá Allabúð á Stokkseyri. Þá er hér fiskhúð, en eigandi tclur rekstur henn- ar erfiðan. Blómabúðirnar tvær, Blóma- borg og Eden, bjóða auk blóma og grænmetis, gjafavörur og veitingar. En þá eru líka upp- taldir valkostir í verslun í Hveragerði. Fataverslun er hér engin. Til skamms tíma voru þær tvær, en Eddý lokaði í fyrra og Mídas fyrir nokkrum dögum. Engin álnavara er á boðstólum hér, né smávörur til fatagerðar, ekki svo mikið sem tvinni og renni- lásar til að gera við bagalegustu bilanirnar! Byggingarvörur þurfum við allar að sækja til annarra bæja og kemur það sér afar illa, því hér er mikið byggt, breytt og bætt. Þá er hér engin bókabúð né ritfangaverslun. Ekki heldur búsáhaldabúð og enga skó né stígvél að fá. Lengi vel verslaði útibú KA með nauðsynlegustu hluti, af því sem hér er talið, en hefur nú að mestu lagt þá þjónustu niður og fært verslunina í matvöru- markaðsform. Með þessari grein vil ég reyna að vekja athygli manna á þeim þjónustuskorti sem hér er, ef einhver vildi úr bæta, því ljóst er, að hugur Hvergerðinga virð- ist beinast að öðru fremur en verslun og viðskiptum. Sigrún NK. sunnudag, 11. október, er hinn árlegi kirkjudagur Óháða safnaðarins i kirkjunni og safnað- arheimilinu Kirkjubæ við Ilá- teigsveg. Að Þessu sinni prédikar í kirkj- unni Sigurður Magnússon, fram- kvæmdastjóri Styrktarfélags lam- aðra og fatlaðra, en hann er jafn- framt formaður safnaðarstjórnar Óháða safnaðarins. Að lokinni helgistund í kirkjunni verða bornar fram veitingar í Kirkjubæ á vegum kvenfélags safnaðarins. Kirkjudagurinn hefur verið hald- inn á hverju ári frá því söfnuðurinn tók til starfa fyrir rösklega 30 ár- um. Þá er jafnan minnst þeirra- mörgu, sem af einstökum áhuga og fórnfýsi tóku þátt í stofnun og síð- an uppbyggingu safnaðarins og unnu að byggingu sjálfrar kirkj- unnar og félagsheimilisins. Að þessu sinni verður kirkjudagurinn að sjálfsögðu einnig að nokkru til- einkaður ári fatlaðra og má m.a. geta þess, að kvenfélag safnaðarins beitti sér fyrir því nýlega, að gerðar voru fullkomnar skábrautir við inn- gang kirkjunnar til að auðveida að- gang fatlaðra. Einnig hefur verið gerð skábraut innanhúss úr kirkju í safnaðarheimili og á næstunni verður hafist handa um endurbæt- ur á snyrtiaðstöðu. Segja má að á hverju ári sé eitthvað gert til að bæta aðstöðuna Sigurður Magnússon utanhúss og innan- og til að fegra kirkjuna. Nýlega voru kirkjunni færðar að gjöf tveir gylltir og veg- legir altarisstjakar til minningar um hjónin frú Margréti Hall- dórsdóttur og Skæring Markússon, en þau voru á meðal stofnenda Óháða safnaðarins og fremst í flokki þessa áhugasama fólks sem vann hvað mest að kirkjubygging- unni. Það voru börn hinna látnu hjóna sem færðu söfnuðinum þessa kærkomnu og fallegu gjöf. Stjorn Óháða safnaðarins hvetur alla til að fjölmenna á kirkjudag- inn, taka þátt í helgistund og njóta þeirra stórglæsilegu veitinga, sem jafnan eru framreiddar af kvenfé- lagskonunum. (Fréttatilkynning.) Bók um þjóðhagfræði eftir Gylfa Þ. Gíslason ÚT ER komin á vegum Iðunnar ný kennslulx'tk eftir Gylfa Þ. Gíslason prófessor, Þjóðhag- fra-ði. Hókin er ætluð mennta- skólum og öðrum framhaldsskól- um, þar sem um er að ræða námshraut á viðskiptasviði. Hún skiptist í fimmtán kafla er svo heita: Hagfræði, efnahags- mál, stjórnmál; Framleiðsluskil- yrði; Framboð og eftirspurn; Verðmætahringrásin í hagkerf- inu; Þjóðarframleiðsla og þjóðar- tekjur; Þjóðhagsreikningar; Neysla, sparnaður, fjárfesting; Opinber fjármál; Peningar og vextir; Utanríkisviðskipti; Vinnu- markaður; Hagsveiflur, verð- bólga, hagvöxtur; Hagkerfi; Úr sögu hagfræðikenninga; Markmið og leiðir í efnahagsmálum. í frétt frá Iðunni segir, að í eftirmála víki höfundur að við- fangsefni þjóðhagfræðinnar, „þ.e. „macroeconomics", sem þýða mætti með „heildarhagfræði". Þar er ekki fjallað um þá þætti hagfræðinnar sem taldir eru til „microeconomics", sem þýða mætti með „deildarhagfræði", Gylfi Þ. Gíslason svo sem kostnað fyrirtækja og verðmyndun einstakra vöruteg- unda við ólíkar aðstæður. Það er gert í rekstrarhagfræði." Áður hefur komið út kennslubók eftir sama höfund um þau efni, Þættir úr rekstrarhagfræði. Þjóðhag- fræði er 218 blaðsíðna bók, með allmörgum skýringarmyndum. Prentrún prentaði. ÞJÓÐHAGFRÆÐl 11)1 NN Box, ný plata samnefndrar hljómsveitar HOX heitir nýútkomin hljóm- plata samnefndrar hljómsveitar í Keflavík. Útgefandi cr Geim- steinn. Box er skipuð kornungum hljóðfæraleikurum og er þetta þeirra fyrsta hljómplata. Með- limir sveitarinnar eru þessir: Baldur Þ. Guðmundsson, Eðvarð Vilhjálmsson, Óskar Nikulásson, Kristján E. Gislason og Sigurður Sævarsson. Lögin á plötunni eru 5 að tölu, öll eftir meðlimi hljómsveitarinnar. Upptaka fór fram í Hljóðrita hf. undir stjórn Jónasar R. Jónssonar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.