Morgunblaðið - 09.10.1981, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 09.10.1981, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1981 Þorleifur Olason Grímsey - Minning Fæddur 18. júlí 1954. Dáinn 4. október 1981. I dag verður til grafar borinn Þorleifur Ólason, Hellu, Grímsey, sem lézt hér af slysförum 4. þessa mánaðar. Mig skortir orð til að iýsa því ástandi, sem ríkir hér í svo litlu samfélagi, sem Grímsey er, þar sem íbúarnir eru eins og ein fjölskylda, sem gleðjast og hryggjast, hver með öðrum. Þegar svona atburðir gerast eru allir lamaðir og skuggi vanmáttar og vonleysis hvílir yfir öllu. Garðar bróðir Þorleifs, Gylfi Gunnarsson mágur hans og undir- ritaður vorum allir nærstaddir er óhappið varð, án þess að geta á nokkurn hátt afstýrt þessum hörmungum. Mér hefur oft verið hugsað til þess nú síðustu daga hve agnarsmá og vanmáttug við erum, ef eitthvað ber út af, þrátt fyrir kokhreysti við hversdagsleg- ar aðstæður. Þorleifur var fæddur 18. júlí 1954 og var yngstur 7 barna þeirra sæmdarhjóna Elínar Sigur- björnsdóttur og Óla Bjarnasonar, útvegsbónda á Sveinsstöðum. Þorleifur, eða Lalli, eins og hann var jafnan kallaður, var dálftið yngstur og því vafalítið dekur- barn, bæði foreldra og systkina og kannski ekki sízt afa síns, Sigur- björns, en oft sáust þeir á gangi saman, Lalli kornungur en Sigur- björn háaldraður. Ekki varð séð að dekur hafi haft áhrif á Lalla, því að unglingur sem og fullorð- inn, var hann hvers manns hug- ljúfi, síkátur og velviljaður. Lalli var einn af stofnendum Kiwan- isklúbbsins Gríms hér í eynni og var fyrsti gjaldkeri hans. Þar, sem og annars staðar, verður hans lengi minnst og saknað. Lalli fór ungur að stunda sjó með pabba sínum og að lokinni skólagöngu gerði hann sjó- mennsku að ævistarfi. Fyrir 5 ár- um keyptu þeir bræður Lalli og Garðar 12 tonna bát og skýrðu hann Sigurbjörn, eftir afa sínum, og hafa gert út síðan með góðum árangri enda þeir bræður gætnir og góðir sjómenn og til þeirra hef- ur valist úrvalsmannskapur, sem hefur þótt gott að hlíta þeirra for-' sjá. 28. ágúst 1977 gekk Lalli að eiga Ingibjörgu Margréti Gunnarsdótt- ur frá Akureyri, dóttur Stellu Stefánsdóttur og Gunnars Kon- ráðssonar. Magga er indæl stúlka, sem bjó manni sínum og börnum tveimur, Þóru 4 ára og Kára 9 mánaða, framúrskarandi heimili, en á síðustu tveimur árum hafa þau hjónin byggt sér stórt og fal- iegt hús í landi Sveinsstaða. Möggu og börnunum, foreldrum þeirra beggja ásamt skylduliði, vottum við hjónin innilega samúð á þessum erfiðu tímamótum og vonum að þeim veitist þrek og styrkur til að axla þessa þungu byrði og vonum jafnframt að minningin um góðan dreng muni þar létta verulega undir. Alfreð Jónsson, Grímsey. Laugardaginn 5. október sl. barst út sú harmafregn, að ungur Grímseyingur, Þorleifur ólason frá Sveinsstöðum, hefði hrapað og látið lífið, er hann þá um morgun- inn var að smala fé nyrzt á eyj- unni. Þorleifur var glaðbeittur rösk- leikamaður, aðeins 27 ára að aldri, og fráfall hans er ekki einungis sár og óbætanlegur missir fyrir fjölskyldu hans og vini, heldur einnig fyrir hið smáa en merkilega samfélag, sem sækir lífsþrótt sinn og viðurværi til náttúrulinda Grímseyjar og sjávarins umhverf- is hana. Þorleifur fæddist 18. júlí 1954. Hann var yngstur 7 barna Óla Bjarnasonar og Elínar Þóru Sig- urbjörnsdóttur og fæðing hans var mikill gieðigjafi fyrir Sveinsstaða- heimilið. Mér er t.d. minnisstætt, hvernig afi okkar, Sigurbjörn, sem fæddur var 1880, leiddi Þorleif sér við hönd fyrstu sporin, þar sem ellin og æskan mættust í eilífri hringrás mannlífsins. Þorleifur var frá fyrstu tíð hvers manns hugljúfi, kátur og skemmtilegur, greiðvikinn og duglegur til allra verka, sem til féllu á útvegs- og bændabýli, þar sem venja er, að jafnt ungir sem aldnir leggi sitt af mörkum til velferðar heimilisins. Þorleifur hóf skólagöngu í Grímsey og lauk henni síðan á „meginlandinu", fyrst í Lauga- skóla og síðan hér sunnanlands. Jafnframt skólagöngunni reri hann með föður sínum til fiskjar og varð honum fljótlega mikill styrkur. Ekki einungis reyndist hann snjall sjómaður, heldur einnig svo skemmtilegur og snjall í ýmsum tilsvörum og uppátækj- um, að faðir hans hreinlega hreifst með stráknum og naut hverrar samverustundar þeirra feðganna. Leiðir Þorleifs lágu nú til Grindavíkur, þar sem hann gerð- ist sjómaður á útvegi bróður síns og mága. Stundaði hann m.a. loðnuveiðar og síldveiðar í Norð- ursjó. En átthagaböndin eru sterk og Þorleifur tók ákvörðun um að snúa aftur til heimaslóða. Hann og Garðar bróðir hans festu kaup á litlum vélbáti, sem þeir nefndu „Sigurbjörn" og hófu útgerð hans frá Grímsey. Hefur sú útgerð gengið með ágætum, enda að henni hlúð jafnt af kappi sem forsjá. Hafa þeir að undanförnu verið með hús í byggingu, sem skapar útgerð þeirra bætta að- stöðu til hvers konar umsvifa. A 75 ára afmæli föður síns og gullbrúðkaupsdegi foreldra sinna, hinn 29. ágúst 1977, gekk Þorleifur í hjónaband og kvæntist Margréti Gunnarsdóttur frá Akureyri, dótt- ur Gunnars Konráðssonar og Stellu Stefánsdóttur. í fyrstu reistu þau bú sitt á Sveinsstöðum í skjóli Óla og Elínar, en brátt réð- ust þau í húsbyggingu og byggðu sér nýtt íbúðarhús í nágrenninu, sem þau nefndu Hellu. Þau hafa eignast tvö börn, Þóru og Kára. upptalning á æviatriðum Þor- leifs Ólasonar segir lítið um hann. Hún lýsir þó því, að þar fór efni- legur athafnamaður, sem miklu kom í verk á skammri ævi. Gagnvart dauðanum eru mann- legar verur máttlausar og við sem nutum samvista við Þorleif fáum seint sætt okkur við, að þær skuli ekki hafa verið lengri og að þeim skuli ljúka svo snögglega. En Guð er miskunnsamur og hann gaf okkur samveruna við Þorleif. Það er huggun okkar á sorgarstundu. Guð blessi minn- ingu Þorleifs Ólasonar. Björn Friðfinnsson Mig langar með nokkrum fá- tæklegum orðum að kveðja vin minn og mág, Þorleif Ólason frá Grímsey. Að hann Lalli, en svo var hann alltaf kallaður, skuli vera dáinn, er erfitt að skilja, en auðvelt ef það er rétt, að þeir, sem guðirnir elska deyi ungir. Því Lalli var elskaður og dáður af öllum, sem til hans þekktu. Hann var hrókur alis fagnaðar hvar sem hann fór, síbrosandi með gaman- yrði á vör og átti mjög auðvelt með að koma öðrum til að hlægja, en jafnframt prúður og þægilegur, svo manni hlaut að líða vel í ná- vist hans. Leiðir okkar Lalla lágu fyrst saman er hann var aðeins þriggja ára. Þá var ég á síldarbáti og við lágum í vari við Grímsey. Þá kom hann um borð ásamt Garðari bróður sínum til að bjóða mér heim að Sveinsstöðum. Litlu mun- aði að illa færi, þegar við vorum að fara um borð í trilluna, því ég datt með hann í fanginu og höfum við oft minnst þess atviks. Síðan hef ég komið til Grímseyjar svo að segja á hverju ári og dvalið þar lengri eða skemmri tíma mér til mikillar ánægju. Margar ferðirn- ar erum við búnir að fara saman, bæði til handfæraveiða, bjargsigs og til að háfa lunda. Sérstaklega er mér minnisstætt, er við fórum fyrst saman í lunda, hann aðeins 7 ára, en ég alls óvanur þessum veiðiskap. Það voru spaugileg handtök, sem þá voru viðhöfð. Eins eru mér í minni margir skakróðrarnir frá Grímsey. Þá var gott að hafa Lalla með til að lífga upp á mannskapinn, ekki sízt í tregfiskiríi. Hann átti auðvelt með að tala í ljóðum og þótt skáldskap- urinn væri sjálfur ekki mjög merkilegur þá var glettnin og gamansemin þeim mun meiri, svo enginn gat varist hlátri. Þá stund- aði Lalli sjóinn í nokkur ár á bát- um Fiskaness hf. í Grindavík og minnast skipsfélagar hans og vin- ir þar, hans með hlýju og þökk. Sjálfur þakka ég fyrir að hafa fengist að kynnast honum og vera honum samtímis þó þessi ár, en Lalli var í marga vetur á heimili okkar Birnu systur hans í Grinda- vík og i orðsins fyllstu merkingu, sem einn af fjölskyldunni. Það skarð, sem nú er höggvið í raðir Grímseyinga verður ekki fyllt, því hver einstaklingur í svo fámennum og afskekktum byggð- arlögum, þar sem allt ríður á sam- heldni manna, er svo miklu mik- ilvægari, en þar sem fjöldinn er meiri. Að kveðja góðan vin svo ungan er erfitt, en að eiga um hann að- eins góðar og skemmtilegar minn- ingar er huggun harmi gegn. Megi trúin á hið góða, veita þeim, sem sárast eiga um að binda, þann styrk, sem þarf í slíkri þraut. Dagbjartur Einarsson Mig langar að kveðja vin minn hann Lalla með örfáum orðum, Lalli eins og hann var alltaf kall- aður var einstaklega glaðlyndur og tryggur vinur. Leiðir okkar lágu saman þegar við stunduðum nám í gagnfræðaskóla í Hafnar- firði. Báðir höfðum við mikinn áhuga á músik og var Lalli sér- staklega lagvís og söngelskur og áttum við margar góðar stundir saman. Það.er því erfitt að þurfa að sætta sig við að missa svo góð- an og tryggan dreng á besta aldri, þegar lífið er svo bjart og framtíð- in öll framundan. Með þessari kveðju um Þorleif Ólason sendi ég konu hans og börnum, foreldrum og systkinum samúðarkveðju. Frímann Sveinsson Hræðileg voru þau tíðindi er mér bárust sl. sunnudag þess efnis að hann Lalli hefði farist af slys- förum. Hvers vegna eru ungir og hraustir menn kallaðir svo snemma á fund feðra sinna? Af hverju hann Lalli sem framtíðin brosti við? Þessum spurningum getur sá einn svarað sem allt veit, og víst er að vegir hans eru órannsakanlegir. Ég kynntist Lalla ekki að ráði fyrir en sl. sumar, er ég hóf störf fyrir þá bræður, hann og Garðar, v>ð byKKÍngu fiskverkunarhúss þeirra. Lalli hafði á sinni stuttu ævi búið vel í haginn fyrir sig og sína. Hann hafði nýlega reist glæsilegt íbúðarhús, átti bát með bróður sínum Garðari auk fisk- verkunarhússins sem áður er get- ið. Það dýrmætasta sem Lalli átti var auðvitað fjölskyldan hans, konan og litlu börnin tvö. Er ég sit nú og rifja upp kynni mín af Lalia kemur margt upp í hugann, en það er svo skrítið að þar ber hvergi skugga á. Ekki minnist ég þess að hafa séð Lalla öðruvísi en í góðu skapi, fullan atorku og bjartsýni. Þá daga sem Lalli var ekki á sjó, eða að sinna áríðandi störfum heimafyrir var hann að hjálpa til við fiskhússbygginguna. Gaman var að vinna með Lalla. Hann var í senn duglegur og gamansamur. Víst er að með fráfalli Lalla hef- ur verið höggvið djúpt og óbætan- legt skarð í raðir Grímseyinga. Það mun alltaf birta til í hug- skoti mínu er ég minnist Lalla. Blessuð sé minning hans. Fjölskyldu hans og öðrum að- standendum votta ég mína inni- legustu samúð. G.W. Þegar sú fregn barst mér frá Grímsey, að Lalli frændi væri dá- inn, varð ég harmi slegin. Það er erfitt að sætta sig við að hann sem alltaf var svo kátur og hress, skuli ekki lengur vera á meðal okkar. Hann var fæddur 18. júlí, 1954, langyngstur sjö systkina, og var á sama aldri og við elstu systkina- börn hans. Það má því segja að hann hafi verið mörgum okkar frekar sem bróðir en frændi og kom það m.a. til vegna þess hve við ólumst mikið upp saman. Mörg sumrin vorum við samvistum við Lalla þegar við forum hjá afa og ömmu í Grímsey, og oft voru þau gömiu hjónin og hann hjá okkur í Grindavík. Hverjum þeim sem þekkti Lalla hlýtur að vera stríðni hans minnisstæð. Oft lék hann okkur grátt með uppátækjum sín- um, en aldrei var þetta annað en græskulaust gaman, sem auðvelt var að yfirgefa. Alltaf var hann boðinn og búinn að rétta hjálpar- hönd ef einhver þurfti á að halda og einnig var hann mjög góður og artarlegur. Ekki hefði hvaða 17 ára piltur sem er boðið 14 ára frænku sinni í bíltúra og bíó með sér. Annarri frænku sinni bauð hann suður þegar hún var í páska- leyfi frá námi, og ekki taldi hann það eftir sér að lána okkur bílinn sinn svo mánuðum skipti og þann- ig mætti lengi telja. Frændum sín- um var hann góður vinur og félagi. Þeir kynntust honum vel, er þeir voru saman til sjós og skemmtu sér með honum í landi. Var hann ætíð vel liðinn og vinsæll meðal skipsfélaga sinna. Lalli var ein- staklega góður foreldrum sínum, enda sambandið þar á milli eins og best getur orðið. Magga mín, okkar innileugstu samúðarkveðjur sendum við og litlu börnunum ykkar. Elsku afi og amma, Guð styrki ykkur í þessari miklu sorg. F.h. systkinabarna, Hrafnhildur Björgvinsdóttir. Það var eins og norðanáttina herti og kuldinn smygi um merg og bein, er vinur minn Alfreð Jónsson oddviti í Grimsey hringdi sl. sunnudag til að skýra mér frá hörmulegu fráfalli Þorleifs Óla- sonar fyrr um daginn. Ég minnist Lalla vinar míns, er ég kom fyrst til Grímseyjar, sem menntaskóla- strákur um 1960 til að vinna þar í síld, því þessi hnellni strákur var síbrosandi með svo leiftrandi stríðnisglampa í augum, að maður hafði alltaf á tilfinningunni, að betra væri að líta vel í kringum sig, er brosið og glampinn voru sem skærust. Ég var svo heppinn, sem og flestir þeir sem fengið hafa að dveljast um stundarsakir meðal Grímseyinga og deiia með þeim lífskjörunum, að eignast þar marga góða vini og þótt árin líði og langt sé á milli heimsókna fell- ur ekki skuggi á þá vináttu. Með okkur Garðari, bróður Lalla, tókst sérstök vinátta og eins og gengur með yngri bræður var Lalli gjarn- an á hælum okkar og vildi fá að vera með og lægi það leyfi ekki á lausu, fann hann margar leiðir til að tryggja nærveru sína, ekki allt- af í okkar þökk, en ætíð fylgdi hlátur þessum uppátækjum og hló Lalli gjarnan hærra en við Garðar til samans. Síðan liðu árin og Lalla var eins og flestum strákum í Grímsey sjó- mennskan í blóð borin og þessi sterku tengsl við eyna sína, sem einkennir Grímseyinga. Hann fór eins og aðrir Grímseyingar að Laugum og lauk svo gagnfræða- prófi frá Flensborg í Hafnarfirði en síðan tók sjómennskan við að fullu. Fyrir 5 árum keyptu þeir bræður, hann og Garðar, saman 12 tonna Bátalónsbát, Sigurbjörn EA og meðan verið var að kljúfa skuldirnar, gerðu þeir hann út á net frá Grindavík tvo vetur. Ann- - an veturinn tók ég mér frí frá blaðamennsku og gerðist háseti og kokkur hjá þeim bræðrum ásamt frænda þeirra úr Grímsey, Haf- liða Guðmundssyni. Þar um borð átti ég unaðsstundir og minnist Lalla vinar míns, sem einstaklega ánægjulegs skipsfélaga og vinar og þótt hann nú væri fullorðinn, var brosið og glampinn á sínum stað og aldrei skærari, en þegar netin voru dregin bunkuð um borð og sá á hvíta þorskkviði tugi metra niðri í sjónum. Lalli var þá sem alltaf hamhleypa til vinnu og hlífði sér hvergi til að allt mætti ganga, sem skjótast fyrir sig. En nú er hann horfinn á önnur mið og þeir, sem eftir sitja drúpa höfði. Ég votta eiginkonu hans, börn- um, foreldrum og öllum ættingj- um og vinum innilega samúð. Megi allir góðir vættir vernda þau og Lalla. Ingvi Ilrafn Jónsson Nú þegar Lalli vinur minn er allur langar mig að skrifa nokkur orð í minningu hans. Fyrstu kynni mín af honum voru þegar við vorum 11 eða 12 ára. Þá dvaldi hann vetrarlangt í Grindavík ásamt foreldrum sínum og gekk hér í skóla. Mér er minn- isstætt þegar við skólabörnin hímdum í anddyri skólans á morgnana og biðum þess að okkur yrði hleypt inn. Morgunýldan var enn á flestum andlitunum. Allt í einu opnuðust dyrnar og Lalli birtist brosandi út að eyrum og geislaði allur. Á samri stundu breytti hann þessari samkomu í glaðvært hjal, því um leið og hann gekk inn sagði hann eitthvað skoplegt. Var það þá gjarnan eitthvað sem var efst á baugi það sinnið eða jafnvel skop um dagskrá eða auglýsingar sjón- varpsins kvöldið áður. Það var því snemma sem hans sérstæða skop- skyn kom í ljós. 16 ára gamlir urð- um við þeir vinir sem við vorum æ síðan. Það gerðist á nokkuð sér- stæðan hátt sem við minntumst oft og hentum gaman að seinna meir. Oft vorum við búnir að hlæja saman og áttum marga sameigin- lega brandara sem við rifjuðum upp aftur og aftur. Það er skarð sem þessi ungi maður skilur eftir því allir sem hittu hann mættu ekki öðru en glaðværð og kátínu í fari hans. Ef ég þóttist hafa ástæðu til að vera í einhverri fýlu við hann líkaði hon- um það illa og linnti ekki fyrr en ég var kominn í gott skap aftur. Árið 1977 kvæntist hann eftir- lifandi konu sinni, Ingibjörgu Margréti Gunnarsdóttur. Þau eignuðust tvö börn og höfðu búið sér fallegt heimili. Um síðustu páska heimsótti ég þau, en stopp- aði aðeins sólarhring. Þá sá ég Lalla hinsta sinn og skröfuðum við langt fram á nótt, rifjuðum upp og hlógum. Hann sýndi mér stoltur húsið sem þau hjónin höfðu nýlega reist. Snemma byrjaði Lalli að stunda sjó. Byrjaði hann á að fara á skak með pabba sínum barnungur. Fór það svo að hann gerði sjómennsku að starfi sínu, fyrst á báti frá Grindavík, en síðan á báti sem hann átti í félagi við Garðar bróð- ur sinn. Hefur honum alltaf geng- ið allt í haginn í baráttunni við Ægi konung og var mikill hugur og gróska í útgerð þeirra bræðra. Oft ferðuðumst við saman hér á skaganum, út um land og erlendis. Á þessum ferðum fékk ég tækifæri til að kynnast fjölskyldu Lalla, systkinum, frændum og síðast en ekki síst foreldrum og eiginkonu. Alls staðar hef ég mætt hlýju og einstakri gestrisni og eignast

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.