Morgunblaðið - 09.10.1981, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.10.1981, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1981 Þessir krakkar efndu til hlutaveltu að Keilufelli 7, i Breiðholtshverfi til ágóða fyrir Styrktarfél. vangefinna. — Þar sðfnuðu þau rúmlega 100 krónum. Krakkarnir heita: ómar örn Jónsson, Einar Skúlason, Jóhanna Maria Vilhelmsdóttir og Sigurður Einar Vilhelmsson. — Á myndinni vantar einn úr kompaniinu, Hákon Skúlason. Forseti íslands í opinbera heimsókn til Noregs og Svíþjóðar Heimsókn forsetans til Finnlands frestað vegna veik- inda Kekkonens Finnlandsforseta sem er stutt fyrir utan Osló. Síð- degis verður forseti svo við sýn- ingu á „Kardimommubænum", en leikendur eru fötluð börn frá dagheimili og skóla Rögnu Ringdal. Um kvöldið heldur forseti ís- lands veislu Noregskonu/igi til heiðurs á Grand Hotel og lýkur þar með hinni opinberu heim- sókn til Noregs. Forseti íslands dvelur í Noregi til mánudagsins 26. október, en heidur þá árdegis með flugvél Flugleiða til Svíþjóðar. Svíþjóð Á Arlanda-flugvelli taka ýms- ir embættismenn á móti forseta og fylgdarliði. Þaðan verður haldið í Artillerigárden í Stokk- hólmi þar sem sænsku konungs- hjónin taka á móti forseta. Það- an verður síðan ekið í opnum skrautvögnum til konungshail- arinnar. Þar verður móttökuat- höfn og síðan snæddur hádegis- verður. Eftir hádegi verður forseta boðið að skoða víkingasýninguna í Historiska Museet og síðdegis tekur forseti á móti forstöðu- mönnum sendiráða í Stokk- hólmi. Um kvöldið halda sænsku konungshjónin veislu til heiðurs forseta Islands í konungshöll- inni. Þriðjudaginn 27. október heimsækir forseti íslands þing- húsið í Stokkhólmi og Konung- lega bókasafnið. Hádegisverður verður snæddur í boði Stokk- hólmsborgar, en eftir hádegi verður Vasaskipið skoðað. Síð- degis tekur forseti á móti íslend- ingum í Svíþjóð og verður sú móttaka á Grand Hotel. Um kvöldið heldur forseti ís- lands veislu til heiðurs kon- ungshjónunum á Grand Hotel. Að morgni miðvikudagsins 28. október verður haldið til Upp- sala. Forseti heimsækir háskól- ann þar, hittir íslendinga í Upp- sölum og skoðar dómkirkjuna. Hádegisverður verður snæddur í Uppsalahöll. Síðdegis verður móttaka í Stokkhólmi á vegum íslenskra útflutningsfyrirtækja. Um kvöldið býður sænska ríkis- stjórnin forseta íslands á sýn- ingu á tveimur einþáttungum eftir Strindberg. Sýning þessi verður í Kungliga Dramatiska Teatern. Opinberri heimsókn forseta íslands til Svíþjóðar, lýkur svo árla morguninn eftir, en þá fer forseti ásamt fylgdarliði flug- leiðis til Kaupmannahafnar, áleiðis heim til íslands. Breidagerdi þrengt Nýlega var Breiðagerðið i Reykjavík þrengt og jafnframt hefur gatan verið hækkuð upp i þrengingunni, samkvæmt upplýsingum sem Morg- unblaðið fékk hjá Guttormi Þormar, yfirverkfræðingi hjá gatnamála- stjóra. Sagði Guttormur að stjórn foreldrafélags Breiðagerðisskóla hefði farið fram á að gatan yrði þrengd og hækkuð upp á fjórum stöðum, en umferðarnefnd borgarinnar hefði fallist á þrengingu og upphækkun á einum stað. Þessar framkvæmdir eru til þess ætlaðar að draga úr umferðarhraða i götunni. FORSETI íslands, Vigdís Finnbogadóttir, heidur í opin- bera heimsókn til Noregs og Sviþjóðar 21. október nk. Vegna veikinda Kekkonens Finnlandsforseta, hefur fyrir- hugaðri heimsókn forsetans til Finnlands verið frestað. Hin opinbera heimsókn hefst í Noregi 21. okt. og stendur yfir til 23. okt. Forsetinn fer síðan til Svíþjóðar þann 25. okt. og lýkur heimsókninni þar 29. október. I fylgdarliði forsetans verða Ólaf- ur Jóhannesson, utanríkisráð- herra og Dóra Guðbjartsdóttir, Hörður Helgason, ráðuneytis- stjóri í utanríkisráðuneytinu og Sarah Helgason, Halldór Reyn- isson, forsetaritari og Guðrún Björnsdóttir. Einnig Vigdís Bjarnadóttir, fulltrúi á skrif- stofu forseta íslands. Á frétta- mannafundi, sem haldinn var í gær í utanríkisráðuneytinu til kynningar á þessari för forset- Noregur Miðvikudaginn 21. október kemur forseti Islands ásamt fylgdarliði með Flugleiðavél til Oslóborgar. Á Fornebu-flugvelli taka Ólafur Noregskonungur, Haraldur krónprins og Sonja krónprinsessa á móti forseta. Siðan verður ekið til konungs- hallarinnar í Osló, þar sem for- seti og fylgdarlið munu búa. Þar verður snæddur hádegisverður, en að honum loknum verður haldið til Akerhus-kastala, þar sem forseti kannar heiðursvörð og leggur blómsveig að minnis- varða um Norðmenn sem féllu í seinni heimsstyrjöldinni. Síðdegis þennan sama dag tek- ur forseti á móti forstöðu- mönnum sendiráða í konungs- höllinni í Osló. Um kvöldið held- ur svo Noregskonungur veislu í höllinni til heiðurs forseta Is- lands. LjÓHm. Mbl. Emilia. Frá blaðamannafundinum þar sem hinar opinberu heimsóknir for- seta íslands til Noregs og Svíþjóðar voru kynntar. Lengst til vinstri Ólafur Egilsson, sendifulltrúi, sem skipulagt hefur förina af hálfu utanríkisráðuneytisins, þá Hörður Ilelgason, ráðuneytis- stjóri og lengst til hægri Halldór Reynisson, ritari forseta íslands. ans, var einnig upplýst, að í tengslum við heimsóknirnar verða haldnir fundir utanríkis- ráðherra landanna þar sem staða heimsmálanna verður til umræðu. Þetta er í þriðja sinn sem for- seti lýðveldisins heimsækir opinberlega Noreg og Svíþjóð. Ásgeir Ásgeirsson fór í opinbera heimsókn til Noregs í júnímán- uði 1955, en til Svíþjóðar í apríl 1954. Kristján Eldjárn fór til beggja landanna í maímánuði 1971. Dagskrá heimsóknanna verð- ur í aðalatriðum eftirfarandi samkvæmt fréttatilkynningu frá skrifstofu forseta Islands: Fimmtudaginn 22. október er forseta íslands boðið að skoða Víkingaskipasafnið á Bygdö og Heine-Onstad-iistasafnið á Hö- vikodden. Oslóborg býður síðan til hádegisverðar í ráðhúsi borg- arinnar. Sama morgun fara fram viðræður utanríkisráð- herra landanna. Síðdegis verður móttaka fyrir íslendinga búsetta í Noregi á Grand Hotel, en um kvöldið heldur ríkisstjórn Noregs veislu til heiðurs forseta íslands í Ak- erhus-kastala. Föstudaginn 23. október verð- ur' haldið árdegis í heimsókn í Hadelands Glassverk í Jevnaker, Grjótaþorpstillagan kemur að engu gagni — segir í bókun í umhverfisráði Umhverfismálaráð Reykjavik- urborgar hefur á tveimur fundum fjallað um tillögur að skipulagi i Grjótaþorpi. Á fyrra fundi skýrði Hjörleifur Stefánsson breytingar, sem gerðar hafa verið á skipu- lagstillögu hans frá i nóvember 1980, sem umhverfismálaráð fellst á. Var tillaga formanns um stuðn- ing við það borin upp og fékk 3 at- kvæði og því ekki stuðning. Eftir það var bókuð frestun. Á næsta fundi var sama tillaga borin upp aftur með „leiðréttingu á fundar- gerð“ og nú hlaut hún 4 atkvæði meirihlutaflokkanna, en fulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá. Elín Pálmadóttir bókaði skýringu á hjá- setu sinni: „Við undirbúning að skipulagi fyrir Grjótaþorp, sem farið hefur fram á undanförnum árum, höfum við stefnt að því að halda megi heiidarblæ þorpsins, m.a. með óbreyttu gatnakerfi og að hugsan- legar nýbyggingar féllu vel að því sem fyrir er eða gömul valin hús í vetur bjóða Flugleiðir landsmönn- um helgarferðir tíl fimm höfuðborga FRÁ síðastliðnum mánaðamótum bjóða Flugleiðir (idýrar helgar- ferðir til fimm höfuðborga í Evr- ópu, og er flugfargjaid, gisting og morgunverður innifalið i verði. Dvalið er á góðum hótelum og sé þess óskað munu Flugleiðir annast pöntun á bílaleigubllum og/eða skoðunarferðum. Þær borgir sem hér um ræðir eru Kaupmannahöfn, London, Luxemborg, Osló og Stokkhólmur. Til Kaupmannahafnar verður farið alla föstudaga og dvalið í borginni þrjár nætur. Gist verður á hótelum í miðborg Kaupmanna- hafnar og flogið heim á mánudag. Til Osló verður einnig farið alla föstudaga, og verður fyrst um sinn flogið heim á mánudögum, en eftir 27. október lengist viðdvölin og flogið heim þriðjudaga. Ferðir til Luxemborgar verða alla laugar- daga, gist í þrjár nætur og flogið heim þriðjudaga. Bílaleigubílar eru ódýrir í Luxemborg og stutt að fara til Þýskalands, Frakklands eða Belgíu. Brottför frá íslandi til Stokkhólms verður alia föstudaga, en þetta er í fyrsta sinn sem boðið er upp á helgarferðir þangað. Frá 1. — 26. október verður dvalið ytra í þrjár nætur, en frá 27. október til 31. mars verður gist 4 nætur og flogið heim þriðjudaga. Helgarferðirnar hófust sem fyrr segir 1. október sl., en hlé verður á þeim í mánaðartíma um jól og ný- ár frá 15. desember til 15. janúar. Þá hefjast þær aftur og verða til 31. mars, nema til Luxemborgar, þar enda helgarferðir 28. febrúar. flutt í eyður. En einkum höfum við hér í umhverfismálaráði talið það hlutverk okkar að vernda þau gömlu hús, sem af byggingarsögu- legum eða sögulegum ástæðum eru upphaf Reykjavíkur og kjarni fyrstu byggðar, og undirbyggt þau rök m.a. með úttekt borgarminja- varðar á húsunum frá 1976. Skipulagstillagan, sem hér liggur fyrir, gerir eins og skipulagstillag- an frá 1975 ráð fyrir óbreyttu gatnakerfi, sem við erum sammála, svo og þeim þætti sem miðar að því, að nýbyggingar falli vel að um- hverfinu. Skipulagstillögu Hjörleifs og Péturs sjálfa fellst ég því á. En í tillögunni, sem hér liggur fyrir, er svo á engan hátt tekið á verndun þeirra húsa, sem fyrir eru og teljast verndunarverð, utan það að friða skal húsið Aðalstræti 10, sem er gott svo langt sem það nær. En það er einmitt leiðin til að vernda húsin í Grjótaþorpi í raun og fjármögnun sem gerir það fært, sem árum sam- an hefur verið leitað að og virðist enn ófundin. Og ekki vilji til að leggja þar neitt til, ekki einu sinni tekin afstaða til verndunar Fjala- kattarins eða Vinaminnis. Þótt undirstaðan sé góðra gjalda verð, er tillagan, sem liggur fyrir, svo ófullkomin að ég tel hana koma að engu gagni, og tek því ekki þátt í afgreiðslu hennar." Tillagan, sem samþykkt var, er svohljóðandi: „Tillagan kemur vel til móts við þau sjónarmið um húsverndun, sem umhverfismálaráð leggur áherzlu á að fylgt verði í þorpinu, og telur ráðið brýnt að þeirri óvissu, sem ríkt hefur um framtíð þess, verði aflétt og ákvörðun tekin um fram- kvæmdir í anda tillögunnar. í því sambandi vekur umhverf- ismálaráð athygli á, að forsenda þess að vel takist til um fram- kvæmd skipulagsins er að borgin sjálf leggi áherzlu á frágang gatna og opinna svæða í hverfinu og á viðhald húseigna sinna þar.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.